Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 Hæstvirtur fjár- málaráðherra, Stein- grímur J. Sigfússon. Það er auðvelt að skilja reiði þína í ljósi þess, að stefna sú, sem þú hefur barist fyrir lengi hefur aldr- ei hlotið hljómgrunn hjá þjóðinni, sennilega vegna þess, að hún hefur aldrei virkað. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn oftast haft yfirhöndina, því hann stendur fyrir stefnu sem virkar. Þú hefur, ásamt fleirum í þínum hópi, ákveðið að stefna Geir H. Haarde fyrir landsdóm. Þótt flestir séu á þeirri skoðun, að Geir hafi ekkert til saka unnið og ég tilheyri þeim hópi, þá er ekki hægt að koma í veg fyrir það, að grunaðir menn sæti rannsókn og hljóti dóm að lokinni rannsókn. En nú hefur engin alvöru rann- sókn farið fram, varðandi Geir, þrátt fyrir að ansi langur tími sé liðinn frá því að þið ákváðuð að ákæra hann. Slíkt er vitanlega óviðunandi, því í réttarríki hafa sakborningar ákveðna réttarstöðu, sem ekki er virt í máli forsætisráð- herrans fyrrverandi. Hann var aldrei kallaður fyrir þingnefndina sem fjallaði um hans mál, það eitt og sér eru ekki góð vinnubrögð eins og gefur að skilja. En þetta mál fer sína leið og þá kemur væntanlega í ljós, hvort Geir er sýkn eða saklaus. Nú er það samt þannig, að kom- ið hefur í ljós, að Geir H. Haarde tók hárrétta ákvörðun í kjölfar hrunsins, ásamt fleirum því hann var ekki einn að verki. Margt bendir til þess að hann hafi staðið sig mjög vel að flestu leyti, en við bíðum bara eftir niðurstöðu dóms- ins. En eitt mættir þú læra af góð- menninu sem þú ákvaðst að ákæra með sorg í hjarta. Það er að rann- saka þín verk, til þess að hið sanna komi í ljós. Geir setti á fót rannsóknarnefnd í kjölfar hrunsins, til þess að fara yfir eigin verk og það átt þú að gera líka, ef þú ert sá sem þú gefur þig út fyrir að vera. Flestir eru sammála því, að skip- un Svavars Gestssonar í samninga- nefndina vegna Icesave á sínum tíma voru mjög stór og alvarleg mistök. Þjóðin með forsetann í broddi fylkingar reddaði þér reyndar fyrir horn í þessu máli, því ljóst var að stórar upphæðir hefðu lent á skattgreiðendum ef samn- ingar þeir sem Svavar Gestsson gerði, hefðu náð fram að ganga. Það þarf að rannsaka vinnu- brögð þín í þessu máli, þú vilt meina að rétt hafi verið staðið að málum, en Geir vill líka meina að hann sé saklaus. Taka ber fram að ég er sammála Geir, en ég er eng- inn dómstóll. Þessi mál þarft þú að gera upp, þú ert líka áhugamaður um hin ýmsu uppgjör og vilt hafa allt uppi á borðum. Svo hefur þú staðið fyrir því, að hátt í tvö- hundruð milljarðar hafa verið settir til að bjarga fjármálafyr- irtækjum frá falli. Margir eru á því að það hafi verið mistök, þú segir ákvörðunina vitanlega hafa verið rétta. Er ekki best að láta fara fram rannsókn á þessu máli, eins og varðandi skip- un Svavars Gestssonar? Þú fullyrtir að hann myndi landa stórkostlegum samningi, Svavar sagði sjálfur að með samþykkt samningsins væri búið að koma í veg fyrir allan niðurskurð í heil- brigðis- og menntamálum. Þú gæt- ir látið rannsaka hvort þetta hafi verið rétt hjá þér og Svavari. Einnig máttu gjarna láta skoða skjaldborgina sem erlendir vog- unarsjóðir fengu að njóta góðs af, það lítur frekar illa út, en sjáum hvað rannsóknin leiðir í ljós. Þótt málsmeðferðin í tilfelli Geirs sé réttarhneyksli, þá hefur þú stigið ákveðið skref sem þarf að stíga til fulls. Nú er komið fordæmi fyrir því, að stjórnmálamenn þurfi að svara til saka fyrir sín verk. Til þess að vera sjálfum þér samkvæmur, þá þarft þú að ganga alla leið og láta rannsaka sjálfan þig líka. En eftir að þessi lánlitla vinstri stjórn hefur horfið frá völdum, þá vonast flestir eftir því, að pólitísk réttarhöld verði ekki framar við- höfð hér á landi. Ekki vonast ég eftir því að þú hljótir refsingu ef kemur í ljós, að það sem marga grunar, að þú hafir gert ámælisverð mistök varðandi Icesave og fjárausturinn í fjár- málafyrirtækin. Ég vil bara að sannleikurinn komi í ljós, varla ótt- ast þú hann? Eflaust veltir þú fyrir þér, hvers vegna maður eins og ég, sem kom- inn er af verkamönnum, sjómönn- um og bændum langt aftur í ættir og hefur stundað verkamanna- vinnu á sjó lengst af, sé sjálfstæð- ismaður en ekki í þínum flokki. Þá get ég gert orðin sem Friðrik mikli lét falla varðandi mennina og hundinn að mínum og sagt: „Því meira sem ég kynnist vinstri flokk- unum, því vænna þykir mér um Sjálfstæðisflokkinn minn.“ Með vinsemd og virðingu þeirri sem titli þínum ber að sýna. Eftir Jón Ríkarðsson » Til þess að vera sjálf- um þér samkvæmur, þá þarft þú að ganga alla leið og láta rann- saka sjálfan þig líka. Jón Ragnar Ríkarðsson Höfundur er sjómaður. Opið bréf til hæstvirts fjár- málaráðherra Það kom undirrit- uðum ekkert á óvart að sjá í Mbl. grein eftir Harald Briem og Þórólf Guðnason hinn 20. ágúst sl. fulla af ósann- indum, reyndar heitir greinin þeirra „End- urteknar rangfærslur um HPV-bóluefni“. Þess ber þó að geta að greinin er ekki bara full af rangfærslum heldur hroka, ásökunum, orðhengilshætti og síðan eru hlutir teknir úr samhengi, en þetta virðist vera eini mótleikurinn hjá þeim að láta eins og þeir séu að leiðrétta eitthvað aftur. Það verður ekki annað sagt en að áróðursherferðin fyrir HPV- bólusetningum sé nú hafin hér á landi, þar sem embættismenn auk þess hika ekki við að reyna að koma ósann- indum upp á fólk. Þrátt fyrir að mikið af upplýsingum sé til frá heilbrigð- isfólki og fórnarlömbum varðandi al- varlegar aukaverkanir, 97 dauðsföll, 8.838 skráðir á bráðamóttöku, 2.231 skráður á sjúkrahúslegur, 4.531 er náði ekki bata og af þeim 732 er hlutu varanlega örorku eftir HPV- bólusetningu skv. VAERS og (www.sanevax.org ), þá hefði maður haldið að Haraldur og co tækju það mjög alvarlega. Nei en svo er ekki, þar sem aðaláhyggjuefnið virtist vera sterkar grunsemdir sem undirritaður nefnir, en sem Haraldur og co. kjósa að nefna ásakanir. Það er orðið tals- vert síðan menn heyrðu það frá Bret- landi að læknar fengju greidd 5,25 pund fyrir hverja svínaflensubólu- setningu (ktradionetwork.com/health/ doctors-vaccinate-for-profit, og sjá einnig greinina hjá mercola.com, WHO Advisor Secretly Pads Pockets with Big Pharma Money), en hvernig er það voru menn hér á landi hafðir útundan? Þessum mönnum hér finnst það sniðugt að svara með nákvæmlega engum tölum eða niðurstöðum. En það eina sem maður kemur auga á í þessu sambandi frá þeim er, að: „… margvíslegir at- burðir tengjast bólu- setningum“ ofan á allt þetta þá sýna þeir manni þann hroka, þar sem þeir fullyrða að menn hafi ekki kynnt sér VA- ERS-gangnagrunninn, auk þess sem þessir embættismenn hér loka algjörlega augunum fyr- ir öllum frásögnum fórn- arlamba sem til staðar eru á öllu netinu. Það þykir greinilega sniðugt að nota orðheng- ilshátt og þannig koma ósannindum á fólk. Þegar það kemur hvergi fram í greininni að CDC og FDA veiti ekki markaðsleyfi, heldur segir, að VA- ERS- grunnurinn veiti ekki markaðs- leyfi (Mbl 15. ágúst sl.), þar sem leyfin eru veitt hjá stofnunum CDC og FDA er reka í samstarfi VAERS- gagnagrunninn, eða eins og kemur fram: „VAERS- grunnurinn sem rek- inn er í samstafi CDC og FDA veitir ekki markaðsleyfi í Evrópu og Banda- ríkjunum.“ Það er hins vegar þekkt í Bandaríkjunum að stjórnendur (Re- gulators) fyrrgreindra stofnana virka illa. (Vaccine Epidemic, L.K. Habakus og M. Holland, bls. 137). Þessum embættismönnum þykir sniðugt að slíta hluti úr samhengi, en þannig reyna menn að komast hjá því að svara gagnrýni vegna umdeildra tölfræðilegra niðurstaðna, þar sem forsendurnar á bak við útreikningana eru dregnar í efa, eða þar sem er vitað til þess að: „… þriðjaheimsríkin voru höfð með þrátt fyrir að þau mörg hver búi ekki yfir pap-skoðunum“ (Mbl. 15. ágúst sl.) og því séu forsendurnar rangar með þ.e.a.s. 70%. Haraldur og félagar taka allri svona gagnrýni persónulega og ekki fræði- lega, fullyrða bara að „Vísindarann- sóknir sýna að bóluefnin koma í veg fyrir flestar forstigsbreytingar“ en nákvæmlega ekkert um þessa gagn- rýni, eða umdeildu tölfræðilegu út- reikningana á heimsvísu (worldwide) með hin u.þ.b. 70%. Það þykir ekki heldur gáfulegt að kenna öðrum um uppspuna, þegar uppspuninn liggur hjá þeim sjálfum. Í bæði bókinni hans dr. Todd og í ensku leiðbeiningum (package insert júli 2007) með Gardasil bóluefninu kemur það fram, að 17 hafi látist af 21.464 þátttakendum og 102 hlotið al- varlegar aukaverkanir í klínískum rannsóknum (What the Pharmaceuti- cal Companies Don’t Want You To Know About Vaccines, bls. 90-91). Að sama skapi þykir það ekki gott að láta sem ummæli, eins og frá hinni þekktu vísindakonu Diane Harper séu ekki til, þegar netið er með þessar fullyrð- ingar frá henni úti um allt, varðandi það, að bæði HPV-bóluefnin munu gera lítið gagn, sjá; „Controversial Drug Will Do Little To Reduce Cervical Cancer Rates“ eftir Susan Brinkmann í því sambandi og grein- ina „HPV Vaccine Near-Useless: Diane Harper“ á qi-spot.com/2009/10/ 30/hpv-vaccine-near-useless-diane- harper. Ekki nóg með að þessir menn hafni öllum frásögnum fórnarlamba eins og t.d. Carley Steele, Rebecca Ramagge, Paige Brennan, Ashleigh Cave, Hattie Vickery, Lauren Smith, Sarah Chandler, Leah Mann, Debbie Jones og tölum frá heilbrigðisfólki um 97 dauðsföll 8.838 skráð tilfelli á bráðamóttöku, 4.531 er náði ekki bata og af þeim svo 732 er hlutu varanlega örorku eftir HPV-bólusetningu (http://www.sanevax.org ) og hvað eina. En hvernig stendur á því að þessir embættismenn hér geta ekki svarað áskorun með það að vera kvik- myndaðir með að prófa 3 skammta af HPV-bóluefninu á sjálfum sér, bólu- efni sem þeir vilja endilega troða inn á allar 12 ára stúlkur, með allra handa fullyrðingum um að bóluefnið sé öruggt, fullkannað og hvað eina? HPV-bóluefni dauðans alvara Eftir Þorstein Sch. Thorsteinsson » Það verður ekki annað sagt en að áróðursherferðin fyrir HPV- bólusetningum sé nú hafin hér á landi … Þorsteinn Sch. Thorsteinsson Höfundur er formaður Samstarfs- nefndar trúfélaga fyrir heimsfriði og er meðlimur í félagi áhugamanna um bóluefni. Hver verða næstu skrefin í kjarabaráttu eldri borgara? Næsta skrefið er að afturkalla kjaraskerðinguna sem Árni Páll Árnason þá- verandi félagsmálaráð- herra lét lögleiða 1. júlí 2009. Þá voru kjör eldri borgara og öryrkja skert verulega vegna kreppunnar en tekið fram, að um tímabundnar ráðstafanir væri að ræða. Nú er aðeins farið að rofa til, hagvöxtur að byrja og staða ríkisfjármála hefur batnað mikið frá því bankahrunið skall á. Þess vegna er tímabært að afturkalla kjaraskerð- inguna frá 1. júlí 2009. Voru sviptir grunnlífeyri almannatrygginga Skerðing tryggingabóta var stór- aukin 1. júlí 2009. Frítekjumark vegna atvinnutekna, sem hafði verið tæpar 110 þúsund krónur á mánuði, var fært niður í 40 þúsund krónur á mánuði. Það var sem sagt ákveðið að refsa þeim eldri borgurum, sem voru að reyna að vinna svolítið. Ég efast um, að ríkið hafi grætt mikið á þess- ari ráðstöfun. Margir eldri borgarar hafa hætt að vinna vegna þessa og við það missir ríkið skatttekjur. Það hefði verið óhætt að hafa frítekju- markið óbreytt. Tilfinnanlegast var þó, að ákveðið var að láta greiðslur úr lífeyrissjóði hafa aukin áhrif á útreikning grunnlífeyris. Við þessa ráðstöfun missti mikill fjöldi eldri borgara grunnlífeyri sinn og hefur nú engan lífeyri frá almannatrygg- ingum. Tekjur 5210 eldri borgara frá al- mannatryggingum lækkuðu við þetta. Mér er til efs, að þessi ráð- stöfun standist jafnræð- isreglu stjórnarskrár- innar. Mikill fjöldi eldri borgara fær nú ekki krónu frá almannatrygg- ingum en hefur þó borgað til þeirra allan sinn starfsferil. Þegar almannatryggingar voru stofnaðar var tekið skýrt fram, að þær ættu að vera fyrir alla án tillits til stéttar og efnahags. Eftir breytingu þá, sem Árni Páll gerði 1. júlí 2009, eru almannatryggingar fyrir ákveðin hóp fólks en ekki fyrir alla. Það er verið að breyta tryggingunum í átt til fátækraframfærslu. Þetta gengur þvert á upphaflegt markmið al- mannatrygginga. Sem dæmi um það hvernig þetta hittir vissan hóp fyrir má nefna, að þegar 50 þús. króna ein- greiðsla var ákveðin fyrir launþega og bótaþega almannatrygginga í ný- gerðum kjarasamningum var ákveðið að þeir, sem hefðu ekki grunnlífeyri fengju ekki heldur þessa eingreiðslu. Fyrst er þessi hópur strikaður út úr kerfi almannatrygginga og síðan er hann sviptur kjarabótum, sem samið er um, að launþegar og lífeyrisþegar eigi að fá. 1. júlí 2009 var tekjutryggingin einnig skert beint, þar eð skerðing- arhlutfall hennar var hækkað úr 38,35% í 45%. Við þetta lækkuðu tekjur 18.940 eldri borgara. Lífeyrissjóður skerði ekki tryggingabætur Það verður að afturkalla alla kjara- skerðinguna frá 2009. En auk þess þarf að afnema með öllu skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr líf- eyrissjóði. Launþegar, sem greitt hafa í lífeyrissjóð allan sinn starfs- feril, eiga að njóta að fullu lífeyris síns þegar þegar fara á eftirlaun. En það gera þeir ekki ef tryggingabætur eru skertar á móti greiðslum úr líf- eyrissjóði eins og nú er gert. Þessa skerðingu verður að afnema strax. Það var aldrei meiningin, þegar líf- eyrissjóðirnir voru stofnaðir, að þeir mundu skerða tryggingabætur. Líf- eyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga. Lífeyrissjóðsgreiðslur skerði ekki tryggingabætur Eftir Björgvin Guðmundsson » Það er verið að breyta (almanna-) tryggingunum í átt til fátækraframfærslu. Þetta gengur þvert á upphaflegt markmið al- mannatrygginga. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500 www.flis.is • netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Eyrnalokkagöt sími 551 2725 ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.