Morgunblaðið - 10.09.2011, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.09.2011, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 ✝ Anton Ingi-marsson fædd- ist á Sauðárkróki 11. ágúst 1959. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 31. ágúst 2011. For- eldrar hans eru Ingimar Ant- onsson, f. 21. sept- ember 1934, og Gíslína Kristín Helgadóttir, f. 16. október 1938. Systkini Antons eru 1) Sigríður Helga, f. 23. janúar 1958, gift Óla Þór Ásmundssyni, börn þeirra eru Berglind, f. 22. ágúst 1977, sambýlismaður hennar er Kjartan Hallur Grétarsson, þau eiga fjögur börn; Ingvar Örn, f. 10. janúar 1983, giftur Hrefnu Hlín Sveinbjörnsdóttur, þau eiga einn son, 2) Hjördís Inga, f. 27. maí 1967, gift Ingvari Magn- ússyni, synir þeirra eru Arnar ilsson. Anton giftist 1. desember 1990, Ólöfu Pálínu Úlfarsdóttur, f. 18. október 1956. Þau skildu. Sonur þeirra er Ingimar Hrafn, f. 9. apríl 1994, nemi. Fyrir átti Ólöf son, Úlfar Snæbjörn Magn- ússon, f. 14. janúar 1982. Anton ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum á Sauð- árkróki. Hann nam vélvirkjun og starfaði í því fagi framan af. Lengst af starfsævinni vann hann hjá ÁTVR, fyrst á Sauð- árkróki, þá í Reykjavík sem verslunarstjóri í Austurstræti og Kringlunni og loks sem verslunarstjóri á Akureyri og svæðisstjóri vínbúða á Norður- landi. Þar starfaði hann til dauðadags. Anton var umhyggjusamur faðir. Hann fylgdist vel með börnum sínum og ól þau upp með það að leiðarljósi að vinna og samviskusemi væri það sem gæfi lífinu gildi. Útför Antons fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag 10. september 2011, og hefst at- höfnin kl. 14. Ingi, f. 22. sept- ember 1988 og Ingvi Rafn, f. 27. febrúar 1994, 3) Hafdís Elfa, f. 11. janúar 1969, börn hennar eru Aron Elfar Jónsson, f. 17. nóvember 1988, unnusta hans er Alexandra María Ívarsdóttir; Tinna Kristín Stef- ánsdóttir, f. 12. febrúar 1992, 4) Gylfi, f. 14. mars 1970, kvæntur Guðrúnu Brynju Guðsteinsdóttur, börn þeirra eru Hafþór Smári, f. 18. október 1993 og Hugrún Ása, f. 6. júlí 1999. Sambýliskona Antons var Ólöf Ása Þorbergsdóttir, f. 16. júní 1963. Þau slitu samvistum. Dóttir þeirra er Elva Rut, f. 5. júlí 1984, kennari, sambýlis- maður hennar er Pétur Ingi Eg- Elsku pabbi minn. Maður trúir því nú varla að þú sért farinn. Það voru mikil, mikil forréttindi að vera sonur þinn, og ég hef alla tíð notið þess. Þú hefur alltaf verið fyndinn, skilningsrík- ur, þolinmóður en mest af öllu varstu góður og vinalegur við alla í kringum þig. Þú ert einn besti maður sem ég hef nokkurn tím- ann kynnst. Það sem ég á eftir að sakna mest á milli okkar er hvað við hlógum mikið saman. Við vissum báðir nákvæmlega hvernig kímni- gáfu hinn hafði. Hlustandi á hlát- urinn þinn var eitt af því sem ég hafði mest gaman af. Til dæmis þegar við sögðum hvor öðrum brandara og gamansögur. Við hittum alltaf á rétta punktinn hvor hjá öðrum. Ég man þegar þú horfðir hvað mest á formúlu eitt. Þú spurðir mig alltaf hvort ég vildi horfa á byrjunina með þér. Að sjálfsögðu. Bara að sitja með þér og horfa á formúluna bjargaði alltaf degin- um hjá mér. Ógleymanlegar eru allar okkar veiðiferðir. Óteljandi eru þau skipti sem ég festi öngulinn á botninum en alltaf bjargaðir þú málunum, á einn eða annan hátt. Okkar síðasta veiðiferð var mjög ánægjuleg, við veiddum þrjá kola í höfninni á Akureyri. Þú eldaðir oft fiskinn sem við veiddum og alltaf var hann jafn ljúffengur. Þú varst og hefur alltaf verið eins og meistari þegar það kemur að eldamennsku. Við eyddum u.þ.b. tveimur vik- um saman í ágúst í síðasta skipti og er ég mjög þakklátur fyrir að hafa eytt svo miklum tíma með þér. Líka bara að hanga með þér í íbúðinni þinni hefur alltaf verið jafn skemmtilegt, það að eyða tíma með þér er eitt það besta sem ég hef vitað um. Á þessari stundu er mér ljóst hve gríðarlega mikilvægur þú hefur alltaf verið í lífinu mínu. Ég mun alltaf geyma allar okkar ynd- islegu minningar í hjarta mínu. Takk fyrir að vera svona skiln- ingsríkur pabbi. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég elska þig. Þinn sonur, Ingimar Hrafn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. Elsku Toni, missir okkar er mikill. Þú átt alltaf stað í hjörtum okkar. Guð geymi þig, elsku drengur- inn okkar. Mamma og pabbi. Að setjast niður og ætla að skrifa nokkur minningarorð um þig, Toni bróðir, er það erfiðasta sem ég hef tekist á við. Tárin renna niður kinnarnar, ég er dof- inn. Minningarnar eru svo margar. Ég trúi því að þér hafi verið ætlað eitthvert annað og stærra hlut- verk á nýjum stað. Vonandi líður þér vel, elsku, besti bróðir minn. Ég kveð þig nú og þakka þér allar okkar samverustundir og minningarnar sem ég mun varð- veita í hjarta mínu. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst samt aftur á ný. Þinn bróðir, Gylfi. Elsku Toni minn. Það var þungt högg fyrir mig að frétta að þú værir dáinn. Ég hefði aldrei búist við því að þurfa að kveðja þig svona snemma. Hvern hefði órað fyrir því? Minningarnar um þig eru margar og fallegar. Ég minnist þess hvað þú varst ljúfur og góður strákur, örlátur og hjartahlýr. Við vorum alltaf góðir vinir og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp með þér. Það er sárt til þess að hugsa, Toni minn, að við skyldum ekki hittast oftar síðustu árin. En ég á minningarnar um þig sem ég geymi og enginn getur tekið frá mér. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvel- ur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyft- ist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Ég kveð þig með sárum sökn- uði. Hvíldu í friði, elsku bróðir. Þín Sigríður Helga (Sigga). Elsku Toni frændi, okkur lang- ar að kveðja þig með ljóði eftir afa okkar, Gísla Ólafsson frá Eiríks- stöðum. Um himinsælu dátt þig dreymi, Drottins miskunn verndi sál Blasir við þér birta og friður bak við heimsins þraut og tál. Endar samleið, klukkan kallar, kveðju hinzta fram ég ber. Vinir fagna fyrir handan friður Drottins sé með þér! Minningin um þig er björt og falleg og mun lifa. Hafþór Smári og Hugrún Ása. Fallinn er frá, langt fyrir aldur fram æskuvinur minn Anton Ingi- marsson eða Toni Ingimars, eins og hann var jafnan kallaður. Ég kynntist Tona fyrir hartnær 40 árum, en saman mynduðum við vinahóp Toni, ég og Raggi Lóla, en þeir Toni voru bræðrasynir. Það er bjart yfir minningu liðinna ára sem við áttum með Tona og brölluðum við margt eins og ungra manna er háttur. Í minn- ingunni koma upp skíðaferðir í Tindastól, ógleymanlegar ball- ferðir í Bifröst og Miðgarð, störf okkar við Sauðárkróksbíó hjá Munda Valda og Boggu frænku, fyrsta utanlandsferðin til Spánar, vinnustaðurinn okkar á raf- magns- og vélaverkstæði Kaup- félags Skagfirðinga og svo mætti lengi telja. Það var gott að eiga Tona að vini, enda var hann mörgum góð- um mannkostum gæddur. Hann var traustur, hafði ljúfa fram- komu og rólyndislegt fas, sem skapaði oft ágætis mótvægi við öra skapgerð okkar Ragga. Hann var þó ekki skaplaus maður og gat verið ákveðinn og fastur fyrir, ef því var að skipta. Toni hafði mikla kímnigáfu og gat endalaust rifjað upp skemmtileg og stundum pín- leg atvik frá liðnum árum, sem við Raggi höfðum gleymt eða vildum helst gleyma og hló þá Toni svo hjartanlega að tárin runnu niður kinnarnar Síðustu áratugina starfaði Toni hjá ÁTVR, fyrst á Króknum, síð- ar í Reykjavík og á Akureyri. Það var mikill fengur fyrir fyrirtækið að fá Tona til starfa enda var hann nákvæmur og samviskusamur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Það fór líka svo, að fljót- lega var hann gerður að stjórn- anda innan fyrirtækisins og síð- ustu árin var hann yfirmaður ÁTVR á Akureyri. Hann þótti góður yfirmaður, ljúfur í lund, leiðbeinandi og tók á málum með festu þegar þess þurfti. Við vinirnir höfðum þann hátt- inn á að hringjast á þegar við átt- um afmæli. Engin undantekning var höfð á því í ágúst sl. og spjöll- uðum við lengi saman. Toni var kátur og eins og venjulega rifjuð- um við upp atburði úr fortíðinni og hlógum svo mikið að okkur verkjaði. Hann ætlaði fljótlega að koma suður og þá ætluðum við vinirnir þrír að fara út og borða saman eins og við höfðum gert svo oft áður. Ekki gat mig rennt í grun að þetta yrði okkar síðasta samtal og að nokkrum dögum liðnum yrði Toni snögglega kall- aður burt úr þessu lífi. Elsku vinur. Ég er þakklátur fyrir vináttu þína öll þessi ár og kveð þig með sárum söknuði. Við Beta sendum börnum Tona þeim Elvu og Ingimar, foreldrum hans og systkinum svo og öðrum vandamönnum og vinum innileg- ar samúðarkveðjur og í samein- ingu munum við halda á lofti minningu um góðan dreng. Jóhann Ólafsson. Elsku Toni. Takk fyrir allar samverustund- irnar okkar. Þær eru dýrmætar minningarnar sem ég hef frá því er við eyddum saman dögum ný- lega með syni okkar. Þú varst um- fram allt traustur maður og trúr í öllu sem þú gerðir. Vinamargur og gerðir aldrei mannamun. Þú ólst Ingimar, Úlfar Snæ- björn og Elvu Rut upp með það að leiðarljósi að vinna og samvisku- semi væri það sem gæfi lífinu gildi. Margs er að minnst og margs er að sakna. Þegar sólin nálgast æginn þá er gott að hvíla sig. Og vakna ungur einhvern daginn með eilífð glaða í kringum þig. (Þorsteinn Erlingsson.) Blessuð sé minning þín. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir. Kveðja frá bekkjarfélögum Okkur langar í örfáum orðum að minnast okkar kæra bekkjar- félaga og vinar, Antons Ingimars- sonar. Það var gott að alast upp á Sauðárkróki. Þar sem allir þekktu alla og allur bærinn, fjaran og naf- irnar var okkar leiksvæði og aldr- ei skorti viðfangsefnin. Við minn- umst ýmissa bernskubreka með sælusvip, það var aldrei leiðinlegt hjá okkur. Við vorum og erum stór og samheldinn hópur, við hittumst reglulega á bekkjarmót- um og þá er alltaf góð mæting. En núna er rofið stórt skarð í þennan góða hóp, elsku vinur okkar hann Toni er látinn, langt fyrir aldur fram. En svona er líf- inu misskipt og býsna ósann- gjarnt hvað vegur okkar er mis- langur. Toni var ekki sá fyrirferðarmesti í hópnum. En hann var traustur eins og klettur og vinur allra, við minnumst hans með sitt rauða hár og sinn smit- andi hlátur. Hann var alltaf í góðu skapi og það var bara gott að vera með Tona. Það voru því slæm tíð- indi sem bárust okkur um lát hans. Það minnir okkur á að mað- ur á að njóta lífsins núna og hver dagur er dýrmætur. Við kveðjum Tona vin okkar með ljóði eftir bekkjarbróður okkar Ingólf Arnarson Er lít ég yfir liðna tíð, líf mitt ört hjá streymir. Mjög er góð og minning blíð, og mynd er hugur geymir. Þá ákvað Herrann, högg á ný, í hóp, þá strengur rofnar. Ef réttlátt er, er raun af því, og ráðþrota hugur minn dofnar. Hinstu kveðju kvíðin vil, klökkur honum senda. Fluttur sinna feðra til, farinn veg á enda. Kæra fjölskylda, við sendum ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur öll, minningin um góðan dreng mun lifa með okkur um ókomin ár. Fyrir hönd bekkjarfélaga í ár- gangi 1959, Guðbjörg Hólm, Helga Stefanía Magnúsdóttir, Ingólfur Arnarson og Sigríður Sigmundsdóttir. Anton Ingimarsson Aristóteles skrifaði á sínum tíma að gott líf fælist í því að gera þá hluti sem maður gæti gert vel. Ef marka má orð hins forn-gríska heimspekings átti afi minn einstak- lega gott líf. Hvað það sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann vel og af vandvirkni, hvort sem það var í starfi sínu eða heima fyrir. Fróðleiksfýsn hans átti sér eng- in takmörk og ferðaáhugi hans var ekki minni. Í hvert sinn sem ég fór í Sigurður Markússon ✝ SigurðurMarkússon fæddist á Egils- stöðum á Völlum 16. september 1929. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 22. ágúst 2011. Jarðarför Sig- urðar fór fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 1. september 2011. ferðalag eða kom á nýjan stað gat hann alltaf sagt mér áhugaverða hluti tengda ferðalaginu, reyndar gat hann sagt mér áhugaverða hluti um nánast hvað sem var. En hann var ekki aðeins að miðla sínum fróðleik til annarra, heldur fann maður svo innilega hvað hann var áhugasamur og vilj- ugur til að læra meira þegar maður gat sagt honum eitthvað nýtt og miðlað þannig þekkingu til hans á móti. Frá því að ég var barn hefur samband okkar alltaf verið þannig. Við sögðum hvor öðrum sögur og lærðum af hvor öðrum. Ég var barnabarn og hann var afi en þegar kom að því að skiptast á sögum sát- um við við sama borð – yfirleitt matarborðið hjá þeim. Alla tíð leit ég upp til afa míns. Ég var stoltur af því hversu langt hann hafði náð í sínu starfi, stoltur af því hversu mörg tungumál hann talaði og stundum fannst mér eins og hann vissi nokkurn veginn allt. Þrátt fyrir það var afi minn bæði hógvær maður og hlédrægur. Ég minnist þess að hafa setið við mat- arborðið hjá ömmu og afa einhvern sunnudaginn að ræða við þau um daginn og veginn á meðan amma gerði matinn tilbúinn. Talið barst að uppgjöri Sambandsins og til- drögum þess að afi hefði orðið stjórnarformaður þess. Ég sat þarna spenntur og beið eftir hetju- sögum úr íslensku viðskiptalífi og amma var dugleg að skjóta inn í samræðurnar vel völdum stað- reyndum um hvað afa hefði gengið vel hjá Sambandinu. En afi vildi sem minnst taka undir þessi orð og benti þess í stað á þá staðreynd að amma hefði verið lykillinn að vel- gengni hans. Án hennar stuðnings hefði hann aldrei haft tækifæri á því að vinna sig á þann stað sem hann komst á. Þau skiptu vel- gengni sinni jafnt á milli sín. Amma vann heima á meðan afi vann úti og aðeins þannig hefði þetta verið hægt. Þessi saga lýsir afa mínum vel. Hann var hógvær varðandi sjálfan sig og tókst að láta alla í kringum sig verða merkilegri en sig sjálfan, og þá sérstaklega konuna sína. Mér fannst aðdáunarvert að sjá hvað amma mín og afi voru ekki bara ástfangin heldur skotin í hvoru öðru eins og unglingar eftir rétt tæplega 60 ára hjónaband. Það þarf enga forn-gríska heim- spekinga til þess að segja mér að afi minn hafi átt gott líf. Hann kom fram við alla af virðingu. Hann hafði sterka réttlætiskennd og var sanngjarn í öllu því sem hann gerði. Hann uppskar eins og hann sáði og uppskar því vel. Afi var, er og verður mér alltaf mikil fyrir- mynd. Meðan ég hef erft aðeins hluta af þeim karakter sem hann hafði að geyma get ég unað sáttur við mitt. Ég veit að þær minningar sem ég á um hann munu halda áfram að veita mér innblástur í því að verða betri en ég er. Elsku afi minn, þín verður sárt saknað! Bragi Þór Antoníusson. Með sorg í hjarta kveð ég Sig- urð Markússon. Það hefur alltaf verið mér eig- inlegt að segja nafn hans og Ingu frænku í sömu setningunni, en Inga og Siggi hafa alltaf verið svo stór partur af tilveru minni og eru minningar frá Kjalarlandi 19 meðal minna fyrstu bernskuminninga. Þangað komum við í kaffi flesta laugardagsmorgna ásamt Ernu frænku. Nær undantekningarlaust þessa morgna var Siggi að vinna, en ég var oft send til að láta hann vita að kaffið væri tilbúið. Feimna ég átti oft í miklum vandræðum með að finna út réttu tímasetn- inguna til að trufla hann og bera honum boð Ingu. Hann sat íbygg- inn við stórt skrifborð og talaði jafnvel á útlensku í símann. Oftar en ekki held ég að það hafi verið hann sem spurði mig hvort ég ætti að segja honum að koma niður og fá kaffi. Í mínum augum var hann óskaplega vitur og gat talað ótelj- andi tungumál. Ég er ekki frá því að þessi uppgötvun mín á unga aldri hafi reynst nokkuð rétt. Hann mundi líka alltaf eftir mér þegar hann kom úr ferðum frá út- löndum og kom yfirleitt með þjóð- búningadúkku handa mér. Margar voru í skrítnum fötum frá löndum sem ég hafði aldrei vitað að væru til og yfirleitt fékk ég um leið upplýs- ingar frá honum um búninginn eða um landið sem dúkkan var frá. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa til við ýmiskonar viðvik, eins og að sækja mig og börnin mín til Keflavíkur þegar við vorum væntanleg í heimsókn til Íslands. Hljómfalleg skýr rödd hans og hlýtt faðmlag var þá það fyrsta sem bauð mann velkominn til landsins og spjall á heimleið, oftar en ekki um erlendar slóðir. Þekk- ing hans virtist ekki eiga sér nein takmörk. Minningarnar eru ótal margar, góðar og ánægjulegar. Á sama tíma og ég hugsa til Sigga og hvað hann hefur margt gott gert fyrir mig, þá nutu aðrir í minni nánustu fjölskyldu alúðar hans líka. Efalítið hefur Siggi verið yngstu systkinum hennar Ingu mikil fyrirmynd, þeim Árna (pabba mínum) og Brynhildi Ernu. Vin- átta og umhyggja hans fyrir þeim og eins síðar fyrir móður minni hef- ur verið ómetanleg. Ég veit fyrir víst að missir þeirra er mikill enda horfa þau á eftir góðum vin og fé- laga sem þau hafa átt dagleg sam- skipti við í áratugi. Elsku Inga frænka, Gurrý mín og Valdís, Guðbrandur, Einar, Tony, Inga, Ása, Bragi og fjöl- skyldur, ég votta ykkur mína inni- legustu samúð. Hugur minn er hjá ykkur. Erna Sif.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.