Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 9
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Allir þrír sem ákærðir eru í Black Pi-
stons-málinu svonefnda neituðu sök,
beðnir um að taka afstöðu til fram-
haldsákæru í málinu fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gærmorgun.
Málatilbúnaður ákæruvaldsins hefur
tekið nokkrum breytingum frá því
sem var „vegna upplýsinga sem ekki
voru fyrirliggjandi við útgáfu ákæru
ríkissaksóknara frá 3. ágúst 2011“,
líkt og segir í framhaldsákærunni.
Fyrir þann sem sat aðalmeðferð
málsins í lok síðasta mánaðar kemur
framhaldsákæran nokkuð spánskt
fyrir sjónir. Með því að ákæra þriðja
manninn virðist nefnilega að fyllt hafi
verið upp í þær gloppur sem í fram-
burði fórnarlambsins voru.
Birtist í bílnum og ók
Sem dæmi má nefna að við aðal-
meðferðina var fórnarlambið spurt að
því hvers vegna það hefði ekki flúið
frá kvölurum sínum þegar því var gert
að bíða eitt í bifreið við Eggertsgötu í
klukkutíma eða einn og hálfan. Svar-
aði maðurinn því þá til að fyrr um
kvöldið hefði honum verið hótað lík-
amsmeiðingum og að fjölskylda hans
yrði fyrir skaða reyndi hann flótta.
„Það er ekki hægt að lýsa forgangs-
röðuninni þegar þú ert í svona að-
stöðu,“ sagði fórnarlambið þá.
Í framhaldsákærunni segir hins
vegar að þriðji maðurinn, Brynjar
Logi Barkarson, hafi verið í bílnum
umrætt sinn og ekki aðeins það, held-
ur ekið með fórnarlambið á brott með-
an þeir biðu eftir sakborningi sem
sinnti erindi í íbúð við Eggertsgötu.
Fyrir utan það að ekki var minnst á
veru Brynjars Loga í bílnum við aðal-
meðferðina virðist sem ákæruvaldinu
hafi láðst að ákæra hann fyrir akstur
án ökuréttinda. Á umræddum tíma
hafði Brynjar nefnilega ekki náð 17
ára aldri og hafði þar af leiðandi ekki
ökuréttindi. Brynjar varð 17 ára um
miðjan þennan mánuð.
Jafnframt var fórnarlambið spurt
nokkuð nákvæmlega út í veru sína í
iðnaðarhúsnæði þá um nóttina en
samkvæmt upphaflegri ákæru var
maðurinn læstur þar inni í glugga-
lausu rými yfir nóttina. Við aðalmeð-
ferðina kom í ljós að ekki var hægt að
læsa manninn inni í iðnaðarhúsnæð-
inu.
Skýringin á því hvers vegna hann
flúði ekki um nóttina kemur einnig
fram í framhaldsákærunni. Sam-
kvæmt henni var Brynjar Logi nefni-
lega í iðnaðarhúsnæðinu alla nóttina
og varnaði honum útgöngu með hót-
unum um líkamsmeiðingar. Ekki var
þó minnst á veru Brynjars í húsnæð-
inu áður, við aðalmeðferðina.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins lagði fórnarlambið, 22 ára
karlmaður, fram kæru á hendur
Brynjari Loga nokkrum dögum eftir
aðalmeðferðina, og af ákærunni má
ráða að þáttur Brynjars hafi verið
verulegur. Fórnarlambið minntist þó
ekki einu orði á Brynjar í framburði
sínum, jafnvel þegar hann var spurð-
ur nákvæmlega út í málsatriði.
Brynjar Logi var handtekinn í byrj-
un mánaðar og yfirheyrður um málið.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins viðurkenndi hann þátt sinn í mál-
inu að mestu, eins og getið er í fram-
haldsákærunni. Sömu heimildir
herma að það hafi hann gert af ótta við
að verða hnepptur í gæsluvarðhald.
Það hafi komið skýrt fram af svörum
hans, hann játti því sem lögregla
spurði um og spurði í kjölfarið hvort
hann yrði nokkuð úrskurðaður í varð-
hald ef hann svaraði á þann veg.
Átti að bera vitni í málinu
Þegar í dómsal kom í gærmorgun
og taka átti afstöðu til ákæruatrið-
anna neitaði Brynjar Logi sök að öllu
leyti, þrátt fyrir svör sín hjá lögreglu.
Hann er einnig ákærður fyrir að hafa
haft í fórum sínum 8,9 grömm af am-
fetamíni þegar hann var handtekinn í
byrjun mánaðar, en neitaði einnig sök
í þeim ákærulið og sagði að um íblönd-
unarefni hefði verið að ræða, fjögur
grömm en ekki tæp níu.
Í málinu liggur ljóst fyrir að Brynj-
ar Logi var á einhverjum tíma á vett-
vangi í Hafnarfirði, þar sem líkams-
árásirnar fóru meðal annars fram, í
maí sl. Til stóð að boða hann sem vitni
fyrir dómara til að skýra frá því sem
hann þá sá. Það hefur hins vegar
breyst og verður hann spurður út í
sakargiftir þegar aðalmeðferð heldur
áfram.
Fyllt í gloppur fórnarlambs
Fyrir dóm Davíð Freyr Rúnarsson og Júlíus Ríkharð Júliusson mæta fyrir
dómara þegar aðalmeðferð fór fram í málinu í lok síðasta mánaðar.
Atburðarrásin í Black Pistons-málinu breyttist töluvert með framhaldsákæru
Þriðji sakborningurinn neitaði sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011
Mennirnir tveir, Ríkharð Júlíus
Ríkharðsson, 33 ára, og Davíð
Freyr Rúnarsson, 28 ára, voru
upphaflega ákærðir fyrir að
hafa haldið ungum karlmanni,
fæddum 1989, frá kvöldi þriðju-
dags 11. maí sl. fram að hádegi
daginn eftir. Á þeim tíma eiga
þeir báðir að hafa gengið í
skrokk á unga manninum, notað
til þess vopn á borð við þykkar
rafmagnssnúrur, belti, slíðrað
skrautsverð og hníf, auk þess
að kýla og sparka.
Við aðalmeðferð játaði Davíð
Freyr á sig líkamsárás en líkt og
Ríkharð neitaði hann að hafa
svipt manninn frelsi.
Í framhaldsákæru eru allir
mennirnir ákærðir fyrir frels-
issviptingu og tilraun til ráns en
Brynjar Logi Barkarson ekki fyr-
ir líkamsárás.
Það sem virtist vera til-
tölulega einfalt mál í byrjun hef-
ur breyst töluvert. Til stendur
að klára aðalmeðferð 12. októ-
ber nk.og kveða upp dóm fáum
vikum síðar.
Einn játaði
líkamsárás
BLACK PISTONS-MÁLIÐ
Hafrannsóknaskipið Árni Frið-
riksson byrjar í næstu viku loðnu-
mælingar úti fyrir Vestfjörðum og
Norðurlandi. Þessar rannsóknir eru
fyrr á ferðinni en oftast áður og er
talið að hafís muni síður koma í veg
fyrir mælingar í byrjun október
heldur en þegar kemur fram í nóv-
embermánuð.
Heimilt er að hefja loðnuveiðar 1.
október og hefur sjávarútvegs-
ráðherra gefið út rúmlega 180 þús-
und tonna upphafskvóta. Líklegt má
telja að einhver skip haldi til loðnu-
veiða fljótlega eftir mánaðamót.
Mæling á íslensku sumargots-
síldinni í næsta mánuði
Árni Friðriksson byrjaði árlegt
haustrall Hafrannsóknastofnunar
um helgina og Bjarni Sæmundsson
heldur frá Reykjavík í dag.
Þá er í næsta mánuði fyrirhuguð
mæling á íslensku sumargotssíld-
inni. Sá stofn hefur verulega látið á
sjá eftir að alvarlegrar sýkingar
varð vart í honum fyrir tveimur ár-
um. aij@mbl.is
Loðnumæl-
ingar fyrr
á ferðinni
en áður
Veiðar Loðnuskip út af Stafnesi.
Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti í gær að minnast þess á næsta
ári að þá verða liðin 40 ár frá heims-
meistaraeinvíginu í skák milli þeirra
Bobbys Fischers og Boris Spasskys
1. júlí til 3. september 1972.
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi
lagði fram tillögu þessa efnis og var
hún samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum.
Samkvæmt tillögunni verður efnt
til sérstakrar afmælisdagskrár og
sýningarhalds. Leitað verður sam-
starfs við Skáksamband Íslands,
Skákakademíu Reykjavíkur og tafl-
félögin í borginni. Borgarráð skipar
starfshóp til að annast undirbúning
málsins og koma með tillögu að dag-
skrá. Í greinargerð með tillögunni
segir m.a.:
„Umrætt einvígi er án efa fræg-
asta skákkeppni sögunnar en það
vakti á sínum tíma mikla athygli
langt út fyrir raðir skákáhugamanna
vegna aðstæðna í heimsmálum.
Kalda stríðið var í hámarki og fjöll-
uðu margir fjölmiðlar um einvígið
eins og uppgjör milli austurs og vest-
urs þar sem fremstu skákmeistarar
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna
mættust við taflborðið. Samskipti
keppendanna einkenndust af mikilli
spennu framan af mótinu og urðu
ýmsir atburðir í tengslum við það
ekki síður fréttaefni en einstök skák-
úrslit. Reykjavík var í brennidepli
heimspressunnar í rúma tvo mánuði
vegna einvígisins og hafði það mikla
og jákvæða landkynningu í för með
sér fyrir Ísland.“
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Einvígið Boris Spassky situr við skákborðið en Bobby Fischer stormar um
sviðið í Laugardalshöllinni í einvígi aldarinnar sem fram fór árið 1972.
Einvígis aldarinnar
verður minnst 2012
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Ný sending
Hönnunarlínan Priza
INCQC 2012 G05
Mikið úrval af fallegum
sængurfatnaði
Skólavörðustíg 21a, 101 Rvk
HAUSTMARKAÐUR
LAGERSALA
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Á LAXDAL VETRAFATNAÐI
Í KJÖRGARÐI 2. HÆÐ
RÝMUM FYRIR NÝJUM VETRAR FATNAÐI
30%-50%-70% AFSLÆTTIR
VETRAKÁPUR - VETRARÚLPUR - ULLARJAKKAR
- PEYSUR - SKINN O. M. FL
OPIÐ
13-18