Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
MIG KLÆJAR Í
EYRAÐ GRETTIR
KANNSKI SKREIÐ
SKORDÝR INN Í ÞAÐ!?
ÞAÐ ÆTLAR AÐ BORÐA
Í MÉR HEILANN!!
LITLA
GREYIÐ Á
EFTIR AÐ
SVELTA Í
HEL
FÁVITI!
ÞÚ ERT SVO MIKILL
SAUÐUR! ÞÚ ERT
DÆMALAUS VANVITI!
HEYRÐI
HANN Í ÞÉR?
ÖRUGG-
LEGA...
MÓÐGANIR BERAST LENGRA
ÞEGAR ÞAÐ ER RAKI Í LOFTINU
PABBI, VERÐUR
EINHVERN TÍMANN
FRIÐUR Í HEIMINUM?
JÁ, ÞAÐ ER ALVEG
ÖRUGGT MÁL
VEGNA ÞESS AÐ FLJÓTLEGA ÆTLA
ALLIR LEIÐTOGAR HEIMSINS AÐ
HITTAST YFIR KAFFIBOLLA OG
ÁKVEÐA AÐ VERÐA VINIR
HVERNIG
GETURÐU
VERIÐ SVONA
VISS UM ÞAÐ?
ÞAÐ
LÍTUR ÚT
FYRIR AÐ ÞEIR
ÆTLI EKKI AÐ
BJÓÐA OKKUR
UPP Á KAFFI
OG KÖKUR
BONSOIR! OOH!
VÆRIRÐU TIL Í
AÐ HJÁLPA MÉR
YFIR GÖTUNA
UNGI MAÐUR?
SJÁLFSAGT MÁL
FRÚ MÍN
VARAÐU ÞIG! ÞESSI BRJÁLÆÐINGUR Á
EFTIR AÐ DREPA EINHVERN ÉG
VERÐ AÐ STOPPA HANN!
ÞÚ GETUR
EKKI HLAUPIÐ
UPPI BÍL,
LJÚFURINN
Söngvaka FEB
Það haustar og húm-
ar að og þá er komið
að vetrarstarfi eldri
borgara, sem er ótrú-
lega fjölbreytt og
gefandi. Maður er
manns gaman og við
Sigurður Jónsson
ætlum að freista þess
einn veturinn enn að
mega eiga samfylgd
fólks í söng og gleði
annan hvern mið-
vikudag og hefjum
leik þann 14. sept-
ember. Söngvakan er
öllum opin, þar syng-
ur hver af hjartans lyst og list og
við reynum að láta gamanið ríkja
og ráða för eins og alltaf áður. Það
er gefandi að syngja saman og
seiða fram það bezta í sálinni. Það
yngir geð og léttir
lund, ljúfa að eiga
söngvastund. Hitt-
umst heil í Stangarhyl
4 á miðvikudaginn
kemur og gefum okk-
ur á tónanna tærasta
vald.
Helgi Seljan.
Pæja er týnd
Dísarpáfagaukurinn
okkar hún Pæja týnd-
ist um kl 13 sl. laug-
ardag. Hennar er sárt
saknað. Ef þið hafði
séð Pæju vinsamleg-
ast látið okkur vita í
síma 698-4559.
Ást er…
… að færa fórnir.
Kringlan Völlurinn
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9,
ganga kl. 10.30, postulín kl. 13, leshóp-
ur kl. 13.30, jóga kl. 18.
Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9.
Botsía kl. 9.45. Handavinna kl. 13.
Boðinn | Handav. m/leiðb. kl. 9.
Boðinn | Handavinna kl. 9, vatns-
leikfimi kl. 9.15 (lokaður hópur), ganga
kl. 11.
Bólstaðarhlíð 43 | Myndvefnaður kl.
9, línudans kl. 13.30, handavinna.
Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, fé-
lagsvist kl. 14.
Fella- og Hólakirkja | Eldri borg-
arastarf kl. 13-16. Fegurðin kemur inn-
an frá, Sigrún Konráðsdóttir fjallar um
efnið. Kaffi og meðlæti. Helgistund í
kirkju.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Fyr-
irhugað er námskeið í framsögn, leik-
lestri og tjáningu. Námskeiðið hefst 4.
okt. nk. og er í átta skipti. Leiðb.
Bjarni Ingvarsson. Skrán. á skrifstofu í
s. 588-2111 eða með tölvupósti, feb-
@feb.is.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák
kl. 13. Félagsvist kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofa, leikf. kl. 9.15, gler- og
postulín kl. 9.30, jóga kl. 10.50, alkort
kl. 13.30, línudans kl. 18 og samkvæm-
isdans kl. 19.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður, jóga og myndl. kl. 9.30, ganga kl.
10. Málm-, silfursmíði/kanasta kl. 13,
jóga kl. 18.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ
| Qi gong kl. 8.10, vatnsleikfimi kl. 12,
opið hús í kirkju, bútas./karlaleikfimi
kl. 13, botsía kl. 14, Bónusrúta kl.
14.45, línudans kl. 15/16.
Félagsstarf eldri borgara í Mos-
fellsbæ | Munið ferð 16. sept. til Her-
dísarvíkur, Strandarkirkju og endað á
veitingastaðnum Við fjöruborðið,
Stokkseyri. Lagt af stað frá Hlaðhömr-
um kl. 13. Uppl. og skrán. í síma
5868014 kl. 13-16 og 6920814.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Vatnsleikfimi í sundlaug kl.
07.15. Kaffispjall í króknum kl. 10.30.
Jóga kl. 11. Helgistund í salnum Skóla-
braut kl. 13.30. Opinn salur, frístund
kl. 14. Karlakaffi í safnaðarh. kirkju kl.
14. Skapandi skrif í Gróttusal kl. 14.30.
Málun/teiknun í Valhúsaskóla kl. 17.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9, m.a. perlusaumur. Stafganga kl.
10.30, létt ganga um Elliðaárdal.
Postulín kl. 13, kennari Sigurbjörg. Fös.
23. sept. leikhúsferð í Þjóðleikhúsið,
Bjart með köflum, sýn. hefst kl. 19.30,
skrán. á staðnum og s. 5757720.
Grafarvogskirkja | Starfið hefst að
nýju í dag kl. 13.30. Helgistund, spil og
spjall. Kaffiveitingar.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Hraunsel | Qi gong kl. 10, Myndmennt
kl. 10-16, kennari Kristbergur, leikfimi
Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 13,
vatnsleikfimi kl. 14.40.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9/10.
Bútasaumur kl. 9. Helgistund kl. 13,
séra Ólafur Jóhannsson. Stólaleikfimi
kl. 15.
Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl.
8.50. Stefánsganga kl. 9. Thachi kl. 9.
Leikfimi kl. 10. Listasmiðja; glerlist kl.
9. Hláturjóga kl. 13.30. Bónus kl.
12.40. Bókabíll 14.15. Gáfumannakaffi
kl. 15. Perlufestin kl. 16. Bókm.hópur
kl. 20.
Íþróttafélagið Glóð | Línudans hópur
I kl. 14.40, hópur II kl. 16.10, zumba kl.
17.30. Pílates kl. 18. í Kópavogsskóla.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl.
13.30 er gaman saman á Korpúlfs-
stöðum.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Ferð um
Suðurland fim. 15. sept kl. 13, far-
arstjóri. Safnið Tré og list verður skoð-
að og kaffihlaðborð í Hafinu bláa, uppl.
og skrán. í síma 4119450.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Bútasaum-
ur og glerbræðsla kl. 9, morgunstund
kl. 9.30, framhaldssaga kl. 12.30,
handavinnustofan opin kl. 13, fé-
lagsvist kl. 14.
Í liðinni viku birtust vísur semEinar Kolbeinsson orti á af-
mælisdegi sínum til Árna Jóns-
sonar og birtust á Leirnum, póst-
lista hagyrðinga. Auglýst var
eftir viðbrögðum frá Árna og eins
og vonlegt var stóð ekki á svör-
um, sem bárust umsjónarmanni
bréfleiðis „frá fjarlægu landi“:
„Ekki er það minn siður að láta
Húnvetninga vaða uppi óbeislaða.
Systir mín Rósa Sigrún og hennar
maður Páll Ásgeir Ásgeirsson
fluttu mér þær fregnir að heim-
an, að Einar Kolbeinsson hefði
fengið rúm hjá þér fyrir ferða-
bænir okkur til handa. Víst fékk
ég þær í símann minn, og svaraði
fullum hálsi. En vegna sam-
bandsleysis við Leirinn kom ég
engu þar inn.
Sárindum Einars má finna þá
skýringu, að garminn sótti ellin
heim þennan dag, og með skæt-
ingi lét hann mig vita, að vel
hefði ég getað munað það.
Til að rétta minn skarða hlut
sendi ég þér 3 svarvísur mínar.
Sigrún vakti athygli Leirverja á
áramótum Einars, og benti rétti-
lega á þroskaleysi hans. Ferða-
bæn Einars var svarað af mikilli
hógværð:
Ferðabænin flutt af þér
er fjársjóður hinn mesti.
Ekki gæti óskað mér
annað veganesti.
Fóðrið svo við fáum nægt
og forðinn ekki bresti,
borða munum bæði hægt
Bólstaðarhlíðarnesti.
Og afmælisóskin var einlæg:
Meðan ævin þroskast þín,
sem þolir hún að gera
mun ég glaður vera í Vín
og visku mína bera.“
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af svari frá Vínarborg