Morgunblaðið - 27.10.2011, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, seg-
ir að ekki hafi tekist að ná því mark-
miði síðustu kjarasamninga að koma
gangverki atvinnulífsins af stað,
skapa störf og auka tekjur. Brýnasta
úrlausnarefnið nú sé að auka hag-
vöxt og fjölga störfum. Formanna-
fundur ASÍ krefst þess að ríkis-
stjórnin grípi þegar til bráðaaðgerða
í atvinnumálum og sýni jafnframt
fram á hvernig hún hyggst stuðla að
auknum fjárfestingum með því að
leggja fram nauðsynlegar efnahags-
og fjárfestingaráætlanir í samræmi
við gefin fyrirheit í kjarasamningum.
Gylfi flutti setningarræðu á for-
mannafundi ASÍ í gærmorgun og Jó-
hanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra ávarpaði fundarmenn.
Atvinnumálin voru í öndvegi fund-
arins sem haldinn var daginn eftir að
hagdeild ASÍ kynnti svarta eða að
minnsta kosti gráa spá um efnahags-
horfur á næstu árum. Þar kom fram
að útlit væri fyrir mun minni fjár-
festingar en gert hefur verið ráð fyr-
ir í forsendum gildandi kjarasamn-
inga. Það þýðir að verðmætasköpun í
þjóðfélaginu eykst minna og áfram
verður atvinnuleysi.
Brýnast að auka hagvöxt
Gylfi fór yfir þróun mála síðustu
árin. Sagði að tekist hefði að verja
kaupmátt þeirra tekjulægstu í
hruninu og með kjarasamningunum
í vor hefði hafi verið byrjað að
byggja upp kaupmátt hins almenna
launamanns. Þá hafi mikilvægar
réttarbætur náðst fram.
Hann eyddi hins vegar lengra máli
í það sem ekki hefði tekist og hvernig
ætti að koma samfélaginu upp úr
hjólförunum. „Augljóslega er brýn-
asta úrlausnarefnið að auka hagvöxt
og fjölga störfum,“ sagði Gylfi og
rifjaði upp samkomulagið sem gert
var við ríkisstjórn og atvinnurekend-
ur í vor um að auka fjárfestingar til
að leggja grunn að meiri hagvexti og
verðmætasköpun í framtíðinni.
Nefndi hann bæði bráðaaðgerðir til
að skapa störf, svo sem fjárfestingar
í samgöngumannvirkjum og viðhaldi
og nýbyggingu fyrir hið opinbera og
langtímauppbyggingu og þróun.
„Það er mikill ábyrgðarhluti að ein-
staka ráðherrar geta einfaldlega
slegið samkomulag við okkur út af
borðinu án þess að ríkisstjórnin
bregðist við í heild sinni.“
Jóhanna Sigurðardóttir fullyrti að
mörg þeirra fyrirheita og umbóta-
verkefna sem ríkisvaldið hefði heitið
við gerð kjarasamninganna væru nú
þegar í höfn og flest í góðum farvegi.
Vegagerðin væri undatekningin,
vegna þess að ekki hefði náðst sam-
staða um innheimtu veggjalda.
Kvaðst forsætisráðherra harma að
sá þáttur kjarasamninga hefði ekki
náðst fram.
Gylfi sagðist þeirrar skoðunar að
mestu tækifærin til hagvaxtar hér á
landi væru í græna hagkerfinu en
þau væru ekki nógu vel nýtt. „Við
höfum einnig mikil tækifæri í end-
urnýjanlegri orku og verðum að
sýna meiri áræðni í að sækja þau,“
sagði Gylfi. Kvaðst hann binda mikl-
ar vonir við að samstaða tækist um
rammaáætlun um vernd og nýtingu
náttúrusvæða, þá væri hægt að
sækja þar fram af meiri þrótti og
þunga með áherslu á nýjar greinar.
„Hér verða stjórnvöld hins vegar að
leggja meiri þunga á vogarskálarn-
ar. Heimurinn er enn einu sinni að
glíma við erfiðleika á fjármálamörk-
uðum og erfitt fyrir öll fyrirtæki að
fjármagna verkefni. Þá getur skipt
sköpum að hafa stjórnvöld í liði með
sér í stað þess að þau sýni af sér tóm-
læti, ef ekki beinlínis að þvælast fyr-
ir,“ sagði Gylfi.
Framkvæmdir í gangi
Jóhanna sagði að fjárfestingar
hefðu aukist jafnt og þétt og bætti
því við að þótt formaður ASÍ væri
svartsýnn ættu menn ekki að gefast
upp á að ná markmiðum kjarasamn-
inga. Hún nefndi að framkvæmdir
væru víða í gangi, meðal annars fjór-
ar virkjanir, mislangt á veg komnar,
og fjórir fjárfestingarsamningar
hefðu verið gerðir við erlenda fjár-
festa og fjórir biðu endanlegrar
samningagerðar.
Forsætisráðherra sagði að örlög
álvers í Helguvík yrðu ekki ráðin við
ríkisstjórnarborðið því enn væri beð-
ið niðurstöðu gerðardóms í Stokk-
hólmi. Þótt Alcoa hefði hætt við álver
á Bakka væru til margir jafngóðir
eða betri kostir til nýtingar á orku-
lindum norðanmanna. Vonaðist hún
til að brátt sæi fyrir endann á við-
ræðum Landsvirkjunar við fyrirtæki
þar. „Það verður þó að viðurkennast
að staðan í alþjóða efnahagsmálum
er vissulega mikið áhyggjuefni og
kann að hafa áhrif á vilja og getu til
fjárfestinga,“ sagði Jóhanna.
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, sagði í ræðu á fund-
inum að þróunin í efnahagsmálum
heimsins hefði áhrif á samninga við
erlenda fjárfesta. Staðan nú minnti
óþægilega á aðdraganda síðustu
bankakreppu. Margir fjárfestar
gerðu út á á vöxt í efnahagslífinu og
því mætti búast við að margir frest-
uðu áformum sínum ef ný kreppa riði
yfir. Hann tók þó fram að horfur Ís-
lands væru góðar til langs tíma litið.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Fundað Atvinnumálin og málefni atvinnuleitenda voru í brennidepli á formannafundi ASÍ í gær. Samþykktar voru ályktanir að fundi loknum.
Ekki tekist að koma
atvinnulífinu í gang
Formannafundur ASÍ krefst þess að gripið verði til bráðaaðgerða í atvinnumálum
„Við munum eiga
mjög erfitt upp-
dráttar ef ekki
sér fyrir endann
á framkvæmdum
við álver. Okkur
vantar Helguvík
til að fá hjólin til
að snúast,“ segir
Guðbrandur Ein-
arsson, formaður
Verslunar-
mannafélags Suðurnesja. Tilefnið
er spá hagdeildar ASÍ þar sem
fram kemur það mat að ekki séu
líkur á að framkvæmt verði í
Helguvík fyrir lok spátímans, árs-
ins 2014. Suðurnes hafa sem kunn-
ugt er farið illa út úr hruninu og
þar er mesta atvinnuleysi á landinu.
Guðbrandur telur að þessi tíðindi
eigi að verða til þess að menn leggi
harðar að sér við að koma Helgu-
víkurverkefninu í gang.
Þá leggur hann áherslu á mikil-
vægi þess að vinna að aðild að ESB,
það muni bæta mjög kjör launa-
fólks á Íslandi og nefnir mikinn
vaxtakostnað og hátt matarverð
sérstaklega í því sambandi.
Vantar Helguvík
til að fá hjólin til
að snúast í gang
Guðbrandur
Einarsson
„Við náum ekki
lífskjörunum til
baka nema með
öflugum hag-
vexti,“ segir
Sverrir Alberts-
son, fram-
kvæmdastjóri
hjá Afli – starfs-
greinafélagi á
Austurlandi.
Hann segir hægt
að kenna stjórnvöldum um sumt,
svo sem eins og stórframkvæmdir í
vegagerð og stóriðju. Þar hafi ekk-
ert gerst og því verði umskiptin
hægari en gert var ráð fyrir.
Af einstökum verkefnum nefnir
Sverrir að það hafi verið vonbrigði
að ekki skuli verða af uppbyggingu
á Bakka. Þar sé orka og tækifæri
sem þurfi að nýta. Eins valdi drátt-
ur á framkvæmdum í Helguvík
áhyggjum.
„Við þurfum að stækka kökuna
og það gerist ekki nema með fjár-
festingum,“ segir Sverrir.
Kakan stækkar
ekki nema ráðist
verði í fjárfestingar
Sverrir
Albertsson
Forseti ASÍ telur mikilvægt að
ræða milliliðalaust við pólitíska
forystumenn helstu ríkja Evrópu
um beina aðstoð þeirra til að
treysta stöðu gjaldmiðilsins,
hugsanlega með því að tengja
krónuna beint við evruna. Þann-
ig gæti almenningur notið þeirra
vaxtalækkana og stöðugleika
sem hann þurfi á að halda.
Í framhaldi af þessu sagði
Gylfi frá því að unnið væri að
úttekt á því hvaða áhrif núnver-
andi peningamálastjórn, í stað
inngöngu í ESB, hefði haft fyrir
félagsmenn ASÍ sl. 10 ár. Þar
kæmi fram að húsnæðisvextir
hér á landi hefðu verið fimm til
sex sinnum hærri en á evru-
svæði ESB.
Hjón á meðallaunum sem
keypt hefðu þriggja herbergja
íbúð árið 2000 hefðu mátt
leggja 12% af ráðstöfunartekjum
sínum aukalega á hverju einasta
ári í greiðslubyrði lána. Í heild-
ina samsvaraði það þriðjungi af
ráðstöfunartekjum landsmanna.
12% aukalega í húsnæðisvexti
FORSETI ASÍ VILL ATHUGA TENGINGU KRÓNUNNAR VIÐ EVRU
Formenn aðildarfélaga ASÍ ræða atvinnumálin í ljósi „grárrar“ hagskýrslu sambandsins
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Forseti Gylfi Arnbjörnsson talar á formannafundi sambandsins.
„Það er ljóst að
aðalmálið í dag er
að koma fram-
kvæmdum af
stað. Því var lof-
að í síðustu kjara-
samningum sem
ríkisstjórnin
kvittaði upp á,“
segir Björn Snæ-
björnsson, for-
maður Einingar –
Iðju í Eyjafirði. Hann nefnir að
hagspá ASÍ sýni hvað það gæti
breytt miklu ef framkvæmdir hæf-
ust við álver í Helguvík.
Björn segir að atvinnuástandið sé
ekki slæmt á Eyjafjarðarsvæðinu.
Þar séu færri á atvinnuleysisskrá en
á sama tíma í fyrra og nokkur bjart-
sýni ríkjandi. Hann segir að vissu-
lega hafi það verið áfall þegar hætt
hafi verið vinnu við að undirbúa
byggingu álvers á Bakka. Það hafi
verið mikilvægt verkefni.
Hann segir að ákveðin óvissa sé
uppi hjá launamönnum almennt.
Fólk hafi trúað því að það væri verið
að hífa þessi mál upp, bæði atvinnu-
málin og fjármál heimilanna en ým-
islegt hafi farið úrskeiðis, til dæmis
við úrvinnslu á skuldum heimilanna.
Aðalmálið nú er
að koma fram-
kvæmdum af stað
Björn
Snæbjörnsson
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið með Gylfa