Teningur - 01.06.1989, Page 17
JORGE LUIS BORGES
DAUÐINN OG ÁTTAVITINN
Af fjölmörgum gátum sem glæfra-
fengin dómgreind Lönnrots fékk aö
spreyta sig á, var engin jafn furöuleg
- jafn kaldranalega dularfull skulum
við segja - og þeir blóöidrifnu atburðir
sem gerðust með jöfnu millibili og
náðu hámarki í þungum ilmi trölla-
trjánna að setrinu Triste-le-Roy. Rví
verður ekki á móti mælt að Eric Lönn-
rot mistókst að koma í veg fyrir síð-
asta morðið, en hann sá það fyrir, um
það verður ekki deilt. Hann komst
ekki heldur að því hvaða ógæfumaður
það var, sem myrti Yarmolinsky, en
honum tókst að ráða hina dularfullu
formfræði að baki keðju ódæðanna og
líka hlut Scharlachs rauða í þeim, en
hann er einnig uppnefndur Scharlach
fíni. Sá glæpamaður (eins og óteljandi
aðrir) hafði svarið þess dýran eið að
drepa hann, en Lönnrot hafði slíkar
ógnanir að engu. Það var sannfæring
Lönnrots að hann væri maður
hreinnar rökhyggju, allt að einu og
Auguste Dupin, en þó var í honum
nokkur ævintýramaður, jafnvel ögn af
áhættuspilara.
Fyrsta morðið átti sér stað á Hotel
du Nord. Það er til húsa í mikilli
margstrendri byggingu og gnæfir yfir
víkinni framan við árósana. Þar úti
fekur sjórinn á sig liti eyðimerkur.
Þangað upp í turninn (þaðan stafar í
senn svo sem illræmt er hryllingi spít-
alahvítu, rúðustrikun fangelsis og
almennu yfirbragði hóruhúss) kom
þann þriðja desember, sendifulltrúi
frá Þodolsk. Hann var að fara á þriðja
Talmud þingið. Doktor Marcel Yarmol-
insky var gráskeggjaður maður og
gráeygur. Við fáum aldrei að vita hvort
honum féll vistin vel á Hotel du Nord,
hann tók öllu sem að höndum bar af
ævagamalli seiglu, en á henni hafði
hann þraukað stríðsárin þrjú í Karp-
atafjöllum og þrjú þúsund ár kúgunar
og ofsókna. Honum var vísað til her-
bergis á R hæð og gegnt svítunni þar
sem Tetrarkinn í Galileu gisti, ekki
alveg án glæsibrags. Yarmolinsky
fékk sér að borða og sló allri skoðun á
ókunnri borg á frest þar til næsta dag.
Hann raðaði bókum sínum mörgum
og einka eigum fáum samkvæmt
venju. Fyrir miðnætti hafði hann
slökkt hjá sér Ijósið. (Þetta er sam-
kvæmt yfirlýsingu bílstjóra Tetrarks-
ins sem gisti í næstliggjandi her-
bergi). Klukkan 11.03 fyrir hádegi
þann fjórða reyndi ritstjóri Yidische
Zaitung að ná sambandi við hann um
síma. Doktor Yarmolinsky svaraði
ekki. Hann fannst í herberginu. Þegar
komið var inn mátti sjá að andlitið var
þegar farið að dökkna. Hann var
klæddur í víða herðaslá, mjög forn-
lega flík, en innanundir nærri því
nakinn. Hann lá skammt frá dyrum
sem opnast fram á ganginn. Djúpt sár
eftir hníf skildi brjóstkassann í tvennt.
Nokkrum stundum síðar, í sama her-
bergi innan um blaðamenn, Ijós-
myndara og lögregluþjóna voru nú
Treviranus lögreglufulltrúi og Lönnrot
að ræða málið í rólegheitum.
„Þarflaus leit að þrífættum ketti
hér." Var Treviranus að segja og brá
um leið konunglegum vindli. „Allir
vita að Tetrarkinn í Galileu á einhverja
fínustu safíra í heiminum. Einhver
sem ætlaði að stela þeim hlýtur að
hafa brotist hér inn fyrir mistök. Yarmo-
linsky vaknaði fór á fætur og ræning-
inn neyddist til að drepa hann.
Hvernig hljómar þetta."
„Það er mögulegt, en ekki áhuga-
vert.“ Svaraði Lönnrot. „Og þú svarar
því þá til, að veruleikanum beri ekki
nokkur skylda til að vera áhugaverður.
Og þá svara ég því, að veruleikanum
sé svo sem heimilt að forðast þá
skyldu, en skýringartilgátunni ekki.
Samkvæmt tilgátu þinni á tilviljun ríf-
legan hlut að máli. Hér höfum við
dauðan rabbía. Ég kýs heldur hreina
rabbíska skýringu. Ekki ímyndaða
óheppni ímyndaðs ræningja."
Það lá ekki vel á Treviranusi þegar
hann svaraði:
„Mér er nokk sama um rabbínskar
skýringar. Það sem mig varðar um er
að handtaka þann sem stakk þennan
ókunna einstakling.“
„Ekki svo ókunnan," leiðrétti Lönn-
rot hann. Þarna er heildarútgáfa verka
hans.“ Hann benti í átt að skáp við
vegginn. Þar stóðu miklar bækur í
röð: Til varnar Cabbala, Rannsókn á
heimspeki Roberts Fludds, bókstafs-
þýðing á Sepher Yezirah, ævikrónika
Baal Shems, Saga trúflokks Hasída,
fræðirit (á þýsku) um Tetragramma-
ton, og annað um guðsnöfn Fimmbóka-
ritsins. Lögreglufulltrúinn leit yfir
bækurnar, smeykur að sjá, allt að því
af andstyggð. Svo fór hann að hlæja.
„Ég er nú bara vesæll maður og
kristinn." Sagði hann. „Þú getur átt
þessar mygluðu skruddur ef þú villt,
ég hef engan tíma í júðska hjátrú."
15