Morgunblaðið - 21.09.2011, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011
Ertu námsmaður?
Viltu leigja stóra íbúð
fyrir lítinn pening?
Á Ásbrú í Reykjanesbæ eru rúmgóðar og vel búnar
námsmannaíbúðir sem ætlaðar eru einstaklingum,
pörum eða fjölskyldufólki sem stundar nám hvort
sem er í staðnámi eða fjarnámi, hjá Keili eða
í öðru háskólanámi á höfuðborgarsvæðinu.
Íbúðirnar eru allar rúmgóðar og aðstaða eins og best
verður á kosið. Svæðið er mjög fjölskylduvænt og öll
helsta þjónusta í seilingarfjarlægð, s.s. líkamsræktarstöð,
veitingastaður, grunnskóli og leikskólar.
Gjaldfrjálsar rútuferðir eru milli Ásbrúar og Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni: www.keilir.net/keilir/nemendaibudir
Einnig má hafa samband við húsnæðissvið Keilis í síma 578 4000.
Dæmi um íbúðir og leiguverð
3 herbergja íbúðir 106 - 110 m2 69.081 kr.
4 herbergja íbúðir 135 - 145 m2 85.979 kr.
5 herbergja íbúðir 164 - 182 m2 104.659 kr.
6 herbergja íbúðir 203 - 210 m2 123.065 kr.
Innifalið er sjónvarp og internet.
Hrafn Eiríksson útskrifaðist með BSc-
gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í
Reykjavík í vor og hélt í kjölfarið bein-
ustu leið til Oxford þar sem vann í tvo
mánuði að rannsóknarverkefni í upplýs-
ingalíffræði. „Upplýsingalíffræði sam-
einar tölvunarfræði, stærðfræði og líf-
fræði. Það voru tveir kennara minna í
HR sem hjálpuðu mér að komast í þetta
og þetta var frábær reynsla, svo ekki sé
meira sagt,“ segir Hrafn en verður síðan
dálítið dularfullur þegar hann á að svara
því hvað hann sé að gera í dag.
Hann ljóstrar þó upp að hann hafi,
ásamt félaga sínum,
fengið styrk hjá Ný-
sköpunarsjóði til að
vinna að verkefni
sem þeir hafi
gengið með í koll-
inum í nokkra
mánuði. Nú sé sá
styrkur uppurinn
og hann vinni að
því hörðum hönd-
um að sækja um
fleiri
til
að geta haldið áfram. „Í stuttu máli
varðar þetta hönnun á hugbúnaði fyrir
snjallsíma,“ segir Hrafn. Hann hafi trú á
því að styrkirnir muni skila sér og þá sé
stefnan að vinna ótrauður áfram að
verkefninu. Hann hefur ekki áhyggjur
af því að verða atvinnulaus verði raunin
önnur.
„Nei, því fer fjarri. Ég veit að ég gæti
hvenær sem er hætt við þetta verkefni
og verið kominn með vinnu viku síðar.
Og örugglega ágæta vinnu,“ segir
Hrafn. Fólki með hans menntun hafi
reynst tillölulega auðvelt að fá vinnu
þrátt fyrir efnahagsástandið.
Bóla sem á eftir að springa?
„Það er eitt með þessi tölvufyrirtæki á
Íslandi að þau eru öll að leita að góðu
fólki. Ég þekki engan sem útskrifaðist
með mér sem er ekki búinn að fá vinnu.
Og margir fengu strax á fyrsta og öðru
ári vinnu hjá stórfyrirtækjum eins og
Skýrr, t.d. sumarvinnu. Þetta er merki-
leg staða akkúrat núna. Síðan veit mað-
ur ekkert hvort þetta er bóla sem á eftir
að springa,“ segir Hrafn.
Hann segist vita það fyrir víst að ein-
hverjir velji að fara í nám í tölv-
unarfræði vegna þess að tölv-
unarfræðingum og fólki í
tölvugeiranum hafi almennt
gengið betur en mörgum að fá
vinnu.
„Og líka einfaldlega vegna
þess að þetta er oft á tíðum vel
borgað,“ segir hann. Hvort það
séu réttu forsendurnar við val á
námi sé síðan annað mál.
Hefur engar áhyggjur
af því að fá ekki vinnu
Haustin eru annasamur tími í Háskólaprenti
en þá eru allar vélar keyrðar á fullt við
kennslubókagerð og prentun lokaritgerða.
Eftir rólega sumarvertíð tvöfaldast álagið í
upphafi annar, segir Björgvin Ragnarsson,
framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar.
„Þetta getur verið mikið álag stundum. Í
vor myndaðist til dæmis biðröð út á götu, þá
voru um 20 manns inni að bíða og svo í kring-
um 15 úti. Þetta eru stórir hópar sem eru að
útskrifast úr fjölmennustu fögunum og það
verður oft mikið líf og fjör hérna hjá okkur,“
segir Björgvin, sem lofar samdægurs af-
greiðslu ritgerða sé þeim skilað á tíma. Hann
segist ekki hafa tekið saman tölur um umsvif
prentsmiðjunnar á markaði en giskar á að þar
séu prentuð í kringum 70% lokaritgerða á há-
skólastiginu.
Prentsmiðjan hefur sérhæft sig í þjónustu
við háskólastigið sem Björgvin segir nauðsyn-
legt ætli menn að þjónusta það á annað borð.
„Það er erfitt fyrir prentstofur að fylgjast með
því hvaða kröfur er verið að gera innan há-
skólanna. Reglurnar um frágang eru mjög
mismunandi eftir deildum,“ segir hann.
Pappírinn hafi áfram vinninginn
Til þess að hægt sé að vinna hratt og vel og
til að forða nemendum frá því að þurfa að end-
urprenta ritgerðir vegna vitlauss frágangs
fylgist Háskólaprent vel með hvaða kröfur eru
gerðar á hverjum tíma.
En er þetta ekki eitthvað sem nemendurnir
eiga sjálfir að fylgjast með?
„Nemarnir eru að hugsa um allt annað en
fráganginn. Þú vilt ekkert fá að vita hvernig á
að líma hana eða hefta, þú vilt bara fá ritgerð-
ina þína!“ svara Björgvin og hlær. „Svo eru
þau nú oft illa sofin á þessum tíma.“
Auk þess að hafa sérhæft sig í þjónustu við
háskóla og framhaldsskóla, hefur Háskóla-
prent einnig sérhæft sig í að prenta bækur í
litlu upplagi og þangað koma m.a. upprenn-
andi ljóðskáld sem vilja sjá verk sín á prenti.
Þessi möguleiki hefur einnig verið mikið nýtt-
ur innan Háskóla Íslands, svo dæmi sé tekið.
„Þetta þýðir að kennari sem er með 30-40
manns í bekk getur samið eða tekið saman
bók, við prentum hana og nemendurnir kaupa
hana hjá okkur,“ segir Björgvin. Einnig hafi
aukist mjög að nemendum sé gefinn kostur á
því að nálgast ýmislegt námsefni á pdf-formi
sem þeir geta svo valið hvort þeir lesa af
tölvuskjánum eða láta prenta út.
En þrátt fyrir öra þróun hvað þetta varðar
telur Björgvin að pappírinn muni áfram hafa
vinninginn. „Við höfum verið að undirbúa okk-
ur fyrir rafbókavæðinguna en ég spái því nú
samt að næstu 10-15 árin verði pappírinn
áfram mikið notaður.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Annir Björgvin Ragnarsson í Háskólaprenti.
Illa sofnir nemar bíða í
röðum eftir ritgerðum
Tvöfalt álag í Háskólaprenti í upphafi annar
Hrafn Eiríksson, BSc í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík