Teningur - 01.06.1989, Page 22

Teningur - 01.06.1989, Page 22
JORGE LUIS BORGES VINUR í RAUN Mynd okkar af borginni er alltaf svo- lítiö úrelt. Kaffihús hafa afmyndast í krár; og nú eru gömul bogamynduð andyri með flúruðum járnhliðum, þar sem eitt sinn brá fyrir görðum og slút- andi vínvið, subbulegir gangar sem vísa beina leið að lyftu. í samræmi við þetta hélt ég í nokkur ár að í vissri húsaröð við Talcahuanogötu fyndi ég enn Bókaverslun Bueones Aires. En einn morgun uppgötvaði ég að í hennar stað var komin fornminjaversl- un og mér var sagt að herra Santiago Fischbein, eigandi hennar, væri látinn. Fischbein hafði verið þrekvaxinn maður, í þyngra lagi, en útlit hans man ég síður en langar samræður okkar. Á sinn þögla en ákveðna hátt hafði hann alla tíð verið andsnúinn Zionisma, sem hann taldi að mundi breyta Gyðingnum í ósköp venju- legan hversdagsmann - njörvaðan við eina hefð og eitt föðurland en ekki lengur auðgaðan af átökum og erjum. Eitt sinn sagði hann mér að hann hefði verið að vinna að víðtæku safn- riti með verkum Baruch Spinoza, án allra rúmfræðilegra skýringa, sem, í sömu mund og þær gefa hinu undar- lega kerfi blekkjandi nákvæmni, slá lesandann flatan. Hann vildi ekki selja mér en leyfði mér að kíkja í sjaldgæft eintak af Kabbala Denudata eftir Rosenroth. Heima á ég enn nokkrar bækur um Kabbala eftir Ginsburg og Waite með stimpli frá bókaverslun Fischbeins. Eitt síðdegi, þegar við vorum tveir einir, trúði hann mér fyrir sögu frá æskudögum sínum, og nú finnst mér sem ég geti skrifað hana niður. Eins- og vænta má færi ég eitt eða tvö smáatriði í stílinn. Hér á eftir fer það sem Fischbein sagði. Ég ætla að segja þér svolítið sem ég hef aldrei sagt neinum áður. Ana - konan mín - veit ekkert um þetta, né neinir af nánustu vinum mínum. Þessir atburðir gerðust fyrir svo mörgum árum að nú finnst mér stundum sem þeir hafi hent aðra persónu. Þú getur kannski notað eitthvað af þessu í sögu - sem þú vitaskuld dulbýrð. Ég veit ekki hvort ég hef sagt þér að ég er fæddur í Entre Ríos héraðinu. Ég get ekki kallað okkur gyðinglega kúreka - það voru aldrei til neinir gyð- inglegir kúrekar. Við vorum verslunar- eigendur og bændur. En hvað sem því líður fæddist ég í Urdinarrain, borg sem ég man varla eftir lengur. Ég var mjög ungur þegar foreldrar mínir fluttu til Buenos Aires til að opna verslun. Skammt frá þar sem við bjuggum var Maldonado og fyrir neðan þann skurð tóku við opin svæði. Carlyle segir að menn þurfi að dýrka hetjur. í argentínskum skóla- bókum var reynt að fá mig til að dýrka San Martín, en í honum sá ég lítið annað en hermann sem háði orustur sínar í öðrum löndum og sem nú er aðeins bronsstytta og nafn á torgi. Samt sem áður - því miður fyrir okkur báða - sá tilviljunin um að útvega mér annars konar hetju. Þú hefur áreiðan- lega ekki heyrt hans getið áður. Hann hét Francisco Ferrari. Okkar hverfi var kannski ekki jafn slæmt og Griparéttirnar eða eyrin, en það hafði sinn skammt af ofstopa- mönnum sem héngu á gömlu kránum. Ferrari vandi komur sínar á sérstakan stað á horninu á Triunvirato og Thames. Þar urðu þau atvik sem hrundu mér í fang hans. Ég hafði verið sendur á krána til að kaupa lítinn pakka af grasatei þegar inn gekk ókunnugur maður með sítt hár og yfirvaraskegg sem pantaði einn sjúss af gini. í mildum tón sagði Ferrari við hann: „Hvernig er það, hittumst við ekki í fyrrakvöld á ballinu hjá Júlíönnu? Hvaðan ert þú?“ „Frá San Cristóbal," sagði hinn maðurinn. „Ég mundi telja, sagði Ferrari, enn mjúkur á manninn, „að þér væri holl- ast að vera annars staðar. í þessu hverfi eru allir að snapa vandræði." Um leið snerist maðurinn á hæl - yfirvararskeggið og allt. Kannski var hann jafn mikill maður og Ferrari en hann vissi að aðrir úr hópnum voru í nánd. Frá því síðdegi að telja var Fran- cisco Ferrari sú hetja sem ég sem fimmtán ára var í leit að. Hann var dökkur yfirlitum, beinn í baki og stór- flottur á mælistiku tímans. Hann var alltaf svartklæddur. Einn dag átti sér stað annað atvik sem tengdi okkur. Ég var úti á götu með móður minni og frænku þegar við rákumst á hóp af ungum ribböldum. Einn þeirra sagði hátt við hina: „Gamalt hyski. Leyfið þeim að komast." 20

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.