Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 Á jökli Hér er Ragnheiður heldur betur garpsleg og ánægð á Skeiðarárjökli í fyrra með Átta vitrum. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ að er svo frábært að fara á svæði þar sem allt er öðruvísi en maður er vanur. Ég hef farið í gönguferð á austur- strönd Grænlands og mér fannst það stórkostleg upplifun. Ég efast ekki um að þessi ferð til Nepals verður ferð lífsins, að fá að kynnast allt ann- arri menningu og náttúru en maður hefur áður gert,“ segir Ragnheiður Alfreðsdóttir hjúkrunarfræðingur sem ætlar til Nepals um miðjan næsta mánuð með félögum sínum í gönguhóp sem gengur undir nafninu Átta vitrir. „Við vorum upphaflega átta í þessum hópi en erum sjö núna. Uppistaðan er fólk úr heilbrigðisgeir- anum, læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar, en við stofnuðum þennan hóp árið 1997 eftir að við komum heim úr námi frá Svíþjóð.“ Í kringum Mont Blanc Átta vitrir fara einu sinni á ári í gönguferð með allt á bakinu. „Við höfum einu sinnu farið út fyrir land- steinana í gönguferð, en þá gengum við í kringum Mont Blanc með Bændaferðum. Þar kynntumst við honum Helga Ben fararstjóra og við fengum hann til að leiða okkur í gönguferð sem við fórum í fyrra yfir Skeiðarárjökul frá Núpsstaðarskógi. Þá stakk hann upp á að hann tæki að sér að skipuleggja gönguferð fyrir hópinn til Nepals, en hann er vel kunnugur þar því hann hefur farið átján sinnum þangað. Okkur leist vel á það og nú er komið að því, eftir mánuð leggjum við í’ann,“ segir Ragnheiður og bætir við að fleiri hafi bæst í hópinn og nú séu þau orðin 25 með Helga sem fara út. Á fílsbaki og villt dýr í safarí „Þetta verður miðlungserfið ganga, við göngum í átta daga og um það bil sex tíma á dag. Við munum ganga í fjalllendi, bæði hækka okkur og lækka, en við förum ekki hærra en rúmlega 3.000 metra yfir sjávarmál svo við þurfum ekki að óttast há- fjallaveiki. Við förum líka í safarí í Átta vitrir ætla að ganga í viku í Nepal Útivist og hreyfing er fastur liður í lífi Ragnheiðar Alfreðsdóttur. Hún er í hópnum Fjallafólk sem gengur saman í hverri viku og sigrar fjall í hverjum mánuði. Hún er líka í gönguhóp sem kallast Átta vitrir og heldur með þeim til Nepal í október. Gönguskíði Ragnheiður með dóttur sinni og tengdasyni um síðustu páska í árlegri gönguskíðaferð þar sem þau gengu milli Hesteyrar og Aðalvíkur. Vinkonur Með Esther gönguvinkonu sinni á Virkisjökli um vorið 2010. Þegar kuldaboli fer að blása er gott að koma sér upp góðri úlpu, hlýjum vetrarskóm, húfum, lúffum og öllu því sem nauðsynlegt er að klæðast á veturna. Og þá getur verið sniðugt að versla á netinu því þar eru oft útsölur á góðum og vönduðum merkjum. Á vefsíðunni sportinglife.ca er mik- ið úrval af úlpum en líka hverskonar íþróttarvörur frá allskonar merkjum eins og Canada Goose, Reebok, Bir- kenstock, Billabong, Lacoste, Nike, Boss og ótal fleirum. Þarna eru vörur fyrir karla, konur og börn og mikið af hlaupavörum, bæði klæðnaði og skóm, allt fyrir jógaiðkendur, þá sem stunda sund, hjólreiðar, skíðabretti, fara á skíði eða stunda aðra útivist. Og svo eru líka allskonar fylgihlutir eins og sólgleraugu, töskur, arm- bandsúr og fleira, hvort sem fólk er í golfi, köfun eða stundar eitthvert annað sport. Vefsíðan www.sportinglife.ca/sportinglife Allskonar íþróttavörur Þó svo að myrkrið sé að leggjast yfir og vetur á næsta leiti er engin ástæða til að koðna niður í sófanum og liggja í leti undir teppi. Sjónvarps- gláp og önnur kyrrseta gerir engum gott og því er um að gera að skoða á netinu og sjá hvað er í boði til að stunda hreyfingu. Ótal möguleikar eru í boði og kannski að einhverjir fríki út á valkostunum en þá er um að gera að nota útilokunaraðferðina, því ekki hentar öllum það sama. Sumir vilja bara fara í sund á eigin vegum á meðan aðrir vilja vera í tímum þar sem einhver skipar þeim hvað þeir eiga að gera. Sumir vilja létta hreyf- ingu á meðan aðrir vilja hörku og erf- iði. Af nægu er að taka, sumt er alveg ókeypis eins og hjólreiðar, göngu- túrar eða hlaup, en þeir sem vilja fara á dansnámskeið eða láta einkaþjálf- ara berja sig áfram inni á líkamsrækt- arstöð þurfa að borga fyrir það. Það eina sem skiptir máli er: Ekki gera ekki neitt. Við eigum aðeins einn lík- ama sem þarf að endast út lífið. Endilega … … rífið ykkur upp á rófunni Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Laugavegi 178, sími 562 1000, www.utivist.is Haust í Básum Grillferð í Bása 16.-18. sept. Gengið að gosstöðvunum Fimmvörðuhálsi Jarðfræðingur verður með í för og miðlar fróðleik. Bókun á skrifstofu Útivistar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.