Morgunblaðið - 10.09.2011, Side 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
Afi Reinhold, við sem hlökk-
uðum svo til að fá að hitta þig í
sumar. Ætlunin var að þú og
amma kæmuð til Tönder í Suður-
Jótlandi í 10 daga í sumar. En þú
varst skyndilega svo slappur,
þannig að mamma fór til Íslands
og var með ykkur ömmu í 18
daga, hún var búinn að vera
heima í 11 daga, þegar það var
hringt í okkur og sagt að afa væri
Erlingur Herbertsson
(Reinhold Kummer)
✝ Erlingur Her-bertsson (Rein-
hold Kummer)
blikksmíðameistari
fæddist í Leipzig í
Þýskalandi 18. júní
1937. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 24. ágúst 2011.
Reinhold var
jarðsunginn frá
Fossvogskirkju 30.
ágúst 2011.
varla hugað líf. Föl-
skyldan pantaði
flugmiða, en við
komum of seint. Við
fengum að sjá þig,
liggjandi í rúminu á
líknardeild Land-
spítalans, þú leist
svo friðsamlega út
og húð þín svo
skjannahvít, slétt og
falleg. Hvíl í friði,
elsku afi.
Minningarnar um afa eru
margar, t.d. munum við vel dag-
inn sem foreldrar okkar giftu sig,
við vorum 5 og 6 ára. Við bræð-
urnir sátum í brúðarbílnum
frammí hjá Jenna vini okkar sem
var bílstjórinn. Mamma sat aftur
í svaka stórum og viðamiklum
brúðarkjól, og svo var beðið í svo-
litla stund. Svo bitist afi allt í einu
svaka flottur með blóm í barmi,
hann gekk i átt að brúðarbílnum
þar sem við sátum. Mig varð svo
um að ég snéri mér að mömmu og
sagði: „Mamma, ætlar þú að gift-
ast afa?“ Mamma fór að hlæja og
gráta eins og henni er best lagið,
nýkomin úr andlitsförðun, það
var ekki bara hún sem hló heldur
allir í bílnum. Er það nema furða
hvað ég varð hissa, afi var svo
unglegur.
Heimsóknirnar á Lindó voru
margar, hjá afa og ömmu voru
reglur, sem við vissum fljótlega
að best væri að fara eftir. Við
bræðurnir vorum kallaðir skæru-
liðarnir, sennilega vegna þess að
við áttum erfitt með að vera kyrr-
ir. Okkur fannst líka alltaf svo
flott uppdekkað borð hjá afa og
ömmu, með þessum flottu heima-
gerðu kökum og brauði. Afi heils-
aði alltaf með þéttingsföstu
handabandi, með sínum stóru
höndum, að okkur fannst, svo
fast að maður gat varla sleppt.
Þetta fannst okkur gaman, afi
var svo sterkur. Hann var sjálfur
svolítið stríðinn, þá gat maður
séð á honum kímnibros. Ætli
hann hafi ekki sjálfur verið lítill
skæruliði? Afi var með algjöra
bíladellu, hann keypti oft tjóna-
bíla og gerði þá upp, svo átti hann
líka mótorhjól. Það var svo gam-
an að fá far með afa, en við verð-
um víst að viðurkenna að stund-
um vorum við hræddir, því afi var
svolítill glanni.
Maður vissi alltaf hvar afa
væri að finna, það var eins og
hann væri límdur inni á verk-
stæðinu sínu. Okkur fannst hann
ótrúlega duglegur og að afi gæti
hreinlega allt.
Okkur systkinin langar að
minnast á einn af uppáhaldssálm-
um okkar, sem var svo fallega
sunginn af Kammerkór Dóm-
kirkjunnar á útfarardegi afa
þann 30. ágúst sl.
„Drottinn er minn hirðir, mig
mun ekkert bresta.“
Með þessum orðum kveðjum
við þig, elsku afi Reinhold.
Hvíl þú í friði, elsku afi, bless-
uð sé minning þín.
Þín barnabörn
Georg Walter, Sveinn Krist-
ófer og Rebekka Dagný,
börn Dagnýjar og Ágústs.
Gengin er mæt
kona, góður vinur og vinnu-
félagi. Það var gott að vinna
með henni Jóhönnu. Allir, bæði
heimilisfólk og starfsfélagar,
nutu nærveru hennar. Hún var
skemmtileg, hafði góða kímni-
gáfu og var sannkallaður mátt-
arstólpi. Hún var hreinskiptin
og lá ekki á skoðunum sínum og
oft mynduðust fjörugar umræð-
ur í vinnuhópnum. Hún hafði
góða skipulagshæfileika og
henni voru alveg einstaklega
vel lagðar hendur og bar
prjóna- og saumaskapur hennar
þess glögg merki. Jóhanna var
bæði myndarleg og smekkleg
kona.
Jóhanna vann á Endurhæf-
ingardeild Grundar, fyrst sem
aðstoðarmaður í sjúkraþjálfun
Jóhanna Margrét
Aðalsteinsdóttir
✝ Jóhanna Mar-grét Að-
alsteinsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 13.
maí 1954. Hún lést
á heimili sínu 23.
ágúst 2011.
Útför Jóhönnu
fór fram frá Graf-
arvogskirkju 2.
september 2011.
en seinna og lengst
af sem aðstoðar-
maður í iðjuþjálf-
un. Þar naut hún
sín vel bæði sem
leiðbeinandi og
ekki síst við hina
ýmsu handíð.
Jóhanna greind-
ist með krabba-
mein snemma árs
2010. Þá hófst
óvægin barátta til
að ná betri heilsu sem tók á og
var erfið en barátta hennar ein-
kenndist af miklu æðruleysi og
einbeittum sigurvilja.
Við fylgdumst með Jóhönnu í
hennar veikindum og leit hún
ævinlega við í heimsókn hjá
okkur þegar hún hafði tök á,
sem okkur þótti mjög vænt um.
Lífsganga hennar er sannar-
lega sigur þeirra gilda sem hún
stóð fyrir og til eftirbreytni
þeim sem vilja rækta með sér
fagurt mannlíf og umhverfi.
Hennar verður sárt saknað.
Að lokum viljum við votta
Birni, dætrunum og þeirra fjöl-
skyldum innilegustu samúð.
Fyrir hönd samstarfsfólks í
Iðju- og sjúkraþjálfun á Grund,
Ágústa G. Sigfúsdóttir.
Afi minn. Frá
eins árs aldri hef ég
búið í næsta ná-
grenni við þig. Ég
kom heim til ykkar
ömmu í pössun eftir leikskóla, í
hádegismat í grunnskóla og í
heimsóknir í menntaskóla og há-
skóla. Það verður skrítið að
heimsækja ömmu þegar enginn
afi verður þar, enda áttuð þið
svo vel saman.
Afi minn, rólegur í fasi en
léttur á fæti og hló svo innilega.
Lék við okkur krakkana og
passaði að allir væru með heitt
kakó í bollunum og mola í munn-
inum. Hrósaði öllum kræsingun-
um hennar ömmu – engu var
mismunað hjá afa.
Afi minn, nostrari. Hugaði vel
Jón Ingi Ágústsson
✝ Jón IngiÁgústsson
fæddist 23. júní
1925. Hann lést 25.
ágúst 2011. Útför
Jóns fór fram 5.
september 2011.
að garðinum, bú-
staðnum, þýskunni
sinni og ömmu.
Skar út flókin, líf-
ræn (organísk)
mynstur í við fyrir
klukkur og skrín.
Ræktaði dísæt
jarðarber, kartöflur
og kál. Á vappi
mínu í kringum afa
lærði ég ýmislegt.
Skera út við, klippa
runna og plata snigla frá jarð-
arberjunum. Afi kenndi án orða,
ef ég hafði áhuga sýndi hann
mér þolinmóður hvernig fara
ætti að.
Afi minn, svo ótrúlega já-
kvæður, jafnlyndur og heilsu-
hraustur. Ætli ég hafi ekki hald-
ið að hann væri eilífur, yrði
alltaf til staðar. En á ákveðinn
hátt er hann það. Mér finnst frá-
bært að hafa búið nálægt, þekkt
hann og lært af honum.
Afi minn – þú varst eins og af-
ar eiga að vera.
Embla Vigfúsdóttir.
Fortíðin er hluti
af nútíðinni, við erum alltaf að
tengja okkur aftur í tímann,
tengja okkur við fólkið okkar,
liðna atburði og ómetanlegar
samverustundir. Allt þetta leit-
aði á hugann þegar hún Anna
Biering kvaddi okkur þann 31.
ágúst sl. eftir langa og giftu-
sama ævi.
Anna var einstök kona, falleg
yst sem innst. Hún var alltaf
hluti af mínu lífi sem mikilvæg-
ur hlekkur í stórfjölskyldunni og
einstaklega ættrækin. Fjöl-
skyldan er stór og henni sinnti
hún á sinn nærgætna og óeig-
ingjarna hátt, alltaf til staðar
fyrir alla að gefa og gleðja af
miklu örlæti. Hún sáði gleði og
góðvild hvar sem hún kom. Og
hún ræktaði garðinn sinn langt
út fyrir fjölskylduna því hún var
vinmörg og trygglynd og bar
hag samferðafólks síns mjög
fyrir brjósti. Hún var alltaf
tilbúin að létta öðrum lífið
hvernig sem á stóð hjá henni.
Anna var alltaf vel klædd með
fallega hárið sitt vel lagað en
aldrei var hún eins glæsileg og
þegar hún skartaði upphlutnum
sínum og möttlinum yfir, sem
hún gerði við öll stærri tækifæri
í fjölskyldunni.
En ekki er hægt að minnast
Önnu án þess að nefna ástina í
lífi hennar, hann Sigga frænda,
en hann lést árið 1977. Þau voru
elskuleg og samhent hjón sem
öllum þótti vænt um og alltaf
var gott að koma til þeirra í
Fossvoginn og njóta gestrisni og
hlýjunnar sem þar ríkti. Lífs-
afkoma þeirra byggðist á blóma-
sölu í litla skúrnum við Hring-
brautina, sem mjög margir
Reykvíkingar þekkja og enn er
þar rekin verslun af syni þeirra
Sigurði Þóri. Og það er gleðilegt
að sjá að hann stundar sín við-
skipti af sömu einlægni og for-
eldrarnir, mannlegi þátturinn
alltaf í fyrirrúmi.
Mig langar að lokum að
þakka þeim heiðurshjónum
órofa tryggð og elskusemi og
fyrir alla blómvendina, sem við
fjölskyldan höfum þegið og
glaðst yfir í gegnum árin en
Anna og Siggi lifðu eftir lífs-
Anna Biering
✝ Anna KristínVilhelmína Bi-
ering fæddist 30.
nóvember 1912 í
Reykjavík. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Eir 31. ágúst
2011.
Úför Önnu fór
fram 6. september
2011.
spekinni að sælla er
að gefa en þiggja.
Afkomendum öll-
um sendum við ein-
lægar samúðar-
kveðjur.
Margrét og
Claus.
Mig langar að
skrifa fáein kveðju-
orð til Önnu Bier-
ing. Árið 1954 keyptum við
hjónin hús á Fossvogsbletti 2a
sem fylgdi hálfur hektari lands.
Það var okkar mikla gæfa að í
næsta húsi bjuggu Sigurður
Guðmundsson garðyrkjumaður
og Anna ásamt fjórum börnum.
Þau voru talsvert eldri en við og
höfðu mikla þekkingu á ýmsu
sem við kemur búskap og garð-
rækt. Það tókst strax mikill vin-
skapur okkar á milli og Anna
kenndi mér margt sem ég bý að
enn.
Hún var sérlega flink í mat-
reiðslu og við kökubakstur var
hún frábær og skreytingar á
kökunum hennar voru hreint
listaverk. Aftur á móti var ég
mjög klaufsk við bakstur. Því
langar mig að nefna smádæmi
sem lýsir persónuleika Önnu vel.
Alltaf þegar ég þurfti að halda
veislu til dæmis við fermingu
dætra minna þá bauðst Anna til
að baka en setti þau skilyrði að
ég segði engum frá því og þar af
leiðandi fékk ég allt hrósið hvað
ég byggi til flottar kökur og að
skreytingarnar væru heilt lista-
verk. Ég var því í vandræðum
þegar margar konur báðu mig
um uppskrift og kennslu í
skreytingum. Ég spurði Önnu
hvað ég ætti að gera því ég var
skelfingu lostin að koma upp um
fáfræði mína. Þá sagði Anna:
„Vertu ekki með áhyggjur, ég
skal kenna þér það helsta,“ og
ég þáði það. Þetta sýnir að Anna
var þannig að hennar góðverk
fóru hljótt og það voru margir
sem nutu þeirra.
Ótal góðar minningar eru
tengdar Önnu, Sigurði og þeirra
fjölskyldu og væri efni í heila
bók. Ég læt hér staðar numið.
Ég tel að það hafi gert mig að
betri manneskju að hafa átt
samleið með þér, Anna mín, og
þínu fólki. Þú hafðir sterka trú á
framhaldslífi eins og ég og þar
áttum við oft skemmtilegar sam-
ræður. Þín heimkoma verður
yndisleg.
Við hjónin flytjum ykkur að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Kær kveðja,
Guðrún Anna Thorlacius.
✝
Þökkum af alhug öllum sem sýndu samúð
og kærleik við andlát og útför elskaðs eigin-
manns, föður, tengdaföður og afa,
HALLDÓRS MAGNÚSSONAR
fv. framkvæmdastjóra,
Sunnubraut 36,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar, líknardeildar
Kópavogi og allra sem önnuðust hann af alúð og umhyggju í
veikindum hans og heiðruðu minninguna við útför hans.
Guð blessi ykkur öll.
Jóhanna Guðmundsdóttir,
Vilborg, Steinunn, Oddný, Helgi,
Orri, Björn Halldór, Sunna,
Hanna Alexandra, Þórunn Soffía, Halldór Sörli,
Júlía Sif og Fannar Alexander.
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna
fráfalls okkar ástkæru móður, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
GUÐRÚNAR EBBU JÖRUNDSDÓTTUR,
Hlaðbrekku 22,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ og þeirra sem heimsóttu
hana í veikindum hennar.
Sigurður Jörundur Sigurðsson, Hrefna Erna Jónsdóttir,
Gunnar Kristján Sigurðsson,
Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Barbara Sigurðsson,
Óskar Sigurðsson,
Jón Sigurðsson, Jóhanna Hannesdóttir,
Ingibjörg Þ. Sigurðardóttir, Guðbjörn Baldvinsson,
Jens Sigurðsson, Auður Fr. Halldórsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Kæru vinir,
við þökkum stuðning og vinarhug við andlát
og útför okkar ástkæru
JÓHÖNNU ÞÓRISDÓTTUR,
Stuðlaseli 3,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við Höllu Skúladóttur
lækni og hjúkrunarfólkinu á lyflækningadeild Landspítalans við
Hringbraut, einnig hjúkrunarfólkinu á krabbameinslækninga-
deild 11-E fyrir kærleiksríka hjúkrun og umönnun.
Að lokum þökkum við séra Ólafi Jóhanni Borgþórssyni stuðning
með heimsóknum á heimili okkar og spítalann fyrir og eftir
andlát Jóhönnu. Hann hefur sýnt okkur ómetanlega hjálp og
styrk í sorg okkar.
Verið öll Guði falin.
Ingþór Jónsson
og fjölskylda.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru
dóttur og systur,
STELLU VÍÐISDÓTTUR,
Hjallalundi 22,
Akureyri.
Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og
hjúkrunarfólki á Landspítalanum við Hringbraut, læknum og
hjúkrunarfólki á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Heimahlynningunni á
Akureyri sem og vinum hennar og öllum öðrum sem komu að
elsku hjartans Stellu okkar í veikindum hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Víðir Jónsson, Jóna Arnórsdóttir,
Valdimar Víðisson,
Jón Eggert Víðisson,
Halldóra Friðgerður Víðisdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra
eiginmanns, föður, tengdaföður, sonar,
bróður, mágs, afa og langafa,
HALLDÓRS SIGURÐAR
GUÐMUNDSSONAR
plötu- og ketilsmiðs,
Bakkastöðum 73,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Bergljót Harðardóttir,
Hulda Björk Halldórsdóttir, Sigfús Jónas Guðnason,
Guðmundur Halldórsson,
Þröstur Reyr Halldórsson, Steinunn Guðjónsdóttir,
Hulda R. Einarsdóttir, Jón Pálsson,
Jón Guðmundsson, Guðrún Ólafsdóttir,
Helgi Guðmundsson, Anna Magnúsdóttir,
afabörn og langafabarn.