Morgunblaðið - 13.09.2011, Page 29

Morgunblaðið - 13.09.2011, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 NEI, RÁÐHERRA! – HHHHH I.Þ. Mbl TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! 4 sýningar á 11.900 kr. með leikhúskorti Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Ég var að spila á ukulele-ið mitt og heyrði þessa skrítnu hringingu. Hvaða hringing er þetta? spurði ég sjálfa mig. Aha! Þetta er síminn. Þetta hlýtur að vera Helgi!“ Þannig hefst samtal blaðamanns við hina mjög svo hressu, kanadísku tónlistarkonu Shelley O’Brien sem stödd er í heimaborg sinni Toronto. Engu líkara en blaða- maður og hin raddfagra O’Brien séu gamlir vinir. Blaðamaður verður hálf- vandræðalegur yfir þessu hlýlega við- móti O’Brien og spyr hvort langt sé síðan síminn hennar hringdi síðast. Nei, svo er ekki og blaðamaður og við- mælandi eru sammála um að fólk tali alltof lítið saman. Tölvupósti sé um að kenna. Í íslensku hrauni O’Brien heldur tónleika á Faktorý á morgun og verða þeir upphaf tónleika- ferðar hennar um Evrópu. O’Brien hefur undanfarin tvö ár sótt hátíðir og leikið á ukulele-ið sitt og sungið, allt frá því fyrsta platan hennar kom út ár- ið 2009.Ný plata leit svo dagsins ljós á þessu ári, Vivarium, en umslagið prýð- ir ljósmynd af O’Brien í íslensku lands- lagi. Mosavaxið hraun. Já, O’Brien hefur komið til Íslands og það tvisvar. Hún hefur og haldið tónleika hér áður, m.a. í Kolaportinu og í heimahúsi, að eigin sögn. O’Brien segir íslenska landslagið henta plötunni vel því á henni gæti norrænna áhrifa. En hvernig tónlist er þetta? Jú, hugljúf, falleg og poppuð inni á milli. O’Brien leitar innblásturs í náttúrunni, hljóð- um í fuglum og þyt í laufi. Hún hafi þó gaman af því einnig að semja grípandi popplög. Ástin er líka áberandi í laga- textum hennar. „Ég bý í Toronto, í borgarumhverfi og finn til stöðugrar náttúruþrár,“ segir O’Brien. Prófaði lögin á farþegum – Þú vannst á skemmtiferðaskipum til fjölda ára, lékst á píanó og söngst fyrir gesti. Það hlýtur að hafa verið heilmikil breyting að hætta því, gefa út plötur sjálfstætt og halda tónleika víða um heim? „Já, ég tók því starfi svo ég hefði einhverjar tekjur af því að vera tónlist- amaður. Ég lék í þrjá til fjóra tíma á dag. Ég hef alltaf haft unun af því að leika gömul djasslög á borð við „Pen- nies from Heaven“ og „Sunny Side of the Street“, öll þessi gömlu og fallegu, einföldu lög sem hafa þó sína dýpt. Mér fannst gaman að flytja þau og fór að semja sífellt fleiri lög á skemmti- ferðaskipunum og flutti þau fyrir gesti,“ segir O’Brien. Hún hafi byrjað að leika á ukulele á meðan hún gegndi því starfi, hafi uppgötvað hljóðfærið og þótt það frábært, enda hljómurinn fag- ur. Magnaðar ukulele-hátíðir Boltinn fór svo að rúlla hjá O’Brien eftir að hún setti inn myndbönd af sér að flytja lögin sín á YouTube. Í kjölfar- ið var henni boðið að koma fram á al- þjóðlegri ukulele-hátíð í Finnlandi. Við tók tónleikaferð um Evrópu og Ástr- alíu og hefur O’Brien komið fram á fjölda ukulele-hátíða. „Þetta er stór- kostlegt. Þú kynnist svo ólíku fólki á hátíðunum sem hefur dálæti á ukulele og tónlistarmönnum af ólíkum getu- stigum í ukulele-leik. Það er þarna fólk eins og ég sem semur lög og notar ukulele en líka eins manns hljóm- sveitir, menn með fjölda hljóðfæra ut- an á sér sem flytja stórkostleg lög,“ segir O’Brien og hlær. Ukulele-ið tók völdin Þrá „Ég bý í Toronto, í borgarumhverfi og finn til stöðugrar náttúruþrár,“ segir Shelley O’Brien tónlistarkona sem ætlar að spila hér á landi á morgun.  Ukulele-söng- fuglinn Shelley O’Brien heldur tónleika á Faktorý á morgun Alvarleg ritstífla hrjáir met-söluhöfundinn Stellu Fri-berg og setur allt hennarlíf úr skorðum. Hún er að vinna að síðustu bókinni í bókaflokki um kvenspæjara, bók sem beðið er eftir og skilafresturinn nálgast. Ekki bætir úr skák að íbúðin hennar, at- hvarfið þar sem hún skrifar, fer á flot, ástarsambandið tekur óvænta stefnu og nýi ritstjórinn virðist engan veg- inn skilja hana. Um þetta fjallar bók- in Allt á floti eftir sænska rithöfund- inn Kajsu Ingemarsson sem hefur verið vinsæl lesning í sumarbústöðum í sumar ef marka má met- sölulista. Stella er mjög grunn- hyggin kona við fyrstu kynni. Hún borðar að- eins fínan og dýran mat sem hún kaupir í sæl- kerabúðum. Hins vegar nartar hún rétt í matinn, enda þarf hún ímyndar sinnar vegna að vera tággrönn. Hún kaupir dýrasta vínið og fer í fýlu við vin sinn sem þambar veigarnar eins og vatn. Enda virðast umbúð- irnar en ekki innihaldið skipta hana Stellu öllu máli. Fötin sem hún klæð- ist eru eingöngu frá fremstu hönn- uðum heims og hún er óspör á gagn- rýni á útlit og framkomu annarra. Þegar sögunni vindur fram kemur í ljós að allt þetta yfirborðslega líf og grunnhyggnislegi þankagangur á sér skýringar. Stella er í raun mjög óörugg með sjálfa sig. Lesendur elska bækurnar hennar en gagnrýnendur hata þær. Og reyndar for- eldrar hennar líka sem hún tekur skiljanlega mjög nærri sér. Fyrri hluti bók- arinnar er langdreginn og þurr og ekki er einu sinni með góðum vilja hægt að segja að saga Stellu sé „meinfyndin“, eins og útgefandinn heldur fram á bókarkápunni. Stella er svo yf- irborðsleg að hún verður mjög ósann- færandi persóna. Snobbið er svo yfir- gengilegt að það verður ótrúverðugt. Og þegar loksins kviknar á perunni hjá henni, og hún fer að endurskoða líf sitt, er það svo fyrirsjáanlegt að ekki er annað hægt en að ranghvolfa í sér augunum. Skáldsaga Allt á floti bmnnn Eftir Kajsu Ingemarsson. Forlagið gefur út. 496 bls. SUNNA ÓSK LOGADÓTTIR BÆKUR Þurrkur þó allt sé á floti Sunna Gunnlaugs mun halda tón- leika hér á landi næsta föstudag áður en hún fer til Evrópu. „Ég er að fara með kvartett í tónleikaför til Þýskalands og Austurríkis. Við ætlum að hefja leik hérna heima með tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu á föstu- daginn 16. sept. Þeir hefjast kl. 21:00 og er aðgangseyrir 2000 kr. Á þriðjudeginum höldum við svo út og leikum í Frankfurt, Passau, Vorchdorf, Backnang og Mainz. Á efnisskrá eru lög af plötunum The Dream, Mindful og Songs from Iceland. Þess má geta að The Dream fékk mjög góða umfjöllun í júlí/ágúst-hefti þýska djass- tímaritsins Jazz Podium. Kvartettinn skipa Óskar Guð- jónsson á saxófón, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa, Scott McLemore á trommur og ég á pí- anó.“ Sunna til Evrópu Morgunblaðið/Arnaldur - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is –– Meira fyrir lesendur - nýr auglýsingamiðill ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.