Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 Í fyrirlestri sínum mun Robert Aliber fjalla um óstöðugleika á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum í sögulegu samhengi. Hann mun velta fyrir sér þeirri spurningu að hversu miklu leyti sveiflur í gengi gjaldmiðla og sveiflur hlutabréfaverðs og fasteignaverðs megi rekja til alþjóðlegra þátta, annars vegar, og starfsemi innlendra fjárfestinga- og viðskiptabanka hins vegar. Meðal áhugaverðra spurninga sem hann mun leitast við að svara er hvort bankahrunið hér á landi hafi fremur átt rætur að rekja til ástands alþjóðlegra fjármálamarkaðar eða eftirlitsleysis og áhættusækni innlendra aðila. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Málstofa á vegum Hagfræðideildar Hverjar eru orsakir titrings á eigna- og gjaldeyrismörkuðum? Robert Z. Aliber er fyrrverandi prófessor við Chicago háskóla Aðalbyggingu Háskóla Íslands, Hátíðasal. Fimmtudaginn 15. september kl. 12-14 Matar- og uppskeruhátíðin Full borg matar mun setja svip sinn á Reykjavík dagana 14.-18. sept- ember næstkomandi. Alls munu 28 veitingastaðir taka þátt í dag- skránni og bjóða upp á sérstaka há- tíðarmatseðla og tefla fram úrvals íslenskum hráefnum og ættu allir að geta fundið eitthvað sem hentar þeirra smekk. Rúgbrauð í forgrunni hjá Loka Sem dæmi má nefna að Café Loki mun bjóða upp á ýmsa óvenjulega rétti þar sem hið íslenska rúgbrauð verður í forgrunni og munu gestir fá tækifæri til þess að smakka ný- stárlega útgáfur á þessum hefð- bundna mat. Smakkað á fiski Fiskifélagið leggur áherslu á svo- kallaða „tasting menu“ hjá sér og þar er íslenski fiskurinn aðal- atriðið. Nauthóll verður með þriggja rétta hátíðarseðil, heklu- borra í forrétt, lambafille í aðalrétt og gómsætan eftirrétt, allt úr ís- lensku hráefni. Sunnudagsmáltíðin endurvakin Almenningur getur einnig spreytt sig á bollakökugerð eða tekið þátt í að endurvekja hefðina um sunnudagsmáltíðina þar sem stórfjölskyldan kom saman við há- degisverðarborðið, snæddi saman og ræddi um menn og málefni. Frekari upplýsingar um matar- hátíðina verður að finna í sérblaði Morgunblaðsins sem kemur út mið- vikudaginn 14. september næst- komandi. Gert klárt Kokkarnir á Lækjarbrekku fara bráðlega að gera klárt fyrir matarhátíðina en 27 veitingahús taka þátt í hátíðarhöldunum. Reykjavík verður full matar úr ís- lenskum hráefnum  28 veitingastaðir taka þátt í dagskrá VIÐTAL Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalm@mbl.is Verkfræðingurinn og kajak- ræðarinn Auður Rafnsdóttir lauk í gær því afreki að róa 120 km á tveimur dögum í Tour de Gudenå keppninni í Danmörku. Keppnin er ein sú vinsælasta á Norðurlöndum og er róið frá Skanderborg til Silkeborg á laugardeginum og frá Silkeborg til Randers á sunnudeg- inum. „Þetta er í þriðja skiptið sem ég keppi í þessari keppni en í fyrsta skiptið fór ég ein 58 km og í fyrra fór ég með vinkonu minni í það sem kallað er maraþon kvenna og er 87 km og núna í ár reri ég með vini mínum og við fórum 120 km,“ segir Auður og bætir því við að síðustu 60 km hafi hún róið með slasaða öxl. „Það tóku sig upp gömul meiðsli og ég vildi alls ekki hætta keppni og lét mig því bara hafa það og tók þetta á hörkunni. Við enduðum 9. af 14 keppendum í okkar flokki og það var ágætt miðað við slasaða öxl. Við vorum líka að etja kappi við par sem var að undirbúa sig fyrir heimsmeistarakeppnina svo ég hefði ekki of miklar væntingar um að vinna þetta.“ Aðrar aðstæður á Íslandi en í Danmörku „Ég kom í sumar og keppti heima á Íslandi í Hvammsvíkurmaraþon- inu en hætti keppni eftir 26 km. Ég var á lánsbát og þekkti ekki straumana hérna. En ég ætla að taka þátt á næsta ári og æfa mig svo ég geti klárað keppni og vonandi unnið.“ Að sögn Auðar er dýrara að stunda kajaksportið á Íslandi en í Danmörku. „Hér úti eiga klúbbarn- ir bátana og þú getur fengið þá ef þú ert félagi í einhverjum klúbb en heima á Íslandi þarf fólk að kaupa sér allan búnað, m.a. bátinn, og það fælir örugglega marga frá íþrótt- inni,“ segir Auður sem sjálf hóf að stunda hana vegna frelsisins sem er fólgið í því að geta farið einn út á bát og notið náttúrunnar. „Ég er verkfræðingur og vinn allan daginn fyrir framan tölvu og mér finnst mjög gott að geta farið út á bát eftir vinnu og njóta kyrðarinnar og nátt- úrunnar á firðinum. Þetta er líka betra en að fara bara út að hjóla og hlaupa .“ Fór síðustu 60 km slösuð í öxl  Auður Rafnsdóttir keppti í Tour de Gudenå kajakkeppninni en hún er ein sú vinsælasta á Norðurlöndum  Auður reri 120 kílómetra á tveimur dögum frá Skanderborg til Randers Róður Auður Rafnsdóttir hefur stundað kajakróður í þrjú ár og keppti á þessu ári í 120 km róðri 51 árs. Kajakróður hefur verið stund- aður á Íslandi um áratuga skeið og var Kajakklúbburinn stofn- aður 1981 eða fyrir þrjátíu árum og er aðili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Ísland er kjörinn staður fyrir kajakræðara og hafa margir þekktir ræðarar komið til landsins til að upplifa íslenskar aðstæður. Árið 2009 kom nýsjálenski kajakræðarinn Ben Brown til landsins en hann varð heillaður af íslenskri nátt- úru og lýsti landinu sem leik- velli kajakræðarans. Á hverju ári er haldinn fjöldi keppna á vegum Kajakklúbbsins og tók Auður Rafnsdóttir þátt í einni þeirra sem nefnist Hvammsvíkurmaraþon. Þá keppa sjókajakræðarar í 40 km róðri milli Geldinganess og Hvammsvíkur í Hvalfirði. Tölu- verð aukning hefur verið í íþróttinni og eru hátt í 400 manns skráð í Kajakklúbbinn sem fer ört vaxandi enda góð aðstaða og aðstæður fyrir íþróttina á Íslandi. Íslenskar að- stæður góðar KAJAKRÓÐUR Í SÓKN Auður Rafnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.