Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Þrátt fyrir að fjárfestar á hlutabréfamarkaði
hafi látið ákvörðun bandaríska matsfyrirtækis-
ins Standard & Poor’s um að lækka lánshæf-
ismat ítalska ríkisins sér í léttu rúmi liggja verð-
ur hún að teljast til marks um stigversnandi
skuldakreppu á evrusvæðinu. Viðbrögðin kunna
að hafa markast af því að S&P hefur eitt þriggja
stóru matsfyrirtækjanna lækkað einkunn Ítalíu.
Á því kann hins vegar að verða breyting í októ-
ber, en þá mun Moody’s gefa út hvort lánshæf-
iseinkunn ítalska og spænska ríkisins verður
lækkuð. Verði það raunin er óhætt að fullyrða að
það verði endanleg staðfesting á því að skulda-
kreppan á evrusvæðinu virði engin landamæri
og að ekkert þeirra úrræða sem gripið hefur
verið til muni duga til þess að stemma stigu við
vandanum sem upp er kominn.
Dökkar hagvaxtarhorfur
Það sem vekur athygli í rökstuðningi S&P
fyrir lækkun lánshæfismats ítalska ríkisins er
að verulegrar vantrúar gætir á getu ítalska hag-
kerfisins til þess að vaxa á næstu árum. Engin
ný tíðindi felast í þeirri staðreynd að ítalska rík-
ið er með þeim skuldsettari, en hins vegar telur
S&P að hagvaxtarhorfurnar hafi versnað til
muna að undanförnu. Versnandi hagvaxtarhorf-
ur gera svo stjórnvöldum enn erfiðara fyrir að
koma böndum á skuldasöfnun, auk þess sem víð-
tækar aðhaldsaðgerðir vegna hennar hafa til-
hneigingu til að draga úr hagvexti til skemmri
tíma. Hafa verður í huga að þessi lýsing á ekki
eingöngu við ítalska hagkerfið heldur önnur
veigamikil hagkerfi á evrusvæðinu á borð við
það spænska sem og hið franska.
Það er ekki síst vegna þessa sem áhættu-
álagið á ríkisskuldabréf þessara landa hefur far-
ið hækkandi á undanförnum misserum. Þrátt
fyrir að Evrópski seðlabankinn hafi fundið sig
tilneyddan til þess að reyna að sporna við þess-
ari þróun með beinum kaupum á ítölskum og
spænskum ríkisskuldabréfum hefur það ekki
borið tilætlaðan árangur. Á sama tíma hefur enn
ekkert verið lagt fram á vettvangi Evrópusam-
bandsins sem er talið geta bægt frá vaxandi efa-
semdum um sjálfbærni skuldastöðu þessara
ríkja. Í þessu samhengi er rétt að nefna að sú
stækkun sem var samþykkt á björgunarsjóðn-
um vegna skuldakreppunnar í sumar dugar rétt
til þess að fjármagna Grikkland, Portúgal og Ír-
land næstu árin og getur því lítið gert við vanda
Ítalíu og Spánar.
Illleysanlegur langtímavandi
Enda hefur sá vandi meira að gera með lang-
tímavandamál á borð við skort á samkeppnis-
færni sem rekja má til þróunarinnar eftir upp-
töku evru – samkvæmt Financial Times er
framleiðni ítalskra verkamanna þriðjungur á við
þýskra á meðan launakostnaður vegna þeirra er
fjórðungi meiri – frekar en bráðavanda varðandi
fjármögnun næstu gjalddaga viðkomandi ríkis-
sjóða.
Slíkur vandi verður ekki leystur á einni nóttu
og vart leystur með samhæfðum aðgerðum á
vettvangi ESB. Bent hefur verið á að það tók
þýska hagkerfið tæpan áratug að endurreisa
samkeppnisfærni sína eftir sameiningu þýska
ríkjanna. Það var gert með aukinni skilvirkni á
sama tíma og launakostnaði var haldið niðri.
Ríki á borð við Ítalíu og Spán þurfa að óbreyttu
að grípa til sambærilegra aðgerða á sama tíma
og stjórnvöld skera niður til að koma böndum á
skuldavandann. Á meðan svo er munu hagvaxt-
arhorfur vera slæmar og það mun svo viðhalda
þrýstingi á fjármögnun þessara ríkja sem svo
mun viðhalda óvissu í fjármálakerfi evrusvæð-
isins vegna mögulegra niðurfærslna banka á
eign sinni á ríkisskuldabréfum.
Skuldakreppan berst til Ítalíu
Reuters
Óhress Silvio Berlusconi forsætisráðherra var ósáttur við ákvörðun S&P um að lækka láns-
hæfismat ítalska ríkisins. S&P telur hagvaxtarhorfur hafa versnað til muna að undanförnu.
Standard og Poor’s lækkar lánshæfismat ítalska ríkisins Líkur á að Moody’s fylgi í kjölfarið í næsta
mánuði Versnandi hagvaxtarhorfur grafa enn frekar undan afar slæmri skuldastöðu ítalska ríkisins
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011
● Greiningardeild Arion banka gerir
ráð fyrir 0,4% hækkun vísitölu neyslu-
verðs í september og mun 12 mánaða
hækkun því verða 5,5%, samanborið
við 5% í ágúst. Greining Íslandsbanka
býst hins vegar við 0,6% hækkun vísi-
tölunnar milli mánaða, sem myndi þýða
5,6% verðbólgu.
Að mati greiningardeildar Arion er
lítill verðbólguþrýstingur í pípunum
næstu mánuði að því gefnu að húsnæð-
isliður vísitölunnar og gengi krónunnar
haldist stöðugt. Greining Íslandsbanka
telur að útsölulok muni skýra ríflega
helming hækkunar vísitölu neysluverðs
í september.
Spá vaxandi verðbólgu
í septembermánuði
Morgunblaðið/ÞÖK
● Íslandspóstur hefur fjárfest í hug-
búnaðarfyrirtækinu Sendill.is, sem
sérhæfir sig í lausnum og þjónustu
við rafræna viðskiptaferla og skeyta-
miðlun.
Í fréttatilkynningu segir: „Alkunn
er sú tæknilega þróun sem átt hefur
sér stað undanfarin ár með yfirfærslu
viðskiptaskjala frá pappír yfir í rafræn
skjöl. Íslandspósti er umhugað um að
fylgja þeirri þróun eftir og eru kaupin
í Sendli.is liður í því.“
Íslandspóstur fjárfestir
Gengi bréfa annarra fyrirtækja í
sama geira og Alterra Power hefur
lækkað mikið að undanförnu, en í
blaðinu í gær var greint frá því að
Alterra Power, áður Magma
Energy, hefði lækkað í verði um
64% frá áramótum á hlutabréfa-
markaði í Toronto.
Þannig hefur RENIXX World
vísitalan, sem samanstendur af
bréfum í 30 fyrirtækjum sem fram-
leiða endurnýjanlega orku, m.a. Al-
terra, lækkað um 37% frá áramót-
um. Vísitalan stendur núna í 315
stigum, en náði mest tæpum 2.000
stigum árið 2007.
Þá hefur vísitala Nasdaq OMX
fyrir hreina tækni, DB NASDAQ
OMX Clean Tech Index, lækkað um
28% frá áramótum.
Þessar vísitölur hafa lækkað mun
meira en stærstu vísitölurnar. Nas-
daq-vísitalan hefur lækkað um 1,1%
frá áramótum og Dow Jones-
vísitalan hefur einnig lækkað um
rúmt prósent á sama tíma.
ivarpall@mbl.is
Önnur félög
í sama geira
lækka líka
Morgunblaðið/Golli
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðla-
bankastjóri, segir að nýsamþykkt
lög um að gjaldeyrishöft eigi að af-
nema í síðasta lagi fyrir árslok 2013
muni ekki hafa sérstök áhrif á
framkvæmd Seðlabankans á núver-
andi áætlun um afnám haftanna.
Um er að ræða áætlun sem Seðla-
bankinn lagði fram síðasta vetur og
samþykkt var af ríkisstjórninni síð-
astliðinn mars. Áætlunin er tvíþætt
og fól í fyrsta lagi í sér að létta af
um 460 milljarða krónustöðum er-
lendra aðila í íslenskum bönkum og
skuldabréfum fram til ársins 2015
og í framhaldinu yrðu tekin skref í
átt að því að almenningi yrði leyft
að skipta út krónum fyrir gjaldeyri
að vild.
Að sögn Arnórs miðaðist upphaf-
lega áætlunin við að tímasetningin
væri rífleg og hefur hann fulla trú á
því að hægt verði að stíga boðuð
skref í átt að fullu afnámi haftanna
fyrir árslok 2013.
Arnór segir að nú þegar dugi
gjaldeyrisstaða Seðlabankans til
þess að standa straum af væntan-
legu útflæði samhliða afnámi haft-
anna en tekur fram að æskilegast
væri að ríkissjóður myndi ráðast í
fleiri skuldabréfaútboð erlendis
fram til ársins 2013. Það sé hins
vegar ekki endilega nauðsynleg for-
senda losunar hafta svo lengi sem
vísbendingar séu um að lántaka á
viðunandi kjörum sé möguleg og
þar af leiðandi ættu þættir á borð
við versnandi aðstæður á fjármála-
mörkuðum ekki að koma í veg fyrir
að hægt verði að afnema höftin fyr-
ir árslok 2013.
ornarnar@mbl.is
Hægt er að af-
nema höftin 2013
Seðlabanki segir
skemmri frest ekki
breyta áætlunum
Morgunblaðið/Ómar
Flotkróna Úr Seðlabanka Íslands.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS,
hefur lækkað hagvaxtarspá sína
fyrir Ísland frá því í lok ágúst úr
3,1% í 2,5%. Hins vegar hljóðar spá-
in fyrir árið í ár áfram upp á 2,5%
hagvöxt. Í spá AGS er gert ráð fyrir
að verðbólga mælist 4,2% í ár en
spáin frá því í lok ágúst hljóðaði
upp á 4%. Árið 2012 spáir sjóðurinn
því að verðbólgan mæld á tólf mán-
aða tímabili verði 4,5% en fyrri spá
hljóðaði upp á 3,7% verðbólgu árið
2012.
Þá spáir AGS áfram að atvinnu-
leysi mælist 7,1% í ár en verði 6% á
næsta ári. Í lok ágúst spáði AGS því
að atvinnuleysi myndi mælast 5,7%
á Íslandi árið 2012.
AGS lækkar hagvaxt-
arspá fyrir Ísland
Gerður hefur verið samningur um
að KPMG yfirtaki ráðgjafafyr-
irtækið Capacent í Danmörku, en
Capa Invest, félag í eigu Róberts
Wessmanns og Jóns Diðriks Jóns-
sonar, átti á sínum tíma hlut í félag-
inu. Um 60 manns starfa hjá Capa-
cent í Danmörku.
Danska Capa-
cent yfirtekið
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+01-0+
++2-.2
1+-.0/
13-401
+2-41
+.1-35
+-51
+01-01
+5/-.
++,-,2
+0.-15
++2-2+
1+-451
13-541
+2-42+
+.1-41
+-5144
+0.-.,
+5/-25
1+5-+3.5
++,-/5
+0.-,/
++0-35
1+-5+5
13-,31
+2-511
+.1-2/
+-5100
+0.-/
+,3-1
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Innlán, sem námu samtals yfir 3
milljónum punda, yfir 550 millj-
ónum króna og töpuðust á Icesave-
reikningum Landsbankans, voru
ekki bætt vegna þess að sparifjár-
eigendurnir sóttu ekki um bætur til
breska innlánstryggingasjóðsins
áður en kröfulýsingarfrestur rann
út.
Um er að ræða innlán sem voru
undir 50 þúsund pundum, 9,2 millj-
ónum króna, en bresk stjórnvöld
bættu sparifjáreigendum töpuð Ice-
save-innlán upp að því marki. Alls
er um að ræða 2010 sparifjáreig-
endur, sem sóttu ekki um bætur
fyrir 30. október 2009. Meðalfjár-
hæðin, sem hver þessara sparifjár-
eigenda tapaði, nam 1.547 pundum
og heildarfjárhæðin var
3.108.532,87 pund.
Þessar tölur koma fram í svari
sem Sassoon lávarður, aðstoðar-
fjármálaráðherra Bretlands, gaf
við spurningu Laird lávarðar í lá-
varðadeild breska þingsins.
550 milljóna innlán
í Landsbanka óbætt
Eigendur sóttu ekki um bætur