Morgunblaðið - 10.10.2011, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.10.2011, Qupperneq 28
Í heimildarmyndinni Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson er fylgst með séra Jóni Ísleifssyni, sóknarpresti í Árnesi á Ströndum. Um myndina segir á vef Bíós Paradísar: „Hann lifir lífinu á sinn eigin sérstæða máta og af honum eru margar sögur, bæði sannar og ósannar. Í kjölfar langvinnra deilna innan safnaðarins er svo komið að mikill meirihluti sóknarbarna hefur skrifað undir vantraust á séra Jón og lýst því yfir að þau vilji ekki að hann starfi lengur sem sóknarprestur í Árnesprestakalli. Er séra Jón óhæfur prestur? Eða eru aðrir kraftar að verki? Hvað sem því líður er séra Jón maður sem er staddur á miklum tímamótum.“ Athyglinni er beint að persónu Jóns sjálfs og glímu hans við sjálfan sig, sérvisku sína og bresti, að því er fram kemur í tilkynningu. Steinþór fylgdist með atburðarásinni í langan tíma og lauk tökum 2003. Myndin hefur verið sýnd fyrir fullu húsi bæði hér í Reykjavík og á Akureyri. Steinþór segist aðspurður ekki fá mikinn pening fyrir gerð þessarar myndar. „En ef maður væri eingöngu að spá í pen- inga væri maður líklega í einhverju öðru en heimildarmyndagerð.“ Jón og Jón HEIMILDARMYND VIÐTAL Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Heimildarmyndin Jón og séra Jón sigraði á heimildarmyndahátíðinni á Patreksfirði í vor, en hún var ekki frumsýnd fyrr en fyrir nokkrum vik- um í Bíó Paradís. Henni voru aðeins ætlaðar sýningar í tvær vikur enda ekki algengt að heimildarmyndir séu vel sóttar í kvikmyndahúsum, en uppselt var á allar sýningarnar og var biðröð út á götu til að komast á hana eins og blaðamaður varð vitni að þegar hann var í bíóinu í öðrum erindagjörðum. Myndin var síðan frumsýnd á Akureyri í vikunni sem leið en verið er að reyna að koma henni aftur í bíó í Reykjavík. Steinþór Birgisson heitir höf- undur myndarinnar en hann hefur komið að mörgum íslenskum heim- ildarmyndum. Ekki mikil bíómenning Hver er bakgrunnur þinn, hvar menntaðirðu þig og hvernig kom það til að þú fórst í kvikmyndagerð? „Ég er alinn upp austur í Gnúp- verjahreppi og þess vegna ekki bein- línis þátttakandi í mikilli bíómenn- ingu. Hins vegar er Sjónvarpið bara tveimur árum yngra en ég þannig að í minningunni er eins og það sem þar birtist hafi haft mikil áhrif á mig. Þá er ég að tala um Ómar Ragnarsson, Magnús Bjarnfreðsson og þess hátt- ar hluti, fyrir utan auðvitað bíó- myndirnar sem þar voru sýndar. En það var alltaf mjög mikill leik- listaráhugi í mínu umhverfi. Faðir minn er leikskáld þannig að fyrir mér hefur það alltaf verið eðlilegur hlutur að starfa við einhverskonar listræna sköpun. Ég las líka mjög mikið sem krakki allt frá kon- ungasögum til Bob Moran þannig að ég hef alltaf haft mjög gaman af sög- um og ég held að ég hafi ákveðið mjög snemma að kvikmyndamiðill- inn væri eitthvað sem ég vildi vera viðriðinn.“ Hvernig kom þetta efni upp í hendurnar á þér? „Þegar ég var að vinna að þátt- unum um Vestfirði þá leið mér mjög vel þar og ég kann mjög vel við Vest- firðinga, þeir eru traust og kjarngott fólk. Hins vegar fer ekki hjá því að maður finni líka fyrir smæð samfél- anna þar í bland við einangrun og sambýli við öfgakennda náttúru. Þannig að eftir því sem ég kynnti mér fortíðina meira þeim mun meiri áhuga fékk ég á nútíðinni og mér flaug í hug hvort heimildarmynd um prest væri ekki leiðin til þess að nálgast nútíðina. Svo varð ekkert úr þessu þangað til séra Jón bankaði nánast upp á. Viðkvæmt efni Tumi Magnússon myndlist- armaður er sameiginlegur vinur okkar og hann sagði mér frá Jóni og hans aðstæðum. Í sameiningu feng- um við þá hugmynd að spyrja hann að því hvort við gætum fengið að heimsækja hann með myndavél með það fyrir augum að gera jafnvel kvikmynd. Tumi hvarf svo til annara hluta og þannig atvikaðist það að ég fór að gera mynd um prest á Vest- fjörðum, þó sú mynd væri önnur en ég hafði séð fyrir mér áður. Ég fann mjög fljótt að efnið sem ég hafði í höndunum var talsvert annars eðlis og með miklu víðari skírskotanir en það að fjalla einvörð- ungu um prest á Vestfjörðum. En ég fann líka að efnið var mjög við- kvæmt og einstakt og það riði á miklu að vinna vel úr því. Það verk- efni glímdi ég við í tæp átta ár, með hléum að vísu.“ Hvernig var að vinna traust Jóns? Og hvernig var að vinna traust séra Jóns? „Það gerðist bara eins og maður kynnist manneskjum sem maður hefur áhuga á og við bara töluðum saman og eyddum tíma saman. Í þessu tilfelli gerðist það ef til vill dá- lítið hratt því kvikmyndagerð þarf að vera fókuseruð ef hún á að ganga upp. Okkar samræður voru þess vegna mjög ýtarlegar og tilfinn- ingabundnar og hann sýndi mér mikinn trúnað. Trúnað sem hann hefur sýnt mér æ síðan því allan tím- ann sem myndin var í vinnslu vildi hann aldrei sjá neitt af því sem ég var að gera. Séra Jón er hins vegar nokkurs- konar opinber persóna og gengst upp í því sem við getum kallað al- mennar hugmyndir um það hvernig prestur á að vera. Það er ekki fyrr en að lokum að við gerum okkur grein fyrir því að þeir eru báðir jafn einmana og eru í raun einn og sami maðurinn. Hann er maður sem við þekkjum. Því að eins og Jón sagði sjálfur við mig: „Einmanaleikinn er það hræðilegasta sem til er og við hræðumst hann öll“ og við þurfum heilmikinn styrk til þess að standa gegn þeim ótta.“ Tóku sveitarmenn þessari um- fjöllun ekkert illa? „Nei, en það verður að segjast að ég ræddi ekki við neinn um hvað ég var að gera. Ég var einfaldlega að fengið komment frá þeim sem að málinu komu? Fólk hefur orðið fyrir áhrifum „Viðbrögðin við myndinni hafa auðvitað verið mjög ánægjuleg fyrir mig og líka nokkuð óvænt. Mér finnst sú góða aðsókn sem myndin hefur fengið gefa tilefni til þess að vera bjartsýnn á að íslenskir áhorf- endur hafi enn áhuga á sögum af sjálfum sér. Meðan svo er, er gaman að búa til kvikmyndir. Mér hefur líka þótt vænt um að upplifa að fólk hefur orðið fyrir áhrifum af myndinni og hún hefur verið því umhugsunar- og umræðu- efni. Ég hef hins vegar ekki heyrt frá fólki í Árneshreppi sérstaklega og á ekkert endilega von á því. Ég held að þeir sem horfa á þessa mynd opnum huga geri sér grein fyrir því að hún er hvorki réttarhöld né dómur og er alls ekki neins konar atlaga að fólki, hvorki sem ein- staklingum eða samfélagi.“ Hvernig tók Jón myndinni? „Hann faðmaði mig bara.“ Hvar er Jón í dag? „Í framhaldi af lokaskoti mynd- arinnar þá lögðum við Jón af stað til Reykjavíkur. Það var 8. janúar, haugarigning og rok, vegurinn ísi lagður, manndrápshálka og engin miðstöð í bílnum. Um það bil miðja vegu inn Reykjafjörð fauk bíllinn út í vegkant og bratt niður í fjöru. Það- an varð honum ekki komið nema setja undir keðjur. Bíllinn fauk hvað eftir annað út af tjakknum og þetta tók langan tíma. Að lokum vorum við báðir blautir inn að skinni. Við ókum yfir í Veiðileysufjörð og kyntum upp í neyðarskýlinu sem þar er. Því næst skriðum við saman und- ir teppisdruslu og vorum þar saman þangað til við vorum orðnir þurrir. Þessi ferð er mér algjörlega ógleymanleg en við vorum alls 18 tíma á leiðinni. Jón fór svo rakleiðis austur í Kárahnjúka og vann þar lengi við gangagerð. Hann var í Færeyjum um tíma en núna býr hann í Reykjavík.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Stjórnandinn Steinþór Birgisson eyddi átta árum af ævi sinni í að gera heimildarmynd um bæði Jón og séra Jón sem segja má að sé sitthvor maðurinn í þeim sama. Myndin hvorki réttarhöld né dómur  Heimildarmyndin Jón og séra Jón sigraði á heimildarmyndahátíðinni á Patreksfirði í vor og var sýnd fyrir fullu húsið í Bíó Paradís  Steinþór Birgisson er höfundur myndarinnar dokúmentera það sem ég sá og ekk- ert var nokkru sinni sviðsett eða tek- ið upp án leyfis.“ Bæði Jón og séra Jón virðast vera afslappaðir gagnvart kvikmyndavél- inni, hvernig náðist sá árangur? „Jón setti mér aldrei nein mörk um hvað mætti mynda og hvað ekki og athyglin er stöðugt á honum. Að lokum held ég að myndavélin og hann hafi nánast runnið saman. Sú ákvörðun að spyrja aldrei neinn ann- an en Jón beinnar spurningar um nokkurn hlut hefur hins vegar þau áhrif að allt annað fjarlægist.“ Hvernig fékkstu að fara með vél- ina inn á átakafundinn? „Úttektin á prestssetrinu sem var gerð í samhengi við starfslokasamn- ing Jóns var opinber gjörningur, framkvæmdur í viðurvist vitna þannig að leyfi til upptöku var auð- fengið. Enda var ég heldur ekki einn um að vera með myndavél.“ Hvernig hafa viðbrögð verið við velgengni myndarinnar? Hefurðu 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.