Teningur - 01.06.1989, Page 7

Teningur - 01.06.1989, Page 7
beinlínis innilokaður. Á þessum árum hafði hann ennþá einhverja sjón, jafn- vel bærilega, og það var sú eðlilega staðreynd að hann gat séð sem fældi hann frá heiminum en rak hann að bókunum. Það var reynt hvað eftir annað að fá hann í fyrirlestraferðir til Bandaríkjanna, en hann var ófáan- legur til að hverfa frá sinni ástkæru Buenos Aires. Pað var ekki fyrr en hann hafði misst sjónina að mestu og gat aðeins séð heiminn eins og óljós skil dags og nætur að hann þáði loks boð um að halda Eliot Norton fyrir- lestra við Harvard háskólann í Banda- ríkjunum, fyrir áeggjan Juan Marichal, sem var þá formaður sögudeildar skólans. Með því að Borges sagði í viðtali í The New Yorker, meðan á dvölinni stóð, frá gamalli löngun sinni til að koma til íslands setti Juan, sem ég hafði þekkt lengi, sig í samband við mig í gegnum mág sinn, Salinas, (systir hans er Solita sem Lorca orti svo laglega um) og bað mig að taka á móti Borges. Hann ætlaði að koma til íslands án nokkurs tilstands. Þessu lofaði ég en gat ekki staðið við það, vegna þess að dagana sem hann ætlaði að dvelja á íslandi þurfti ég að vera í Amsterdam að setja upp SÚM- sýningu þar. Úr þessu urðu dálítil vandræði uns ég skrifaði Matthíasi Johannessen, sem var formaður Bandalags íslenskra listamanna, og bað hann að koma í minn stað. Það gerði hann svo vel að Borges heim- sótti ísland þrisvar. Borges greip hvert tækifæri, sem gafst í fjölmiðlum og manna í milli, til að tala um ísland og íslenska menn- ingu á sinn sérstæða hátt. Hann var upphafið sambland af óskhyggju og veruleika þess manns sem hefur kynnst heiminum að mestu i gegnum bækur og hugleiðingar um hann. Andlitið Ijómaði. Hann hallaði sér örlítið fram á blindrastafinn eins og hann hlustaði og horfði inn í sig en hlustaði um leið eftir ómi frá umhverf- inu. Heyrnin virtist hafa sljóvgast í sama mæli og sjónin, þótt sú væri ekki raunin. Með þessari ósjálfráðu íhugulu framkomu virtist hann geta látið t.d. sjónvarpsáhorfendur sjá, að sjálfsögðu með sínum eigin hætti, inn í fjarlægan íslenskan heim sem var heillandi en alger óraunveruleiki. Eftir að hann varð staurblindur skerptist sjón hans á heiminum og hann varð djarfari en áður í því að láta í Ijós mót- sagnir sínar bæði í bókmenntalegu til- liti og þjóðfélagslegu. Áralöng inni- lokuð þögn hans virtist fá allt í einu málið við það að hann varð blindur á augunum, og það kom honum stund- um í rækilega klípu. Þeir sem þykjast sjá heiminn og mennina í raunveru- legu Ijósi sjá oftast lítið annað en Ijós síns eigin vilja og eru blindir á fyrir- brigði mannlegs lífs; þess vegna fordæmdu þeir skáldið miskunnar- laust. Næmleiki Borges var næmleiki blinda mannsins: hann sá inn á við til innri heima, þar sem raunheimurinn er að sjálfsögðu líka að einhverju leyti, en hann er bara bundinn í aðrar formviðjar en sínar eiginlegu; í þessu tilviki í formskynjun skáldsins Borges. Hjá honum gerðist eitthvað svipað og hjá hinum blinda Hómer. Áhugi Borges á íslandi var að sjálf- sögðu ekki kominn að öllu leyti frá honum sjálfum, heldur öðrum: fyrir- rennurum hans meðal suður-amer- ískra skálda. Oft hef ég hugleitt það að áhugi minn á suður-amerískum bókmenntum og menningu hafi verið samfara áhuga hans á íslenskri menn- ingu og bókmenntum. Eftir því sem hann óx varð ég vísari um margt. Eitthvað af því ætla ég að rekja stutt- lega: eins og það að í Bólivíu hafði komið út Ijóðabók um norrænt og ís- lenskt efni sama árið og Borges fædd- ist, 1899. Helsta Ijóðskáld Kólumbíu á 19. öld, Pombo, orti undir dulnefninu Edda, vegna þess dálætis sem hann hafði á Eddunum. Lezama Lima, mesta Ijóðskáld Kúbu á þessari öld, fjallaði um íslenskan skáldskap og Cortazar skrifaði skáldsögu sem átti að hafa svipað eðli eða sömu lögun og Askur Yggdrasils; og hann orti Ijóð um „kyrra íslenska morgna" þótt hann hefði aldrei til íslands komið. Þannig mætti lengi telja. Hér verður samt staðar numið. Við kynni mín af verkum Borges hóf ég einskonar leit að íslandi í bók- menntum suður-amerískra þjóða, sem mæla á spænska og portúgalska tungu. í Brasilíu fann ég meðal annars skáldsöguna Saga eftir Veríssimo og smásagnasafn í „þáttastiT', Sagarana, eftir Gimaraes Rosa (Sagarana merkir Einskonarsaga; á máli innfæddra þýðir orðið rana „einslags") og A ilha dos demonios (Djöflaeyjan) eftir Dinah de Queiroz. Til fróðleiks má geta þess að í Heimsstyrjöldinni síðari var læknirinn og rithöfundurinn Guimaraes Rosa konsúll Brasilíu í Hamborg. Á síðustu dögum stríðsins sagði Brasilía Þýska- landi stríð á hendur. Konsúlnum var þá umsvifalaust varpað í fangelsi og hann hugsaði eins og sannur rithöf- undur: „Loksins fæ ég algert næði til að lesa og skrifa“. Þannig varð fangels- isvistin til þess að hann rakst á útgáfu af íslendinga sögunum í bókasafni fangelsisins og fór að kynna sér þær. Eftir það byrjaði hann að skrifa sína fyrstu bók undir áhrifum frá þeim og sinni fyrri stöðu sem læknir á auðnum Brasilíu. Sagarana hét bókin. Síðan átti hann eftir að skrifa fjölmargar bækur, þar sem hann er algerlega hann sjálfur með alla mannleg heild sína í viðfangsefni og stíl. Fyrir bragðið varð hann að mesta rithöfundi Brasilíu. Skáldkonan Dinah hafði mikinn áhuga á íslandi. Sagt er að hún hafi haft slíkan áhuga á því að hún giftist manni sem var sendiherra Brasilíu á íslandi en hafði aðsetur í Lissabon. Jóhanna Kristjónsdóttir birti einu sinni viðtal við hana í Morgunblaðinu fyrir mörgum árum, skömmu áður en hún lést. Bókin Djöflaeyjan er „hugmynd" sem hún gerir sér af íslandi. Veður- farið þar er afar einkennilegt og í hálf- gerðum vísindaskáldsagnastíl. Dinah skrifaði líka ágætar vísindasögur. Hér hefur verið greint örlítið frá því sem vaknaði eftir að ég slæmdi ósjálf- rátt hendinni í bókahilluna í Crystal City við Balmesgötu, eflaust blind- fullur af besta dry martinidrykknum í borginni, sem Paco Noger, bareig- andi og stjórnleysingi, var óspar á að blanda og gefa mér í Barcelona fyrir 32 árum og ég hef aldrei sagt frá fyrr en núna. 5

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.