Teningur - 01.06.1989, Page 18

Teningur - 01.06.1989, Page 18
„Hver veit, nema glæpurinn eigi einmitt heima í sögu júöskrar hjátrú- ar,“ muldraöi Lönnrot. „Eins og kristindómurinn," áræddi ritstjóri Yidische Zaitung aö bæta viö. Hann sá illa frá sér, var guðlaus og mjög feimin. Þaö svaraði honum enginn. Einn af rannsóknarmönnunum haföi fundiö í lítilli ritvél bréfmiöa sem á var skrifuð eftirfarandi setning sem ekki virtist lokið: FYRSTI STAFUR í NAFNI HEFUR NÚ VERIÐ NEFNDUR Lönnrot sat af sér bros. Hann var á samri stundu orðinn bókamaður hinn mesti eöa skulum við segja, lær- dómsmaöur í hebreskum fræðum. Hann lagöi þegar svo fyrir aö bókum hins dauða skyldi pakkaö inn og þær sendar heim til hans. Upp frá því virti hann rannsókn málsins að vettugi. Þess í stað rýndi hann í bækurnar. í bindi einu í octavo broti opinberuöust honum kenningar Israels Baal Shem Tobh, stofnanda Sértrúarflokks hinna guöhræddu, í annarri dyggöir og grimmdarverk Tetragrammatons, sem er hið ónefnanlega nafn Guös, í enn annarri sú kenning aö Guö eigi sér leynilegt nafn þar sem saman er komið í eitt (eins og í kristalkúlunni sem Persar eigna Alexander af Make- doníu) hin níunda eigind hans, eilíföin - þaö vill segja, bein þekking á öllu sem mun verða, sem er og hefur verið í alheiminum. Samkvæmt hefö eru nöfn guös níutíu og níu að tölu. Lærdómsmenn í hebreskum fræðum álíta aö svo ófullkomin tala stafi af yfir- náttúrulegum ótta manna viö jafnar tölur. Hasídar leiöa rökin svo, aö í hljóðgapi þessu sé hundraðasta nafnið gefiö til kynna- hiö endanlega nafn. Nokkrum dögum síðar varö Lönnrot fyrir truflun við lærdóminn. Ritstjóri Yidische Zaitung var kominn og vildi tala um morðið. Lönnrot kaus heldur aö ræöa hin aðskiljanlegu nöfn guös. Blaðamaðurinn lýsti því yfir í þremur dálkum aö rannsóknarmaöurinn Eric Lönnrot heföi nú helgað sig rannsókn á nöfnum guös í því skini aö rekast þar á nafn morðingjans. Lönnrot var vanur einföldunum blaöamanna og móðgaðist ekki. Einn þeirra athafna- sömu búðareigenda sem uppgötvaö hafa aö til er kaupandi að hverri bók, lét nú prenta Sögu trúarhóps Hasída. Útgáfan var ætluð almenningi. Annaö morðið átti sér staö aö nóttu hinn þriöja janúar. Á auðu götuhorni eins og þau gerast eyðilegust í vestur- úthverfum höfuöborgarinnar. Það var komið fram undir dögun þegar lög- regluþjónn, einn þeirra sem þar eru hafðir til eftirlits ríðandi um einsemd- ina, sá mann klæddan í poncho liggj- andi útaf í skugga gamallar málning- arbúöar. Grófir drættir andlits virtust gríma af blóði. Djúpt sár eftir hníf skildi brjóstkassann í tvennt. Á vegg- inn þvert yfir gula og rauða tigla, höföu nokkur orö verið rissuð í kalkiö. Lögergluþjónninn stafaði sig fram úr þeim ... Seinna þá um daginn voru Treviranus og Lönnrot á leið í átt að afskektum vettvangi glæpsins. Til vinstri sem hægri við bílinn leystist borgin í sundur, festing himins seig og hús, leirbrennsluofnar og aspirnar virtust æ lítilfjörlegri. Þeir renndu inn að enda hliðargötu. Húsið var lítið fyrir stað að sjá. Veggir í lit rósa og kastaði ofbjarma sólarlags. Kennsl höfðu þegar verið borin á manninn. Hann hét Daniel Simon Azevedo og var nokkuð frægur í úthverfunum fyrir norðan. Hann hafði risið úrekilsstöðu í að slást á mála hjá frambjóðendum. Síðar hafði honum hnignað, lagst í þjófnað og upp úr því gerst uppljóstr- ari. (Þeim fannst stíllinn yfir dauðdaga hans vel við hæfi. Azevedo var síðari fulltrúi kynslóðar glæpamanna sem kunni að nota rýting, en ekki skamm- byssu). Orðin í kalkinu voru sem hér segir: ANNAR STAFUR i' NAFNI HEFUR NÚ VERIÐ NEFNDUR Þriðja morðið varð uppvíst að nóttu hins þriðja febrúar. Skömmu fyrir klukkan eitt hringdi síminn á skrifstofu Treviranusar lögreglufulltrúa. Maður- inn var kokmæltur og pukraðist með mál sitt af ákafa miklum. Hann kvaðst heita Ginzberg (eða Ginsburg) og að hann væri fús, fyrir sanngjarna þóknun, að leysa frá skjóðu varðandi fórn þeirra Azevedos og Yarmolinin- skys. Ósamhljóða hávaði í flautum og hornum drekkti röddu uppljóstrarans. Þá slitnaði sambandið. Treviranus ákvað ekki strax að um gabb væri að ræða (það stóð reyndar yfir kjötkveðju- hátíð). Hann komst að því að hringt hafði verið frá Liverpoolhúsinu, krá nokkurri við rue de Toulon, sóðalegri götu þar sem saman þrífast hlið við hlið, útsýni til himna, kaffibar, klám- búllur og biblíusalar. Treviranus átti orð við eigandann (Finnegan svarta, eldgamlan írskan glæpamann svo afturbata að hann var næstum að slig- ast undan mannorðinu). Hann sagði svo frá, að síðastur til að nota símann ' hefði verið næturgestur, Gryphius að nafni og hann væri nýfarinn með nokkrum vinum sínum. Treviranus hélt þegar til Liverpoolhússins. Eig- andinn greindi frá eftirfarandi: Átta dögum fyrr hafði Gryphius þessi leigt sér herbergi uppi yfir kránni. Skarp- leitur maður með grátt skegg, þoku- legt að sjá, svartklæddur og sóða- legur til fara. Finnegan (sem notaði herbergið í tilgangi sem Treviranus gat ímyndað sér) fór fram á leigu sem án efa var rífleg. Gryphius borgaði til- skilda upphæð án þess að hika. Hann fór næstum aldrei út, snæddi kvöld- mat sem hádegismat inni á herbergi sínu. Hann sást varla á barnum. Kvöldið sem um var rætt kom hann niður til þess að fá að hringja frá skrif- stofu Finnegans. Bíll með blæjuna uppi stöðvaðist framan við krána. Ökumaðurinn rótaði sér ekki. Nokkrir gestanna mundu eftir því að hann var með bjarnargrímu. Tveir trúðar komu út úr bílnum. Þeir voru stuttir og öllum bar saman um að þeir voru ákaflega drukknir. Með hornablæstri ruddust þeir inn í skrifstofu Finnegans og föðmuðu Gryphius að sér, svo virtist sem hann þekkti þá, en brást þó kuldalega við. Þeir skiptust á nokkrum orðum á Yiddisku, hann í hálfum hljóðum og kokmæltur, þeim lá hátt rómur og falskt. Þaðan fóru þeir upp í herbergið. Eftir stundarfjórðung komu þeir allir þrír aftur niður mjög kátir. Gryphius staulaðist þetta og virtist jafn drukkinn og hinir. Hann fór fyrir 16

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.