Morgunblaðið - 21.09.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011
Nú hefur Alþjóðagjaldeyrissjóð-urinn, sem forystumenn rík-
isstjórnarinnar töldu fyrir nokkr-
um vikum að hefði „útskrifað
Ísland með láði“ úr prógrammi
sínu, lækkað hagvaxtarspána fyrir
landið.
Þetta hlýtur aðkalla á að Jó-
hanna Sigurð-
ardóttir og Stein-
grímur J. Sigfússon
boði til annars
blaðamannafundar
þar sem upplýst verði að fyrri fund-
ur þeirra hafi verið grín. Bara lauf-
létt gamanleikrit í sumarlok.
Jóhanna verður líka að útskýraað skýrslan um efnahagsmálin
sem hún flutti þinginu í byrjun
september hafi verið lokaþáttur
leikritsins og beri ekki að taka al-
varlega.
Hún þarf að útskýra fyrir fólkiað hún hafi ekki meint þau
orð sín að ýmislegt bendi til að hag-
vöxturinn hafi verið vanmetinn.
Annars gætu einhverjir haldið að
þau hefðu ekki verið sögð í gríni
heldur alvöru.
Forsætisráðherra verður líka aðhalda fund til að benda lands-
mönnum á að fullyrðingar hennar
um að fyrirliggjandi verkefni auki
„svo sannarlega efnahagsumsvif og
hagvöxt næsta árs“ hafi verið liður
í samkeppni hennar við borgar-
stjórann í Reykjavík um bestu póli-
tísku kómedíuna.
Að öðrum kosti gætu landsmenntrúað því að hún trúi því að
ríkisstjórnin hafi haldið vel á efna-
hagsmálunum og að hún hafi raun-
verulega útskrifast með láði.
Og þá gæti hún lent í því að af-skrifast með háði.
Jóhanna
Sigurðardóttir
Afskrifuð með háði
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 20.9., kl. 18.00
Reykjavík 9 skýjað
Bolungarvík 8 skýjað
Akureyri 10 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 8 rigning
Vestmannaeyjar 8 skýjað
Nuuk 3 heiðskírt
Þórshöfn 11 léttskýjað
Ósló 13 skýjað
Kaupmannahöfn 15 skýjað
Stokkhólmur 15 skýjað
Helsinki 15 léttskýjað
Lúxemborg 16 skýjað
Brussel 17 skýjað
Dublin 12 skýjað
Glasgow 13 léttskýjað
London 17 skýjað
París 18 skýjað
Amsterdam 17 skýjað
Hamborg 17 léttskýjað
Berlín 17 heiðskírt
Vín 12 alskýjað
Moskva 17 heiðskírt
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 28 heiðskírt
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 26 léttskýjað
Róm 22 léttskýjað
Aþena 23 skúrir
Winnipeg 12 skúrir
Montreal 17 alskýjað
New York 17 skúrir
Chicago 18 skýjað
Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
21. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:08 19:35
ÍSAFJÖRÐUR 7:12 19:41
SIGLUFJÖRÐUR 6:54 19:24
DJÚPIVOGUR 6:37 19:05
Ágúst Ármann Þor-
láksson tónlistarmaður
lést á heimili sínu að í
Neskaupstað 19. sept-
ember sl. 61 árs að
aldri.
Ágúst fæddist á
Skorrastað í Norðfirði
23. febrúar 1950. Hann
var sonur hjónanna
Þorláks Friðrikssonar
og Jóhönnu Ármann.
Til sjö ára aldurs ólst
Ágúst upp á Eskifirði
en fluttist þá á Skorra-
stað ásamt foreldrum
sínum. Haustið 1968
settist hann síðan að í Neskaupstað.
Ágúst lauk tónmenntakennara-
prófi frá Tónlistarskólanum í Reykja-
vík 1973 og kantorsprófi frá Tónskóla
þjóðkirkjunnar árið 2004. Hann lagði
stund á framhaldsnám að prófi loknu
auk þess að sækja endurmenntun við
Tónlistarskólann í Reykjavík og Tón-
skóla þjóðkirkjunnar 1995-1996.
Kennsluferil sinn hóf Ágúst á
Akranesi og kenndi þar við Tónlistar-
skólann og Brekkuskóla 1973-1974.
Hann starfaði sem kennari við Tón-
skóla Neskaupstaðar 1974-1982 að
undanskildu skólaárinu 1977-1978 en
þá sinnti hann kennslu við Tónlistar-
skóla Njarðvíkur ásamt því að gegna
starfi organista við Njarðvíkurkirkju.
Ágúst var síðan skólastjóri Tónskóla
Neskaupstaðar 1982-2010. Organisti
Norðfjarðarkirkju og Mjóafjarðar-
kirkju var hann á árunum 1974-1977,
1980-1985 og frá 1996 til dauðadags.
Organistastarfi við Grafarvogskirkju
gegndi hann 1995-1996. Ágúst var
forstöðumaður Kirkju- og menning-
armiðstöðvar Fjarðabyggðar á Eski-
firði 2010-2011. Í haust hóf hann að
kenna á ný við Tónskóla
Neskaupstaðar.
Ágúst var áratugum
saman helsti forystu-
maður austfirsks tón-
listarlífs. Fyrir utan að
stjórna kirkjukórum
sinnti hann margvísleg-
um störfum fyrir Kór
Fjarðabyggðar og átti
mikinn þátt í að byggja
upp Snælandskórinn,
kór Kirkjukórasam-
bands Austurlands, sem
stjórnarmaður og for-
maður í Kirkjukórasam-
bandinu. Báðum þessum
kórum stjórnaði Ágúst við ýmis tæki-
færi auk þess að stjórna fjölda ann-
arra kóra. Ágúst lék í fjölda dans-
hljómsveita en hann hóf að leika fyrir
dansi árið 1964. Þá var hann einn af
stofnendum Blús-, rokk- og djass-
klúbbsins á Nesi (Brján) sem starfað
hefur í meira en tvo áratugi. Ágúst
hlaut menningarverðlaun Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi árið 2007.
Fyrir utan málefni tengd tónlistinni
tók Ágúst virkan þátt í félagsstörfum.
Hann starfaði lengi innan Íþrótta-
félagsins Þróttar og var formaður
þess um eins árs skeið. Hann sat í
stjórn Starfsmannafélags Neskaup-
staðar og gegndi þar einnig for-
mennsku um eins árs skeið. Í stjórn
Sparisjóðs Norðfjarðar sat Ágúst
1998-2010 og í félagsmálaráði Nes-
kaupstaðar í átta ár. Hann var félagi í
Lionsklúbbi Norðfjarðar og starfaði
innan Frímúrarareglunnar á Austur-
landi.
Eftirlifandi eiginkona Ágústs er
Sigrún Halldórsdóttir. Synir þeirra
eru Halldór Friðrik, Bjarni Freyr og
Þorlákur Ægir. Barnabörnin eru þrjú.
Andlát
Ágúst Ármann Þorláksson
Á síðasta fundi umhverfis- og sam-
gönguráðs Reykjavíkur var lögð
fram „ný skýrsla Ólafs K. Nielsen
og Jóhanns Óla Hilmarssonar“ eins
og segir í fundargerð. Skýrslan
fjallar um fuglalíf Tjarnarinnar árið
2010 og var gerð í desember í fyrra.
Fulltrúar sjálfstæðismanna lögðu
fram eftirfarandi bókun á fundin-
um: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
í umhverfis- og samgönguráði telja
ámælisvert hversu miklar tafir
urðu á kynningu skýrslu um alvar-
legt ástand fuglalífs á Tjörninni.
Skýrslan var tilbúin fyrir 9 mán-
uðum, en var ekki lögð fram í
ráðinu fyrr en nú um mánaðamótin
ágúst/september. Hefði ráðið viljað
bregðast við þeim ábendingum sem
fram koma í skýrslunni fyrir sum-
arið 2011, var ráðinu gert það
ómögulegt vegna þessa. Það er
mikilvægt að ráðið taki tillit til
þeirra ágætu ábendinga sem fram
koma í skýrslunni svo fuglalíf á
Tjörninni geti blómstrað á ný. Í
þeirri vinnu verður að hugsa til-
lögur að lausnum heildstætt með til
dæmis tilliti til friðlands í Vatns-
mýri til að allar aðgerðir til að
bjarga fuglalífinu séu nægilega vel
samræmdar til árangurs.“
Tafir á kynningu
skýrslu ámælisverðar
Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar tekur undir áskorun Kvenfélaga-
sambands Ísland til Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra, um að heimila sölu á heimabakstri í fjáröflunarskyni.
„Frá stofnun Slysavarnafélags Íslands árið 1928 hafa slysavarnadeildir
félagsins selt heimabakað góðgæti. Með slíkri sölu hafa þær fjármagnað
öflugar slysavarnir og greitt fyrir björgunartæki og búnað björg-
unarsveita, landsmönnum öllum til heilla. Ljóst er að heimabaksturinn er
meðal mikilvægustu fjáröflunarleiða sem slysavarnadeildir hafa yfir að
ráða í dag,“ segir m.a. í ályktun Landsbjargar.
Heimabakað góðgæti verði leyft
Aðalfundur SF
verður haldinn á Grand Hótel v/Sigtún Reykjavík
föstudaginn 23. september 2011 kl. 11:00
Skýrsla stjórnar
Arnar Sigurmundsson formaður SF
Ársreikningur SF 2010
Kosning í stjórn og kjör endurskoðanda
Ræða
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra
Eru möguleikar að ná sátt um sjávarútveginn?
Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóri
Fisk Seafood hf
Góðir - Betri - Bestir
Framþróun í íslenskum sjávarútvegi
Sveinn Margeirsson forstjóri Matis ohf
Stjórn SF