Teningur - 01.06.1989, Síða 12
fyrir sitt starf?" Þá mælti riddarinn:
„Sagt hefir hann þar nökkut frá, hvers
hann mun honum unna af Englandi:
sjau fóta rúm eða því lengra sem
hann er hæri en aðrir rnenn." Þá segir
jarl: „Farið nú ok segið Haraldi kon-
ungi, at hann búisk til orrostu."... Þá
riðu aptr riddarar. Þá mælti Haraldr
konungr Sigurðarson við jarl: „Hverr
var þessi inn málsnjalli maðr?“ Þá
segir jarl: „Þar var Haraldr konungr
Guðinason."
Aðrir kaflar segja frá því að fyrir
sólsetur væri her Norðmanna sigrað-
ur. Haraldur Sigurðarson féll í orust-
unni og Tósti jarl einnig.
Við nútímamenn (ef til vill fullsaddir
orðnir af klaufalegum eftirhermum
atvinnumanna í föðurlandsást) tökum
frumstæðum keimi hetjuskapar yfir-
leitt ekki án tortryggni. Menn fullyrða
við mig að þennan keim sé að finna í
Poema del Cid, ég hef tvímælalaust
fundið hann í Eneasarkvidu („Sonur,
lærðu hugrekki og sanna staðfestu af
mér, velgengnina af öðrum“), í eng-
ilsaxneska kvæðinu um orustuna við
Maldon („Eigi mun þjóö mín greiða
yður gjald með öðru en eitruðum
spjótum og sverðum forfeðranna"), í
Rolandskvæði, hjá Victor Hugo, hjá
Whitman og Faulkner („angan lofnar-
blómsins, yfirsterkari þef af hestum
og hugrekki"), í „Grafskrift yfir her
málaliða" eftir Housman, og í „sjau
fóta rúm“ í Heimskringlu. Að baki því
sem virðist einföld sagnfræði liggur
slunginn sálfræðilegur leikur. Har-
aldur Englakonungur lætur sem hann
þekki bróður sinn ekki til að hann geri
sér Ijóst að hann má ekki þekkja hann
heldur. Tósti svíkur bróður sinn ekki,
en hann svíkur bandamann sinn ekki
heldur. Haraldur Englakonungur er
reiðubúinn að fyrirgefa bróður sínum,
en ekki að þola afskipti Noregskon-
ungs og hegðar sér á mjög skiljan-
legan hátt. Ég segi ekkert um hið
snjalla tilsvar hans: að gefa þriðjung
ríkis alls, að gefa sjö fóta rúm.1
Aðeins eitt er aðdáunarveröara en
1) Carlyle (Early Kings of Norway, XI) spillir
þessu knappa orðalagi með óheppilegri
viðbót. Við sjau fóta rúm bætir hann for a
grave („undir gröf“).
þetta aðdáunarverða tilsvar engil-
saxneska konungsins. Að það skuli
vera íslendingur, maður af þjóð hinna
sigruðu, sem gerði það ódauðlegt.
Það er eins og Karþagóbúi hefði
skráð okkur til minnis hetjudáðir
Regúlusar. Ekki að ósekju skrifaði
Saxo Grammaticus í Gesta Danorum:
„íbúar Thúle (íslands) hafa yndi og
ánægju af að fræðast um og skrá
sögu allra þjóða og ekki þykir þeim
síður virðing í því að segja frá annarra
afreksverkum en sínum eigin.“
Dagurinn þegar Englakonungur
mælti fram orð sín er ekki sögulegur
dagur, heldur hinn þegar óvinur gerði
orð hans ódauðleg. Sá dagur er spá-
dómur um eitthvað sem enn felst í
framtíðinni: þá tíma þegar kynþættir
og þjóðir eru fallin í gleymsku og
mannkynið er eitt. Tilboð konungs á
kosti sína að rekja til hugmyndarinnar
um gildi föðurlandsins. Með því að
færa það í letur yfirstígur Snorri og fer
ofar þeirri hugmynd.
Ég man eftir öðrum virðingarvotti í
garð óvinar í síðustu köflum Seven
Pillars of Wisdom eftir Lawrence.
Höfundurinn ber lof á hugrekki
þýskrar liðsveitar og ritar eftirfarandi:
„Þá, í fyrsta sinn í þessari herferð, var
ég stoltur af mönnunum sem höfðu
myrt bræður mína." Að svo búnu
bætir hann við: „ They were glor-
ious. “
Buenos Aires, 1952
Úr utras inquisiciones
(Aðrar rannsóknir)
Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi
ÞRJÚ LJÓÐ
EFTIR BORGES
MÁNINN
Til Maríu Kodama
Svo mikil einsemd býr í þessu gulli.
Þinn næturmáni hann er ekki máninn
sem Adam fyrstur leit því langar aldir
andvaka mannkyns hafa klyfjað hann
fornum hörmum. Horfðu á hann.
Hann er spegill þinn.
Til skýringar:
Fransisco Narciso de Laprida (1786-1829)
var skyldur Borges í móðurætt. Hann var
lögfræðingur að mennt og stuðningsmaður
frelsishetjunnar San Martín í baráttunni við
að frelsa lönd Suður-Ameríku undan yfir-
ráðum Spánverja. Árið 1816 var hann kjör-
inn forseti þings er kom saman f Tucumán og
þar lýsti hann yfir sjálfstæði „hinna samein-
uðu rikja Suður-Ameríku". Ekki líkaði öllum
sú öfluga miðstjórn sem sameiningunni
fylgdi og styrjaldír brutust út víða. I Argen-
tínu vildu hinir s.k. caudillos (héraðsríkir
stórbændur) meírí sjálfstjórn og José Félix
Aldao (1785-1845) var í þeim hóþi. Gáchó-
arnir (los gauchos) voru kúrekar sem bjuggu
einkum á sléttum Argentínu og Uruguay.
Oft var litið á þá sem villimenn enda létu þeir
illa að stjórn þeirra sem vildu siðvæða
landið.
Foringinn I Hreinsunareidinum er Buon-
conte di Montefeltro sem féll i orustu árið
1289 og Dante hittir að máli I Hinum guö-
dómlega gledileik (Purgatorio, V).
10