Morgunblaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 52
AF BÓK OG BÍÓ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hins vegar keypti ég bókinaEinn dagur sem þú hældirsvo mikið, Ingveldur, og ég bara get ekki hætt að lesa hana. Vá hvað sögupersónurnar heltaka mig, ég lifi mig svo inn í bókina og fer upp og niður tilfinningaskalann! Takk fyrir að benda á þá bók!“ Svo ritaði góð vinkona mín í tölvupósti til mín í vikunni. Hún er ekki sú eina sem ég hef bent á að lesa bókina Einn dagur eftir David Nicholls og ekki sú eina sem hefur þakkað mér fyrir það. Ég hef líka margþakkað þeim sem benti mér á að lesa hana snemma í sumar á ensku, áður en hún kom út í ís- lenskri þýðingu. Það er ekki aðeins á Íslandi sem þessi bók hefur slegið í gegn. Það er ekki oft sem ég hef séð jafn mikla umfjöllun um eina bók í fjöl- miðlum. Bresku kvennatímaritin hafa ekki haldið vatni yfir henni og látið hverja blaðsíðuna á eftir ann- arri undir umfjöllun, hvort sem er um bókina eða bíómyndina sem var gerð eftir henni. Enda ástæða til. Um er að ræða eina bestu bók sem hefur komið út lengi.    Á íslensku bókarkápunni erstilla úr bíómyndinni af pari að kyssast. Margir dæma bækur af kápunni og telja því eflaust um hefðbundna rómantíska ástarsögu að ræða eða enn eina „chick lit“ bókina. Svo er nú samt ekki. Vissu- lega er þetta ástarsaga en ekki eins og við erum hvað vönust. Þetta er mannleg og raunsönn ástarsaga. Persónurnar gætu verið ég og þú Hæðir og lægðir lífsins Einn dagur Em og Dex leikin af Anne Hathaway og Jim Sturgess í bíómyndinni sem er gerð eftir bókinni. og umhverfið og aðstæður þeirra eru mjög eðlilegar. Höfundi tekst að skapa sögu sem er bæði fyndin og átakanleg, mannlega sögu þar sem lífið gengur stundum vel og stundum illa. Það er ekki að ástæðulausu að Einn dagur hefur fengið frábæra dóma og notið svo mikillar velgengni víðsvegar um heim. Það geta örugglega allir í vestrænu samfélagi samsamað sig persónunum, sagan er snilldarlega vel skrifuð og húmorinn aldrei lengra undan en alvarleikinn.    Nú er sýnd í bíóhúsum lands-ins kvikmynd gerð eftir bók- inni. Handritið skrifaði höfund- urinn sjálfur, David Nicholls, en hann er meðal annars einn hand- ritshöfunda sjónvarpsþáttanna vin- sælu Cold Feet. Leikstjóri mynd- arinnar er hin danska Lone Scherfig sem hefur áður gert meist- araverk eins og An Education og Italian for Beginners. Ég skellti mér í bíó um daginn og vissulega var það kvíðablandin bíóferð því ég hafði áhyggjur af því að myndin myndi skemma upplif- unina af bókinni. En svo var nú ekki. Anne Hathaway og Jim Stur- gess fara með aðalhlutverkin og þau eru eiginlega nákvæmlega eins og ég hafði séð Em og Dex fyrir mér við lestur bókarinnar. Myndin fer nákvæmlega eftir bókinni, er mjög vel gerð og vel leikin. Það besta fannst mér að það er ekkert verið að reyna neitt. Bíómyndin er jafn tilgerðarlaus og bókin og er ekkert að reyna að toppa hana. Hún bara flýtur áfram í sinni fegurð og er fín afþreying. Myndin jafnast þó ekkert á við bókina.    Vinsældir bókarinnar má ekkiaðeins rekja til þess að hún er snilldarlega skrifuð heldur líka til þess að flestir lesendur gætu verið Em og Dex. Þess vegna heltaka per- sónurnar lesandann og hann á jafn auðvelt með að lifa sig inn í söguna eins og um eigið líf væri að ræða. »Höfundi tekst aðskapa sögu sem er bæði fyndin og átak- anleg, mannlega sögu þar sem lífið gengur stundum vel og stundum illa. 52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 Hljómsveitin Ensími heldur tón- leika á Græna hattinum á Akureyri í kvöld kl. 22. Mun það vera í annað sinn sem hljómsveitin leikur þar á árinu, í fyrra skiptið flutti hún lög af fjórðu plötu sinni, Gæludýr. Í kvöld mun sveitin leika sín þekkt- ustu lög auk laga sem sjaldan hafa verið leikin. Forsala á tónleikana fer fram í verslun Eymundsson á Akureyri. Morgunblaðið/Golli Hattur Ensími heldur norður. Ensími á Græna hattinum Söngvarinn Friðrik Ómar mun 1. október nk. fagna 30 ára afmæli sínu með afmælistónleikum í Hofi. Á þeim mun hann flytja brot af því besta sem hann hefur fengist við á undanförnum árum og fá til sín góða gesti, m.a. Guðrúnu Gunn- arsdóttur og Jógvan Hansen. Morgunblaðið/Ómar Þrítugur Friðrik Ómar fagnar afmæli. Afmælistónleikar Friðriks í Hofi SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI LARRY CROWNE FRÁBÆR RÓMANTÍSK GRÍNMYND COLIN FARRELL ER FRÁBÆR Í ÞESSUM MAGNAÐA THRILLER HHHH - K.S. ENTERTAINMENT WEEKLY - S.B. USA TODAY HHHH - P.H. SAN FRANCISCO HHHH SÝND Í ÞRÍVÍDD ALGJÖR SVEPPI 2D kl. 12 - 12:30 - 2 - 2:30 - 4 - 4:30 - 6 - 6:30 - 8:30 L LARRY CROWNE kl. 5:50 - 8 2D 7 FRIGHT NIGHT kl. 8 - 10:20 3D 16 HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:20 2D 12 FRIGHT NIGHT kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 2D VIP GREEN LANTERN kl. 3:30 - 10:20 3D 12 CRAZY, STUPID, LOVE kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 2D 7 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 2 - 4:30 2D L FINAL DESTINATION 5 kl. 10:30 2D 16 KUNG FU PANDA kl. 1:30 Með ísl. tali ALGJÖR SVEPPI 2D kl. 12 - 12:30 - 2:30 - 3 - 5 - 5:30 L HORRIBLE BOSSES kl. 10:40 2D 12 FRIGHT NIGHT kl. 8 - 10:30 3D 16 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 12 - 2:30 3D L CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 - 10:40 2D 7 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 3 - 5:30 2D L FINAL DESTINATION 5 kl. 8 - 10:20 3D 16 HARRYPOTTER7 kl. 12 3D 12 COWBOYS & ALIENS kl. 8 2D 14 / EGILSHÖLL/ ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA FRÁ HÖFUNDUM SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr. S Í LF B , E ILS LL, RI L I, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.