Morgunblaðið - 21.09.2011, Síða 38

Morgunblaðið - 21.09.2011, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011 Morgunblaðið gefur út glæsi- legt sérblað um hannyrðir föndur og tómstundir föstudaginn 30. september MEÐAL EFNIS: Hannyrðir Skartgripagerð Jólakortagerð Útsaumur Prjón og hekl Málun Bútasaumur Módelsmíði Rætt við fólk sem kennir föndur Rætt við þá sem sauma og selja föndurvörur Föndur með börnunum og þeim sem eldri eru Ásamt fullt af öðru spennandi efni um föndur og tómstundir –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 26. sept. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Hannyrðir, föndur & tómstundir SÉRBLAÐ Hannyrðir, föndu r & tómstundir Þetta er tíminn til að huga að hannyrðum og föndri fyrir jólin og sjá hvað er í boði í tómstundum um þessar mundir. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við ákváðum að setja sýninguna þannig upp að hún tæki á við- kvæmum málum eins og lista- mannadeilum, núningi milli ólíkra kynslóða íslenskra listamanna, ólík- um áherslum, stefnum og straum- um. Enda er slíkur ágreiningur gjarnan vendipunktur í framvindu listasögunnar, jafnt hér sem erlend- is,“ segir Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, um sýninguna ÞÁ OG NÚ sem opnuð verður á morgun og sýnd í öllum söl- um Listasafnsins. ÞÁ OG NÚ er yfirlitssýning á ís- lenskri myndlist í tilefni af útkomu Íslenskrar listasögu, frá ofanverðri 19. öld til byrjunar 21. aldar, sem Listasafn Íslands og Forlagið gefa út í sameiningu um þessar mundir og Ólafur Kvaran ritstýrir. Þar er um að ræða fimm bindi sem skreytt eru með á annað þúsund listprent- unum og textum eftir fjórtán list- fræðinga upp á um 1500 blaðsíður. „Ég get ekki annað en verið stoltur fyrir hönd okkar allra af því hvernig til hefur tekist. Þetta er glæsilegt verk og á eftir að verða algjört und- irstöðuverk í íslenskri listasögu. Það hefði hins vegar verið borin von að fylgja bindunum fimm eftir í þaula á yfirlitssýningu okkar, enda hefði slík nálgun sennilega orðið grútleið- inleg,“ segir Halldór Björn kíminn enda sjálfur einn fjórtán höfunda út- gáfunnar. Inntur eftir dæmum um deilur eða straumhvörf í íslenskri myndlist- arsögu nefnir Halldór Björn sýn- ingar Jónasar Jónssonar frá Hriflu á annars vegar vondri myndlist og hins vegar góðri myndlist í búð- arglugga Gefjunar í Aðalstræti á vormánuðum árið 1942 sem leiddu til þess að Listamannaskálinn við Al- þingishúsið reis ári síðar. Annað dæmi er Rómarsýningin árið 1955 sem leiddi til þess að Félag íslenskra myndlistarmanna (FÍM) sprakk í sjö félög. Íslenskum listamönnum hafði verið boðið að sýna í sýningarhöll í Róm á Ítalíu, en listamenn eldri kyn- slóðarinnar neituðu að taka þátt ef abstraktmálararnir Þorvaldur Skúlason og Svavar Guðnason sæju um að velja verkin á sýninguna, þó með einni undantekningu því Jó- hannes Kjarval studdi ungu lista- mennina. Nýjasta dæmið um deilu nefnir Halldór Björn síðan sýningu Nýlistasafnsins KODDU í Alliance- húsinu í vor sem leiddi til harðra átaka. Myndlistin krefst umræðu „Við erum ekki með neinu móti að taka afstöðu í helstu deilum mynd- listarsögunnar, heldur aðeins að lyfta upp þessum ágreiningi þannig að hver og einn geti gert upp við sig hvernig tekist hefur verið á um myndlistina í gegnum tíðina,“ segir Halldór Björn og bendir á að mynd- listinni þurfi að fylgja úr hlaði með umræðum. „Að mínu mati er betra að veita ágreiningnum upp á yf- irborðið og ræða hann heldur en að reyna að grafa hann, því það er vís- asta leiðin til þess að grafa listina um leið,“ segir Halldór Björn og tekur fram að einhverra hluta vegna hafi þróunin eftir seinna stríð verið sú að fáar ef nokkrar listgreinar hafa ögr- að jafnmikið og myndlistin. Að sögn Halldórs Björns er sýn- ingin mjög fræðsluvæn og má búast við því að nemendur allt frá grunn- skólum upp í háskóla sem og al- menningur allur muni leggja leið sína í Listasafnið fram að áramótum, þegar sýningin verður tekin niður, til þess að fræðast um íslenska myndlist. „Alls eru á annað hundrað verk á sýningunni eftir álíka marga listamenn og öll eiga verkin það sameiginlegt að vera í eigu Lista- safnsins. Með þessu móti erum við í leiðinni að athuga hvort safnið standi ekki örugglega nógu vel að því að safna listaverkum,“ segir Halldór Björn og tekur fram að öll söfn glími við spurninguna um hvað eigi að kaupa auk þess sem skortur á fjár- magni setji talsverðar skorður. Aðspurður segir Halldór Björn verkin dreifast býsna jafnt á hin ólíku tímaskeið listasögunnar auk þess sem reynt hafi verið að gæta jafnræðis milli kynjanna. „Því miður verður það hins vegar að segjast að það er mjög stutt síðan konur urðu jafngildar körlum í listinni. Í raun má segja að það hafi ekki gerst fyrr en upp úr 1970 með rauðsokkahreyf- ingunni og kvennafrídeginum 1975, en þá fyrst tókst konum að draga til sín athyglina bæði hér á landi sem og erlendis.“ Spurður hvort myndlist kvenna hafi vakið jafn hörð viðbrögð og miklar deilur eins og myndlist karla, svarar Halldór Björn því ját- andi og tekur dæmi af Rósku sem þótti frökk og hispurslaus í verkum sínum og Ragnheiði Jónsdóttur sem hneykslaði fyrir djarfar pælingar sínar á áttunda áratugnum. Að sögn Halldórs Björns verður sýningunni ÞÁ OG NÚ og útgáfunni á Íslenskri listasögu fylgt úr hlaði með margvíslegum fundum og um- ræðum. Þannig verða hádegisfundir í safninu alla miðvikudaga frá og með 28. september til 26. október þar sem útgáfan verður kynnt af höf- undum allra bindanna, efnismikil málþing laugardagana 5. og 19. nóv- ember, sérfræðileiðsögn í hádeginu á þriðju- og föstudögum og sunnu- dagsleiðsögn í safninu flesta sunnu- daga fram að jólum. Allar nánari upplýsingar um dagskrána má nálg- ast á vef Listasafnsins (listasafn.is). Þess má að lokum geta að ítarlegar verður fjallað um útkomu Íslenskrar listasögu í næsta sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Kristinn Samræður „Að mínu mati er betra að veita ágreiningnum upp á yfirborðið og ræða hann heldur en að reyna að grafa hann, því það er vísasta leiðin til þess að grafa listina um leið,“ segir Halldór Björn Runólfsson safnstjóri. Átök og deilur settar í forgrunn  ÞÁ OG NÚ sýnd í Listasafni Íslands Eldfjallið, fyrsta bíómynd Rúnars Rúnarssonar, verður frumsýnd á Ís- landi á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni hinn 29. september. Myndin fjallar um gamlan húsvörð sem er kominn á eftirlaun og hefur aldrei um ævina haft fyrir því að laga sig að kröfum annarra eða að samtím- anum. Í gær kom afskaplega góður dómur hjá enska veftímaritinu Time Out, en það gaf myndinni fjórar stjörnur af fimm mögu- legum. Þar segir meðal annars: „Frábær frammistaða Theódórs Júlíussonar færir dýpt og tilfinn- ingalega fegurð í þennan annars ís- mann og innhverfu manneskju sem hann leikur og er áhugaverð kar- akterstúdía hjá hinum hæfi- leikaríka leikstjóra; Rúnari Rún- arssyni.“ Að sögn Þóris Snæs Sigurjóns- sonar, framleiðanda myndarinnar, hefur gengið mjög vel með mynd- ina allt frá því hún var frumsýnd í Cannes í vor. „Núna síðast var hún í Toronto og það gekk mjög vel þar,“ segir Þórir Snær. „Það er búið að semja um að hún komist í almenna dreifingu í bíóhúsum í Noregi, Dan- mörku og í Benelux-löndunum og við bíðum spenntir eftir því hvernig það mun ganga. En það sem við er- um hvað spenntastir fyrir í augna- blikinu er að hún er komin í for- valshóp mynda sem keppa um Evrópuverðlaunin og við vorum einmitt að útbúa 2.500 diska til að koma myndinni í hendur þessara 2.500 meðlima evrópsku akademí- unnar og svo er að sjá hvort við hljótum náð fyrir þeirra augum. Ég held að niðurstöðurnar úr því vali liggi ekki fyrir fyrr en í desember,“ segir Þórir Snær sem er ánægður með lífið sem stendur. borkur@mbl.is Þverhaus Aðalpersóna myndarinnar horfir á bát sinn hífðan uppúr hafinu. Eldfjallið mun loks- ins gjósa á Íslandi  Íslandsfrumsýning Eldfjallsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.