Morgunblaðið - 27.10.2011, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011
O
D
D
I-
P1
1.
06
.4
23
Ljósberar fögnuðu
við Langholtsveg
„Þetta er húsið sem okkur hefur
lengi langað til að eignast því það
hentar þessari starfsemi mjög vel
og er heimilislegt og notalegt,“ seg-
ir Erna Magnúsdóttir, forstöðu-
kona Ljóssins, endurhæfingar- og
stuðningsmiðstöðvar fyrir krabba-
meinsgreinda. Ljósið fagnaði því í
gær að nýverið var gengið frá
kaupum á húsinu við Langholtsveg
43 og í veislu í tilefni húsakaupanna
mátti sjá marga Ljósbera skarta
forláta höttum.
Erna segir að næsta skref sé að
gera þjónustusamning við ríkið til
að tryggja reksturinn til framtíðar.
„Við höfum sannað okkur með öfl-
ugu starfi í sex ár og það ætti ekki
að þurfa meira til,“ segir Erna. Að-
spurð hvort hún telji að slíkir samn-
ingar náist á tímum niðurskurðar í
heilbrigðisþjónustu segir hún að
Ljósið hafi alltaf tileinkað sér já-
kvæðni og bjartsýni.
Mörgum sinnum í viku
Ljósið hefur leigt húsið við Lang-
holtsveg í fjögur ár, en var áður í
tvö ár í kjallara Neskirkju. „Stefn-
an hefur verið að eignast þetta hús
síðan við fluttum hingað árið 2007.
Við höfum safnað í sjóð með dyggri
aðstoð landsmanna og húsið er
keypt fyrir styrktarfé. Nú er þess-
um áfanga náð og við þökkum
stuðninginn af heilum hug,“ segir
Erna.
Hún segir að um 300 einstak-
lingar komi í Ljósið í hverjum mán-
uði og komurnar séu nokkur þús-
und í mánuði. „Sumir koma
mörgum sinnum í viku og fyrir utan
námskeið og endurhæfingu er mik-
ilvægt að fólk hittist og styrki hvað
annað.“ aij@mbl.is
Ljósið stefnir að gerð þjónustusamnings við ríkið
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Veisla Slegið var upp veislu í Ljósinu fyrir Ljósbera í tilefni af húsakaupum og skörtuðu margir höttum.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Pálmi Haraldsson, eigandi Iceland
Express, hefur farið fram á það hjá
Sýslumanninum í Reykjavík að lög-
bann verði sett á að Matthías Ims-
land, fyrrum forstjóri félagsins, nýti
sér trúnaðarupplýsingar sem hann
bjó yfir í starfi til að vinna að stofnun
annars flugrekstrarfélags. Er því
einnig haldið fram í lögbannskröf-
unni að Matthías hafi fegrað bókhald
Iceland Express.
Lögmaður Matthíasar, Jóhannes
Árnason, sendi frá sér yfirlýsingu
þar sem segir m.a. að lögbannskraf-
an eigi sér enga stoð í lögum né í
skriflegum samningum. Ráðningar-
samningur Matthíasar, og ákvæði
um takmarkanir á atvinnufrelsi
hans, hafi fallið úr gildi um leið og
Pálmi Haraldsson, eigandi Iceland
Express, hafi kosið að segja Matt-
híasi upp.
Dæmalaus kröfugerð
„Öllum má jafnframt vera ljóst
hvert sé raunverulegt markmið
þessarar dæmalausu kröfugerðar,
það er að sverta skjólstæðing minn
og gera tilraun til að kasta rýrð á
störf hans á nýjum vettvangi,“ segir
m.a. í yfirlýsingu lögmanns Matt-
híasar Imsland.
Einnig kemur fram að skoðað
verði gaumgæfilega hvort ástæða sé
til að höfða mál vegna „rógs og til-
hæfulausra ásakana sem fram koma
í lögbannskröfunni“. Fyrst verði far-
ið fram á það að Sýslumaðurinn í
Reykjavík hafni kröfugerð Pálma
Haraldssonar.
Sem fyrr segir er Matthías að
undirbúa stofnun nýs flugrekstrar-
félags. Er hann meðal eigenda fé-
lagsins Iceland jet ehf. sem áformar
áætlunarflug milli Íslands og Evr-
ópu næsta sumar. Stærsti eigandi fé-
lagsins er Skúli Mogensen en einnig
er Baldur Baldursson meðal hlut-
hafa en hann verður framkvæmda-
stjóri félagsins, sem ekki hefur hlot-
ið endanlegt nafn. Í tilkynningu frá
aðstandendum félagsin segir m.a. að
verið sé að leggja lokahönd á samn-
inga við kanadískan flugrekanda um
langtímaleigu á nokkrum Boeing-
þotum sem mynda munu flugflota fé-
lagsins til að byrja með. Höfuðstöðv-
ar félagsins verða hér á landi og flug-
reksturinn hefur að sögn verið
fjármagnaður að fullu.
Lögbannskrafa Pálma
sögð án lagastoðar
Matthías Imsland tekur þátt í nýju flugrekstrarfélagi
Matthías
Imsland
Pálmi
Haraldsson
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Flugrekstur Eitt af síðustu verkum Matthíasar Imsland hjá Iceland Express
var að rita undir samning vegna tónlistarverkefnsins Músík Express.