Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 256. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. „Vil fá á hreint hvað átti sér stað“ 2. Gunnar rekinn af völlum 3. Andlát: Stefán Guðmundsson 4. Vín selt í matvöruverslunum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fyrsta breiðskífa Sóleyjar, We Sink, kom út fyrir stuttu. Gagnrýnandi blaðsins lýkur miklu lofsorði á plöt- una, segir hana meistaraverk og fagnar innkomu Sóleyjar í íslenskt tónlistarlíf. »31 Sóley fær fullt hús hjá gagnrýnanda  Óskarsverðlauna- hafinn lafði Helen Mirren verður for- maður dómnefndar Kvikmyndaverð- launa Norður- landaráðs 2011. Hún mun tilkynna sigurvegara þess- ara virtu verðlauna í Kaupmannahöfn 17. október 2011. Það er kvikmyndin Brim sem er fulltrúi Íslands í ár. Mirren velur bestu norrænu myndina  Valinkunnir Íslendingar bjóða gestum RIFF heim til sín í heimabíó og smella þar eigin uppáhaldsmynd í tækið. Popp og kók verður í boði á svæðinu fyrir gesti og ósvikin heimabíó- stemning. Hrafn Gunnlaugsson, Ás- geir Kolbeins og Hugleikur og Úlfhildur Dagsbörn eru gest- gjafar þetta ár- ið. Heimabíó með þjóðþekktu fólki Á miðvikudag Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað. Þykknar upp vestanlands síðdegis. Hiti 7-13 stig. Á fimmtudag Sunnan og suðvestan 5-13 m/s. Bjart norðaustan- og austanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustanátt, víða 4-11 m/s en norðan- strekkingur austast á landinu. Léttskýjað sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast suðvestantil. VEÐUR Höttur á Egilsstöðum hefur eignast 1. deildar lið karla í fótbolta í fyrsta skipti. Ey- steinn Hauksson sneri aftur á heimaslóðir í vetur, þjálf- aði meistaraflokkslið í fyrsta skipti og stýrði Hatt- arliðinu upp um deild. „Það hafa yfirleitt ekki ver- ið minna en átta heima- menn í byrjunarliðinu og ég sé ekki annað en að fram- tíðin hér sé björt,“ segir Ey- steinn Hauksson. »2-3 Björt framtíð á Egilsstöðum Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, var val- in besti leikmaðurinn í seinni hluta Íslandsmótsins í fótbolta. Hún segist aðeins hugsa um Stjörnuna og að reyna að vinna sér sæti í landsliðinu en að sjálfsögðu verði málið skoðað ef möguleikar á atvinnu- mennsku bjóð- ist. »4 Hugsa bara um Stjörn- una og landsliðssæti Rússar eru eina taplausa liðið á Evr- ópumeistaramótinu í körfuknattleik karla eftir að þeir lögðu Makedón- íumenn í lokaumferð milliriðlakeppni mótsins sem stendur yfir í Litháen. Rússar mæta Serbum í 8 liða úr- slitum á fimmtudag og Frakkar leika við Grikki. Þá eigast við Evrópumeist- arar Spánverja og Slóvenar og Make- dóníumenn mæta heimamönnum. »1 Rússar eru taplausir á EM í körfuknattleik ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fimm núlifandi íslensk hjón eiga það sammerkt að hafa verið í hjóna- bandi í 70 ára eða lengur. Þar á með- al eru Magnús Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, og Sigrún Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, sem halda upp á platínubrúðkaup sitt í dag. „Við höfum nú ekkert verið að hugsa um þetta,“ segir Sigrún og bætir við að lítið sé í raun hægt að gera á svona tímamótum. „Nema kannski að þakka fyrir okkur, ef ein- hver guð er til. Okkur hefur liðið vel og okkur líður vel.“ Þau búa á dval- ar- og hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut í Reykjavík og eru ánægð með það. „Hér er gott að vera og fólkið er ákaflega almenni- legt og hjálpsamlegt,“ segir Magn- ús. Ást í aukatíma Leiðir þeirra lágu saman í Kenn- araskólanum, þar sem vinur Magn- úsar bað hann um að taka Sigrúnu í aukatíma. „Ég kenndi henni reikn- ing svo hún kæmist inn í skólann,“ rifjar hann upp. „Ég var í ein- hverjum tímum hjá honum, það er rétt,“ staðfestir hún. „Ég var aldrei sterk í reikningi og þorði ekki annað en að ýta á það,“ heldur hún áfram. „En hann var ekki ákaflega frekur til þess að fá laun fyrir,“ áréttar Sig- rún. „Ég fékk einn koss en þeir máttu nú vera tveir,“ botnar Magn- ús. Segir reyndar að þeir hafi orðið fleiri í tímanna rás. „Ég fékk kon- una, fallegustu konu sem er til, og það hef ég sagt oftar en einu sinni.“ „Við áttuðum okkur á því að það var alvara í þessu og gerðum hreint fyr- ir okkar dyrum með það,“ segir Sig- rún. Magnús er 95 ára. Hann ólst upp í Æðey í Ísafjarðardjúpi en Sigrún, sem er 93 ára, er frá Hornafirði. Þau gengu í hjónaband meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð, 13. sept- ember 1941, og eiga tvö börn, Jón og Gyðu. „Það hefur ekki verið neinn ófriður í sambandinu okkar,“ segir Sigrún og vísar til ástandsins í heim- inum á sama tíma. Magnús segir að það megi þakka Sigrúnu því hún hafi góða skapgerð en hún segist strax hafa fallið fyrir honum. „Hann var svo álitlegur. Góður. Fyrir- myndarmaður.“ Þau kenndu m.a. í Vestmanna- eyjum, á Akranesi og í Reykjavík en Magnús var brautryðjandi í kennslu verknáms og var skólastjóri Gagnfræða- skólans á Akranesi, Iðnskólans á Akra- nesi, Gagnfræðaskóla verknáms í Reykjavík og Ármúlaskóla. „Starfið var reglulega skemmtilegt,“ segir hann. „Mér þótti alltaf vænt um mína nemendur og þeim þótti vænt um mig. Ég hef glögglega fundið það.“ Dimma mikilvæg Eðlilega er margs að minnast á löngum tíma. Sigrún segist hafa not- ið gönguferða og stundum hafi hún farið í ferðalag með öðrum stúlkum. Þá hafi gjarnan verið gist í hlöðum að hætti útilegumanna. „Það fannst mér ákaflega skemmtilegt, en ég myndi ekki þora að gera það nú.“ Tíkin Dimma er hins vegar ofar- lega í minni Magnúsar. Hann segir að hún hafi meðal annars bjargað mannslífi, synt með mann í land. „Og þegar ég fermdist þá fylgdi hún mér til altaris.“ Kossarnir máttu nú vera tveir  Magnús og Sig- rún eiga 70 ára brúðkaupsafmæli Platínubrúðkaup Kennararnir Magnús Jónsson og Sigrún Jónsdóttir eiga 70 ára brúðkaupsafmæli í dag. Gunnar Jónsson og Dallilja Jónsdóttir hafa verið gift í 72 ár. Gísli Arason og Álfheiður Magn- úsdóttir hafa verið gift í 71 ár en Eyjólfur Guðmundsson og Svan- fríður Þorkelsdóttir, Lúðvík Geirsson og Arnbjörg Sig- tryggsdóttir og Magnús Jónsson og Sigrún Jóns- dóttir hafa fagnað 70 ára brúðkaupsafmæli í ár. 70 ára brúð- kaupsafmæli PLATÍNUBRÚÐKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.