Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 Frumvarp ríkisstjórnarinnar tilnýrra sveitarstjórnarlaga er á köflum mikil furðulesning. Þar er til að mynda kveðið á um að í sveitar- félögum með 50.000 til 99.999 íbúa skuli fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn vera 15 til 23 að- almenn.    Fjöldi þessarasveitarfélaga hér á landi er samtals 0.    Þá er í frumvarp-inu sérstakt ákvæði fyrir öll þau sveitarfélög „þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri“.    Í þessum sveitarfélögum skal fjöldiaðalmanna vera á bilinu 23 til 31.    Hversu mörg skyldu nú sveit-arfélögin vera sem heyra undir þetta ákvæði? Ætli það geti verið að þau heiti Reykjavík og að líkurnar á að þeim fjölgi í bráð séu óverulegar?    Þessi furðulega framsetning virð-ist hafa þann tilgang helstan að fjölga borgarfulltrúum um 50-100%, eins og þörf sé á því.    Ætli einhver láti sér detta í hugað óstjórnin í höfuðborginni mundi minnka ef borgarfulltrúarnir væru 31 í stað 15?    Þetta hefur mætt furðulítilli and-stöðu en Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hefur þó bent á að síst sé ástæða til þess nú að skikka Reykjavíkurborg til að auka kostnað í yfirstjórninni þegar verið er að skera niður í þjónustu borgarinnar.    Hvernig væri að þingið leyfði öll-um þeim sveitarfélögum „þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri“ að hafa áfram 15 aðalmenn? Kjartan Magnússon Furðufrumvarp STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.9., kl. 18.00 Reykjavík 14 heiðskírt Bolungarvík 5 alskýjað Akureyri 7 skýjað Kirkjubæjarkl. 13 léttskýjað Vestmannaeyjar 11 heiðskírt Nuuk 7 léttskýjað Þórshöfn 11 þoka Ósló 12 skúrir Kaupmannahöfn 17 skúrir Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 16 skúrir Lúxemborg 18 skýjað Brussel 21 léttskýjað Dublin 15 skúrir Glasgow 15 skúrir London 21 léttskýjað París 22 skýjað Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 18 skýjað Berlín 21 heiðskírt Vín 25 léttskýjað Moskva 12 skýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 13 alskýjað Montreal 22 léttskýjað New York 23 heiðskírt Chicago 25 skýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:45 20:04 ÍSAFJÖRÐUR 6:46 20:12 SIGLUFJÖRÐUR 6:29 19:55 DJÚPIVOGUR 6:13 19:34 Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá Herði H. Bjarna- syni sendiherra vegna ummæla í fréttum í Morgunblaðinu um bygg- ingu Þorláksbúðar við Skálholts- kirkju: „Undirritaður sér sig knúinn til að leiðrétta ummæli talsmanna Þor- láksbúðarfélagsins, sem birtust í Morgunblaðinu 9. og 10. september sl. Er þar fjallað um nýjar bygginga- framkvæmdir á Skálholtsstað. Í blaðinu þann 9. september er haft eftir Árna Johnsen vegna bygg- ingar svonefndrar Þorláksbúðar á byggingarreit Skálholtskirkju að „sr. Sigurður heitinn hafi haft sam- band við Garðar Halldórsson, sem gætir höfundarréttar erfingja Harð- ar Bjarnasonar, arkitekts Skálholts- kirkju“. Þann 10. september er haft eftir sr. Kristjáni Björnssyni að fram- kvæmdin hafi verið kynnt öllum rétt- bærum aðilum og að „einnig var leit- að samþykkis þeirra sem fara með höfundarrétt arkitekts kirkjunnar“. Hvort tveggja er alrangt. Garðar Halldórsson gætir ekki höfundarétt- ar erfingja Harðar Bjarnasonar, undirritaðs og systur hans Áslaugar Guðrúnar. Aldrei var leitað sam- þykkis handhafa höfundarréttar og koma byggingaframkvæmdir á staðnum þeim eins og mörgum öðr- um algerlega á óvart. Ekki verður annað séð en að nýbyggingin sé al- varlegt stílbrot og skaði ásýnd kirkj- unnar verulega. Þetta hefði verið svar handhafa höfundarréttar ef eft- ir því hefði verið leitað. Hörður H. Bjarnason sendiherra.“ Búðin Þorláksbúð við Skálholts- kirkju. Tölvugerð mynd. Yfirlýsing vegna fram- kvæmda við Skálholt Hreinsunarátak í hrauninu sunnan og vestan við Straumsvík hefst á föstudag, á degi íslenskrar náttúru, og heldur áfram á laugardaginn. Átakið er á vegum Hraunavina í samvinnu við sjálfboðaliðasamtökin SEEDS, grunnskóla, fyrirtæki og stofnanir í Hafnarfirði og ýmsa aðra sjálfboðaliða. Á föstudag hefst hreinsunarstarf kl. 9.30 en þá munu sjálfboðaliðar SEEDS og grunnskólabörn einkum láta til sín taka. Ekki er víst að allir sem hafa áhuga á að láta til sín taka komist frá vinnu á föstudaginn og því heldur átakið áfram á laugar- dag. Áhugasamir Hafnfirðingar og nærsveitungar eru hvattir til að koma í Straum við Straumsvík kl. 10 eða kl. 13. Þar verður skipt í hópa. Íbúar eru hvattir til að taka með sér sorppoka. Tveggja daga hreins- unarátak í hrauninu Morgunblaðið/Sigurgeir S Rusl Ekki veitir af tiltektinni. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins Fróðlegt og nærandi Nánari upplýsingar á www.xd.is Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins stendur fyrir hádegisfyrirlestraröð í Valhöll á þriðjudögum í vetur þar sem boðið verður upp á nærandi hádegisverð frá HaPP á góðum kjörum og fjölbreytta fyrirlestra. HaPP hefur það metnaðarfulla markmið að stuðla að auknu heilbrigði Íslendinga með því að bjóða upp á bragðgóðan og hollan mat þar sem áhersla er lögð á gæði og virkni fæðunnar á líkamann til að fyrirbyggja og meðhöndla lífstílssjúkdóma. Nánar á www.happ.is. Þriðjudaginn 13. september kl. 12 - 13 „Hvert stefnir íslenskt atvinnulíf?“ Orri Hauksson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Þriðjudaginn 20. september kl. 12 - 13 „Einföld sannindi um sjávarútveginn!“ Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar Þriðjudaginn 27. september kl. 12 - 13 „Hlutabréfamarkaður á tímamótum“ Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands Þriðjudaginn 4. október kl. 12 - 13 „Hagur heimilanna – buddan okkar“ Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þriðjudaginn 11. október kl. 12 - 13 „Vaxandi öldrun þjóða og velferðin“ Anna Birna Jensdóttir framkvæmdastjóri Öldungs hf. Þriðjudaginn 18. október kl. 12 - 13 „Kvennafögin úr fangelsi!“ Margrét Pála Ólafsdóttir, Hjallastefnunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.