Morgunblaðið - 21.09.2011, Síða 18

Morgunblaðið - 21.09.2011, Síða 18
Súkkulaðilæri með vanillu, súkkulaðisósu og möndlum Fyrir fjóra 8 gæsalæri, helst hamflett salt og nýmalaður pipar 4 msk. olía 2 laukar, smátt saxaðir 2 vanillustangir, klofnar eftir endi- löngu 1-2 dl romm ¾ dl hvítvín 1 dl möndlur, afhýddar 1 dl rúsínur ½ chili-aldin, smátt saxað 1 tsk. salt ¾ tsk. nýmalaður pipar 60 g súkkulaði, 50-70%, rifið Kryddið gæsalæri með salti og pip- ar og steikið upp úr olíu í potti í 2 mín- útur á hvorri hlið. Setjið allt sem er í uppskriftinni nema súkkulaði í pott- inn og sjóðið við vægan hita undir loki í 1 ½-2 klukkustundir eða þar til lærin eru orðin mjúk undir tönn. Bætið þá súkkulaðinu saman við og hrærið í þar til það hefur samlagast. Eftir það má sósan ekki sjóða. Ber- ið fram með t.d. hrísgrjónum sem soðin hafa verið í kókosmjólk, salati og brauði. sinn var fenginn til að búa til soð handa dönskum sósuframleiðanda sem vildi gera villibráðinni skil. „Þeir báðu mig að senda sér rjúpusoð, en þegar þeim barst sendingin héldu þeir að eitthvað hefði komið fyrir soðið í flutningnum. Ég útbjó því annan skammt og sendi þeim, og þá kom í ljós að þeir höfðu einfaldlega aldrei smakkað aðra eins magnaða flóru af brögðum.“ Þarf að fara vel með hráefnið Að elda villibráð segir Úlfar að þurfi ekki að vera flókið, og með rétt- um leiðbeiningum geti flestir náð góðum tökum á eldun, soði og sósu- gerð. Að gera að bráðinni getur kall- að á meiri lagni og til mikils að vinna að ná öllu því besta úr fengnum enda dýrt hráefni. „Margir kunna t.d. ekki að úrbeina hreindýr með hárréttum hætti og dýrt ef eitthvað af kjötinu fer til spillis. Hreindýrafile selst jú á þetta 18.000 kr. kílóið út úr búð. Sér- blöð Gestgjafans um villibráð, sem komið hafa út á þessum árstíma í samfleytt sex ár, veit ég þó að hafa Úlfar Finnbjörnsson erstundum kallaður villtikokkurinn enda hefurhann bæði mikið yndi af að elda villibráð og er að auki forfall- inn veiðiáhugamaður. „Sumir gant- ast með að ég geti ekki eldað neitt annað en villibráð, en það er ekki rétt – villibráð er bara það sem mér þykir langskemmtilegast að elda,“ segir hann. „Ef við skoðum t.d. síðustu helgi hjá mér: á föstudeginum tíndi ég ber, sveppi á laugardaginn og fór á gæsaskyttirí á sunnudag. Svo ræktar maður kartöflur og krydd- jurtir heima. Þegar maður stendur sig svo að því að geta búið til heila veislumáltíð án þess að fara eina ein- ustu ferð í matvöruverslunina er það einstök tilfinning. Fátt gleður mig meira en að geta skaffað sjálfur allt sem ég elda og þar að auki get ég verið viss um að maturinn er allur líf- rænn og hollur.“ Mikill matur í bráðinni Úlfar, sem um langt skeið hefur skrifað fyrir Gestgjafann, gefur út núna í vikunni bókina Stóra bókin um villibráð. Þar hefur hann safnað sam- an á einn stað allri sinni þekkingu um allt frá veiðum og verkun til geymslu og matreiðslu á villibráð. „Þessi bók er ekki bara uppfull af uppskriftum, heldur hrein og klár kennslubók. Í bókinni er m.a. farið skref fyrir skref og með skýringarmyndum í gegnum hvernig á að hamfletta fugl eða úr- beina hreindýr, en líka hvernig á að laga soð og sósur, búa til paté eða lifrarmús,“ segir Úlfar og bætir við að meðal annars hafi vakað fyrir hon- um að auðvelda veiðimönnum að nýta sem mest af fengnum. „Núna gengur ekki lengur að nota það sem afsökun að kunna ekki réttu handtökin en Stóra bókin um villibráð er ekki bara fyrir veiðimenn heldur alla þá sem hafa gaman af að elda.“ Íslendingar búa að allgóðri villi- bráð og Úlfar segist ekki enn hafa fundið í útlöndum villibráðarhlað- borð lík þeim sem orðin eru fastur liður í íslenskri matarmenningu. Ís- lenska villibráðin segir hann að búi líka yfir eiginleikum sem ekki þekkj- ast annars staðar. „Villibráð er vita- skuld kjörin fyrir þá sem vilja hugsa um heilsuna enda ekki hægt að finna fitusnauðara kjöt, fyrir svo utan hvað þetta er afskaplega góður matur. Mataræðið hjá dýrunum: ber, lyng og fjallajurtir, skilar svo óviðjafn- anlegu bragði,“ segir Úlfar sem eitt gert mikið til að bæta handtökin.“ Ef rétt er unnið úr hráefninu strax í upphafi segir Úlfar líka hægt að minnka allt umstang seinna meir. „Algengt er að þegar tveir-þrír menn veiða saman þá nái þeir tíu gæsum yfir daginn. Ef þeir taka svo höndum saman, þegar bráðin er búin að fá að hanga, þá tekur það ekki nema stutt- an part úr degi að gera að öllum fengnum, úrbeina, og svo útbúa paté, pylsur, og soð. Þannig tekur feng- urinn mun minna pláss í frystinum, geymist í allt að ár, og þegar kemur að því að halda gott matraboð er hægt að hafa allt klárt á varla tveim- ur tímum, frekar en þurfa tveggja til þriggja daga fyrirvara eins og myndi annars vera raunin.“ Sjálfur er Úlfar eldsnöggur að nýta ýmsa bita af fuglinum. „Um næstu helgi mun ég eflaust fara með nesti úr gæsunum sem ég veiddi vik- unni áður, og hver veit nema það verði líka gæsasúpa sett á kaffibrús- an til að fá yl í kroppinn við veið- arnar.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Hollt og gott „Villibráð er vitaskuld kjörin fyrir þá sem vilja hugsa um heilsuna enda ekki hægt að finna fitusnauðara kjöt, fyrir svo utan hvað þetta er af- skaplega góður matur,“ segir Úlfar Finnbjörnsson sem gefur út Stóru bókina u m villibráð á næstu dögum. Fátt betra en að skaffa allan matinn sjálfur Íslensk villibráð meinholl og óvenjubragðmikil, segir villti kokkurinn. Gefur út stóra upp- skrifta- og kennslubók. 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011 ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8 Haustmatur Úlfar segir það slæma veiði- mennsku að nýta ekki bráðina upp til agna. Honum geðjast ekki sú iðja að skera aðeins bringubitann af gæs- inni og henda restinni. „Það er ekki svo að íslenskir veiði- menn séu að drepast úr hungri eða fátækt, og því engin ástæða til að umgang- ast ekki bráðina af meiri virðingu. Svo er líka hægt að búa til heilmikið af góðum mat úr flestum hlutum gæs- arinnar og algjör synd að hirða bara eins og 40% af fuglinum og láta 60% fara til spillis.“ Matur í allri gæsinni Ljótt að taka bara bestu bitana Grillaðar gæsapylsur með fenníkufræjum og svörtum pipar 1½ kg kjöt af gæsalærum 500 g grísaspekk 5 g fenníkufræ, steytt 6 g svartur pipar, steyttur 35 g salt 1 dl milt hvítvín eða vatn, ískalt 5 metrar venjulegar kollagen-pylsugarnir Kælið kjöt, spekk og hnífinn sem fer í hakkavélina niður í 0°C. Leggið garnir í ískalt vatn í 10 mínútur. Grófhakkið gæsakjötið og spekkið, setjið í skál og blandið kryddi, salti og víni vel saman við. Hakkið aftur. Setjið garnirnar á pylsusprautu og sprautið u.þ.b. 15 cm langar pylsur, snúið upp á end- ana. Pylsurnar geymast vel í kæli í 4 daga og í frysti í allt að tvo mán- uði. Grillið pylsurnar á meðalheitu grilli í 5-6 mínútur á hvorri hlið. Forréttur fyrir 20 en aðalréttur fyrir 10. Berið fram á t.d. grilluðu brauði með lauk, salati og sinnepi. Ljósmynd/Karl Petersson Ljósmynd/Karl Petersson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.