Morgunblaðið - 21.09.2011, Page 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011
Samtök atvinnulífs-
ins og LÍÚ gera nú
lokahríð að Jóni
Bjarnasyni sjáv-
arútvegsráðherra og
stóra kvótafrumvarpi
hans. Þessir aðilar
hafa sent alþingi álit á
frumvarpinu og finna
því allt til foráttu. ASÍ
hefur einnig sent
sams konar álit og það
sama má segja um
bankana. Þeir vara við samþykkt
frumvarpsins og telja, að það geti
skaðað bankana og leitt til verri lífs-
kjara.
Ekki verður sagt, að álit fram-
angreindra aðila komi á óvart nema
þá helst álit ASÍ. En það er alveg
sama hvaða frumvarp hefði verið lagt
fram með tillögum um breytingar
fiskveiðistjórnarkerfinu. Samtök at-
vinnurekenda hefðu alltaf verið á
móti því og hið sama má segja um
bankana. Þessi aðilar vilja hafa kerfið
óbreytt. Útgerðarmenn vilja ekki
missa neitt af þeim hlunnindum, sem
þeir hafa í núverandi kerfi og at-
vinnurekendur og fjármálastofnanir
standa vörð um hagsmuni útgerð-
arinnar.
Ríkisstjórnin hefur
tvo kosti
Hvað kosti hefur rík-
isstjórnin í stöðunni?
Hún hefur tvo kosti: Hún
getur keyrt kvóta-
frumvarpið í gegn með
einhverjum breytingum.
Eða hún getur dregið það
til baka og lagt fram nýtt
frumvarp. Ég tel, að
stjórnin eigi að velja síð-
ari kostinn. Hún getur
gert það á þeim for-
sendum, að borist hafi
svo margar neikvæðar umsagnir um
frumvarp Jóns Bjarnasonar, að ekki
sé verjandi að keyra það í gegn. Hvað
á þá að koma í staðinn? Það er of
seint að endurvekja fyrningarleiðina
og lítill áhugi á henni.
Ég tel ekki koma til greina að láta
meira undan útgerðarmönnum með
því til dæmis að lengja nýtingartím-
ann. Það eina sem ég tel koma til
greina er uppboðsleiðin, það er að
setja aflaheimildir á uppboðsmarkað.
Þá mundu allir sitja við sama borð og
hafa jafna möguleika á því að bjóða í
aflaheimildirnar. Eðlilegast væri að
innkalla aflaheimildir í áföngum til
þess að milda áhrifin gagnvart hand-
höfum kvóta. Það er matsatriði hvað
áfangarnir ættu að vera margir og
hvað mikið væri innkallað í hverjum
áfanga. Það sem væri innkallað færi á
uppboðsmarkað. Með þessari leið
væri orðið við kröfum Mannréttinda-
nefndar Sameinuðu þjóðanna um að
afnema misrétti við framkvæmd fisk-
veiðistjórnunarinnar en nefndin telur
að misréttið hafi verið svo mikið, að
um mannréttindabrot hafi verið að
ræða.
Margir sérfræðingar
með uppboðsleiðinni
Minnihluti sáttanefndarinnar lagði
til uppboðsleið (tilboðsleið) í nefnd-
inni. Margir hagfræðingar hafa mælt
með þessari leið. Lögspekingarnir
Sigurður Líndal og Þorgeir Örlygs-
son telja, að þessi leið standist ákvæði
stjórnarskrárinnar enda verði upp-
boðsleiðin farin í áföngum. Þessi leið
er því fær og eina eðlilega leiðin nú út
úr þeim ógöngum, sem kvótamálið er
komið í.
Aflaheimildir fari á
frjálsan uppboðsmarkað
Eftir Björgvin
Guðmundsson »Eðlilegast væri að
innkalla aflaheim-
ildir í áföngum til þess
að milda áhrifin gagn-
vart handhöfum kvóta.
Björgvin
Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Í ágúst síðastliðnum
var mikil umræða í
fjölmiðlum um leigu-
markaðinn, þar sem
menn hneyksluðust á
að leigusali væri
mögulega að hagnast á
eigninni. Sem fast-
eignasali í Flórída
gapti ég af undrun yfir
þessari umfjöllun sem
á sér líklega enga líka
í heiminum. Hérna líta menn á fjár-
festingu í fasteignum eins og að
reka og eiga fyrirtæki, að und-
anskildu heimili manna. Markmiðið
með fjárfestingunni er að hagnast.
Í flestum tilfella er um langtíma-
fjárfestingu að ræða en þó eru líka
til menn sem kaupa eignir sem
þurfa viðgerða við og varpa (flip)
þeim aftur á markaðinn. Hvernig
væri nú til fróðleiks að fjalla aðeins
um þessa fjárfesta, líta á mark-
miðin þeirra og hvernig þeir reikna
dæmið?
Hverjir fjárfesta í fasteign
Það er sameiginlegt með öllum
sem fjárfesta í fasteign til þess að
hagnast á því að þeir eru vel und-
irbúnir og búnir að kynna sér málið
vel. Þó eru sumir sem slysast inn í
heim fjárfesta eins og þeir sem eru
fluttir til í starfi, erfa eignir eða
eitthvað annað veldur breytingum á
þeirra háttum.
Sem dæmi um fólk sem fjárfestir
í fasteignum er fólk sem dreifir
áhættunni af ævisparnaðinum, fólk
sem er að leita að skattaskjóli, til
að nota sem námssjóð fyrir börnin
sín, sem eftirlaunasjóð og svona má
lengi telja. Eins og sjá má hér að
framan er hugsunin alltaf að hagn-
ast á fjárfestingunni.
Lítum á reiknisdæmið
Reyndir fjárfestar á markaðnum
leggja helst ekki meira en 20% út í
fasteign þegar þeir kaupa eignir og
taka 80% að láni. Með 20% útborg-
un fá þeir bestu lánakjörin og
greiða í dag á milli 5-5,5% fasta
vexti af 30 ára láni
með föstum afborg-
unum. Með þessu móti
ná þeir bestu ávöxt-
uninni á útborguninni
og geta á þennan hátt
eignast 4 til 5 eignir í
staðinn fyrir að stað-
greiða eignina. Nú
skulum við líta á tvö
dæmi sem ég reiknaði
fyrir útlending sem
var að hugsa um kaup
á eign til fjárfestingar
hérna í Flórída. Eign-
in er 212 fm einbýlishús byggt árið
2006 í Sanford, Flórída, ásett verð
á eigninni er $92,000. Fyrra dæmið
miðar við staðgreiðslu en hið seinna
miðar við að 50% séu greidd út við
kaupin. Það er erfitt fyrir útlend-
inga að fá lán til fasteignakaupa
nema með hárri útborgun.
Dæmi 1. Staðgreitt.
Verð/höfuðstóll $ 92,000,00
Umsjón, hverfafélag, fasteignagjöld, vá-
trygging, ábyrgð á búnaði, viðhald og vara-
sjóður. $ 6,595,20
Leigutekjur á ári. $ 13,800,00
Hagnaður á ári fyrir skatta. $ 7,204,80
Ávöxtun á höfuðstól 7,83%.
Dæmi 2. 50% útborgun.
Verð. $ 92,000,00
Útborgun/höfuðstóll $ 46,000,00
Lán til þrjátíu ára með 5,5% föstum
vöxtum. $ 46,000,00
Afb. af láni og höfuðstól og vextir
á ári. $ 3,134,16
Umsjón, hverfafélag, fasteignagjöld, vá-
trygging, ábyrgð á búnaði, viðhald og vara-
sjóður. $ 6,595,20
Leigutekjur á ári. $13,800,00
Hagnaður fyrir skatta. $ 4,070,84
Ávöxtun á höfuðstól 8,85%.
Eins og sést hér að framan þá
fær sá sem tekur lán til þess að
greiða fyrir eignina 1,02% hærri
ávöxtun á féð sem hann lagði út til
kaupanna. Í viðbót við hærri ávöxt-
un þá getur hann keypt tvær eignir
ef hann leggur út sömu upphæð og
sá sem staðgreiddi. Þetta þýðir að á
30 árum eignast hann bæði húsin
án þess að þurfa að leggja til meira
fé.
Sögulega séð þá hækkar verð á
fasteignum í miðri Flórída um
3,11% á ári og síðan má afskrifa
eignina á 27,5 árum og nota af-
skriftirnar til skattafrádráttar.
Rúsínan í pylsuendanum er að þeg-
ar þú getur ekki lengur notið af-
skrifta af eigninni þá mátt þú
skipta eigninni upp í aðra eign og
getur afskrifað upp á nýtt. Nýja
eignin verður að vera dýrari en
skiptieignin og nýja lánið þar að
vera hærra en var á skiptieigninni
til þess að losna við skattagreiðslur.
Með öðrum orðum: Bandaríska al-
ríkið hvetur menn til þess að fjár-
festa í fasteignum, til þess að
tryggja framboð á leiguhúsnæði og
það er talið að hvert hús sem byggt
er skapi allt að $60,000 í beinum og
óbeinum sköttum.
Það er gott fyrir leigjendur
Ef það væri eðlilegur leigumark-
aður á Íslandi, ásamt eðlilegum af-
skiptum opinberra aðila og fjöl-
miðla af markaðnum, þá myndi ég
ætla að fleiri eignir yrðu í boði til
leigu. Það myndi valda því að verð-
myndun væri eðlilegri á söluverði
fasteigna og leiguhúsnæði. Sem
dæmi þá er viðmiðunarverð á
leiguhúnæði hér um 75 sent á fer-
fetið (925 kr. á fermetrann) en get-
ur verið örlítið lægra eða hærra
miðað við staðsetningu, ástand og
stærð eignar. Þess vegna segi ég að
það yrði gott fyrir leigjendur ef op-
inberir aðilar og fjölmiðlar skoðuðu
hug sinn og beittu öðrum meðulum
en að niðra þeim sem leigja út eign-
ir.
Hvers vegna að
fjárfesta í fasteign?
Eftir Pétur Má
Sigurðsson » Í framhaldi af eins-
leitri umræðu um
leigumarkaðinn í blöð-
um í ágúst vildi ég fjalla
um hina hliðina á mál-
inu, þ.e. eignin verður
að skila arði.
Pétur Már Sigurðsson
Höfundur er löggiltur fasteignasali
í Flórída og eignandi The Viking
Team, Realty.
www.TheVikingTeam.com.
Að vera kristinnar
trúar er ekki að geta
eitthvað, kunna, skilja
eða vita eitthvað. Og í
því felst ekki að stand-
ast eitthvað eða að
blíðka einhverja Guði
eða anda. Og í því felst
ekki heldur að aðhyll-
ast einhverjar nið-
urnjörvaðar fyrirfram
ákveðnar skoðanir eða
að kyngja einhverjum kenningum
sem troðast illa niður. Í því felst
ekki heldur að uppfylla ákveðnar
skyldur á ákveðnum tímum. Og þá
er það ekki eins og að velja stjórn-
málaflokk eða halda með einu
íþróttafélaginu umfram annað.
Kristin trú er í eðli sínu ekki held-
ur siðir eða tilburðir, ritúal eða venj-
ur, þótt siðir, agi og venjur geti
vissulega verið af hinu góða.
Gjöf
Að vera kristinnar trúar er að lifa
í persónulegu samfélagi og í óverð-
skuldaðri vináttu við höfund og full-
komnara lífsins, hinn upprisna og
lifandi frelsara, Jesú Krist, meðvitað
og ómeðvitað, vegna náðar hans.
Kristin trú er þannig tilboð um
ómótstæðilega vináttu og samfylgd í
gegnum þykkt og þunnt. Vináttu
sem ekki bregst, vináttu sem varir,
og það ekki aðeins ævinlega heldur
eilíflega.
Kristin trú er gjöf. Hún er eins
langt frá því að vera ítroðsla eða
þvingun eins og austrið er frá vestr-
inu. Þú verður ekki neitt, þitt er val-
ið. Þú mátt, ef þú vilt. Þú mátt
þiggja hana og lifa Guði í þakklæti
ef það hugnast þér.
Kristin trú er nefnilega ekki
formúla eða kerfi sem þú fékkst í arf
og verður að viðhalda til að verða
ætt þinni og þjóð ekki til skammar.
Hún er ekki dauður lagabóstafur
eða kenning sem virkar ekki, heldur
samfélag við lifandi frelsara. Tilboð
um að þiggja óverðskuldaða kær-
leiksgjöf Guðs. Tilboð um fyrirgefn-
ingu og sátt, persónulega vináttu,
frið í hjarta sem er æðri mannlegum
skilningi og eilíft líf.
Ilmur sem smýgur
Kristin trú er þannig ekki öfgar,
því hún þrengir sér ekki inn. Hún er
eins og ilmur sem smýgur inn og
fyllir hjörtu okkar him-
nesku súrefni, heil-
ögum anda Guðs.
Henni fylgir ólýsanleg
von, kærleikur og
óskiljanlegur friður.
Hún boðar fyr-
irgefningu, auðmýkt og
virðingu fyrir sam-
ferðafólki okkar, nátt-
úrunni og öllu lífi. Og
hún veitir okkur fyr-
irheit um það að við
munum komast heil út
úr þessum heimi þegar yfir lýkur,
þrátt fyrir allt og alla, vegna upp-
risu Jesú Krists frá dauðum. Hans
sem sagði: Ég lifi og þér munuð lifa.
Trúin á Jesú Krist færir okkur
þessa fullvissu vonarinnar sem eng-
inn og ekkert megnar frá okkur að
taka.
Heimska eða kraftur Guðs
Kristin trú er þannig nefnilega
heimska öllum þeim sem ekki vilja
meðtaka hana og þiggja kærleika
Guðs. En þeim lítilmótlegu smæl-
ingjum sem hún hefur opinberast er
hún náðargjöf. Kraftur Guðs sem
vara mun til eilífs lífs.
Ef þú vilt forðast hana skaltu
sannarlega vara þig, því hún er
smitandi. Hún berst nefnilega frá
hjarta til hjarta, frá manni til
manns, kynslóð eftir kynslóð. Því
hún leiðist af sama anda og reisti
frelsarann okkar forðum upp frá
dauðum. Honum sem hét því að
skilja okkur ekki eftir munaðarlaus
heldur vera með okkur alla daga allt
til enda veraldar.
Framrás kærleika Guðs verða
engin takmörk sett, þrátt fyrir ein-
beitt og stöðug vindhögg í þá veru
frá þeim sem hann ekki þola.
Í Guðs friði!
Lifandi vinátta
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
»Kristin trú er
náðargjöf þeim
lítilmótlegu smæl-
ingjum sem hún hefur
opinberast, kraftur
Guðs sem veitir von og
vara mun til eilífs lífs.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og
m.a. fv. framkv.stj. Laugarneskirkju,
KFUM & KFUK og Gídeonfélagsins
á Íslandi.
Afmælismótið í Hörpu
Sl. laugardag var spilað afmælis-
og styrktarmót í Hörpunni. 26 pör
spiluðu og fengu „óvanir“ að spila
með meisturunum sem hingað komu
til keppni við landsliðið nú um
helgina.
Páll Valdimarsson og Morten
Bilde sigruðu eftir að hafa tekið
risaskor í síðustu umferðinni. Þeir
spiluðu fyrir HS Orku og var skor
þeirra 62,6%.
Guðmundur Sv. Hermannsson og
Marek Szymanowski urðu í öðru
sæti en þeir spiluðu fyrir Jón Ás-
björnsson hf. og Agnar Hansson og
Jens Auken urðu þriðju. Spiluðu
þeir fyrir Arctica.
Spilað var undir dillandi djasstón-
list sem þó hljóðnaði þegar á leið.
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Fyrsta spilakvöldið hjá okkur á
þessu hausti var sunnudaginn 18/9.
Spilaður var eins kvölds tvímenn-
ingur. Hæsta skor kvöldsins í N/S:
Oddur Hanness. - Árni Hannesson 234
Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 210
Haukur Guðbjartss. - Birgir Kristjánss. 164
Austur/Vestur:
Jórunn Kristinsd. - Stefán Óskarss. 201
Sigurjóna Björgvinsd. - Gunnar Guðmss.
193
Birna Lárusd. - Sturlaugur Eyjólfss. 191
Sunnudaginn 25/9 verður spilaður
eins kvölds tvímenningur en 2/10
hefst fjögra kvölda tvímennings-
keppni.
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19.
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, mánud. 19. sept.
Spilað var á 11 borðum, meðalskor
216 stig. Árangur N-S:
Ingveldur Viggósd. - Ingibj. Stefánsd. 245
Magnús Oddss. - Oliver Kristófersson 239
Björn Svavarss. - Jóhannes Guðmannss. 232
Jón Lárusson - Bjarni Þórarinss. 223
Árangur A-V:
Bragi Björnsson - Albert Þorsteinsson 274
Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónsson 250
Ægir Ferdinandsson - Oddur Halldórss.
237
Sigurður Tómasson - Guðjón Eyjólfss. 231
Bergur Ingimundar - Axel Lárusson 231
Gullsmárinn
Spilað var á 14 borðum í Gull-
smára mánudaginn 19. september.
Úrslit í N/S:
Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 313
Guðrún Gestsd. - Ásgrímur Aðalsteinss. 311
Skúli Sigurðsson - Rúnar Hauksson 296
Hrólfur Gunnarsson - Ari Þórðarson 292
A/V:
Ármann J. Láruss. - Guðl. Nielsen 364
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 342
Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundss. 290
Steindór Árnason - Einar Markússon 272
Stefán Ólafsson - Helgi Sigurðss. 272
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is