Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 3. S E P T E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  214. tölublað  99. árgangur  ÁTTA VITRIR Í VIKULANGA GÖNGU Í NEPAL RERI SLÖSUÐ 60 KÍLÓMETRA SJÓRÆNINGJAR GANGA Á LAND Á AKUREYRI AUÐUR Í KAJAKKEPPNI 13 FYNDINN SÖNGLEIKUR 32VÍÐFÖRULL HÓPUR 10  Bjarni Bene- diktsson, for- maður Sjálfstæð- isflokksins, segir að þjóðhags- reikningur síð- asta árs sýni svo ekki verði um villst að staðan í ríkisfjármálum sé grafalvarleg og að lítill árangur hafi náðst við að koma böndum á vandann undanfarin ár. Sú stað- reynd að fjárlagahallinn hafi verið að meðaltali 150 milljarðar und- anfarin þrjú ár staðfesti það. Fjár- lagahalli ríkissjóðs í fyrra var mun meiri en gert var ráð fyrir í efna- hagsáætlun stjórnvalda og AGS. Hallarekstur ríkisins jókst jafn- framt frá árinu 2009 þvert á mark- mið efnahagsáætlunarinnar. Sam- kvæmt þjóðhagsreikningi Hagstofunnar nam fjárlagahalli ríkissjóðs í fyrra 144 milljörðum eða sem nemur 9,3% af landsfram- leiðslu. Fjárlögin í fyrra gerðu ráð fyrir 5% halla. »14 Staða ríkisfjármála grafalvarleg Uppsagnir Arion banka » Af 57 starfsmönnum sem fengu uppsagnarbréf í gær eru 38 í höfuðstöðvunum og 19 á öðrum starfsstöðvum, þar af 12 á landsbyggðinni. » Af þessum 57 eru 45 konur. Meðalaldur hópsins er 47 ár, meðalstarfsaldur 12,8 ár. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta kom okkur verulega á óvart vegna þess að bankinn hefur smátt og smátt verið að fækka fólki gegnum endurnýjun og starfsmannaveltu. Við héldum að það yrði látið duga,“ segir Friðbert Traustason, formaður Sam- taka starfsmanna fjármálafyrirtækja, um uppsagnir 57 starfsmanna Arion banka í gær. Er þetta stærsta upp- sögn sem bankinn hefur ráðist í eftir hrun en Vinnumálastofnun var til- kynnt þetta sem hópuppsögn. Friðbert er jafnframt ósáttur við skýringar Arion banka á uppsögnun- um en m.a. var vísað til kaflaskila í verkefnum tengdum uppgjöri á for- tíðinni og úrlausnum á skuldavanda fyrirtækja og einstaklinga. Sam- kvæmt samtölum við starfsmenn bankans hafi verið mikið að gera og ákveðnir hópar unnið langt umfram vinnuskyldu. Hann segir verulega hagræðingu hafa átt sér stað í banka- kerfinu eftir hrun. Í apríl 2008 voru um 5.700 starfsmenn í fjármálafyrir- tækjunum, þeir eru núna um 4.000. Fækkunin er því um 1.700. Hann seg- ir starfsmenn bankanna nú vera álíka marga og þeir voru á árunum 2003- 2005 en umsvif bankanna séu hins vegar mun meiri nú en þá. „Uppsagnir eru ekki fyrirhugaðar svo ég viti til, segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbanka Íslands. „En hugsanlega þurfum við að fara í ein- hverjar aðgerðir í framtíðinni.“ „Engar ákvarðanir hafa verið tekn- ar um breytingar á fjölda starfsfólks hjá bankanum,“ segir Birna Einars- dóttir, bankastjóri Íslandsbanka. MUppsagnir Arion banka »6-7 Fækkað um 1.700 frá hruni  Talsmaður bankamanna ósáttur við skýringar Arion banka á uppsögnum 57 starfsmanna  Uppsagnir ekki fyrirhugaðar hjá Íslandsbanka og Landsbanka  Stjórnarandstaðan fær for- mennsku í þremur nefndum þegar þing kemur saman 1. október. Þá taka gildi ný lög um þingsköp sem samþykkt voru í vor. Samkvæmt þeim fækkar þingnefndum úr tólf í átta. Samkvæmt lögunum verður sett á stofn ný þingnefnd, stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd. Henni er ætlað að skerpa á eftirlitshlutverki Alþingis gagnvart framkvæmda- valdinu, en hún fær m.a. það hlut- verk að kanna einstakar ákvarð- anir eða verklag hjá ríkisstjórn eða stjórnsýslu hennar. »16 Ný stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Litfögur fiðrildi flöktu á Austurvelli í dag, þegar Fiðrildaviku UN Women á Íslandi var ýtt úr vör. Fiðrildavikan stendur til 18. september og mark- mið hennar er að hvetja landsmenn til að taka þátt í að uppræta ofbeldi, fátækt og óréttlæti meðal kvenna í fátækustu samfélögum heims. Þetta er í annað sinn sem staðið er fyrir slíkri viku hér á landi, fyrra skiptið var 2008 og þá söfnuðust tæpar 100 milljónir. annalilja@mbl.is Litfagurt fiðrildaflökt og brosandi börn á Austurvelli Morgunblaðið/Árni Sæberg Skatttekjur sveitarfélaga lækkuðu nokkuð í fyrra miðað við árið á undan. Tekjuhalli sveitarfélaga var um 13 milljarðar kr. Stefnt er að af- greiðslu frumvarps til nýrra sveit- arstjórnarlaga á þinginu sem nú stendur yfir, þ.á m. um þá reglu að heildarskuldir sveitarfélaga séu ekki meiri en 150% af reglulegum tekjum. Um 20 sveitarfélög eru skuldsett meira en því nemur. Sem dæmi var skuldahlutfall Hafn- arfjarðar 198,4%, Mosfellsbæjar 161,3%, Kópavogs 177,1% og Reykjanesbæjar 360,8% í lok sein- asta árs. »12 20 fyrir ofan skuldaþakið Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Allir forsætisráðherrar hafa ætíð verið velkomnir til Bessastaða,“ segir í svari forsetaembættisins við spurn- ingu Morgunblaðsins um hvort for- sætisráðherra hafi óskað eftir fundi með forseta Íslands vegna ummæla hans um framgöngu ríkisstjórnar- innar í Icesave-málinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði fyrir síðustu helgi að hún myndi krefja forsetann skýringa á orðum sínum, en hún segir hann hafa vegið ómaklega að ríkisstjórninni þeg- ar hann sagði hana hafa „beygt sig fyr- ir ofbeldi Evrópuþjóða“ með því að fallast á kröfur Breta og Hollendinga. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær spurði Ólöf Nordal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, Jóhönnu hvenær hún myndi taka málið upp við forsetann. Jóhanna svaraði því til að tímasetn- ingin hefði ekki verið ákveðin. Morgunblaðið spurði einnig hvort Ólafur Ragnar hefði tekið af- stöðu til nýlegra skoðanakannana sem sýna að meirihluti svarenda er andvígur því að hann bjóði sig fram aftur. Í svari forsetaembættisins seg- ir að forseti tjái sig ekki um skoð- anakannanir sem honum tengist og að hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram til endur- kjörs. „Forsætisráðherrar hafa ætíð verið velkomnir til Bessastaða“ Ólafur Ragnar Grímsson Jóhanna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.