Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 KVIKMYNDIR Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Hlutverk Kvikmyndasafns Íslands er margþætt. Hefðbundin lýsing á því er sú að það sé fjórþætt og allir þættir jafn mikilvægir: Söfnun, varðveisla, skráning og miðlun. „Líklega er staf- ræna byltingin mesti breytingavald- urinn í starfsemi kvikmyndasafna frá því að þau komu til sögunnar,“ segir Erlendur Sveinsson hjá Kvikmynda- safni Íslands. „Hún hefur gjörbeyt- ingu í för með sér hvað varðar söfnun og varðveislu kvikmynda. Líkt og sjónvarpið breytti þjóðlífsmyndinni á sínum tíma þá er þessi stafræna bylt- ing á kvikmyndasviðinu á góðri leið með að breyta þjóðlífsmyndinni enn frekar.“ Kvikmyndasafnið stendur fyrir sterkri vetrardagskrá sem er með óvenjulegu sniði í ár. Í ár verður hver mánuður helgaður einu ári í sögunni. Septembermánuður er helgaður árinu 1968. „Við ætlum að endurvekja minningar um fortíðina sem kvik- myndunum er lagið að gera. Þetta eru ein átta ár sem við tökum fyrir,“ segir Erlendur. Myndirnar sem verða sýndar í september eru frægar og klassískar fyrir þann tíma. Í kvöld, í Bæjarbíói klukkan 20:00, verður sýnd bíómynd Lindsay Anderson, If..., þar sem Malcolm McDowell er í aðalhlutverki. Þessi sérkennilega og ofbeldisfulla mynd lýsir þeim upp- reisnaranda sem var grasserandi í samfélaginu á þessum tíma. Í If... rísa skólastrákar upp gegn kúgun þeirra sem ráða lögum og lofum í stífum virðingastiga einkaskólans. Myndin vann gullpálmann í Cannes árið 1969 en var sett í sama flokk og örgustu klámmyndir þar sem boðskapur myndarinnar þótti ekki við hæfi. Í næstu viku verður Skammen eft- ir Ingmar Bergman sýnd. Skömmin gerist í nafnlausu héraði í nafnlausu landi þar sem tvær fylkingar með sama tungumál heyja tilgangslaust stríð. Það er varla tilviljun að hún var gerð þegar Víetnamstríðið var í há- punkti. Sagan er sögð í gegnum hjónalíf tveggja friðsælla eyjar- skeggja. Án kjölfestu í tíma og rúmi nær myndin að sýna þann sálarskaða sem er óumflýjanlegur fylgifiskur stríðsátaka. Í lok mánaðarins verður síðan myndin Je T́aime eftir Alain Resnais sýnd og einnig 5 mínútna mynd frá strætisvögnum Reykjavíkur sem var tekin árið 1968, rétt áður en skipt var yfir í hægri umferð á götum úti. „Við erum að skilgreina stöðu safnsins í þessu breytta umhverfi nú- tímans, þar sem annars vegar vitum við af fólki með mikla flatskjái heima hjá sér og gott safn af myndum frá ýmsum tímum. Svo er það tilkoma Bíós Paradísar sem er nokkuð nálægt safninu. Svo höfum við Bæjarbíóið í Hafnarfirði sem var tekið í notkun árið 1945 og varð mjög vinsælt. Fólk streymdi úr Reykjavík og inn í Hafnarfjörðinn á sínum tíma til að sækja bíósýningar. Það er sjarmi yf- ir húsinu, þar sem rautt tjaldið er dregið frá við upphaf sýninga. Allt er þetta undir yfirskriftinni að það sé markmið safnsins að varðveita minningar þjóðarinnar í lifandi myndum. Yfir- skriftin er í stuttu máli: Minning þjóðar.“ Minning þjóðar í myndum Morgunblaðið/Sigurgeir S. Vetrardagskráin Erlendur Sveinsson hjá kvikmyndasafninu stendur fyrir metnaðarfullri dagskrá í vetur og verður hver mánuður tileinkaður ákveðnu ári. Skotfæri Atriði úr myndinni If... sem skartar Malcolm McDowell.  Vetrardagskrá Kvikmyndasafnsins er hafin  Árinu 1968 er gert hátt undir höfði í sýningum safnsins  Stórmyndir meistara eins og Resnais og Bergmans Opnunarmynd Kvikmynda- verðlauna Norðurlandaráðs, Svínastían, eftir Pernillu Aug- ust, með Noomi Rapace í að- alhlutverkinu, sló í gegn um helgina í Bíó Paradís. August fylgdi mynd sinni til Íslands og opnaði kvikmyndaveisluna á miðvikudaginn. Í kjölfarið fékk myndin langmestu að- sóknina af myndunum fimm og mjög góðar viðtökur hjá gagnrýnendum. Þótt sýningum hafi átt að ljúka á þessum tilnefndu myndum á sunnudaginn, verður Svínastían eftir August sýnd áfram út vikuna. Kvikmyndir Svínastían verður áfram í Bíó Paradís Pernilla August Dr. Helga Rut Guðmunds- dóttir, lektor í tónmennt við Kennaradeild Háskóla Íslands, heldur örnámskeið fyrir for- eldra um raunveruleg áhrif tónlistarnáms á heilann. Nám- skeiðið er eitt fjögurra örnám- skeiða sem Menntavísindasvið býður upp á á miðvikudags- kvöldum í september, en sviðið fagnar aldarafmæli Háskóla Íslands með veglegri dagskrá og viðburðum í mánuðinum. Námskeiðið fer fram annað kvöld, þann 14. september, í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í stofu H-207 og stendur frá kl. 20.00-22.00. Tónlist Áhrif tónlistarnáms á heilann Helga Rut Guðmundsdóttir Norðurlandaráð og Norræna húsið bjóða til umræðukvölds um norrænar bókmenntir með þátttöku Piu Tafdrup, Einars Más Guðmundssonar, Jóns Yngva Jóhannssonar og Auðar Aðalsteinsdóttur. Stjórnandi umræðna er Jór- unn Sigurðardóttir og heið- ursgestur Gyrðir Elíasson sem nýlega fékk Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs. Gyrðir sagði nýlega frá því að það hefði komið honum á óvart hvað verðlaunin vektu mikla athygli og það jafnvel utan Norðurlandanna. Umræðurnar hefj- ast í kvöld klukkan 20 í Norræna húsinu. Bókmenntir Norrænar bók- menntir til umræðu Gyrðir Elíasson Íslensk bókmenntahátíð var opnuð í Nýju-Delí í gær, „A Celebration of Icelandic Literature“. Staða Íslend- inga sem bókaþjóðar er í brenni- depli um þessar mundir en Ísland verður heið- ursgestur á stærstu bókasýn- ingu heims, Bókamessunni í Frankfurt í októ- ber. Á bók- menntahátíðinni verður sýningin Sögueyja: port- rett af íslenskum samtímahöf- undum í aðalhlutverki en hún bygg- ist á veggspjöldum ljósmynda Kristins Ingvarssonar ljósmyndara af á þriðja tug íslenskra rithöfunda og viðtölum Péturs Blöndal blaða- manns við þá um hvað í íslenskum söguarfi hafi helst haft áhrif á list- sköpun þeirra. Einnig sýnir Guðjón Bjarnason, arkitekt og myndlist- armaður, verk sín undir yfirskrift- inni CognITive FluIDity en á sýn- ingu hans eru 28 grátóna málverk auk bókverka og skúlptúrsinnsetn- ingar sem er unnin úr papp- írsstrendingum. Verk Guðjóns fjalla um óheft flæði, eðli og inntak sköpunar ímyndarinnar og hug- myndatenginga. Sýning Guðjón Bjarnason arkitekt. Íslendingar í Nýju-Delí á Indlandi  Portrett af ís- lenskum höfundum Pétur Blöndal Ritlistarhópur Kópavogs- stendur fyrir minningardag- skrá um dánu skáldin úr Kópa- vogi þriðjudag- inn 13. sept- ember í Forsælunni við Salinn í Kópa- vogi. Dagskráin hefst kl. 20:00. Erindi verða flutt um átta skáld sem gengin eru yfir móðuna miklu. Meðal annarra verður fjallað um Jón úr Vör, Geirlaug Magn- ússon, Kjartan Árnason og Jón Bjarman. Í lok dagskrárinnar verður flutt erindi um Sigurð Geirdal. Dánu skáld- in í Kópavogi Jón úr Vör Hljóðheimurinn á plötunni er stórbrot- inn, lögin djúp og marg- slungin 31 » Septembermánuður verður til- einkaður árinu 1968. En í októ- ber verður árið 1921 tekið fyrir með sýningum áhrifamikilla bíómynda frá þeim tíma. Þetta er rétt eftir fyrri heimstyrjöld- ina og bíómyndir nýbúnar að sigra heiminn. Fyrir utan myndir eftir Fritz Lang og Henry King verður Saga Borgarættarinnar sýnd. Það er dönsk mynd sem gerð var eftir sögu Gunnars Gunnarssonar. Þetta er fyrsta bíómyndin sem tekin var á Ís- landi og lék Guðmundur Thor- steinsson (Muggur) aðal- hlutverkið. Taka hennar árið 1919 vakti feiknaathygli og spennan í kringum frumsýningu hennar í tveimur hlutum í árs- byrjun 1921 var gríðarleg. Ólafur L. Jónsson sýningastjóri Nýja Bíós og snattari við gerð myndarinnar full- yrðir í viðtali árið 1965 að Borg- arættin hafi verið dýrasta og vinsælasta kvikmyndin sem Nordisk Film hafði framleitt þá og ein sú mest sýnda og ábatasam- asta sem Nýja Bíó hafði feng- ið til sýn- ingar „þótt þögul væri“. Mikilvægu bíóárin ÞEMAÐ Guðmundur Thor- steinsson (Muggur)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.