Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 264. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Andlát: Guðmundur Árnason 2. Mel B ræðir fyrrverandi elskhuga 3. Baðfatamyndirnar af Evu … 4. Innlit í einbýli … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Írska söngkonan Sinéad O’Connor mun halda eina tónleika á tónlist- arhátíðinni Airwaves í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 21 14. október. Dagskrá Airwaves verður svo birt á heimasíðu hátíðarinnar í dag, miðvikudag. Sinéad O’Connor verður í Fríkirkjunni  Bíó Paradís verður heimili RIFF. Þetta felur í sér að húsið verður mið- punktur hátíðarinnar og helsti sýn- ingarstaður. Á myndinni eru Lovísa Óladóttir framkvæmdastjóri og Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. Bíó Paradís verður heimili RIFF  Benni Hemm Hemm og Borko halda tónleika í kvöld á Faktorý. Benni mun telja jafnt í sígilda slag- ara sem nýrra efni. Borko er þessa dagana að ljúka ann- arri breiðskífu sinni sem kemur út snemma á næsta ári. Tónleikarnir hefj- ast stundvís- lega kl. 22:00 og kostar 1.500 kr. inn. Benni Hemm Hemm og Borko á Faktorý Á fimmtudag Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Skúrir norð- anlands en annars skýjað með köflum. Hiti 5 til 12 stig að deginum. Á föstudag Vaxandi austan- og norðaustanátt og fer að rigna sunnan- og austanlands. Hiti 5 til 10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 3-8, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 8 til 15 stig að deginum. VEÐUR Afturelding er eitt þeirra átta liða sem skipa N1-deild karla í handboltanum í vet- ur og er kynnt til sögunnar í Morgunblaðinu í dag, ásamt liði Gróttu. Þrándur Gísla- son Roth fyrirliði segir Aft- ureldingu mæta til leiks á komandi keppnistímabili með sterkara lið en í fyrra og þá hafi verið blásið lífi í Rothöggið, hið litríka stuðn- ingsmannalið félagsins, á nýjan leik. »2-3 Sterkara lið og Rothöggið mætir Ísland tekur á móti Belgíu í und- ankeppni Evrópumóts kvenna í fót- bolta á Laugardalsvellinum í kvöld. Íslenska liðið vann glæsilegan sigur á því norska á laugardaginn en Katrín Jónsdóttir fyrirliði segir að hann gefi liðinu ekk- ert forskot í leiknum í kvöld. »1 Sigurinn á Noregi gefur ekki forskot í kvöld Mikil spenna er um það hver verður efstur í einkunnagjöf Morgunblaðs- ins fyrir frammistöðu sína í Pepsi- deild karla í knattspyrnu. Matthías Vilhjálmsson úr FH hefur hlotið flest M-in en á hæla hans koma Eyjamað- urinn Tryggvi Guðmundsson og Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björns- son. »4 Matthías efstur í ein- kunnagjöfinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Ég er búin að vera meira og minna ein í húsinu síðan ég flutti inn 1. maí 2009. Þetta er yndislegt hús og gott að búa þarna. Þeir eiga von á góðu sem eru að flytja inn,“ segir Hildur Guðmundsdóttir. Hún hefur verið nánast eini íbúinn í 26 íbúða lúx- usfjölbýlishúsi við Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi síðan hluti þess var tilbúinn 2009. Það fer þó að breytast því búið er að selja sex íbúðir í hús- inu síðan í lok ágúst. En hvernig líst Hildi á að fá nágranna? „Ég veit ekkert hvort mér á eftir að líka við að fá nágranna, það á eftir að koma í ljós,“ segir Hildur og hlær. „Þeir verða örugglega góðir. Ég er nú bú- in að hafa nágranna í um hálft ár. Ein íbúðin var í eigu útgerðarmanns sem var aldrei þar. Hún var seld um síðustu jól og þá flutti einn maður inn, þannig að við höfum verið tvö í húsinu undanfarið. Ég veit að það hafa margir beðið eftir þessum íbúð- um en þær hafa bara verið of dýrar.“ Úr 200 milljónum niður í 90 Þrjár íbúðir voru seldar í húsinu við Hrólfsskálamel þegar það kom aftur í sölu í lok ágúst. Síðan hafa sex íbúðir selst og nokkur tilboð eru í gangi, að sögn Magnúsar Geirs Pálssonar, sölumanns hjá Eigna- miðlun. „Það eru tvö stigahús í sölu núna af fjórum, þannig að það eru sex íbúðir eftir til sölu. Svo vænt- anlega innan þriggja mánaða kemur síðari hlutinn í sölu,“ segir Magnús og bætir við að margir hafi beðið eft- ir að þetta hús kæmi aftur á mark- aðinn. „Nýtt fjölbýli á Seltjarnarnesi er nokkuð sem kemur varla í sölu. Það er mikið Vesturbæjarfólk sem er að kaupa þarna, fólk sem á einbýli og vill minnka við sig.“ Verðið á íbúðunum hefur lækkað töluvert síðan þær voru fyrst í sölu. „Þá var verðið tvö- eða þrefalt hærra en nú. Þær íbúðir sem eru verðlagðar á 90 milljónir í dag voru á um eða yfir 200 milljónir í upphafi. Þetta var 2007-verð sem gekk ekki upp. Mörgum finnst þetta dýrt ennþá en það er mikið lagt í þetta og þeir sem kaupa setja verðið ekki fyrir sig,“ segir Magnús. Íbúðirnar eru frá 90 og upp í 240 fermetra og verðlagðar frá 30 og upp í rúmlega 100 milljónir. „Á efstu hæðinni er 240 fm íbúð með þremur her- bergjum og þremur baðherbergjum. Hún var sett á yfir 200 milljónir í upphafi en hugmyndin núna er að fá fyrir hana um 100 milljónir. Sam- bærileg íbúð á annarri hæð er á 90,4 milljónir.“ Magnús segir að fasteigna- viðskiptin hjá Eignamiðlun hafi ver- ið mjög góð í marga mánuði. „Við vorum með nýtt fjölbýlishús í Stóra- gerði, lúxusíbúðir líka, og síðasta íbúðin þar var að fara. Við sjáum fyrir okkur að það seljist hratt upp á Hrólfsskálamelnum.“ 2007-verð sem gekk ekki upp  Íbúum fjölgar brátt á Hrólfsskálamel  Sex íbúðir seldar síðan í lok ágúst Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hrólfsskálamelur Hluti fjölbýlishússins á Seltjarnarnesi var tilbúinn 2009 en verðið þótti of hátt og lengst af hefur aðeins einn íbúi búið í húsinu. Árið 2000 voru úrslit í skipu- lagssamkeppni um Hrólfs- skálamel á Seltjarnarnesi fyrst kynnt. Framkvæmdir Íslenskra aðalverktaka, ÍAV, hófust í mars 2007. Áætlað var í upphafi að reisa þrjú fjölbýlishús á lóðinni með 80 íbúðum. Aðeins eitt þeirra hefur verið reist og er það Landey, dótturfélag Arion banka, fyrir hönd Ármannsfells sem er að leggja lokahönd á það. Í fyrra urðu lóðaskipti á milli ÍAV og Seltjarnarnesbæjar. Bærinn eignaðist aftur 36% af lóðarréttindum með bygging- arrétti til að reisa um 4.100 fer- metra hús á lóðinni. ÍAV á lóð fyrir annað hús, tveggja hæða. Gert ráð fyrir 80 íbúðum HRÓLFSSKÁLAMELUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.