Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 ✝ Elín BirnaÁrnadóttir fæddist 23. júlí árið 1956. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 1. september 2011. Foreldrar hennar voru Rebekka Ólafsdóttir, f. 7.10. 1937, d. 31.1. 2004, og Árni Gunn- arsson, f. 17.7. 1929, d. 5.4. 2009. Stjúpfaðir er Valdi- mar Sveinsson, f. 19.10. 1941. Elín Birna fæddist á Laugateigi 26 í Reykjavík. Árni og Re- bekka skildu árið 1962 og ólst Elín Birna upp hjá föður sínum ásamt eldri bróður í Garðabæ. Hún lauk gagnfræðaprófi úr verslunardeild Gagnfræðaskóla Garðahrepps vorið 1973. Sum- arið fyrir útskrift fór hún til Danmerkur og vann þar á hóteli við ýmis þjónustustörf. Elín Birna flutti svo í Hafn- arfjörð þar sem hún kynntist manni sínum, Óm- ari Valgeirssyni, f. 8.12. 1957. Elín Birna og Ómar giftu sig árið 1977 og eignuðust þau tvö börn. Þau eru Valgeir Árni Óm- arsson, f. 20.10. 1976, og Aníta Ómarsdóttir, f. 12.4. 1979. Maki hennar er Örn- ólfur Elfar. Barnabörnin eru þau Bjarki Dagur Anítuson, f. 26.1. 1998, Ómar Örn Elfar, f. 8.4. 2004, og Kristel Birna Elf- ar, f. 16.12. 2010. Elín Birna vann hin ýmsu störf við verslun og þjónustu en lengst starfaði hún sem dag- móðir í Hafnarfirði þar sem hún bjó. Útför Elínar Birnu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 13. september 2011, kl. 13. Elsku mamma, mér þykir svo vænt um þig. Ég er ekki búinn að ná því að þú sért farin. Já, lífið getur verið ósann- gjarnt. Við verðum bara að muna allt það góða og varðveita það. Ég var svo glaður þegar þú varst valin listamaður Garða- bæjar sumarið 2006 og varst að mála á Króki. Þú varst svo stolt og máttir alveg vera það. Það var yndislegt að sjá hvernig þú blómstraðir í listinni og ekki vant- ar verkin því til sönnunar. Góða nótt, mamma mín, og guð geymi þig. Ég elska þig, þinn, Valgeir. Elsku mamma mín, hvernig er hægt að skrifa svona grein? Ég er búin að setjast oft niður og ætla að byrja en bara get það ekki, veit ekki hvar ég á að byrja og get ekki fundið réttu orðin. Hugurinn er á fleygiferð og tárin flækjast fyrir mér. Ég býst alltaf við að heyra röddina þína eða sjá þig úti í skúr að vesenast eitthvað, eða með rassinn upp í loftið upp úr ein- hverju blómabeði að grúska í moldinni. En nei, það er bara draumur og tómleikinn einn blasir við. Það er svo margt sem við átt- um eftir að gera saman. Það væri ekki hægt að óska sér betri, fal- legri, yndislegri, duglegri, hlýrri eða ástríkari móður. Ég var svo heppin að vera þín. Alltaf varstu til staðar til að hugga mig, hvetja mig áfram og samgleðjast mér í öllu. Alltaf að gefa af þér og gerðir engar kröfur um neitt í staðinn. Hver á nú að búa um sárin þegar Bjarki og Ómar meiða sig? Það var alltaf „förum bara til ömmu, hún getur lagað þetta“. Nú verður mamma bara að duga. Börnin mín voru svo lánsöm að eiga þig sem ömmu. Ef það var eitthvað sem mamma ekki gat, þá gat amma það sko örugglega. Já, þú varst stórmenni í augum okkar og það er gríðarlega stórt gat í hjörtum okkar. Ég hélt alltaf að þú yrðir kraftaverkið og myndir sigra sjúkdóminn, svo sterk varst þú. En þú varst svo miklu veikari en ég gat ímyndað mér og að lok- um gastu ekki meir. En maður er aldrei tilbúinn og vill alltaf meira. Ég vildi meira, meiri tíma með þér og fleiri knús. Þú áttir alltaf nóg af knúsum fyrir alla. Okkur í fjöl- skyldunni og dýrin þín öll sem biðu í röð á kvöldin eftir knúsi og klappi frá þér. Þau skilja ekki af hverju þú kemur ekki heim og ráfa um húsið og garðinn að leita að mömmu sinni. Við söknum þín öll svo mikið. Þú varst algert nátt- úrubarn og það sást á öllum lista- verkunum þínum. Náttúrumyndir og dýramyndir á öllum veggjum. Allt sem þú snertir varð að lista- verki, trédrumbar breyttust í jóla- sveina, steinar breyttust í persón- ur, kerti breyttust í listaverk, orð breyttust í ljóð og striginn breytt- ist í ævintýraheim. Vonandi ert þú núna í einum af þessum ævintýra- heimum að knúsa mömmu þína. Orkan í þér og krafturinn var svo mikill að mér fannst ég oft bara löt við hliðina á þér. Þú dreifst mig áfram og sýndir mér að það er ekkert verk of stórt ef maður byrjar bara á byrjuninni. Nú verð ég að reyna að gera það, byrja á byrjuninni í sorg minni. Elsku besta mamma mín, það er með söknuði sem ég kveð þig og þakklæti fyrir að hafa átt þig. Viltu passa pabba því hann þarf á því að halda núna. Ef ég loka aug- unum þá sé ég þig fyrir mér með vængi að fljúga með fuglunum með vindinn í hárinu og bros á vör. Ég vona að þér líði betur núna, mamma mín, og þú verður alltaf í hjörtum okkar. Góða nótt og dreymi þig vel. Ég elska þig, mamma mín. Þín Aníta. Elsku besta Elín Birna mín. Þú fallin ert nú frá. Ég man þegar við kynntumst fyrir tíu árum. Þá var ég alltaf að hitta hana Anítu þína um vorið 2001. Mig minnir að ég hafi komið til ykkar Ómars stuttu eftir að við Aníta horfðum á fyrstu bíómyndina saman. Ég kom með myndina Meet the parents, sem var frekar fyndið því að ég hitti ykkur sama kvöld. Þetta sumar og það næsta og næsta fórum við mikið í bústaðinn ykkar í Miðdal. Ég sá það strax hvað þú varst mikill listamaður og allt sem þú vissir um dýrin og nöfn á fuglum. Við ferðuðumst mikið saman og vorum nánast alltaf saman öll fjöl- skyldan. Þú gafst svo mikið af þér og varst svo sterk kona. Ég nefndi þig „Elínu Ofurljón“ í símanum mínum, því það var ekkert sem stöðvaði þig í þinni sköpun. Mér fannst svo gott að tala við þig um allt og alla og sá að við áttum góða samleið. Takk fyrir að hleypa mér inn í fjölskylduna þína og hjarta þitt. Megi Guðs englar taka á móti þér með opnum örmum. Ég sakna þín og mun alltaf gera. Bið að heilsa pabba og Ívani, knúsaðu þá frá mér. Hitt ljónið á heimilinu kveður þig með þökk. Þinn Örnólfur. Elsku systir, vinur okkar. Komið er að kveðjustund, fallegu augun þín lokuð. Ekki fleiri kossar og knús, sem voru þitt aðalsmerki. Vinátta og hlýja þín var engri lík. Takk fyrir allt sem þú varst og gafst af þér. Alltaf með frjóa hugs- un og skapandi hendur. Tókst á móti veikindum þínum með hetju- skap og stilli. Átt stóran sess í huga okkar, margar góðar minn- ingar munu verma um ókomna tíð. Með söknuði og þakklæti til þín kveðjum við þinn sterka karakter, þinn góða húmor og þína fallegu sál. Er það svo lítið að hafa notið sólarljóssins, að hafa gengið í birtunni á vorin, að hafa elskað, að hafa hugsað, að hafa framkvæmt. (Matthew Arnold, 1822-1888) Elskulega fjölskylda Ómar, Valli, Aníta, Öddi, Bjarki Dagur , Ómar Örn og Kristel Birna. Það er erfitt að sjá á eftir þeim sem maður elskar. Einlæg samúð. Blessuð sé minning Elínar. Hildur og Eiður. Elín Birna og Gunnar Þór bróð- ir hennar voru jafnaldrar okkar og dvöldu oft í húsi afa og ömmu þar sem við bjuggum. Það var oft glatt á hjalla á Grundarstígnum þegar við frænd- systkinin komum saman. Þar var nóg pláss til að athafna sig fyrir uppátektarsama krakka og iðu- lega hægt að æsa afa upp í eitt- hvað sprell. Fjölskyldan var mikið saman, það var spilað, farið í leiki og við tókum þátt heimilisstörfum eins og sláturgerð, bakstri á flat- kökum, kleinum og laufabrauði, fórum í berjaferðir, og lærðum að rækta grænmeti. Við uxum úr grasi og urðum unglingar og lífið blasti við okkur í allri sinni dýrð. Við gerðum fram- tíðarplön og veltum því fyrir okkur hvernig líf okkar yrði árið 2000. Ótrúlega fyndið var að ímynda sér að þá yrðum við líklega öll búin að eignast okkar eigin fjölskyldur og orðin ráðsettir einstaklingar. Elín kynntist Ómari sem reynd- ist henni einstaklega góður eigin- maður og eignaðist með honum Valgeir og Anítu. Hún hélt uppi fjölskylduhefðum, sultaði og bak- aði og alltaf var hlaðið borð af kræsingum sama hvenær komið var í heimsókn til hennar. Hún var sérlega dugleg og lagði metnað sinn í að halda vel utan um heimili sitt og fjölskyldu, sífellt að mála og föndra, prjóna, skrifa, smíða, gróð- ursetja og hvaðeina. Börnum sín- um var hún ástkær móðir og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að gera þeim lífið sem ánægjulegast. Hún eignaðist líka þrjú barnabörn sem hún elskaði og dekraði við. El- ín var mikill dýravinur og átti mörg gæludýr. Eitt sinn fór hún með læðu í ófrjósemisaðgerð því helst til margir kettir voru orðnir heimilisfastir hjá henni. Heim kom hún með ófrjóa læðuna og aðra til viðbótar ásamt nokkrum kettlingum sem dýralæknirinn hafði verið beðinn um að lóga. Hún gat ekki hugsað til þess að blessuðum dýrunum yrði fargað. Elín var alltaf jákvæð og hress þrátt fyrir mótlæti og gerði lítið úr erfiðleikum. Nú er lífi hennar lok- ið allt of fljótt. Við frændsystkinin höfðum reiknað með að verða hundrað ára og ætluðum að skemmta okkur í ellinni. Það er erfitt að sjá framtíðina fyrir. Við sendum Ómari, Valgeiri, Anítu og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur. Gunnhildur og Pétur. Elsku Elín Birna er látin eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúk- dóm. Ég kynntist Elínu fyrir 18 ár- um þegar við Aníta dóttir hennar urðum bestu vinkonur. Elín og Ómar tóku mér strax opnum örmum og segja má að ég hafi verið svo heppin að eignast aðra foreldra. Elín var einstök kona sem átti engan sinn líka. Glæsileg, glað- lynd, höfðingi heim að sækja og einstaklega hjartahlý. Margar spurningar vakna þeg- ar kona á besta aldri, dáð eigin- kona, einstök móðir og síðast en ekki síst yndisleg amma kveður langt um aldur fram. Maður skilur ekki hvers vegna. Minningarnar hellast yfir og ég á fullt af minningum sem tengjast Elínu, allar góðar. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni og ég mun varðveita minningarnar um hana í hjarta mínu alla ævi. Elsku Ómar, Valli, Aníta, Öddi, Bjarki Dagur, Ómar Örn og Krist- el Birna, missir ykkar er mestur og bið ég góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Edda Sól. Elín Birna Árnadóttir Elsku Maggi okkar Við kveðjum þig með söknuð í hjarta. Það var búin að vera margra mánaða tilhlökkun að fara út nú í ágúst til að hitta þig, Dorothy, John, Jacob og Magn- ús, þið ætluðuð að koma til Or- lando og dvelja hjá okkur fjöl- skyldunni í sumarfríi en nokkrum dögum áður fórst þú á annan endanlegri stað. Við minnumst þín með stolti sem frábærs ungs manns sem lét draum sinn verða að veruleika. Magnús Róbert Ríkarðsson Owen ✝ Magnús RóbertRíkarðsson Owen fæddist 17. nóvember 1970. Hann lést í Fort Lau- derdale 31. júlí 2011. Minningarathöfn um Magnús fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 12. ágúst 2011 og á sama tíma fór jarð- arför hans fram í Bandaríkjunum. Þú varst mjög stoltur af starfi þínu og fjöl- skylda þín var þér allt. Það var alltaf gott að heyra björtu, hlýju og glettnu röddina þína, hvort sem var í síma eða þegar þú komst heim til Ís- lands. Þú hafðir svo góða nærveru og varst okkur svo mikils virði, elsku drengur- inn okkar. Takk fyrir hjartað sem þú sendir okkur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Pabbi og mamma Alda. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, SIGRÍÐUR LÖVE bókasafnsfræðingur, Suðurlandsbraut 58, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn 10. september. Jarðsungið verður frá Áskirkju mánudaginn 19. september kl. 15.00. Blóm eru afþökkuð, en þeim sem minnast vilja hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Jón Steingrímsson, Steingrímur Jónsson, Guðrún Olga Einarsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Júlíus Lennart Friðjónsson, Vigdís Löve Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HELGA ÞÓRA JAKOBSDÓTTIR, Drekavöllum 18, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. september. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 15. september kl. 15.00. Aðstandendur þakka starfsmönnum Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaklega kærleiksríka umönnun. Böðvar Guðmundsson, Guðmundur Böðvarsson, Jakob Már Böðvarsson, Gísli Ölvir Böðvarsson, Þóra Sigurjónsdóttir, Hlíf Böðvarsdóttir, Kristmann Rúnar Larsson og barnabörn. ✝ Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGI ÞÓR INGIMARSSON fyrrv. bóndi Neðri-Dálksstöðum, lést á Kristnesspítala föstudaginn 9. september. Útförin fer fram frá Svalbarðsstrandarkirkju laugardaginn 17. september kl. 14.00. Sigurlaug Jónasdóttir, Björn Ingason, Helga Harðardóttir, Inga María Ingadóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Ómar Ingason, Anna Petra Hermannsdóttir, Hanna Dóra Ingadóttir, Hulda Hrönn Ingadóttir, Pétur Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JÓN SIGURGEIRSSON, Árteigi, Þingeyjarsveit, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 9. september. Útför hans fer fram frá Þóroddsstaðarkirkju laugardaginn 17. september kl. 14.00. Kristín Jónsdóttir, Ögmundur Guðmundsson, Sigurgeir Jónsson, Kristbjörg Jónsdóttir, Haukur Þórðarson, Eiður Jónsson, Anna Harðardóttir, Arngrímur Páll Jónsson, Svanhildur Kristjánsdóttir, Karitas Jónsdóttir, Erlingur Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, GUÐNÝ ÁSTRÚN VALDIMARSDÓTTIR handavinnukennari, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að kvöldi sunnudagsins 11. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Magnús Þór Aðalsteinsson, Steinunn Brynjarsdóttir, Guðný Aðalsteinsdóttir, Bryndís Björnsdóttir, Magni S. Sigmarsson, Ásdís Björnsdóttir, Guðni Már Harðarson, Brynjar Steinn Magnússon og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.