Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is M eð breytingum á lög- um um þingsköp Al- þingis, sem taka gildi 1. október nk., verður sett á stofn ný þingnefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem er ætlað að skerpa á eftirlitshlutverki Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Nefndin fær m.a. það hlutverk að kanna einstakar ákvarðanir eða verklag hjá ríkis- stjórn eða stjórnsýslu hennar. Árið 2008 lét forsætisnefnd Al- þingis vinna skýrslu um hvernig þingið gæti styrkt eftirlitshlutverk sitt. Í nefndinni sátu lögmennirnir Bryndís Hlöðversdóttir, Andri Árna- son og Ragnhildur Helgadóttir. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var hvatt til þess að gerðar yrðu breytingar í þessa veru. Þingmanna- nefndin sem fór yfir rannsóknar- skýrsluna fjallaði líka um þetta en meginniðurstöður hennar voru að auka þyrfti sjálfstæði þingsins gagn- vart framkvæmdavaldinu, leggja bæri meiri áherslu á eftirlitshlutverk þingsins og auka fagmennsku við undirbúning löggjafar. Á síðasta þingi lagði Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, forseti Al- þingis, fram frumvarp um breytingar á þingsköpum. Lögin voru samþykkt í vor með nokkrum breytingum, en þau taka gildi þegar nýtt þing kemur saman 1. október. Þá verður kosið að nýju í þingnefndir og má vænta mik- illa breytinga á skipan í nefndir, þó ekki væri nema vegna þess að sam- kvæmt lögunum fækkar þing- nefndum úr tólf í átta. Færri þingnefndir Í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir að þingnefndirnar yrðu sjö, en í meðförum þingsins var ákveðið að þær yrðu átta. Ásta Ragnheiður sagði þetta þýða að hver stjórnarliði yrði að jafnaði í tveimur nefndum og stjórnarandstæðingar í einni. Lögin gera líka ráð fyrir að auka ábyrgð stjórnarandstöðunnar á þing- störfunum sem m.a. felur í sér að stjórnarandstaðan fær formennsku í nefndum. Formennska fer eftir þing- styrk sem þýðir að Samfylkingin fær þrjá formenn, VG tvo, Sjálfstæðis- flokkur tvo og Framsóknarflokkur einn. Gert er ráð fyrir að hver nefnd verði með tvo varaformenn. Settar verða reglur um fundarsköp fyrir nefndirnar. Þá er gert ráð fyrir að þegar máli er vísað til nefndar skipi nefndin sérstakan talsmann fyrir málinu sem ber ábyrgð á því. Hann mun mæla fyrir málinu og halda utan um það í nefndinni og ber ábyrgð á því í þingsal. Ásta Ragnheiður sagði að við breytingarnar hefði m.a. verið leitað fyrirmynda til þinganna í Nor- egi og Danmörku. Hún sagði að þetta fyrirkomulag, að stjórnarandstaðan væri með formennsku í þingnefndum, væri víða í þingum í nágrannalöndum okkar. Ásta Ragnheiður sagði að þessa dagana væru flokkarnir að koma sér saman um skipan í nefndir, en það mætti gera ráð fyrir verulegum breytingum. „Þetta kallar á miklar breytingar á vinnubrögðum. Ég tel að það sé mikil áskorun fyrir þing- menn að takast á við þetta verk- efni, bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstæðinga. Ég vona að þingmenn vinni í þeim anda sem rannsókn- arnefnd Alþingis lagði til í skýrslu sinni og sömuleiðis að þeir taki mið af skýrslu um eftirlitshlutverkið sem unnin var fyrir þingið. Ég tel að þetta stuðli að vandaðri vinnubrögðum þings- ins.“ Miklar breytingar á vinnulagi þingsins Morgunblaðið/Eggert Alþingi Nýju lögin um þingsköp Alþingis taka gildi 1. október. Þá verður kosið að nýju í nefndir sem verða átta, en þær hafa verið tólf. 16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er í sennsér-kennilegt og bagalegt að ekki sé hægt að fá menn til upplýstrar um- ræðu um málefni Evrópu- sambandsins hér á landi. Þessi umræðufælni kemur sér enn verr þar sem minni- hlutaflokkur á þingi fékk með þvingunum og hót- unum samþykkta ályktun um að sækja skyldi um aðild að ESB í nafni Íslands. Vinstri grænir misstu trúverðugleika sinn í þeirri andrá sem gerir þeim örð- ugt í öllu stjórnmálastarfi flokksins. Að vísu var sagt um leið að aðildarumsóknin væri ekki aðildarumsókn heldur eins konar rannsóknarleið- angur til að komast að því hvað fælist í aðild að ESB. Sambandið sjálft heldur því á hinn bóginn fram að það rannsóknarefni liggi allt fyrir sem opin bók og ís- lenskur rannsóknarleið- angur bæti þar engu við. Hin fáfengilega „kíkja í pakkann, kjánar“-aðferð markaði frá upphafi að um aðildarumsóknina myndi ekki fara fram vitræn upp- lýst umræða. Virðast for- göngumenn hennar hafa verið sannfærðir um að málstaðurinn þyldi ekki slíka umræðu. En svo bæt- ist við að vegna umsókn- arákafans þá hefur fjöldi manns, þar á meðal fjöl- miðlar, jafnvel opinberir fjölmiðlar, nánast lokað á að upplýsa almenning um ang- istina sem ríkir á meg- inlandinu í málefnum ESB. Þeir sem fylgjast sæmilega með umræðunni á þeim slóðum hafa á orði að nið- urlægjandi sé að horfa upp á hvernig henni séu gerð skil á Íslandi. Meðan evrusvæðið logar stafnanna á milli og heit og þrungin umræða fer fram um það í Evrópu heitir það á máli hérlendra að ekkert nýtt sé að gerast. Það hafi alltaf legið fyrir að ESB sé samband sem ætíð sé í þró- un. Þessi þreytta klisja úr munni þeirra sem þó þykj- ast þekkja eitthvað til mála á að kæfa að áhyggjur af málefnum Evrópusam- bandsins berist hingað. En að- ferðin heldur auðvitað ekki nema um skamma hríð. Þöggun þekk- ingarleysis og afneitunar er dæmd til að mistakast. Nú ræða forystumenn í Þýskalandi í fullri alvöru um að Grikklandi verði ekki bjargað frá gjaldþroti. Þýskum ráðuneytum hefur verið falið að gera við- bragðsáætlanir vegna þeirr- ar þróunar. Fréttir eru farn- ar að berast af þeim áætlunum. Reyna á að draga nýjar varnarlínur í sandinn. Þrýst skal á að samþykktir leiðtogafunda ESB frá því í júlí sl. verði staðfestar í löndum evru- svæðisins. Þótt ólíklegt sé orðið að þær ákvarðanir hjálpi Grikklandi sem ríki, úr því sem komið sé, megi nota þá viðbótarfjármuni til að styðja við bakið á grísk- um bönkum til þess að koma í veg fyrir þau „dóm- ínóáhrif“ sem verða myndu af falli þeirra, ekki síst á þýska, hollenska, franska og breska banka. Eins mætti nota styrktan björgunarsjóð til að treysta trú kröfuhafa á að enn sé hugsanlegt að tak- ast megi að bjarga Spáni og Ítalíu. Vondar fréttir hafa verið að berast frá báðum þessum ríkjum síðustu daga. Moo- dy’s segir að spænsku sjálf- stjórnarsvæðin séu flest mun verr stödd fjárhagslega en vonast hafði verið til. Og frá Róm heyrist að ríkis- stjórnin þar sé sem óðast að draga broddinn úr þeim til- lögum sem áttu að draga úr skuldavanda Ítalíu. Þessar fréttir vita ekki á gott. Á Íslandi halda menn að þeir séu enn í alvöru að reyna að komast í Evrópu- sambandið og útbúa handa sjálfum sér skringilegar skoðanakannanir til að telja í sig kjark. Á meðan er allt gert til að koma í veg fyrir að fram fari upplýst um- ræða um mikilvægustu þætti málsins, bæði um að- ildartilburðina í landinu sjálfu, svo ekki sé talað um þau stórmerki sem eru uppi í fyrirheitna sambandinu sjálfu. Þöggun þekking- arleysis og afneit- unar mun ekki halda } Umræðufælni N ýlega birtist stutt viðtal við bráðflinkan húðlækni í einu dagblaðanna og umræðuefnið var bótoxaðgerðir í heima- húsum. Læknirinn benti rétti- lega á að slíkar aðgerðir væru vægast sagt varasamar og bætti hann við að setja þyrfti reglur til að banna ófaglærðu fólki að selja bótoxaðgerðir. Þessi orð læknisins minntu mig á hvað það er algengt viðbragð, bæði hjá kjörnum fulltrúum, sérfræðingum og hagsmuna- aðilum af ýmsum toga að vilja setja reglur um hluti sem ættu að heyra undir almenna skynsemi. Lesendur kunna þá að spyrja: Er einhver skaði skeður þó við færum í lagabækurnar reglur sem koma í veg fyrir augljóslega vara- sama iðju? Svarið er já: Að setja slíkar reglur, sem færa almenna skynsemi í lög, dregur úr þeirri kennd hjá borgurunum að þeir beri ábyrgð á sér sjálfir. Ef fólkið býst við því að ríkið hafi hugsað fyrir öllu, og verji okkur gegn öllu illu – ef fólk heldur að búið sé að fíflaverja samfélagið – þá ýtir það undir allt annað en skynsamlega hegðun og sjálfsábyrgð einstaklingsins. Varðað góðum ásetningi Þegar vel meinandi löggjafinn fer af stað til að vernda fólk gegn eigin mistökum og flónsku er líka hætt við að gengið sé nokkrum skrefum of langt. Jafnvel nefndir skipaðar landsins greindustu sérfræð- ingum geta ekki séð fyrir öll möguleg tilvik, eða þau keðjuverkandi áhrif sem boð og bönn geta leitt af sér. Þó ásetningurinn sé að banna það sem er slæmt getur útkoman hæglega orðið sú að lögin banna eitthvað gott og sjálf- sagt. Lögin eru þá orðin ósanngjörn og skað- leg, og þegar slík lög eru í gildi fer virðing fólks fyrir lögum og reglu hratt þverrandi. Ekki má heldur gleyma að fjöldi hámennt- aðs fólks þarf að vera á háum launum við að semja reglurnar, leggja þær fyrir nefndir, kjósa, kynna, samræma, staðfæra, þýða, túlka, uppfæra, skýra, prófarkalesa, prenta og svo auðvitað framfylgja. Þegar búið er að semja einn reglubálkinn finnur þetta sama fólk sig knúið til að semja fleiri reglur, finna fleiri þætti daglegs lífs þar sem hafa má vit fyrir samborg- urunum og réttlæta þannig enn betur starf sitt og laun. Um leið verður reglubálkurinn æ lengri lesning, en með hverri síðunni sem bætist við laga- og reglugerðasafnið eykst óvissa borgaranna um hvað er í raun löglegt og hvað ekki. Því meira sem við færum í reglur, því minna verður frelsi borgaranna, sjálfstæði þeirra, sjálfsábyrgð, sjálfs- styrkur og reisn. Og ef fólk er nógu vitlaust til að láta framkvæma á sér aðgerð í eldhúsinu heima hjá einhverjum braskara, þá er það vandamál þess sjálfs. ai@mbl.is Ásgeir Ingvarsson Pistill Hvar værum við án reglnanna? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Ásta Ragnheiður sagði að stjórnskipunar- og eftirlits- nefndin myndi taka við tillögum stjórnlagaráðsins og vinna þær áfram eftir að almennum um- ræðum um tillögurnar lyki í þinginu í byrjun október. Nefnd- in fengi einnig til umfjöllunar skýrslur Ríkisendurskoðunar og fleiri slík eftirlitsmál. Hún sagð- ist því reikna með að verkefni nefndarinnar yrðu ærin í vetur. Í greinargerð með frumvarp- inu kemur fram að þingnefndir hafi áfram það hlutverk að fylgjast með fram- kvæmdavaldinu, en með því að stofna sérstaka stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd verði eftirlit með stjórnsýslunni gert markvissara af hálfu þingsins. Fram til þessa hafi borið á því að slíkt eftirlit hafi orðið af- gangsverkefni fasta- nefndanna. Fær tillögur stjórnlagaráðs EFTIRLITSNEFND ÞINGSINS Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.