Morgunblaðið - 10.09.2011, Síða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
✝ Þuríður Sig-urrós Bene-
diktsdóttir fæddist
4. maí 1915 á Hömr-
um í Haukadal. Hún
lést á hjartadeild
Landspítalans 31.
ágúst 2011. For-
eldrar hennar voru
Benedikt Jónasson,
f. 18. feb. 1888 á
Stóra-Vatnshorni í
Haukadal, d. 14.
sept. 1948, og Guðrún Guðjóns-
dóttir f. 28. jan. 1894, á Gilsbakka,
í Miðdölum, d. 4. okt. 1976. Þur-
íður var elst af fjórtán systkinum
en þau eru í aldursröð: Kristín, f.
14. feb. 1917, d. 1. des. 1998,
Fanney, f. 15. sept. 1918, d. 28.
maí 2008, Jónas Kristinn, f. 26.
mars 1920, d. 25. nóv. 1971, Guð-
jón, f. 3. júní 1921, Jón, f. 26. jan.
1923, Ragnheiður, f. 2. júlí 1924,
Guðmundur Sigurvin, f. 3. sept.
1925, d. 3. sept. 2003, Elísabet f.
31. jan. 1927, d. 19. apríl 2002,
Ólafur Árni, f. 25. sept. 1933,
Svavar Reynir, f. 18. mars 1935,
Elsa, f. 30. júlí 1936, Hreinn, f. 9.
des. 1937, og Fjóla, f. 24. júlí 1939.
Maki Þuríðar var Kristján Jós-
1987, og b) Rakel, f. 7. des. 1990,
sambýlismaður hennar er Bjarki
Rúnar Guttormsson, f. 9. mars
1988. Hilmar, f. 6. mars 1943 á
Oddsstöðum í Miðdölum, d. 13.
mars 2009, kvæntur Hjördísi Ósk-
arsdóttur, f. 20. jan. 1941 í
Reykjavík, börn þeirra: 1) Jón
Sverrir, f. 18. des. 1967, kvæntur
Hólmfríði Láru Skarphéð-
insdóttur, f. 20 okt. 1970, börn
þeirra: a) Arnór Ingi, f. 2 júní
1989, og b) Hjördís Anna, f. 23.
okt. 1990, sambýlismaður hennar
er Björn Kolbeinn, f. 7. des. 1978,
barn þeirra, drengur, f. 16 ágúst
2011. 2) Þuríður Kristín, f. 19. jan.
1969, maki Baard Hermansen, f.
31. maí 1966, barnsfaðir Sigurður
Ingvarsson, f. 10. des. 1961, börn
þeirra: a) Hilma Kristín, f. 5. nóv.
1994, og b) Sara Diljá, f. 10. júní
1996. Hjördís átti fyrir börnin: 1)
Óskar, f. 15. apríl 1956, 2) Jó-
hönnu, f. 10. nóv. 1958, 3) Lárus, f.
22. jan. 1960, 4) Kristján, f. 4. okt.
1961, og 5) Pál, f. 25. nóv. 1964.
Þuríður og Kristján bjuggu
lengst af á Oddsstöðum í Mið-
dölum en eftir lát Huldu dóttur
þeirra flutti Þuríður að Breiðaból-
stað í Miðdölum og annaðist upp-
eldi dóttursona sinna ásamt föður
þeirra og alfarið eftir lát hans.
Hún flutti til Reykjavíkur 1986.
Útför Þuríðar fer fram frá
Kvennabrekkukirkju í dag, 10.
september 2011, og hefst athöfnin
kl. 14.
efsson, f. 16. júlí
1911 á Skallhóli í
Miðdölum, d. 7.
ágúst 1959, for-
eldrar hans voru
Jósef Jónsson, f. 3.
ágúst 1882 á Hamra-
endum í Miðdölum,
d. 14. ágúst 1959, og
Ólafía M. Ólafs-
dóttir, f. 29. sept.
1879 á Bálkastöðum
í Hrútafirði, d. 24.
ágúst 1953. Börn þeirra: Hulda
Hlíf, f. 17. feb. 1938 á Krossi í
Haukadal, d. 19. jan. 1964, gift
Inga Níelsi Karlssyni, f. 21. mars
1929 á Fitjum í Hrófbergs-
staðahreppi, d. 20. maí 1976, synir
þeirra: 1) Rúnar Karl, f. 29. júlí
1958, d. 7. okt. 1960; 2) Kristján
Jósep, f. 12. nóv. 1959, kvæntur
Kristjönu Kjartans Arnardóttur,
f. 12. feb. 1962, börn þeirra: a)
Ingi Örn, f. 26. júlí 1980, börn
hans Bríet Fríða, f. 16. júlí 2001,
og Matthías Helgi, f. 25. maí 2009,
og b) Hulda Margrét, f. 1. des.
1988; og 3) Karl, f. 27. mars 1961,
kvæntur Guðrúnu Á. Rögnvalds-
dóttur, f. 29. maí 1961, börn
þeirra: a) Ingi Níels, f. 14. okt.
Langt úr fjarlægð, elsku amma mín,
ómar hinzta kveðja nú til þín.
En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér,
ég allar stundir geymi í hjarta mér.
Ég man frá bernsku mildi og
kærleik þinn,
man hve oft þú gladdir huga minn.
Og glæddir allt hið góða í minni sál,
að gleðja aðra var þitt hjartans mál.
Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín
þá lýsa mér hin góðu áhrif þín.
Mér örlát gafst af elskuríkri lund,
og aldrei brást þín tryggð að
hinztu stund.
Af heitu hjarta allt ég þakka þér,
þínar gjafir, sem þú veittir mér.
Þín blessuð minning býr mér ætíð hjá,
ég björtum geislum strái veg minn á.
(JK)
Þuríður Kristín.
Nú er lífsljósið hennar Þuru
frænku minnar slokknað. Það log-
aði lengi og á eftir að lýsa okkur,
frændfólki hennar og afkomend-
um, um langa hríð. Hún var föð-
ursystir mín og elst fjórtán systk-
ina sem öll voru fædd og uppalin á
Hömrum í Haukadal í Dölum vest-
ur. Fullu nafni hét hún Þuríður
Sigurrós, bar nafn föðurömmu
sinnar en var alltaf kölluð Þura af
ættingjum og vinum. Hún lifði
tímana tvenna, fædd í miðri fyrri
heimsstyrjöld og lengi fram eftir
ævi bjó hún hvorki við rafmagn né
önnur nútímaþægindi. Hún hóf
búskap ásamt manni sínum, Krist-
jáni Jósepssyni, á Krossi í Hauka-
dal en þau fluttust síðan að Óspak-
sstaðaseli í Hrútafirði árið 1939.
Sú jörð er nú fyrir löngu komin í
eyði. Faðir minn, Jón Benedikts-
son, var vinnumaður hjá systur
sinni þegar hún bjó í Óspaksstaða-
seli, þá ungur maður, og á margar
góðar minningar frá þeim tíma.
Eftir tveggja ára búskap í Óspak-
sstaðaseli fluttust þau að Odds-
stöðum í Miðdölum og þar bjó hún
fram til ársins 1964 er hún fluttist
að Breiðabólstað og að lokum
fluttist hún til Reykjavíkur þar
sem hún hélt heimili um skeið
ásamt Kristínu systur sinni. Síð-
ustu árin bjó hún í Furugerði 1 og
sá þar um sig sjálf nær til hinstu
stundar.
Lífsgangan var henni ekki auð-
veld. Árið 1959 missti hún sinn
góða mann, ári síðar dó elsta
barnabarnið og 1964 lést einka-
dóttir hennar, Hulda, af barnsför-
um frá tveimur litlum drengjum.
Tók hún þá við uppeldi þeirra og ól
þá upp ásamt tengdasyni sínum og
fluttist að Breiðabólstað þar sem
hún bjó næstu tuttugu og tvö árin.
Á Breiðabólstað reið enn eitt áfall-
ið yfir þegar tengdasonur hennar,
Ingi Karlsson, lést skyndilega.
Fyrir rúmum tveimur árum dó
Hilmar sonur hennar og var hún
þá búin að missa bæði börnin sín.
Í huga mínum var Þura, frænka
mín, sannkölluð hversdagshetja.
Hún var æðrulaus allt til hinstu
stundar og lét ekki bugast þó að
lífið legði henni á herðar þungar
byrðar. Snemma var hún tápmikil
og gekk til allra verka jafnt úti
sem inni. Hún var alla tíð létt á
fæti og taldi ekki eftir sér að taka
til hendi þar sem þess var þörf.
Hún hafði yndi af bóklestri ef
stund gafst til og var ótrúlega
minnug en andlegri reisn hélt hún
allt til hinstu stundar. Hún barst
aldrei á og tranaði sér ekki fram
en vann störf sín í hljóði. Það var
gott og gefandi að eiga með henni
stund og minnist ég margra
stunda sem ég átti með henni,
bæði vestur í Dölum og eins eftir
að hún fluttist til Reykjavíkur.
Að leiðarlokum þakka ég henni
samfylgdina og bið henni blessun-
ar á nýjum leiðum.
Samúðarkveðjur sendum við
Gulla og foreldrar mínir til afkom-
enda hennar og allra þeirra sem
þótti vænt um hana.
Ólafur H. Jónsson.
Þuríður
Benediktsdóttir
Elsku Hjálmar bróðir. Það
er sárt og ótímabært að þurfa
að kveðja þig svona fljótt. Nú
er baráttu þinni lokið. Hún er
búin að vera þér og þínu fólki
mjög erfið. Þér tókst að takast
á við þennan sjúkdóm af þvílíku
æðruleysi að ekki var annað
hægt en að dást að þér. Þegar
ég nefndi það við þig svaraðir
þú því til að nóg væri nú samt
sem þyrfti fyrir þér að hafa.
Við trúum því að nú líði þér
betur og enginn vafi er að fólk-
ið okkar, sem á undan er farið,
hefur tekið vel á móti þér.
Það er alveg einstakt að sjá
þá umhyggju og hlýju sem þú
naust í umsjón Ragnheiðar og
dætra ykkar í þínum veikindum
og gerði það þér mögulegt að
vera nánast alveg heima. Þar
sem þér leið best umvafinn
börnunum þínum og barna-
börnum. Þú varst mjög um-
hyggjusamur fjölskyldufaðir og
alltaf tilbúinn að liðsinna öðrum
þegar þú komst því við.
Það koma snemma í ljós hve
umhyggjusamur þú varst gagn-
vart öðrum. Þú varst ekki
nema 10 ára þegar þú læddist
inn í herbergi til mömmu og
pabba og sóttir litla bróður
þegar hann var veikur og hafð-
ir hann uppi í hjá þér svo
mamma gæti sofið. Þú varst
vinnusamur alla tíð enda ekki
gamall þegar þú fórst að vinna.
Hjálmar
Haraldsson
✝ Hjálmar Har-aldsson fæddist
í Neskaupstað 25.
ágúst 1942. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 25. ágúst
2011.
Útför Hjálmars
fór fram frá
Grindavíkurkirkju
2. september 2011.
Beita eða á sjó
m.a. á Byr hjá
pabba og síðar
Hjálmari. Varð
sjómennskan ævi-
starf þitt enda var
það líf þitt og yndi
að vera á sjó.
Við systkinin er-
um fædd og uppal-
in austur á Norð-
firði og eru
bernskuminning-
arnar bara ljúfar og góðar. Við
systurnar erum tvær og feng-
um við svo oft að fara með þér
þegar þú varst að fara í sendi-
ferðir og alltaf vildi þú leiða
okkur. Fyrstu nælonsokkana
sem við systurnar eignuðumst
gafst þú okkur og vorum við
mjög upp með okkur yfir þeirri
gjöf. Á sumrin stífluðuð þið
lækinn sem rann rétt utan við
húsið og var það mikið athafna-
svæði, báta- og bílaútgerð. Á
veturna voru grafin stærðar
snjóhús í gilinu við lækinn.
Einu sinni neglduð þið gömul
skíði undir gormadívan og
dróguð hann langt upp á Jónst-
ún. Síðan var brunað niður
brekkurnar, þvílíkt ævintýri.
Þó að þið Sæmi bróðir væruð í
þessum leikjum ykkar þá mátt-
um við Unna alltaf vera með.
Haustið 1960 fluttum við frá
Norðfirði vestur á Flateyri og
þar kynnist þú henni Ragn-
heiði, ástinni í lífi þínu.
Minningarnar eru svo marg-
ar og ómetanlegar sem við eig-
um um þig, kæri bróðir, og
munum við varðveita þær.
Við Sæþór erum þakklát fyr-
ir þann tíma sem við höfum átt
með ykkur Ragnheiði. Við fór-
um í margar útilegurnar sam-
an, meðal annars ógleymanlega
berjaferð á Vestfirði. Berja-
ferðir var eitt af því skemmti-
legasta sem þú gerðir. Eitt
skipti þegar við vorum á ferða-
lagi saman í Haga í Mjóafirði
(þar sem þú varst í sveit hjá
ömmu og afa) tókst þú upp litla
birkihríslu og gafst mér og
spurðir hvort ég vildi ekki eiga
í garðinum mínum.
Elsku Ragnheiður. Megi Guð
styrkja þig og fjölskyldu þína á
þessum erfiðu tímum. Guð
blessi minningu míns kæra
bróður og mágs með kæru
þakklæti fyrir allt á lífsleiðinni.
Marta og Sæþór.
Okkur langar til að minnast
föðurbróður okkar hans
Hjamma frænda eins og við
kölluðum hann með örfáum orð-
um. Margar minningar fljúga í
gegnum hugann og mörg tár
renna niður vangana þegar
hugurinn reikar. Við vorum svo
lánsöm að Hjammi frændi var
hluti af okkar daglega lífi frá
því við fæddumst. Það var ekki
ósjaldan sem Hjammi og Ragn-
heiður kíktu í kaffi til mömmu
og pabba. Þá var mikið rætt og
oft á tíðum barst umræðan að
sjónum og öllu sem honum
tengdist. En á sjónum leið
Hjamma vel, hann var vinsæll
og farsæll skipstjóri sem stýrði
skipi sínu af miklum sóma.
Hjammi frændi var mikill
ljúflingur og rólyndismaður,
alltaf var hann glaður og aldrei
sáum við hann skipta skapi.
Við hefðum öll viljað hafa
hann lengur hjá okkur en það
er ekki spurt að því þegar ill-
vígir sjúkdómar banka upp á.
Við er þakklát fyrir þann tíma
sem við fengum með honum og
þær minningar sem við eigum í
hjörtum okkar. Minningin um
einstakan mann mun lifa í
hjörtum okkar um ókomna
framtíð.
Við sendum Ragnheiði og
fjölskyldu hennar okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að blessa ykkur og
veita ykkur styrk á sorgar-
stundu.
Sigurveig, Halldóra og
Hafþór.
Ég vil með örfáum orðum minn-
ast vinar míns Runólfs Lárussonar.
Við ólumst upp á kreppuárunum á
Króknum og áttum heima í sama
húsi um nokkurra ára skeið,
Höepfnershúsinu, en það hús stóð
fyrir neðan Villa Nova niðri á mal-
arkambinum. Það var varnargarð-
Runólfur Lárusson
✝ Runólf Láruss-on, sjómann frá
Sauðárkróki fæddist
5. maí 1934. Hann
lést 2. ágúst 2011.
Foreldrar hans
voru Lárus Runólfs-
son, sjómaður og
hafnarvörður á
Sauðárkróki, fædd-
ur 22.6. 1903, dáinn
3.10. 1981, og Ellen
Guðlaugsdóttir,
fædd 24.7. 1905 í Reykjavík, dáin
29.9. 1961. Systkini hans voru
Unnur, fædd 26.3. 1930, látin,
Soffía, fædd 4,9. 1931, látin, Lára,
fædd 28.11. 1932, og Guðlaugur,
fæddur 23.6. 1936.
Runólfur var jarðsunginn í
kyrrþey.
ur fyrir neðan húsið
til varnar landbroti. Í
vondum veðrum
gekk sjór yfir varnar-
garðinn og yfir húsið
og flæddi þá oft inn,
því þak hússins og
veggir voru lekir.
Þessi húsakynni voru
afar bágborin, jafn-
vel þótt miðað sé við
krepputíma sem þá
voru. En í þetta hús
fluttu fjölskyldur sem voru í litlum
efnum á árunum 1936 til 1937. Í
mörgum tilfellum fjölskyldur sem
áttu sæg af börnum. Hver fjöl-
skylda hafði til umráða stofu og
eldhúskytru svo það var æði
þröngt. Í húsinu voru að jafnaði á
milli þrjátíu og fjörutíu krakkar
þannig að það var mikið líf hjá okk-
ur krökkunum. Yfirleitt kom okkur
vel saman þótt eins og gengur
skærist stundum í brýnur en það
risti aldrei djúpt. Já það var gaman
að alast upp með öllum þessum
krökkum og nú eftir öll þessi ár að
rifja upp þessa tíma.
Runólfur var fílhraustur og
samanrekinn. Það fór jafnan mikið
fyrir honum og hann varð snemma
óreglusamur og byrjaði innan við
fermingu að reykja og neyta áfeng-
is. Frá unga aldri fór hann að róa
með föður sínum á trillu og varð
það hans ævistarf. Þeir voru afar
fengsælir fiskimenn feðgarnir.
Ranni, eins og hann var kallaður,
var vinmargur og hafði yndi af því
að skemmta sér í góðra vina hópi.
Hann var drengur góður og hafði
mjög hlýtt og gott hjartalag en
óreglan var honum erfið sem nátt-
úrulega bitnaði mest á honum sjálf-
um.
Fyrir um tuttugu árum fékk
hann heilablóðfall og við það lam-
aðist hann öðrum megin. Eftir það
var hann bundinn við hjólastól og
dvaldi öll þessi ár á Heilbrigðis-
stofnun Sauðárkróks. Þar voru all-
ir góðir við hann og þar leið honum
vel. Ávallt þegar ég fór norður á
Krók heimsótti ég hann á spítal-
ann. Hann varð ætíð glaður að sjá
mig og rifjuðum við þá gjarnan upp
gamla daga frá uppvaxtarárunum.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum minnast míns kæra vinar,
Ranna, og veit að góður guð mun
taka vel á móti honum. Far þú í
friði.
Hörður Pálsson.
✝ Kristbjörg Pál-ína Jakobs-
dóttir fæddist 30.
júlí árið 1913 á
Gilsbakka í Eyja-
fjarðarsveit. Hún
andaðist á Hjúkr-
unarheimilinu Hlíð
8. ágúst 2011.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sig-
rún Ólafsdóttir og
Jakob Jóhann-
esson. Systkini Kristbjargar,
þau Ólafur, Jóhannes, Áslaug
Lilja og Aðalbjörg Stefanía eru
öll látin.
Árið 1945 kynntist Kristbjörg
eiginmanni sínum, Tryggva
Ingimar Kjartansyni, f. 4. febr-
úar 1927, d, 22. júlí 2005. Sama
búskap á jörðinni Miðhúsum í
Hrafnagilshreppi og sjö árum
síðar í Melgerði í Saurbæj-
arhreppi. Tvö barna Krist-
bjargar og Tryggva dóu í frum-
bernsku, en synir þeirra eru:
Aðalsteinn, f. 9. október 1946,
kvæntur Hólmfríði Dóru Sig-
urðardóttur, f. 3. september
1959. Haukur, f. 31. mars 1949,
d. 29. maí 2011, eiginkona hans
er Sigrún Kjartansdóttir, f. 16.
júní 1955. Kjartan, f. 4. júlí
1951, kvæntur Sólrúnu Stefaníu
Benjamínsdóttur, f. 1. mars
1956. Jakob, f. 8. ágúst 1953,
eiginkona Guðrún Andr-
ésdóttir, f. 28. september 1962.
Sigurður Rúnar, f. 8. ágúst
1955, kvæntur Ingu Margréti
Ólafsdóttur, f. 27. nóvember
1957, og Halldór Ingimar, f. 6.
júní 1957, en hans kona er
Guðný Sverrisdóttir, f. 3. sept-
ember 1956.
Útför Kristbjörgar hefur far-
ið fram í kyrrþey að ósk henn-
ar.
ár hófu þau búskap
með foreldrum
Tryggva í Mikla-
garði, en þremur
árum síðar fluttust
þau til Akureyrar.
Tæpan áratug átti
fjölskyldan heimili
á Gleráreyrum.
Ekki höfðu þau þó
hjónin sagt skilið
við sveitalífið því
þau höfðu með sér
eina kú og nokkrar kindur úr
sveitinni og voru með þann bú-
skap fyrst í nágrenni heimilis-
ins en síðar ofan við þáverandi
byggð í bænum. Árið 1957 flutt-
ust þau Kristbjörg og Tryggvi í
Sólvelli, býli sem var við Borg-
arbrautina. Árið 1960 hófu þau
Elsku amma, Það var svo
gott að koma til ykkar í
Brekkugötuna áður en þið fór-
uð upp á Hlíð þegar afi veikt-
ist, gott að koma til ykkar
snemma á morgnana í morg-
unkaffi og horfa með þér á
Glæstar áður en ég fór í skól-
ann, og þú misstir aldrei úr
þætti og vissir alltaf hvað var
búið að gerast.
Það virðist samt vera alveg
heil eilífð síðan þið fóruð úr
Brekkugötunni þó það séu ekki
nema 6 ár, og alveg synd að þú
hafir ekki fengið meiri stuðn-
ing til að fara aftur heim eftir
að afi dó. Ég varð reið og var
það í langan tíma og reið yfir
því að loforðið sem þér var
gefið var svikið. Það var svo
fínt að kíkja við í mjólkurkex
sem var alltaf til og sandköku.
Þetta tvennt var alltaf til og oft
þegar ég kom stóðstu við bekk-
inn að hræra í kökur og sagðir
að þetta væri nú í síðasta skipti
sem þú mundir baka, en svo
leið ekki langur tími, þá varstu
farin að baka aftur, og mjólk-
urgrauturinn sem þú sauðst
var svo góður og ég hef gert
margar tilraunir til að gera
hann eins og þú gerðir en hann
verður ekki einu sinni svipað-
ur.
Ég bjóst ekki við því að það
yrði svona stutt á milli þín og
pabba, svo núna á rúmum 2
mánuðum hef ég bæði misst
uppáhaldsmanneskjuna mína
og þá mikilvægustu, en ég veit
að pabbi og afi og hin tvö börn-
in hafa tekið á vel á móti þér.
Ég var mjög ánægð að hafa
náð að vera hjá þér og halda í
þig þegar þú tókst síðasta
andardráttinn og kvaddir
þetta líf, en það er skrítið að
hugsa til þess að fara inn á
Akureyri og hafa þig ekki á
þínum stað. Við komum til
þín viku áður en þú kvaddir, í
98 ára afmælið þitt, og sú
stund sem við áttum með þér
var frábær, og ísinn sem við
gáfum þér í afmæliskaffi rann
ljúflega niður.
Takk fyrir öll góðu árin
sem ég var hjá ykkur afa, og
góðu stundirnar sem við átt-
um saman í Brekkugötunni.
Góða nótt, elsku amma
mín.
Þín
Árný Ósk og fjölskylda.
Kristbjörg Pálína
Jakobsdóttir