Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 Crazy, Stupid, Love fellur íflokk svonefndra „feel-good“-mynda, þ.e. myndasem stuðla að aukinni vel- líðan áhorfenda. Gott dæmi um vel heppnaða mynd úr þeim flokki er Love Actually: grín, rómantík og krúttlegheit í góðu blandi og Crazy, Stupid, Love er sæmilega heppnuð feelgood-ræma, þó hún sé ekki gallalaus. Myndin hefst með góðu gríni með dramatísku ívafi. Hjónin Cal og Emily Weaver sitja á veitingastað og eru að skoða eftirréttamatseð- ilinn. „Ég veit ekki hvað mig langar í,“ segir eiginkonan full valkvíða. Cal stingur upp á því að þau velji eitt- hvað og segi svo samstundis hvað þau langi í. „Ég vil skilnað,“ segir Emily en Cal segir: „Crème brûlée“. Hann tekur því að vonum illa að eig- inkonan vilji skilja við hann en henni verður ekki haggað. Hún segist hafa sængað hjá samstarfsmanni sínum, David Lindhagen, en sá er leikinn af léttfetanum Kevin Bacon. Cal flytur inn í litla íbúð og fer að sækja fag- urhannaðan bar sem jafnan er sneisafullur af fögru kvenfólki. Sama bar sækir súkkulaðisætur og ómótstæðilegur kvennabósi, Jacob. Eftir að hafa fylgst með Cal drekkja sorgum sínum við barinn kvöld eftir kvöld og bölva hjónadjöflinum David Lindhagen svo allir heyri til, sér Ja- cob aumur á honum og býðst til að aðstoða hann við að endurheimta karlmennskuna og sjálfstraustið. Við tekur bráðskemmtilegur kafli með Gosling og Carrell þar sem hinn púkalegi og niðurbrotni Cal er tekinn í harða kvennabósaþjálfun og útlitslega yfirhalningu. „Húðin und- ir augunum á þér er farin að líkjast pungnum á Hugh Hefner,“ segir Ja- cob við Cal og Cal er alveg sammála því. Að lokinni þjálfun verður Cal bósi góður en hann elskar ennþá eiginkonuna og vill helst af öllu vinna ástir hennar aftur. Inn í þessa sögu fléttast svo aðrar ástarsögur, 13 ára sonur Cal og Emily er ást- fanginn af barnapíunni sinni en hún er ástfangin af pabba hans. Jacob kynnist draumadísinni Hönnu og lætur af bósalíferninu. Undir lok myndar er svo afhjúpuð skemmtileg og óvænt flækja með kostulegu upp- gjöri. Já, myndin er fínasta afþreying og leikarar skila sínu vel enda góður hópur. Gosling er sem sniðinn í hlut- verk bósans sem reynist ekki með öllu tilfinningalaus þó að hann sé sólbrúnn og tálgaður. „Það er eins og þú hafir verið Photoshop-aður!“ segir draumadísin Hanna þegar hann fer úr að ofan og sýnir brúnku- borið þvottabrettið. Carrell er einn skemmtilegasti gamanleikari Holly- wood en einnig fínn þegar kemur að því að túlka miðaldra menn í krísu. Moore brynnir músum af fag- mennsku sem fyrr og hinn ógnar- sleipi Bacon fellur sem flís við rass í hlutverk hjónadjöfulsins. Því miður dettur myndin niður í væmni og óskaplega amerískar kvikmynda- klisjur á köflum, tilfinningaþrungn- ar einræður aðalpersóna frammi fyrir stórum hópi ókunnugra o.s.frv. og krúttisminn keyrir fram úr hófi einstaka sinnum. Það skemmir þó sem betur fer ekki fyrir heildar- upplifuninni. Vellíðan jókst í 118 mínútur, a.m.k. í tilfelli þess er hér skrifar. Notalegt. Sambíóin Crazy, Stupid, Love bbbnn Leikstjórn: Glenn Ficarra og John Re- qua. Aðalhlutverk: Steve Carrell, Ryan Gosling, Julianne Moore, Emma Stone og Kevin Bacon.118 mín. Bandaríkin, 2011. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Ræktin Jacob (Gosling) messar yfir Cal (Carrell) í búningsklefa en Cal líður heldur illa þar sem það allra heilagasta á kvennabósanum blasir við honum. Stuðlað að aukinni vellíðan Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Leikfélag Akureyrar kynnir sem stendur kom- andi leikár og hófst kortasalan í gær. Bæklingi LA hefur verið dreift um allt Norður- og Aust- urland og var síðan dreift á höfuðborgarsvæð- inu í gær. Leikárið leggst vel í leikhússtjórann, Maríu Sigurðardóttur. Leikfélagið frumsýnir þrjár eigin uppfærslur en ennfremur er lögð áhersla á að bjóða upp á fjölda ólíkra gestasýn- inga, bæði frá atvinnuleikhúsum og hópum ungra atvinnuleikara. Öðruvísi gamanleikur María leikstýrir sjálf verkinu Svarta kó- medían eftir Peter Shaffer. Hún lýsir því sem „öðruvísi gamanleik“. „Leikritið gerist í Lond- on og er skrifað árið 1965 og ég læt leikritið gerast þá. Það er gaman að vera í leikmynd og búningum frá þessum tíma,“ segir hún en æf- ingar eru hafnar á verkinu, sem verður frum- sýnt 14. október. „Ungur, fátækur listamaður og unnusta hans fá ríkulega antíkhúsmuni að láni án leyfis til að ganga í augun á föður hennar, uppskrúf- uðum og stífum ofursta, og þýskum auðkýfingi sem er væntanlegur til að skoða verk lista- mannsins unga. Fyrirvaralaust fer rafmagnið af. Eigandi húsgagnanna kemur óvænt heim, fyrrverandi ástkona mætir óboðin og heim- spekilegur rafvirki reynir að bjarga mál- unum,“ segir á vefsíðu LA, leikfelag.is. María segir að útkoman sé „sprenghægilegur glund- roði“. Hundur í óskilum á sviðið Gaman er að segja frá því að þeir félagar í tónlistartvíeykinu Hundur í óskilum ætla núna að stíga á svið í verkinu Íslenski fjárhundurinn - Saga þjóðar sem frumsýnt verður 29. októ- ber. Leikstjóri og meðhöfundur er Benedikt Erlingsson. „Þeir byggja á því sem Hundur í óskilum hefur verið að gera á tónleikum sínum. Þeir hafa ótrúlegt hugmyndaflug í sambandi við hljóðfæri og ég hef trú á því að þeir smíði ein- hver ný hljóðfæri fyrir þessa sýningu. Þeir eru svo svakalega skemmtilegir,“ segir hún en í kynningartexta er verkinu lýst sem „brjál- uðum tónlistargjörningi með sögulegu ívafi“. Félagarnir í Hundi í óskilum eru miklir sögumenn og ræða við áhorfendur á tónleikum um lífið og tilveruna. „Þá hefur alltaf dreymt að gera eitthvað meira með þetta,“ segir María, sem er ánægð með að þeir ætli að láta drauminn rætast hjá LA. Björn Jörundur fæddur sjóræningi Stærsta sýning vetrarins hjá leikfélaginu er hinsvegar Gulleyjan, nýr íslenskur fjölskyldu- söngleikur, sem er byggður er á hinni þekktu sjóræningjasögu Gulleyjunni eftir Robert Lo- uis Stevenson. Sigurður Sigurjónsson leikstýrir og er jafn- framt höfundur leikgerðar ásamt Karli Ágústi Úlfssyni. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson semur tónlistina og leikur Björn Jörundur Frið- björnsson aðalhlutverkið. Gulleyjan er sam- starfsverkefni LA og Borgarleikhússins og verður sýningin frumsýnd 20. janúar. „Björn Jörundur er alveg fæddur í þetta. Við reiknum með að allir Akureyringar verði með lepp fyrir auganu og sjóræningjaklút í janúar. Stefnan er að gera Akureyri að alvöru sjóræningjabæ,“ segir María en sýningin er fyrir alla fjölskylduna. „Þetta er fyndinn söngleikur og lögin eru salsatónlist, sjómannalög og allt þar á milli,“ segir hún. „Þetta er ævintýraleg sýning fyrir alla fjöl- skylduna, full af galdri, gulli, græðgi, bardög- um, blekkingum, talandi páfagaukum, kostu- legum persónum og eldfjörugri tónlist,“ segir ennfremur í kynningu. Tilraunir í gestasýningum Gestasýningarnar eru fjölbreyttar eins og áður segir en ein þeirra er Súldarsker. „Mér fannst þetta svo spennandi verk. Þarna er ungur höfundur að stíga sín fyrstu skref. Sýn- ingin fékk fantagóða dóma. Frjálsu leikhóp- arnir eru að gera svo spennandi hluti. Þar eru heilmiklar tilraunir í gangi. Við erum að reyna að bjóða upp á mikla fjölbreytni í þessum gestasýningum,“ segir hún en á meðal annarra gestasýninga í vetur eru Nýdönsk í nánd, Af- inn, Fjalla-Eyvindur og Gyllti drekinn, ný sýn- ing frá Borgarleikhúsinu. Sjóræningjar ganga á land  Nýr íslenskur sjóræningjasöngleikur settur upp hjá Leikfélagi Akureyrar í byrjun næsta árs  Líka verður settur á svið tónlistargjörningur með sögulegu ívafi og kolsvört kómedía Leikfélag Akureyrar ætlar að leggja áherslu á börnin og fjölskyldur þeirra í vetur, bæði með leiksýningum og ýmiss konar starfi. LA mun standa fyrir Æv- intýramorgnum í leikhúsinu í vetur, Leik- listarskóli LA verður starfræktur fjórða veturinn í röð og ennfremur verður leik- félagið í samvinnu við Akureyrarkirkju í unglingastarfi. María segir að leiklistarskólinn sé hvetj- andi fyrir krakkana og ýti undir leik- húsmenningu í bænum en skólinn er fyrir börn og unglinga á aldrinum 9-15 ára. Hún segir starfið vera gefandi, bæði fyrir nem- endur og kennara. „Sum eru til dæmis feimin og þora ekki mikið að tjá sig. Það er hægt að hjálpa þeim mikið með leiklist- aræfingunum og oft finna þau alveg nýjar hliðar á sjálfum sér í skólanum,“ segir María og bætir því við að það sé gaman að fylgjast þessu þroskandi starfi. Ennfremur koma leikskólar reglulega í heimsókn í leikhúsið, auk þess sem boðið verður upp á svokallaða Ævintýramorgna á laugardögum fyrir 3-8 ára. „Foreldrarnir eru í pössun hérna uppi og fá kaffibolla meðan við förum með börnin í allskonar leiki,“ segir María en boðið var upp á Ævintýramorgna síðasta haust við miklar vinsældir. Áhersla á börn og fjölskyldur NÁMSKEIÐ OG ÆVINTÝRAMORGNAR Sjóræningjasöngleikur Siggi Sigurjóns leikstýrir nýjum íslenskum fjölskyldusöngleik, gerð- um eftir sögu Roberts Louis Stevensons um Gulleyjuna. Björn Jörundur er í aðalhlutverki og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sér um tónlistina. Verkið verður frumsýnt 20. janúar á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.