Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 Ég sá hana fyrst þegar hún kom að skoða hjúkrunar- vörur sem ég var að kynna. Ljós- hærð, lagleg, brosmild og spurði skynsamlegra spurninga. Næst hittumst við þegar ég byrjaði að vinna í Heimahlynn- ingu Krabbameinsfélags Íslands. Hún tók að sér að koma mér inn í starfið og var óspör að miðla þekkingu sinni til mín nýgræð- ingsins. Við náðum vel saman, báðar sjálfstæðar mæður í Hlíðunum sem deildu miklum áhuga á bættri umönnun þeirra sem voru með krabbamein á lokastigi. Að því kom að við ákváðum að stofna saman sjálfstæða hjúkrun- arþjónustu. Í fyrstunni þjón- ustuna Heimastoð í samvinnu við Landspítalann en síðar Hjúkrun- arþjónustuna Karitas, sem enn er starfandi. Fyrstu mánuðina sáum við um hjúkrunina sem og allan rekstur og skiptumst á að vera á vakt annan hvern sólar- hring. Álagið var oft mikið og við eyddum miklum tíma saman. Við kynntumst því vel styrkleikum og veikleikum hvor annarrar. Þrátt fyrir dvöl mína erlendis sl. 10 ár við nám og störf héldum við alltaf sambandi og áttum stundir saman þar sem við létum hugmyndir um frekari samvinnu flæða. Hrund var einstök. Hún var orkumikil, kynnti sér af alvöru allt sem hún hafði áhuga á – ekk- ert hálfkák. Rausnarleg var hún og tilbúin að gefa af sér og deila þekkingu sinni. Hrund var frumkvöðull í eðli sínu og hún var fylgin sér. Hrund átti hugsjónir, sem hún fylgdi eft- ir og hætti aldrei að hugsa upp leiðir sem gætu bætt líknarmeð- ferð og líknarhjúkrun. Sem dæmi um það er að þrátt fyrir veikindi sín fór hún á námskeið á sviði líknarhjúkrunar í Bandaríkjun- um í byrjun þessa árs. Hrund tók á sjúkdómi sínum eins og öllu öðru – af einbeitingu. Hún aflaði sér frekari þekkingar og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að hjálpa sjálfri sér og þeim sem stóðu henni næst. Hún sýndi ótrúlegt æðruleysi og yfir- vegun í gegnum sjúkdómsferlið, Hrund Helgadóttir ✝ Hrund Helga-dóttir fæddist í Reykjavík 23. mars 1957. Hún lést 27. ágúst 2011. Bálför Hrundar var gerð frá Hall- grímskirkju 9. sept- ember 2011. sem oft á tíðum var erfitt. Í byrjun ágúst kom ég heim og átti þá ómetanlegar stundir með Hrund, fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Fram á síðasta dag var Hrund með hug- myndir um hvernig hægt væri að efla líknarhjúkrun á Ís- landi. Sami áhuginn enn til stað- ar, hugurinn sterkur og einbeitt- ur. Ég sá hana síðast þegar hún fylgdi mér fram á sjúkrahús- ganginn, ljóshærð, lagleg, ógleymanleg. Ég kveð kæra vinkonu með söknuði og sendi ástvinum henn- ar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þóra Björg Þórhallsdóttir. „Það var einn morgun í gamla daga að ung kona gekk niður slitin þrep kast- alans á hæðinni í hugarskóginum það- an sem nóttin kemur til þess að anda yfir mannfólkið. Ég þekkti þessa konu vel.“ (Gyrðir Elíasson, 1992.) Ég kynntist henni fyrir alvöru á jólanótt fyrir meira en tuttugu árum. Á þeim tíma nætur þegar einungis undarlegt fólk er á ferð eða þá við skyldustörf. Við fórum prúðbúin í vitjun, hún á rauðum kjól, ég í smóking. Gamli maður- inn dó daginn eftir, lést í mjúkum faðmi fjölskyldunnar. Þetta var á fyrstu árum heimahlynningar Krabbameinsfélagsins, mark- miðið það sama og nú: að styðja deyjandi manneskjur og fjöl- skyldur þeirra; lina þjáningar. Minningar hrannast upp. Koma í bylgjum. Ungbarn sefur miðdeg- islúrinn í breiðu rúmi við hliðina á sjúkum afa sem líka sefur. Hann deyr en barnið vaknar. Og fjöl- skyldurnar kenndu okkur stöð- ugt á heimavelli. „Ég sé mest eft- ir þeim tíma sem fór í að skamma börnin,“ sagði fjögurra barna móðir við okkur skömmu fyrir andlát sitt. Við urðum sammála um að þann dag sem við hættum að læra af „sjúklingunum okkar“ þá er eins gott að skipta um starf. Hætta. Við vorum samstæður hópur til að byrja með, við vorum Heimahlynningin. Aflmikið hug- sjónafólk, rúmfrekir einstakling- ar. Út úr hópnum spratt hjúkr- unarþjónustan Karitas sem Hrund stofnaði ásamt Þóru Björgu vinkonu sinni og sam- starfskonu. Síðar varð til líknar- teymi Landspítalans, líknardeild- in í Kópavogi, heimahlynning á Akureyri og nú síðast á Suður- nesjum. Hrund var frumkvöðull í líkn- armeðferð á Íslandi. Leitandi framherji. Sífellt tilbúin til þess að reyna óhefðbundnar aðferðir sem margar hverjar þykja nú sjálfsagðar í glímunni við lang- vinn einkenni og veikindi. Ilmur, nudd, bænir, hlátur voru verk- færi, aðferðir. Gráturinn sjálf- sagður. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þess kost um stund að vera hluti teymis og njóta gleði góðrar vinnu. Hrund átti mikinn þátt í þeirri gleði. Sigurður Árnason. Mikil sorg var að fá fregnir af andláti Hrundar. Mig langar með örfáum orðum að þakka henni fyrir góð kynni. Ég þekkti Hrund frá því ég man fyrst eftir mér. Við lékum okkur saman sem börn hjá ömmu hennar. Þessar minningar eru mér ákaflega ljúfar og góðar. Árin liðu og örlögin höguðu því þannig til að næst hittumst við þegar við unnum saman sem hjúkrunarfræðingar, báðar ný- lega útskrifaðar. Nokkuð mörg- um árum síðar komu upp veikindi hjá móður minni, þá birtist Hrund með kærleik sinn, um- hyggju og einstakri góðvild og studdi okkur mæðgur og miðlaði af sinni miklu reynslu og þekk- ingu. Fyrir þetta er ég henni ákaflega þakklát. Síðastliðna vetur höfum við ásamt fleiri góðum vinum farið saman á skíði til Austurríkis. Þetta hafa verið afar ánægjuleg- ar ferðir. Hrund var glæsileg og góð á skíðum eins og í öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Ég geymi í hjarta mínu minn- ingar um kærleiksríkan vin, mik- inn fræðimann og góða konu. Votta ég aðstandendum henn- ar, Snorra, Evu, Herði, Hervöru, Hildi o.fl. mína dýpstu samúð. Þórunn Ragnarsdóttir. Sæl og blessuð, ég heiti Hrund og mig langar að heilsa þér. Fyrir framan mig stóð ung kona sem sendi mér hlýlegt en um leið kankvíst bros. Ég þurfti að horfa niður því á okkur var hæðarmis- munur en strax eftir fyrsta sam- tal okkar og alla tíð síðan hef ég litið upp til Hrundar sem ein- stakrar konu sem gaf svo mörg- um svo mikið af sjálfri sér. Þetta var fyrir tuttugu árum á ráð- stefnu í hjúkrun þar sem hjúkr- unarfræðingar voru m.a. að kynna líknarhjúkrun. Á þessum tíma var líknarhjúkrun í heima- húsum komin vel á veg á höfuð- borgarsvæðinu, í því frumkvöðla- starfi var Hrund ein af þeim sem ruddu brautina. Þessi tími gras- rótarinnar, eins og við oft rædd- um saman um, var henni einstak- lega kær. Hún vissi samt að ekki dugði að dvelja í fortíðinni og af óbilandi áhuga og einlægri köllun til að gera mikið veikum og deyj- andi einstaklingum og fjölskyld- um þeirra lífið innihaldsríkt horfði hún alltaf fram á veginn. Við uppbyggingu samskonar þjónustu á Akureyri var ég þess aðnjótandi að geta alltaf sótt í viskubrunn Hrundar um hvernig best væri að setja á stofn slíka þjónustu, þróa hana og ekki síst mikilvægi þess að rýna vel í öll þau mörgu smáatriði sem skiptu sjúklingana og þeirra ástvini mestu máli. Fyrir það er ég henni óendanlega þakklát. Hún var okkur hjúkrunar- fræðingum fyrirmynd um margt, meðal annars með það að áhugi á því að hjúkra sjúkum er ekki nóg, þekking á því hvernig best er að ná til þeirra sem eru mikið veikir og til þeirra sem eru að horfast í augu við aðskilnað við þá sem þeim þykir vænt um væri nauð- synleg. Einhvern veginn var henni þetta eðlislægt og hún var einstök í því að finna leiðir til að létta undir með sínum sjúkling- um og beita til þess bæði hefð- bundnum og óhefðbundnum að- ferðum. Hrund stundaði meistaranám á sviði líknarhjúkrunar. Hún var sannfærð um að aukin menntun hjúkrunarfræðinga á þessu sviði væri brýn til þess að tryggja und- irstöður þessarar sérhæfðu hjúkrunar og var hún tilbúin að leggja sitt af mörkum í þeim efn- um. Það voru forréttindi að fá að fylgja henni í seinnihluta þessa náms. Á þessum tíma urðu kynni okkar nánari og er mér efst í huga þakklæti fyrir að fá tæki- færi til að vera henni samtíða þennan tíma. Það var lærdóms- ríkt að verða vitni að því að þrátt fyrir veikindi og óvissu með framtíðina þá var hún alltaf sama heilsteypta persónan, hugsjóna- kona með framtíðarsýn í líknar- hjúkrun þar sem ekki var annað hægt en að hrífast með. Á þess- um tíma sem við áttum saman var mér það meira ljóst en nokkru sinni fyrr hve yfirgripsmikla al- þjóðlega þekkingu hún hafði á málefnum líknandi meðferðar og hjúkrunar. Á kveðjustund vil ég þakka Hrund fyrir allt sem hún lagði af mörkum til líknarhjúkr- unar á Íslandi og fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig og okkur sem vinnum að þessu málefni. Í minningu hennar blandast saman söknuður og gleði því hún var gleðigjafi með ljúfa og góða nærveru, hún mun lifa áfram meðal okkar. Aðstandendum Hrundar votta ég mína dýpstu samúð. Elísabet Hjörleifsdóttir. Látinn er vinur minn og sam- starfsfélagi til allnokkurra ára, Kristján Pálsson, filmugerðar- maður og málari. Með honum er fallinn brott ljúfur drengur og góður félagi, sem alltaf var gam- an að umgangast og eiga sam- skipti við. Það var í gegnum „prent- bransann“, eins og það er stund- um kallað, sem leiðir okkar Stjána lágu fyrst saman, en þá kom hann til starfa hjá mínum Kristján Pálsson ✝ Kristján Páls-son fæddist í Reykjavík 23. janúar 1944. Hann lést 1. sept- ember 2011 á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi. Kristján var jarðsunginn frá Guðríðarkirkju 8. september 2011. vinnuveitanda í tengslum við fag sitt. Alltaf fannst mér vera góður andi í kringum Stjána, og mikill sagnameistari gat hann stundum verið, og var auðvelt að una sér við að sitja á spjalli við hann um daginn og veginn, starfsgrein- ina, sem hann tengd- ist lengst af, og margt af því sem hann upplifði á yngri árum sínum og ferðum. Það urðu oft mynd- ríkar og lifandi frásagnir í slíku spjalli. Ég hitti hann eina dagstund rétt um viku fyrir andlát hans og þó ekki væri heilsan góð hjá hon- um, mátti samt enn sjá glitta í gamalkunna takta og spretti. Þessa síðustu stund okkar á þessari lífsferð, mun ég vel geyma í sjóði minninga, og minn- isstæð verður hún, síðasta mynd- in af honum, þar sem hann sat í hjólastólnum úti á stétt í góða veðrinu og fylgdist með mér aka úr hlaði, eftir að hafa fylgt mér út úr húsinu. Föður Stjána kynntist ég löngu áður en við Stjáni hittumst, og var það sömuleiðis í gegnum prentiðnaðinn, en ég starfaði þá hjá fyrirtæki sem Páll faðir hans átti talsverð viðskipti við, eins og fleiri úr hans stétt. Páll gat líka verið skemmtilegur sagnamaður þegar sá gállinn var á honum og hefði verið fróðlegt að taka viðtal við hann í dag, um liðna tíð og það umhverfi sem hann lifði og hrærðist í. En ekki var maður farinn að huga að slíku á þeim ár- um. Það náði ég aftur á móti að gera varðandi Stjána, fyrir ritið Heima er best, en þar sagði hann m.a. frá sumardvöl sinni að Látr- um í Rauðasandshreppi, í heimi og umhverfi 19. aldarinnar, sem þar var þá enn við lýði. Og ferða- mátinn þangað vestur var með Catalina-flugbáti og og reyndar strandferðaskipi líka, því flug- báturinn varð frá að hverfa vegna veðurs. Var þá farið með strandferðaskipinu sama dag, vestur á Patreksfjörð, þar sem þurfti að bíða í viku eftir bátsferð yfir á Örlygshöfn og ganga síðan yfir Hafnarfjallið, einn síns liðs, rétt um 8 ára gamall og í sér al- veg ókunnu umhverfi. Og ná- kvæm og skemmtileg var frá- sögn Stjána, og hefði ég gjarnan viljað eiga þess kost að fá fleiri slíkar hjá honum, sem hann hafði reyndar sagt mér að væri ekki al- veg fráleitt. En það fór nú svo, eins og vill verða, að við náðum ekki að koma því í verk, áður en kallið eina var komið hjá honum, svo miklu fyrr en mann gat órað fyrir. Það spjall verðum við því að geyma þangað til við hittumst aftur á nýjum slóðum, og er ég ekki í vafa um að þá verður slegið í svo sem einn kaffibolla og skemmtilegar sögur sagðar. Stjána vil ég nú, við þessi ferðalok, þakka af heilum hug fyrir góða samferð og kynningu hérna megin hulunnar miklu, og óska honum alls velfarnaðar á sínum nýju slóðum. Hafi hann heill og þökk fyrir liðna tíð. Guðjón Baldvinsson. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson ✝ Innilegar þakkir fyrir allan stuðning og vináttu í veikindum og við útför okkar ástkæra BIRGIS BJÖRNSSONAR, Miðholti 6, Hafnarfirði. Hjartans þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landspítalans við Hringbraut og líknardeild- arinnar í Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynn- ingar líknardeildarinnar sem annaðist hann og okkur af einstök- um kærleika og fagmennsku. Alúðarþakkir til stórfjölskyldunnar og vina fyrir þeirra hjálp. FH-ingum og öllum þeim sem heiðruðu minningu Birgis við útförina og stofnun minningarsjóðs í hans nafni flytjum við innilegar þakkir og biðjum Guð að blessa allt þetta góða fólk. Minningarsjóðurinn er 545-14-403070, kt. 540169-2769. Inga Magnúsdóttir, Magnús Birgisson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sindri, Pétur og Birgir Björn, Sólveig Birgisdóttir, Finnbogi Kristinsson, Finnur og Jóhann Júlíus, Laufey Birgisdóttir, Björgvin Óskarsson, Ágúst Elí og Inga María, langafabörnin Natasja, Aron Hans, Emma og Lilja Finnsbörn, Annel Helgi Finnbogason. ✝ Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns, sonar, bróður, tengda- sonar, mágs og frænda, RAGNARS HEIÐARS KRISTINSSONAR húsasmíðameistara, Bæjarbrekku 10, Álftanesi. Sérstakar þakkir færum við þeim sem hjálpuðu til við erfidrykkjuna. Ragnheiður Katrín Thorarensen, Ingibjörg Magnúsdóttir, Hulda Björk Ingibergsdóttir, Kristín Þorvaldsdóttir, Þorvaldur Jón Kristinsson, Ólafur Kristinsson, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, Oddur C. S. Thorarensen, Unnur L. Thorarensen, Elín Thorarensen, Úlfar Örn Friðriksson, Alma Thorarensen, Sindri Sveinbjörnsson og frændsystkin. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA JÓHANNA ÞÓRÐARDÓTTIR, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni á Patreks- firði föstudaginn 9. september, verður jarð- sungin frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 17. september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnadeildina Unni Patreksfirði, reikningur 0153-26-001609, kt. 450390-2679. Hilmar Árnason, Guðlaug Rósa Friðgeirsdóttir, Halldór Árnason, María Óskarsdóttir, Þórður Steinar Árnason, Áslaug Hauksdóttir, Hugrún Árnadóttir, Stefán Egilsson, Gísli Jón Árnason, Fríður Magnúsdóttir, Helena Rakel Árnadóttir, Pálmi Stefánsson, Berglind Árnadóttir, Stefán Hagalín Ragúelsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR GESTSDÓTTUR, Kópavogsbraut 2, Kópavogi, sem andaðist föstudaginn 19. ágúst. Eyvindur Árnason, Árni Eyvindsson, Páll Eyvindsson, Helga R. Ármannsdóttir, Kristjana J. Eyvindsdóttir, Sigurður Hólm Guðbjörnsson, María W. H. Eyvindsdóttir, Hannes Eyvindsson, Edda Vigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.