Teningur - 01.06.1989, Page 20

Teningur - 01.06.1989, Page 20
tekið að dimma þegar hann sá fer- hyrndan útsýnisturn setursins að Triste-le-Roy. Hann bar nærri jafn hátt og svört tröllatréin umhverfis. Hann hugsaði til þess að aðeins ein dögun og eitt sólsetur (ævaforn glæsifeg- urðin í austri og önnur í vestri) skyldi nú á milli hans og andartaksins sem leitendur Nafnsins hafa svo lengi þráð. Ryðguð girðing úr undnu járni setti óreglulegri lóðinni mörk. Aðalhliðið var lokað. Lönnrot gekk hringinn án þess þó að þúast við að komast á þann hátt inn. Þegar hann kom aftur að ómanngengu hliðinu, renndi hann næstum því ósjálfrátt hendi milli rimla og fann til lokunnar. Hann var hissa á hvernig marraði. Með erfiðismunum tregðunnar oþnaðist hliðgrindin inn. Lönnrot gekk af stað milli trölla- trjánna. Hann óð í rauðu kraðaki brot- inna laufblaða liðinna ára. Úr nálægð var skrauthýsi setursins Triste-le-Roy allt að sjá í tilgangslausum sam- hverfum og brjálæðislegum endur- tekningum: Einni Díönnu í myrkri gróp svaraði önnur slík í annarri gróp. Einar svalir spegluðust í öðrum svölum. Af tvenndum trappa tóku við tvöföld súlnarið veranda. Af einum tví- ásjóna Hermesi féll ferlegur skuggi. Lönnrot fór kringum húsið á sama hátt og hann hafði gert utan girðingar. Hann skoðaði allt. Undir gólfi verandar sá hann rimlahlíf fyrir þröngum glugga. Hann ýtti henni inn. Nokkur marm- araþreþ lágu niður í hvelfingu. Þegar hér var komið hafði Lönnrot ráðið svo smekk arkitektsins að hann gat getið sér til, að fyrir endanum myndu aðrar tröppur. Hann fann þær, fór upp, hóf hendur á loft og lauk upp dyrum að gildrunni. Bjarmi dró hann út að glugga. Hann opnaði. Gult tungl og fullt lagði skýrt út línur tveggja þögulla gosbrunna niðri í dapurlegum garði. Lönnrot kannaði húsið. Hann fór um forher- bergi, súlnasali og göng. Hann kom út á inniverandir sem voru samhvefar öðrum og hvað eftir annað kom hann aftur á sömu verönd. Hann fór niður stigann og inn í forherbergi, það var hringlaga. Þar inni var hann óendan- lega margur í gagnstæðum speglum. Hann þreyttist á því að opna glugga upp á gátt eða hálfvegis til að sjá úti ekki annað en sama eyðilega garðinn úr mismunandi hæð og frá ýmsum sjónarhornum. Inni voru húsgögn og búið um þau með gulum rykbreiðslum og kertastjakarnir vaföir í mússulín. í svefnherbergi staldraði hann við, þar sá hann eitt blóm í postulínsvasa. Eldgömul krónublöðin féllu við fyrstu snertingu. Á annarri hæð. Á efstu hæð kannski. Húsið var orðið honum óendanlegt og stækkaði. Þetta hús er ekki svona stórt, hugsaði hann. Villu- Ijós rökkursins stækkar það, sam- hverfurnar, speglarnir, öll þessi ár, ókunnugleiki minn, einmanaleikinn. Um tröppur sem lágu í spíral kom hann í útskotsturn. Tunglið skein inn um tígla í glugga. Þeir voru gulir, rauðir og grænir. Honum sortnaði fyrir augum af furðu jafn skjótt og hann þekkti þá. Tveir stuttir menn, hraustir og grimmir vörpuðu sér yfir og afvopn- uðu hann. Sá þriðji, mjög langur, kastaði alvarlegur á hann kveðju og sagði svo: „Þetta var vingjarnlegt af þér. Þú hefur sparað okkur eina nótt og dag." Það var Scharlach rauði. Mennirnir færðu Lönnrot í handjárn. Að lokum náði hann röddinni aftur. „Ert þú Scharlach að leita Hins leynda nafns?“ Scharlach stóð og virtist ekki koma þetta við. Hann hafði ekki komið nálægt átökunum sem tók svo fljótt af og tæpast að hann rétti fram hönd til að taka við skammbyssu Lönnrots. Hann tók til máls. í mæli hans kenndi Lönnrot sigursælu að niðurlotum komna og hatur á stærð við alheim- inn. Sorg, sem var hatrinu engu minni. „Nei," sagði Scharlach. „Ég varað leita nokkurs sem nær liggur raun- heiminum og er forgengilegra. Ég var að leita að Eric Lönnrot. Fyrir þremur árum síðan, gerðist það í árás á spila- víti við rue de Toulon að þú tókst bróður minn fastan og komst honum í fangelsi. Menn mínir smokruðu mér í smábíl undan úr bardaganum. Ég hafði fengið kúlu frá einum lögreglu- þjónanna í kviðinn. í níu nætur og níu daga lá ég í kvölum mínum hér í þessu ömurlega samhverfa húsi. Sótthitinn var að ganga frá mér og þessi andstyggilegi tvíásjóna Janus sem gefur rökkri og dögunum gætur, Ijáði draumum mínum hrylling og vök- unni líka. Mér fór að bjóða við líkama mínum. Ég fór að hafa á tilfinningunni að tvö augu, tvær hendur og tvö lungu væru álíka afskræming og tvö andlit. íri einn reyndi að snúa mér til trúar á Jesús. Hann hafði yfir aftur og aftur þessa setningu trúbræðra sinna. Allar leiðir liggja til Rómar. Um nætur nærðist óráð mitt á þeirri myndhverf- ingu. Mér fannst heimurinn vera eitt völundarhús. Þaðan væri ómögulegt að flýja, vegna þess að allar leiðir, þó að þær látist liggja í suður eða norður, þá liggja þær allar til Rómar, sem samtímis var ferhyrnt fangelsið þar sem bróðir minn lá fyrir dauðanum og skrauthýsið að Triste-le-Roy. Það var þá að ég sór við Guð sem sér með ásjónum tveim og við alla guði sótthit- ans og speglanna að ég skyldi skapa völundarhús um manninn sem fang- elsaði bróður minn. Nú hef ég lokið smíðinni og sé að það heldur. Það er gert úr dauðum sérfræðingi í villutrú, áttavita, átjándualdar sértrúarhópi, grísku orði, rýtingi og tíglum málning- arbúðar." „Mér barst fyrsti liður samhengis- ins í hendur fyrir tilviljun. Ég hafði lagt á ráðin ásamt með nokkrum félögum mínum - þar á meðal Daníel Azevedo - um að ræna safírum Tetrarksins. Azevedo brást okkur, hann drakk sig fullan fyrir peninga sem við höfðum borgað honum fyrirfram og lagði í verkið degi of snemma. Hann villtist í víðáttum hótelsins og um tvöleytið um nóttina staulaðist hann inn í her- bergi Yarmolinskys. En hann hafði plagaður af svefnleysi, tekið til bragðs að setjast við skriftir. Hann var að vinna að nokkrum athugasemdum, að því er virtist að undirbúa ritgerð um Nafn Guðs. Hann var búinn að festa á blað þessi orð: FYRSTI STAFUR í NAFNI HEFUR NÚ VERIÐ NEFNDUR. 18

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.