Morgunblaðið - 21.09.2011, Side 40

Morgunblaðið - 21.09.2011, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Breski kvikmyndagerðarmaðurinn James Marsh verður viðstaddur sýningar á þremur myndum sínum á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst á morg- un. Marsh hlaut Óskarsverðlaun ár- ið 2009 fyrir bestu heimildarmynd- ina, Man on Wire, en í henni er sagt frá stórmerkilegum viðburði, þegar línudansarinn Philippe Petit gekk á vír sem hann hafði, ásamt félögum sínum, strengt milli tvíbur- aturnanna í New York, World Trade Center. Fyrir myndina hlaut hann fjölda ann- arra verðlauna, m.a. hin bresku BAFTA og Indep- endent Spirit-verðlaunin. Marsh hafði þá hlotið fjölda verðlauna fyr- ir fyrri verk sín, m.a. fyrir heimild- armynd sína Wisconsin Death Trip frá árinu 1999 en hún verður sýnd á RIFF auk Man on Wire og Project Nim frá árinu 2010. Marsh hefur einnig gert leiknar kvikmyndir og var að klippa þá nýjustu, Shadow Dancer, þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans í fyrradag. „Stoner“-mynd Marsh starfaði í upphafi ferils síns hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, eins og svo margir breskir leikstjórar sem átt hafa góðu gengi að fagna. Marsh segist ekki beinlín- is hafa lært mikið hjá BBC heldur frekar lært af eigin verkum og mis- tökum. Hann hafi í upphafi gert stuttar myndir fyrir menningar- þætti í sjónvarpi, um tíu mínútna langar og seinna meir lengri heim- ildarmyndir. Heimildarmyndina Wisconsin Death Trip hafi hann gert fyrir BBC árið 1999 en sú mynd hefur öðlast svokallaða költ- stöðu í Bandaríkjunum, þ.e. nýtur mikilla vinsælda meðal afmarkaðs hóps bíógesta. Myndin fjallar um undarlega atburði og hörmungar sem dundu yfir smábæ í Wisconsin í Bandaríkjunum, Black River Falls, undir lok 19. aldar. Óvenjuleg veiki virtist herja á bæjarbúa, dagblöð fjölluðu reglulega um sturlun, sér- visku og ofbeldi meðal bæjarbúa, sjálfsvíg og morð voru algeng, fólk ásótt af draugum, útlögum og brennuvörgum. „Hún er költ-mynd, hvað svo sem það þýðir. Í Banda- ríkjunum á það a.m.k. við um hana, þar eru dyggir aðdáendur. Hún varð að svokallaðri „stoner“-mynd, fólk fór að sækja hana undir áhrif- um kannabisefna sem olli mér nokkrum hryllingi,“ segir Marsh en hlær þó að því. Fólk stundi það að reykja sig skakkt og fara á miðnæt- ursýningar á myndinni. Tilraun með simpansa Segja má að Marsh hafi dálæti á mögnuðum, sönnum sögum og at- burðum. „Sögur sem þú myndir ekki trúa væru þær sagðar með öðr- um hætti,“ bendir Marsh á og það á sannarlega við um myndirnar þrjár sem sýndar verða á RIFF. Project Nim fjallar um stórmerkilega til- raun eða rannsókn sem gerð var á áttunda áratugnum á simpansa, Nim Chimpsky, allt frá því hann var ungi. Rannsóknin átti að sýna að ap- ar gætu lært að tjá sig ef þeir væru aldir upp eins og börn. Á vef RIFF er myndinni lýst sem spaugilegri en á köflum óhugnanlegri þar sem hún opni augu okkar mannanna fyrir því hver við erum. „Þetta er ævi- saga Nim, frá upphafi til enda. Ég hafði ekki séð neitt þessu líkt áður og það var áhugaverð áskorun að gera mynd tileinkaða dýri og nota að mörgu leyti sömu aðferðir og notaðar væru ef um fræga mann- eskju væri að ræða. Þetta er simp- ansi og maður fær að kynnast hon- um, fylgjast með honum vaxa úr grasi og eignast fjölda vina og óvina. Sagan kemur mjög á óvart. Fjölskylda tekur hann að sér í byrj- un og hugmyndin var sú að móta hann eins og manneskju, kenna honum táknmál en það fór ekki allt eins og til stóð. Hann stækkaði og varð sterkari og fór að hegða sér sí- fellt meir eins og simpansi. Það kemur margt á óvart í sögunni,“ segir Marsh. -Var þetta misheppnuð tilraun? „Engin tilraun er misheppnuð í sjálfu sér því það fæst alltaf einhver niðurstaða, menn læra eitthvað af henni, bæði jákvætt og neikvætt. Simpansinn lærði ekki að tala við fólk eða njóta þess að vera innan um það, hann hafði enga þörf fyrir það,“ segir Marsh. Nim hafi lært að tjá sig upp að vissu marki, biðja um það sem hann langaði í, þakka fyrir sig og biðjast afsökunar meðal ann- ars. „En hann hafði ekki mikla löng- un til að tjá hugsanir sínar, þannig eru simpansar einfaldlega ekki í eðli sínu,“ segir Marsh. Dýrin hafi sína eðlisávísun og ákveðin hætta fylgi því að eiga við hana eða reyna að breyta henni. Eðli þeirra verði m.ö.o. ekki breytt. Óskarinn breytti ekki öllu Spurður að því hvort Óskars- verðlaunin hafi ekki haft mikil áhrif á feril hans, leikstjórnartilboðum rignt inn, segir Marsh svo ekki vera. „Maður gerir bara myndir áfram,“ segir hann blátt áfram. Vissulega hafi Óskarinn hjálpað til við fjármögnun verkefna, hann hafi getað snúið sér strax að næsta verk- efni. Stórfyrirtæki í Hollywood hafi hins vegar ekki bankað upp á hjá honum, þannig sé það einfaldlega ekki þegar menn hljóta Óskar fyrir heimildarmynd. „Ef ég gerði Xbox- auglýsingu væru menn líklega spenntari í Hollywood,“ segir Marsh og hlær. Eins og fyrr sagði er Marsh að klippa kvikmyndina Shadow Dan- cer en í henni leikur kvikmynda- stjarnan Clive Owen auk Andreu Riseborough, Gillian Anderson og Aidan Gillen. „Þetta er hálfgerð njósnasaga sem fjallar um upp- ljóstrara úr röðum Írska lýðveldis- hersins sem þarf að koma upp um ættingja sína,“ segir Marsh. Myndin eigi margt sameiginlegt með þýsku myndinni Das Leben der Anderen, aðalpersónan þurfi að grípa til ákveðinna aðgerða sem stríði gegn samvisku hennar. -Er þetta dýr kvikmynd í fram- leiðslu, í ljósi þess hvað þú ert með þekkta leikara í henni? „Nei, hún er það ekki. Hún er ekki ódýr en ekki heldur dýr á Hollywood-mælikvarða,“ segir Marsh. Hann hafi verið svo heppinn að fá þekkta leikara í myndina og þeir hafi sætt sig við lægra kaup en gengur og gerist í Hollywood- myndum. „Þetta er bresk mynd, ekki Hollywood-mynd,“ bendir Marsh á. „Þetta er góð saga og ég naut þess að gera myndina.“ -Nú munt sitja fyrir svörum á RIFF að loknum sýningum á mynd- unum þínum. Gerir þú mikið af því? „Nei, í rauninni ekki. Þegar mað- ur fer með mynd á hátíð er búist við því að maður geri það og það er eðlilegt. Maður er að kynna verkið og fólk vill spyrja mann spurninga. Það er gaman að komast að því hvað fólki finnst um það sem maður er að gera, mjög áhugavert oft og tíðum,“ svarar Marsh. Hann kjósi þó frekar að gera kvikmyndir en að láta klappa sér á bakið á hátíðum. Lærdómsríkt Stilla úr Project Nim, heimildarmynd Marsh um stórmerkilega tilraun sem gerð var á simpansa. Óttalaus Úr Man on Wire, Petit gengur á vírnum milli tvíburaturnanna. James Marsh Þetta er ótrúlegt ... en satt!  Leikstjórinn James Marsh er einn heiðursgesta Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík  Þrjár mynda hans verða sýndar  Hlaut Óskarinn fyrir heimildarmyndina Man on Wire www.riff.is Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Of Monsters and Men sigraði í Mús- íktilraunum fyrir einu og hálfu ári nokkuð örugglega. Svo komst grein- arhöfndur að orði eftir úrslitakvöld Músíktilrauna í fyrra, þann 29. mars. „Sveitin er leidd af Nönnu Bryn- dísi Hilmarsdóttur og stýrði hún gangi mála af miklu öryggi. Söng- rödd hennar er frábær; brestur á réttum stöðum, hæfilega hrjúf og ljúf í senn. Tónlistin „Seabear“-ískt nýþjóðlagapopp, melódískt mjög, lögin fullmótuð og sveitin einnig. Hnökralaust, svo gott sem …“ Blaðamaður spyr Nönnu hvort all- ir hnökrar séu þá á bak og burt nú? „Það var erfitt að sleppa henni,“ svarar hún og hlær. „Við ætluðum að gefa út í mars, svo í sumar. Við gátum ekki hætt að betrumbæta. Við vorum ár að þessu. Er það eðlilegt? Ég veit ekkert hvernig svona lagað gengur fyrir sig. Við unnum plötuna með Aroni Arn- arssyni, sem var alveg frábært.“ Sveitin er nú orðin sex manna. Þau voru fjögur í Músíktilraunum en Nanna hóf ferilinn sem trúbadúr. „Þetta er allt annað band í dag og hefur þróast mjög mikið,“ segir Nanna. „Við fórum að semja mjög mikið eftir Músíktilraunir og það er mikil stemning í bandinu. Við tökum þessu alvarlega og allir eru mjög innvikl- aðir í þetta.“ Drifið Nanna segir að það hafi verið ákveðið að drífa plötuna út og svo spáð í næstu skref eftir það. „Við erum reyndar með banda- rískan umboðsmann sem er að vinna fyrir okkur. Hann er búinn að vera mjög duglegur en það er ekkert fast í hendi ennþá. En það er ekki slæmt að vera með plötu klára undir arm- inum ef eitthvað fer af stað.“ Og Nanna er klár ef kallið kemur. „Ég og Arnar (trommari) vorum einmitt að byrja bæði tvö í skóla og vorum að tala um það að ef eitthvað gerist þá bara stökkvum við til. Tón- listin hefur algjöran forgang, hún er lífsblóðið.“ Samstaða Við tökum þessu alvarlega og allir eru mjög innviklaðir í þetta.“ Lífsblóðið, tónlistin, er alltaf í forgangi  Fyrsta plata hljómsveitarinnar Of Monsters and Men komin út My Head Is an Animal kom í gær út í efnislegu formi en hefur verið í forsölu á Tónlist.is síðan á fimmtu- dag og fór beint í 1. sæti yfir mest seldu plötur síðustu viku á síð- unni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.