Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 ✝ IngibjörgGunnarsdóttir fæddist á Svína- vatni í Austur- Húnavatnssýslu 23. maí 1921. Hún andaðist á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni hinn 30. ágúst 2011. Foreldrar hennar voru Gunnar Bjarnason, f. 6. nóvember 1879, d. 14. apríl 1957, og Jó- hanna Jóhannesdóttir, f. 4. nóvember 1895, d. 1. maí 1989. Ingibjörg giftist 6. sept- ember 1947 Herberti Sigurðs- syni húsasmíðameistara, f. 13. janúar 1921. Foreldrar hans voru Sigurður Magnússon Skagfjörð, f. 13. maí 1889, d. 26. febrúar 1961, og Herdís Sigurlaug Bjarnadóttir, f. 31. mars 1889, d. 10. mars 1975. Herbert andaðist 5. febrúar 2002. Börn Ingibjargar og Herberts eru: 1) Hanna Björg, f. 25. september 1946, gift Þorsteini Karlssyni, f. 16. júní 1945. Börn þeirra eru Herbert, f. 13. desember 1973, Sunna, f. 9. júlí 1979, og Tinna, f. 28. júlí 1981, gift Jens K. Guðmundssyni, f. 6. apríl 1979. 2) Herdís Kolbrún, f. 1. maí 1948, gift Sturlu Stefánssyni, f. 28. júní 1946. Börn þeirra eru Silja, f. 22. janúar 1975, Sturla Freyr, f. 7. sept- ember 1977, Lilja, f. 22. desember 1979, og Hanna Lísa, f. 6. ágúst 1983. 3) Gunnar, f. 19. febrúar 1950, kvæntur Mar- gréti Árnadóttur, f. 13. apríl 1952. Börn þeirra eru Ingi- björg, f. 29. nóvember 1978, og Þorsteinn Gauti, f. 14. júlí 1985. Ingibjörg ólst upp á Svína- vatni og gekk þar í barna- og unglingaskóla og útskrifaðist síðan frá Húsmæðraskólanum á Blönduósi. Hún fluttist til Reykjavíkur og stundaði þar ýmis störf meðfram því að sjá um annasamt heimili. Útför Ingibjargar fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 13. september 2011, og hefst at- höfnin kl. 15. Þar rann upp stundin sem ég hef alltaf kviðið fyrir, að missa for- eldra mína. Faðir minn kvaddi okkur árið 2002. Fallega, góða, heiðarlega móðir mín kvaddi okk- ur 30. ágúst sl. Mamma var fædd á Svínavatni í A-Húnavatnssýslu 23. maí 1921 og varð því níræð sl. vor. Jóhanna Jó- hannesdóttir móðir hennar var listakona og bóndi allt sitt líf á Svínavatni. Faðir hennar, Gunnar Bjarnason frá Eyjafirði, bjó lengi með ömmu. En þau skildu að skiptum og hann hóf búskap á ná- grannabæ. Mamma var einbirni og var alin upp hjá móður sinni til fermingaraldurs. Frá þeim tíma var hún á flakki milli foreldra sinna og leiddist það mikið. Mikill fiðringur var í mömmu á þessum árum því hún talaði skólastýruna á Húsmæðraskólanum á Blöndu- ósi til að taka sig inn í skólann þrátt fyrir að hún væri tveimur ár- um of ung. Það eru til margar góð- ar sögur frá þeim tíma. M.a. var farið með allan hópinn á Sæluvik- una í Skagafirði. Og gleymdi því ævintýri enginn. Mamma kynntist föður mínum ung að árum. Hann var alinn upp í Bólstaðarhlíð, næsta bæ við afa, frá 5 ára aldri. Móðir mín fluttist síðan til Reykjavíkur og bjó hjá Ólafíu, móðursystur sinni, um tíma. Foreldrar mínir giftu sig síð- an 6. september, 1946. Hófu þau þá búskap. Lítil saga lýsir hjálpsemi móð- ur minnar vel. Hún var að koma úr vinnunni að kvöldlagi. Mætir hún þá fullorðinni konu á Skólavörðu- holtinu með strigapoka á bakinu. Mamma spurði konuna hvort hún mætti ekki hjálpa henni með pok- ann. Sú gamla þáði gott boð með þökkum. Viku seinna frétti mamma að hún hafði verið að hjálpa kerlu að stela túnþökum frá einhverjum fínum garði. Einu sinni var nágranni, sem bað mömmu og pabba fyrir cocka- tiel-fugl. Fékk hann nafnið Goggi. Flaug hann um allt húsið flautandi og gerði alls kyns kúnstir. Eitt sinn brá hann undir sig betri vængnum, slapp út, og endaði á söluskrifstofu Loftleiða. Mörgum árum seinna flaug Goggi litli í fangið á mömmu, hallaði litla fiðr- aða kollinum sínum upp að mömmu og dó. Hann vissi hvar best fór um hann. Faðir minn fékk heilablóðfall þegar hann var sjötugur. Hugsaði mamma um hann í mörg ár. Þetta voru erfið ár hjá mömmu en hún barðist hörðum höndum. Hún var líka fædd með marga góða hæfi- leika, m.a. stórflink í höndunum. Hún átti ekki langt að sækja þann hæfileika. Jóhanna amma fékk t.d. verðlaun í Frakklandi fyrir sína list. Þegar ég flutti úr landi, þá fóru margar vinkonur mínar að hafa meira samband við mömmu. Ég er mjög þakklát fyrir það. Mamma var alltaf ung í anda og hress og það átti ekki vel við þessa orkumiklu konu að verða rúm- liggjandi síðustu árin. Við systk- inin vorum lánsöm að eiga hana fyrir móður. Ég og fjölskylda mín þökkum Hönnu systur minni sérstaklega fyrir tryggðina og fórnfýsina í garð móður okkar alla tíð. Starfsfólkinu í Sóltúni 2 þökk- um við heilshugar fyrir frábæra umönnun og hlýtt viðmót við móð- ur mína og vinskap við okkur fjöl- skylduna. Elsku fallega móðir mín. Við kveðjum þig með sárum söknuði. Ég veit að tekið var vel á móti þér með virðingu og gleði af góðum máttarvöldum. Herdís. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn, rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður, kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það., Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.), Þín Hanna. Það var um vorið 1965 að ég hitti Ingibjörgu í fyrsta sinn. Ekki grunaði mig þá að hún yrði seinna meir tengdamóðir mín. Við Heddí höfðum verið í Glaumbæ um kvöldið. Eftir ballið var tölt upp á Freyjugötu. Var vel tekið á móti manni. Og eftir því sem tíminn leið, þá fékk ég meiri og meiri mætur á henni. Mér varð fljótt ljóst að Ingibjörg var næstum óraunverulega vel gerð og góð manneskja. Það voru stundum erfiðir dagar í minni eigin fjölskyldu. Móðir mín var nýorðin ekkja og þar ofan á búin að missa heilsuna. Ég get aldrei fullþakkað aðhlynninguna og nærgætnina sem Ingibjörg sýndi mér. Ekki bara á þessum ár- um í gamla daga, heldur líka alla tíð síðan. Seinna meir, eftir að móðir mín lést, má segja að Ingi- björg hafi ekki bara orðið tengda- mamma, heldur líka komið í móð- ur stað. Það er ekki margt fólk sem maður hittir á lífsleiðinni sem er jafn heilsteypt, heiðarlegt og óeigingjarnt og hún tengda- mamma var. Að ekki sé minnst á atorkuna og vinnusemina. Nú þegar komið er að leiðarlok- um, þá vil ég með þessum fátæk- legu setningum votta Ingibjörgu – og um leið Herberti tengdapabba – virðingu mína og þakklæti fyrir samleiðina og hjálp og stuðning í gegnum árin. Þeirra virðing verður lengi í heiðri höfð. Sturla Stefánsson. Þegar ástvinur deyr lifa eftir dýrmætar og mikilvægar minn- ingar. Ég á góðar og skemmtileg- ar minningar um Ingibjörgu tengdamóður mína. Hún var jafn- lynd, glöð og skemmtileg og átti ótal sögur að segja frá á góðum stundum. Þá var oft mikið hlegið svo að tárin runnu. Það gat líka gustað af henni ef svo bar undir, það var engin lognmolla í kring um hana. Hún var hreinskiptin, hafði ákveðnar skoðanir á mönn- um og málefnum og lúrði ekki á þeim. Öllum vildi hún gott gera og þau voru mörg skiptin sem hún hjálpaði öðrum með góðum ráðum þessa heims og annars. Þannig leitaði hún til miðla og huglækna vegna systur minnar og fjölskyldu hennar á erfiðum tímum. Hún var viss í trú sinni á framhaldslíf og var í sambandi við marga sem sjá meira en flest okkar. Ingibjörg var sannkölluð ættmóðir, límið sem hefur haldið fjölskyldunni saman. Hún var hraust lengst af, en síðustu ár hefur hún verið rúm- föst og þótt það hafi verið erfitt fyrir hana oft á tíðum þá missti hún aldrei skopskynið og glettn- ina. Henni fannst gaman að hlusta á Elvis Presley og horfa á box, það segir e.t.v. margt um það hversu ung í anda hún var. Ingibjörg var mér góð tengdamóðir og sakna ég vinar í stað. Yfir syngjandi sefinu svífur fífan drifahvít eins og drottning himnanna umkringd englum. (Þorsteinn Valdimarsson) Með þessu litla ljóði kveð ég Ingibjörgu tengdamóður mína með þakklæti og bið henni bless- unar á öðru tilverustigi. Margrét Árnadóttir (Mansý). Elsku tengdamamma. Tengdamóðir mín, Ingibjörg Gunnarsdóttir, lést að Sóltúni í Reykjavík þann 30. ágúst sl. 90 ára að aldri. Hún dvaldi að Sóltúni um tveggja ára skeið, þar sem hún naut góðrar umönnunar starfs- fólks. Leiðir okkar Ingibjargar lágu fyrst saman er ég kynntist Hönnu, dóttur hennar en þá bjuggu Ingi- björg og eiginmaður hennar Her- bert heima á Freyjugötu 4 í Reykjavík. Hanna er elst barna Ingibjargar og Herberts en yngri eru Herdís og Gunnar. Samskipti mín við þessa fjölskyldu hafa stað- ið óslitið yfir í rúm 45 ár og hef ég átt margar góðar stundir með fjöl- skyldunni, sem ég minnist með gleði og mikilli hlýju. Herbert og Ingibjörg voru af- skaplega gestrisin hjón og iðulega þegar sveitungar þeirra hjóna komu til höfuðborgarinnar ýmist í heimsókn eða til lækninga dvöldu þeir um lengri eða skemmri tíma á Freyjugötu 4. Auk þess var gest- kvæmt á Freyjugötunni flesta daga. Ingibjörg tók vel á móti gestum, var góður hlustandi og hlúði að þeim sem áttu í erfiðleik- um. Ingibjörg var alltaf hún sjálf, glaðlynd og trygg og gott að vera í návist hennar. Aldrei vorkenndi hún sjálfri sér og umhyggja henn- ar fyrir öðrum allsráðandi. Um helgar og á hátíðisdögum var svo fjölskyldan oft saman komin á heimili þeirra hjóna og mikið fjör og alltaf góður og næg- ur matur. Síðar þegar barnabörn- in komu til sögunnar var hið sama uppi á teningnum. Hlýja, um- hyggja og tími til að sinna öllum. Ingibjörg hafði frá mörgu að segja, sagði mjög skemmtilega frá og var lifandi í frásögnum sínum. Ég hafði alltaf jafn gaman af því að heyra sögurnar hennar Ingi- bjargar en hún fæddist og ólst upp á Svínavatni í A-Húnavatnssýslu en þá var enn torfbær á Svína- vatni. Ég man eftir skemmtileg- um sögum af samferðafólki henn- ar og Herberts og standa margar persónur úr frásögnum þeirra mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um þótt ég hafi aldrei hitt fólkið. Ingibjörg gat einnig sagt frá dýr- unum í sveitinni og greinilegt að hestar og hundar voru í miklu uppáhaldi hjá henni. Ingibjörg átti stóran fallegan reiðskjóta sem hét Þytur. Hesturinn átti það til að ná í húfu Ingibjargar og lét hann hana elta sig um allt tún. Við Ingibjörg unnum saman hjá Osta- og smjörsölunni um ára- tuga skeið þar til hún hætti störf- um 70 ára að aldri og reyndist hún frábær starfskraftur. Við Ingi- björg vorum oft samferða til vinnu á morgnana og ræddum við þá ýmislegt á leiðinni. Það var gaman að ræða við tengdamömmu um menn og málefni þar sem við nálg- uðumst málefnin út frá ólíku sjón- arhorni enda lífsreynsla okkar ekki hin sama. Ingibjörg og Herbert höfðu gaman af því að ferðast og komu í heimsókn til okkar Hönnu meðan við bjuggum í Georgíu í Banda- ríkjunum. Ferðin sem við fórum saman í til Flórída var sérstaklega eftirminnileg. Tengdaforeldrum mínum fannst stórkostlegt að koma í Disney World en dvölin í St. Augustin var þó hápunktur ferðarinnar að þeirra mati. Saga Spánverja, indíána og Bandaríkja- manna fléttaðist þarna saman og sólarlagið ógleymanlegt í fegurð sinni. Ingibjörg og Herbert voru bæði félagslynd og stunduðu gömlu dansana þegar börnin voru komin á fullorðinsár og harmon- ikkutónlistin var í miklu uppáhaldi hjá þeim hjónum. Ingibjörg og Herbert fluttu í Ofanleiti 17 í Reykjavík árið 1991 en Herbert hafði áður veikst al- varlega. Hér komu bestu eigin- leikar Ingibjargar fram. Traust sem klettur gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til að tengda- pabbi gæti búið heima sem lengst. Ég mun alltaf hugsa með hlý- hug og þakklæti til Ingibjargar, sem vildi allt fyrir mig gera og minningin um hana mun geymast. Blessuð sé minning Ingibjarg- ar Gunnarsdóttur. Þorsteinn Karlsson. Nú er hún elsku amma okkar farin. Hún mun þó alltaf lifa áfram í minningum okkar sem yndisleg amma. Hún var glaðleg og létt- lynd og átti margar bráðskemmti- legar sögur sem hún var ófeimin við að deila með öllum sem lögðu leið sína inn á heimilið. Þá kemur fyrst í hugann þegar hún tók sig til og kjaftaði sig inn í húsmæðra- skólann á Blönduósi, ung að árum. Það var ávallt tekið vel á móti manni á hlýlegu heimili þeirra afa og ömmu og oftar en ekki læddist unaðslegur ilmur af nýsteiktum ástarpungum úr eldhúsinu. Mað- ur fór sko aldrei svangur frá ömmu. Með polka á fóninum og gleðiglampa í augum leyndi sér ekki hversu gaman ömmu þótti að fá okkur grislingana í heimsókn. En þótt stutt væri í fallega brosið hennar var líka alltaf hægt að leita huggunar í hlýjum faðmi ömmu. Hún var okkur stoð og stytta þeg- ar við áttum erfitt. Á stundum sem þessum sækja að manni ótal minningar. Þegar pabbi var að spila á nikkuna hans afa í stofunni, Steini í trylltum dansi á stofugólfinu og Inga skellihló á meðan mamma tók her- legheitin upp. Á meðan stóð amma við eldavélina og hristi hausinn yf- ir allri vitleysunni og þverneitaði að láta taka mynd af sér. Við söknum ömmu meira en orð fá lýst. Við erum þakklát fyrir að hafa átt hana að og hún verður alltaf hjá okkur. Ingibjörg og Þorsteinn Gauti Gunnarsbörn. Elsku amma, Þvílík gæfa að hafa fengið að kynnast þér. Fyrir mig að alast upp með slíka kvenfyrirmynd sem þig hefur verið mér ómetanlegt, þar sem þú varst með eindæmum bæði orkumikil og ósérhlífin kona. Ég mun aldrei gleyma kvöld- unum í Ofanleiti þar sem við sát- um og spjölluðum um allt milli himins og jarðar og þótt svo það væru 58 ár á milli okkar var alltaf eins og ég væri að tala við vinkonu mína. Þú varst lifandi persónu- leiki, ung í anda og fjörug sál. Ég held að það hafi ekki verið margar ömmur eins og þú sem vöktu með barnabörnunum fram eftir nóttu til þess að horfa á beinar útsend- ingar frá úrslitaleikjunum í NBA körfuboltanum eða box með Bubba. Mikið varstu skemmtileg amma. Þú varst alltaf til í að hjálpa mér og þau voru ófá skiptin sem þú komst fyrir skólaböllin og þrengdir eða víkkaðir pils og bux- ur af mér, allt eftir því hvernig vaxtarlagið var hverju sinni. Takk fyrir allt, redhead, og við sjáumst hressar hinum megin. Þín Sunna. Elsku amma. Samband okkar hefur alltaf verið náið en því miður gátum við ekki hist eins oft í seinni tíð og ég hefði óskað mér þar sem ég bjó erlendis. Við höfðum þó oft samband símleiðis og einnig hitt- umst við er ég kom í heimsókn til Íslands. Ég er hins vegar fullviss um að við höfum alltaf vitað hvaða hug við bárum hvor til annarrar. Ég man sérstaklega eftir þeim stundum þegar þú kenndir mér að baka jólasmákökur og þeim dýr- mæta tíma sem við eyddum sam- an á meðan ég fékk hádegishlé þegar ég stundaði nám við Versl- unarskóla Íslands og ég skottaðist til þín í mat. Þú varst alltaf tilbúin með alvöru íslenskan mat eins og seytt rúgbrauð og kindakæfu svo ekki sé minnst á fiskibollurnar sem þú lagaðir. Þér var alltaf um- hugað um að ég færi frá þér vel södd og að sjálfsögðu bauðstu upp á heitt kakó lagað úr ekta súkku- laði. Við áttum svo mörg skemmti- leg samtöl og þú gafst mér góð ráð og léttir á áhyggjum mínum með gríni og yndislegum hlátrasköll- um. Amma mín, ég er hreykin af því að vera afkomandi þinn og hafa kynnst þér því þú varst svo sterk, sjálfstæð og skemmtileg kona. Þú mættir lífinu óhrædd og barst höf- uðið hátt og það vil ég taka mér til fyrirmyndar. Gler glatast og týnist, gullið í súginn fer. Stálið er málmurinn mikli, sem meistarinn valdi sér. (Davíð Stefánsson) Ég elska þig amma mín. Góða nótt. Þín Tinna. Kallið er komið. Kær vinkona er fallin frá. Ingibjörg var einstök baráttukona, hún var fórnfús kvenhetja. Hún var mörgum kost- um búin, var skemmtileg, fróð og dugleg að finna hæfileika annarra og miðla þeim áfram til næstu kynslóðar. Hún mátti ekkert aumt sjá, alltaf boðin og búin að rétta öllum hjálparhönd. Ingibjörgu og Herberti kynnt- ist ég þegar við Heddý, dóttir þeirra, urðum vinkonur 10 ára gamlar. Okkar fjölskyldur hafa átt samleið í gegnum áranna rás. Þótt Heddý og fjölskylda hafi búið er- lendis sl. 36 ár héldum við Ingi- björg alltaf sambandi og áttum ótaldar samverustundir og vil ég þakka fyrir það. Við Óskar vottum börnum hennar, tengdabörnum og barna- börnum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Sigþrúður Stefánsdóttir. Ingibjörg Gunnarsdóttir Við vorum ungir og ákafir. Sagðir sókn- djarfir og bráðefnilegir handboltamenn í Valsliðinu á sjö- unda áratug síðustu aldar. En það vantaði alltaf herslumuninn til að hampa bikurum. Aðallega þurfti að styrkja varnarleikinn þannig að sá árangur næðist, sem að var stefnt. Þá kom Reynir Ólafsson til sögunnar og tók við þjálfun Valsl- iðsins ásamt Þórarni Eyþórssyni, er þjálfað hafði marga okkar allt frá yngri flokkum. Reynir var ein- mitt sú viðbót í hópinn er til þurfti. Hinn gamalreyndi „nagli“ úr gull- aldarliði KR kunni sannarlega tök- in á þessum mannskap og gat brýnt okkur til dáða. Hann var sjálfur fastur fyrir á leikvelli. Frægur fyrir sín föstu undirskot, þar sem skothöndin fylgdi vel á eftir svo að andstæð- ingarnir sem voguðu sér á móti honum kenndu oftar en ekki eymsla í síðunni þegar Reynir lét skotin ríða af. Hann var jafn ákveðinn sem þjálfari og vildi hafa aga á hlutunum. Hann las líka vel leik andstæðinganna og nýtti sér það við innáskiptingar og leik- skipulag liðsins. Fljótlega eftir að Reynir Ólafsson ✝ Reynir Ólafssonfæddist í Reykja- vík 6. mars 1934. Hann lést á Droplaug- arstöðum 19. ágúst 2011. Útför Reynis fór fram frá Dómkirkjunni 5. september 2011. Reynir tók við þjálf- un Valsliðsins fékk það á sig hið annál- aða nafn „Mulnings- vélin“, sem flestir handboltaunnendur kannast við frá fyrri tíð. Það var því ekki að furða þótt gár- ungarnir gæfu hon- um viðurnefnið „Patton“ eftir fræg- um hershöfðingja. Þrátt fyrir hörkuna, agann og ákveðnina mátti greina að undir hrjúfu yfirborði leyndist ljúfur maður. Hrókur alls fagnaðar á góðri stund og kímnigáfan var sannarlega til staðar. Hann var jafnvel talsverður „prakkari“ ef horft er til stríðni hans og uppá- tækja. Reynir varð sannarlega góður félagi okkar næstu árin og áratugina. Honum var alltaf hlýtt til Vals þótt fyrst og fremst væri hann KR-ingur. Ætla má að hann hafi alltaf verið stoltur af þeim ár- angri, sem hann náði með Muln- ingsvélina. Með hann við stjórn- völinn unnust margir sætir sigrar. Bikar- og Íslandsmeistaratitlarnir langþráðu fóru loks að líta dagsins ljós eftir komu hans. Við í Mulningsvélinni minnumst Reynis Ólafssonar með söknuði, þakklæti og virðingu. Þar er góður drengur genginn. Við vottum hans nánustu innilega samúð okkar við fráfall hans. Reynir Ólafsson hvíli í friði. Fyrir hönd Mulningsvélarinnar Jón H. Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.