Morgunblaðið - 27.10.2011, Síða 25

Morgunblaðið - 27.10.2011, Síða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 „Æðsta takmark sagnfræðinnar er að leita sannleikans“ (Björn Jón Bragason, 2008). Er það ekki ein- mitt köllun Háskóla Ís- lands? Háskóli Íslands svaf makindalega með- an Róm brann. Ekki andæfðu kennarar skól- ans ofurlaununum og fjármálabraskinu sem riðu þjóðinni á slig á tíu árum, 1998-2008. Rektor HÍ hefur sagt opinberlega að gagnrýni Há- skólans hafi skipt miklu máli. Það voru hvorki kennarar né nemendur Háskóla Íslands sem fjölluðu um spillingarmátt ofurlauna og græðgi. Það gerðu aldraðir menn, nú látnir, eins og Guðmundur Helgi Þórðarson læknir (Um gróðafíkn, Mbl. 11. jan- úar 2004) og Kristján Pétursson deildarstjóri (Gróðafíkn og óheft auð- hyggja, Fréttablaðið 21. mars 2004). Áður hef ég vitnað í merkan leiðara Morgunblaðsins 16. september 2004. Þórarinn Björnsson skólameistari Menntaskólans á Akureyri var ann- álaður skólamaður. Hann var í senn fluggáfaður og djúpvitur. Mesta áherzlu lagði hann þó jafnan á siðvit- ið: drenglyndi og góðvild. „Það er ekkert til fegurra en heiðarlegur maður.“ Í skólaslitaræðu 1955 fjallaði hann um þjónustuna og sagði m.a.: „Og læknar eru þjónustumenn sjúk- linga sinna og þannig mætti lengi telja.“ Ræðunni lauk hann þannig: „Og ég á enga betri ósk að færa ykk- ur að skilnaði en þá, að þið megið verða þjónustumenn einhvers, sem er meira en þið sjálf, og þó jafnframt andlega frjálsir.“ Árið síðar lauk hann skólaslitaræðu sinni þannig: „Látið ekki blekkjast af falskri þekkingu, ef hægt er að kalla slíkt þekkingu. Fyllist aldrei þekking- arþótta. Þekkingin má aldrei spilla þeirri auð- mýkt hjartans, sem er uppspretta hinnar æðstu visku.“ Líkt og Jónas Hall- grímsson hugsaði Þór- arinn Björnsson með hjartanu. Skilnings- gáfur þeirra voru einstakar. Í ræðu við brautskráningu kandi- data fyrsta vetrardag 1998 sagði Páll Skúlason háskólarektor m.a.: „En þetta segir okkur líka að við lifum og erum til sem hugsandi verur í ríki kenninga og hugmynda. Hvað ein- kennir það ríki? Er stjórnarfar þess frjálst og lýðræðislegt? Eða er það of- urselt tilteknum öflum og þá hverj- um? Svarið virðist augljóst: Fjöl- miðlar samtímans stýra straumum hugmynda og ráða myndun skoðana meðal almennings. En hverjir ráða fjölmiðlunum?“ Undir lok ræðunnar sagði háskóla- rektor: „Barátta gegn skammsýni er aðalsmerki frjálsrar, gagnrýninnar hugsunar. Það er ósk mín til ykkar, kandídatar góðir, að þið reynist trú þeirri köllun fræða ykkar að reyna að skilja samhengi hlutanna á sem dýpstan og víðfeðmastan hátt. Gætið þess umfram allt að hreykja ykkur aldrei af fræðum ykkar.“ Þegar ofangreind ræða var flutt mátti hugsandi mönnum vera ljóst að komnir voru ískyggilegir siðferð- isbrestir í íslenzkt þjóðlíf. Hvar hefði það gerzt í lýðræðisríki, að fjár- glæframenn semdu frumvarp til laga og sætu með þingmenn í sölum þjóð- þings dögum saman að kynna þeim frumvarpið? Þetta gerðist í Alþing- ishúsinu í mars 1998. Í vöggu lýðræð- isins. Ég lofaði engu, sagði þingmað- urinn, er sagði mér þessi fáheyrðu ótíðindi. Ekkert var sparað til að koma þessu ógæfumáli fram. Ekkert látið skeika að sköpuðu. Landlæknir, yfirlæknar og prófessorar lækna- deildar léku lykilhlutverk í siðlausri hlutabréfasölu DeCode. Þeirra á meðal varaformaður Læknafélags Ís- lands og nú formaður siðfræðiráðs þess. Það var gagnagrunnsmálið og hlutabréfabraskið sem því tengdist, sem lagði grunninn að góðærinu sem svo var kallað. „Miklu veldur sá, sem upphafinu veldur.“ Rannsókn- arskýrsla Alþingis rétt tæpir á því máli. Páll Hreinsson lagaprófessor og Vilhjálmur Árnason prófessor í heim- speki voru vísast báðir vanhæfir til að fjalla um mál DeCode vegna fyrri af- skipta af fyrirtækinu. Er það ástæð- an? „Munið sæmd skólans.“ Með þeim orðum brýndi Þórarinn Björnsson skólameistari nemendur og kennara Menntaskólans á Akureyri. Háskóli Íslands hefur ekki einu sinni lært af hruninu: Menn ávinna sér virðingu og traust. Það er fullt ævistarf. Ekki söluvara. Eftir Jóhann Tómasson »Háskóli Íslands hef- ur ekki einu sinni lært af hruninu: Menn ávinna sér virðingu og traust. Það er fullt ævi- starf. Ekki söluvara. Jóhann Tómasson Höfundur er læknir. Takmark sagnfræðinnar Einelti drepur. Við höfum séð nokkur dæmi um slíkt í fjöl- miðlum undanfarin ár. Þetta er svo sem ekk- ert nýtt. Það eina sem er nýtt við þetta er að núna er byrjað að fjalla um mál sem áð- ur var þagað um. Ég spái því að þetta muni aukast enn frekar nú þegar þagnarmúrinn er rofinn. Og það sem er hættulegt við umræðuna er að hún kemur þeirri hugmynd inn hjá börnunum að sjálfsvíg sé raunhæfur möguleiki í stöðunni. Hvað gæti verið verra en að vera útilokaður af jafningjum sínum? Ætli það sé nokkur sársauki meiri en slík niðurlæging? Að vera barinn og niðurlægður daglega af skóla- félögum og fullorðnir gera lítið sem ekkert til að hjálpa þér. Það hafa margir verið í þessum sporum og það eru margir í þessum sporum í dag. Það er ekki endilega þannig að fullorðnir vilji ekki hjálpa. Oft er það svo að fullorðnir sjá ekki hversu alvarlegt ástandið er fyrr en það er orðið of seint að bregðast við. Börn sem hafa orðið fyrir fordómum og fengið á sig brennimerkingu frá samfélaginu eiga mjög erfitt með að snúa við því orðspori. Oft er niður- staðan sú að þolandi eineltis þarf að flýja skólann. En það hefur þó reynst góð lausn í mörgum tilfellum. Börn eiga oftast nýtt tækifæri í nýj- um skóla. En af hverju þurfa málin að þróast á þennan veg? Af hverju er ekki gripið inn í málin fyrr? Eitt er að börn eru oft ekki tekin alvarlega. Ef barn verður vitni að slælegum viðbrögðum fullorðins við einelti þá er líklegt að það hætti að treysta á fullorðna. Börn, líkt og við flest, leita ekki með sín vandamál til ein- hvers sem þau treysta ekki. Á sama tíma refsa gerendur eineltis þoland- anum fyrir að segja frá. Er nema von að þolendur læri það fljótt að það getur haft verri afleiðingar að kjafta frá? Stundum eru gerendur eineltis al- gjörlega óforskammaðir og einbeitt- ir í sínum óþokkaskap. Þeir þræta fyrir allt og ljúga jafnvel að for- eldrum sínum. Það vill auðvitað ekk- ert foreldri trúa því að barn þess sé gerandi eineltis. Því miður vill það gerast að foreldrar styðja börnin sín í eineltinu með því að neita að vinna með skólanum og ganga jafnvel svo langt að hóta skólanum og starfs- mönnum hans. Þegar slík staða kemur upp þá getur skólinn ekkert gert. Skólinn getur ekki vísað ger- endum eineltis úr skóla nema í mjög stuttan tíma vegna þess að það er skólaskylda í landinu. Þetta þýðir þá aftur að gerandinn verður að víkja með tilheyrandi kostnaði fyrir fjöl- skyldu þolandans. Er einhver sanngirni í þessu? Eiga þolendur eineltis að þurfa að flýja skóla sinn vegna þess að þeir eiga það á hættu að mæta ger- endum sínum, sem hafa beitt þá jafnvel líkamlegu ofbeldi og pynt- ingum? Þetta er eitt af því sem verður að breyta. En það verður ekki gert nema með lagasetningu. Það verður að breyta lögum á þann hátt að skóli eða barnaverndaryf- irvöld geti vísað gerendum eineltis úr skóla eins lengi og þörf krefur. Það er ólíðandi að gerendur og þol- endur séu látnir takast í hendur og svo eigi lífið að halda áfram eins og ekkert hafi ískorist. Reynslan sýnir að það virkar aldrei þannig. Þolendur og forráðamenn þeirra eiga að hafa rétt á því að kæra ein- eltismál til barnaverndaryfirvalda og þar sé brugðist við snarlega, m.a. með því að fjarlægja gerendur úr skóla meðan málin eru rannsökuð. Þegar ég tala hér um ger- endur á ég við þá sem hafa orðið uppvísir að hegðun sem þætti glæpsamleg ef um full- orðna einstaklinga væri að ræða. Þar sem ein- elti er ofbeldi gegn börnum ættu einelt- ismál að vera barna- verndarmál, án undantekninga. Það er mikil ábyrgð hjá þeim sem vinna með börnum að tilkynna ekki um illa meðferð á börnum til barna- verndaryfirvalda. Í slíkum tilfellum ætti að vera hægt að sækja starfs- menn skóla eða aðra sem vinna með börnum til saka, í það minnsta til að greiða skaðabætur vegna vanræsklu sinnar. Þeir sem vita af illri meðferð gegn börnum en bregðast ekki við þurfa að bera ábyrgð. Ef skólum er gert mögulegt að vísa ofbeldisfullum gerendum eineltis úr skóla, þá ættu starfsmenn skóla að vera komnir með öll vopnin í hendurnar sem þarf til að sinna skyldu sinni og vernda börnin. Að lokum vil ég minna á eineltis- daginn sem haldinn verður 8. nóv- ember nk. Þá ætla nokkrir ráða- menn þjóðarinnar að undirrita sáttmála þar sem því er lofað að vinna gegn einelti. Forvarnir gegn einelti eru nauðsynlegar, en þær eru aðeins önnur hliðin á lausn vandans. Hin hliðin er bættar aðgerðir til að takast á við einelti þegar það kemur upp. Það er margt í kerfinu sem hindrar það að eineltismál séu leyst á farsælan máta. Það þarf lagasetn- ingu til að breyta kerfinu. Lög gegn einelti eru í gildi í Noregi, Svíþjóð og í flestum ríkjum Bandaríkjanna. Á Íslandi eru hins vegar engin lög gegn einelti. Nú hefur verið stofn- aður hópur um þetta málefni: Ein- eltislög strax! Málefni hópsins eru unnin að stórum hluta frá systur- samtökum í USA sem kalla sig Bully Police. Markmið hópsins Ein- eltislög strax! má lesa á síðunni www.einelti.com F.h. hópsins Eineltislög strax. Af hverju þarf að setja lög gegn einelti? Eftir Viðar Frey Guðmundsson Viðar Freyr Guðmundsson » Það verður að breyta lögum á þann hátt að skóli eða barnaverndaryfirvöld geti vísað gerendum eineltis úr skóla eins lengi og þörf krefur. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og er forsvarsmaður þrýstihópsins Eineltislög strax! - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.