Morgunblaðið - 21.09.2011, Síða 10

Morgunblaðið - 21.09.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég er af fjórðu kynslóðfjölskyldu minnar sem áog rekur kaffibúgarðinnEl Injerto. Ég ólst upp með kaffinu og hef unnið við þetta frá því ég var strákur og lærði snemma að meta gott kaffi,“ segir Arturo Aguirre, heimsþekktur og margverðlaunaður kaffibóndi frá Gvatemala. Hann er staddur hér á landi á vegum Aðalheiðar Héðins- dóttur sem á og rekur Kaffitár. Hún kaupir á hverju ári heilan gám, eða um 17 tonn, af Hágæða Gvatemala- kaffi, milliliðalaust frá kaffibónd- anum Arturo sem er menntaður verkfræðingur í búvísindum. Að- alheiður heimsótti El Injerto bú- garðinn fyrir tveimur árum og nú er Arturo kominn til að heimsækja hana og landið hennar, en hann ætl- ar líka að fræða Frónbúa um ólík kaffiafbrigði. Meiri gæði í hægsprottnu „Kaffi hefur mjög flókna sam- setningu og býr yfir meira en 1000 ólíkum efnafræðilegum þáttum. Það er líka ótal margt sem hefur áhrif á gæði kaffis en fyrst ber að nefna ákveðna hæð yfir sjávarmáli. Bú- garðurinn okkar stendur í um 1500 metrum yfir sjávarmáli og því er loftslagið einkar hentugt, þar vaxa baunirnar hægar og gæðin verða meiri heldur en þeirra bauna sem vaxa hraðar á láglendi. Í kaffirækt rétt eins og vínrækt, þá skipta veð- urfar, jarðvegur og ótal þættir máli þegar kemur að gæðum.“ Faðir Art- uros, sem á og rekur búgarðinn með honum, hefur lagt mikið upp úr því að viðhalda gömlum góðum kaffi- plöntutegundum eins og til dæmis Bourbon, en margir aðrir kaffi- bændur hafa skipt út fyrir nýjar sem gefa meira af sér en eru lakari að gæðum. Öll berin handtínd Arturo segir það skipta miklu máli að vandað sé til allra stiga vinnslunnar. „Það þarf að þurrka baunirnar á réttan hátt og brenna þær á réttan hátt, svo fátt eitt sé nefnt. Ef eitt atriði klikkar þá bitnar það á gæðunum og viðskiptavinir okkar eru mjög kröfuharðir og finna strax muninn. En viðskiptavinir bú- garðsins kunna líka vel að meta að hjá okkur fer allt ferlið fram, ræktun kaffisins, vinnslan og brennslan,“ segir Arturo og bætir við að hjá þeim séu berin sem geyma kaffi- baunirnar handtínd. „Það skiptir miklu máli, því þannig tryggjum við að eingöngu þau ber séu tínd sem eru nákvæmlega á réttu þroskastigi. Ef tínt er með vélum þá er ekki hægt að velja hvaða ber eru tekin, allt kemur með, til dæmis grænu berin, en ef þau eru saman við þá dregur verulega úr gæðum kaffisins.“ Eins og gefur að skilja þá krefst mikils mannskaps að láta handtína berin og á uppskerutímanum sem er frá jan- úar til apríl, vinna á milli 600-700 manns á búgarðinum, en um 80 manns vinna þar að staðaldri. „Fólk gerir sér flest ekki grein fyrir því hversu mörg handtök liggja á bakvið einn bolla af kaffi.“ Skapar vinnu fyrir heimamenn Kaffibúgarðurinn El Injerto hefur hlotið fleiri verðlaun en nokk- ur annar búgarður í Gvatemala. Hann er með Rainforest Alliance vottun, því þar er áhersla á sjálf- bæra ræktun. Arturo notar hvorki skordýraeitur né illgresiseyði, skuggi af hávöxnum frumskóg- artrjám heldur illgresi í skefjum og skýlir kaffiplöntunum fyrir brenn- heitri sólinni. Búgarðurinn nær yfir 750 hektara lands og þar af eru 420 hektarar regnskógasvæði en restin af landinu eru kaffirunnasvæði. „Hjá okkur vinna einvörðungu heimamenn, við fjárfestum í fólki frá okkar heimasvæðum, þjálfum það til sérhæfðrar vinnu og heilu fjölskyld- urnar búa á býlinu og við leggjum metnað okkar í að aðstæður þeirra séu góðar, sköffum þeim hús, mat og rafmagn.“ Þjófar sækja í kaffið „Við framleiðum um 350 tonn af kaffibaunum árlega og við flytjum mestan hluta af kaffinu okkar út til ólíkra staða í heiminum, til Banda- ríkjanna, Kóreu, Japan, Þýskalands, Íslands, Svíþjóðar, Taivan, Singapúr og Kanada. En það sorglega er að allt góða kaffið sem við framleiðum í Gvatemala er flutt út en heimamenn Í hverjum kaffisopa búa ótal handtök Hann vill hafa sinn kaffibolla svartan og sykurlausan og kýs gömlu góðu uppá- hellingsaðferðina fram yfir aðrar. Arturo Aguirre er heimsþekktur og margverð- launaður kaffibóndi sem á og rekur El Injerto kaffibúgarðinn í Gvatemala. Natni Hér má sjá tvo menn vanda sig að störfum við vinnslu kaffisins. El Injerto Kaffibúgarðurinn er hátt uppi í fjöllunum við landamæri Mexíkó. Kaffi Í þessum fögru berjum kaffirunnans leynast kaffibaunirnar. Það er mjög þægilegt að geta hlustað á tónlist af lagalista, t.d. þegar mikið er að gera í vinnunni og maður vill bara geta kveikt á einhverju og leyft því að fljóta inn í eyrun. Ýmsar slíkar vefsíður eru til á netinu og er our- stage.com ein þeirra. Þar er hægt að kynna sér nýja tónlist en líka hlusta á alls konar gömul og góð lög. Á vefsíð- unni er líka hægt að hlusta á banda- ríska vinsældalista hverrar viku og þeir eru flokkaðir eftir tónlistar- stefnum. Það þarf ekkert að velja eða setja saman, einfaldlega velja hvern- ig tónlist maður vill hlusta á og þá spilast allur listinn. Á vefsíðunni er líka hægt að lesa tónlistarfréttir og fylgjast með tónleikahaldi. Sniðug vefsíða sem auðvelt er að nota og spilarinn á síðunni virkar vel. Hægt er að velja lista og spila en samt að skoða annað á síðunni á meðan án þess að það trufli tónlistina. Vefsíðan www.ourstage.com ljósmynd/norden.org Tónsmíði Tónlist getur haft góð áhrif á skapið og hresst okkur við. Fullt af tónlist beint í eyrun Í kvöld mun Gunnar Hersveinn, heim- spekingur og rithöfundur, stjórna lif- andi umræðum á Heimspekikaffi um hvernig æfa megi hjálpsemi og rækta vináttu til að bæta samfélagið. Heimspekikaffi er nýjung sem Gerðuberg stendur fyrir nú á haust- mánuðum. Mun Gunnar meðal annars velta því upp hvort þjóð geti lært að vera hjálpsöm og hvort við eigum að hjálpa öðrum, en hann hefur skrifað bækur um gildi lífs og þjóðar. Einnig verður Sigríður Víðis Jónsdóttir, þró- unarfræðingur, með innlegg út frá bók sinni Ríkisfang: Ekkert – flóttinn frá Írak á Akranes. Endilega … … kíkið á heimspekikaffi Heimspekikaffi Gunnar Hersveinn. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. ENN MEIRI m.mbl.is - V I L T U V I T A M E I R A ? Fleiri efnisflokkar, vefsjónvarp mbl, Smartland og margt fleira er meðal nýjunga sem þú getur nálgast í símanum þínum. Fáðu fréttirnar þegar þú vilt. www.m.mbl.is m.mbl.is var valinn farsímavefur ársins fyrir árið 2010. NÚ ÆTLUM VIÐ AÐ GERA ENN BETUR 2011.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.