Teningur - 01.06.1989, Side 26
- Ég verö þín í kránni í Þórsgötu.
Ég biö þig að snerta mig ekki þangað
til. Þaö er best aö svo sé.
Fyrir einhleypan mann sem kominn
er til ára sinna er ástarboð óvænt gjöf.
Kraftaverkið hefur rétt til að setja skil-
yrði. Ég lét hugann reika til unglings-
áranna í Popayán og til stúlku frá
Texas, grannvaxinnar og bjartrar yfir-
litum eins og Úlríka, sem hafði hafnað
mér.
Ég gerði ekki þau mistök að spyrja
hana hvort hún elskaði mig. Ég skildi
að ég var ekki sá fyrsti og að ég yrði
ekki sá síðasti. Þetta ævintýri, sem ef
til vill var mitt hinsta, yrði eitt af
mörgum fyrir þessa Ijómandi og
ákveðnu skoðanasystur Ibsens.
Við héldum göngunni áfram hönd í
hönd.
- Allt er þetta eins og draumur,
sagði ég, og mig dreymir aldrei.
- Eins og konunginn, svaraði
Úlríka, sem ekki dreymdi fyrr en
spakur maður ráðlagði honum að sofa
í svínabæli.
Síðan bætti hún við:
- Hlustaðu vel. Fugl er að fara að
syngja.
- Hér um slóðir, sagði ég, er álitið
að sá sem sjái fyrir um óorðna hluti sé
feigur.
- Og ég er feig, sagði hún.
Ég leit undrandi á hana.
- Styttum okkur leið í gegnum
skóginn, sagði ég hvetjandi. Þá
komum við fyrr að Þórsgötu.
- Skógurinn er hættulegur, svar-
aði hún.
Við héldum áfram yfir heiðarnar.
- Ég vildi óska að þessi stund
stæði alltaf, muldraði ég.
- Alltaf er orð sem mönnunum
leyfist ekki að nota, sagði Úlríka, og til
að draga úr áherslunni bað hún mig
að endurtaka nafn mitt sem hún hafði
ekki gripið.
- Javier Otálora, sagði ég.
Hún reyndi að endurtaka það en
tókst ekki. Mér mistókst á sama hátt
að bera fram nafnið Ulrikke.
- Ég ætla að kalla þig Sigurð, sagði
hún brosandi.
- Ef ég er Sigurður, svaraði ég, ert
þú Brynhildur.
Hún hægði á göngunni.
- Kannastu við söguna? spurði ég.
- Vitaskuld, svaraði hún. Harm-
söguna sem Þjóðverjar eyðilögðu
með Niflungaljóðunum síðbúnu.
Mig langaði ekki út í rökræður og
svaraði:
- Brynhildur, þú gengur eins og þú
vildir að sverð lægi á milli okkar í
rekkjunni.
Allt í einu vorum við komin að
kránni. Ég furðaði mig ekki á því að
hún skyldi heita Northern Inn eins og
sú fyrri.
Ofan úr stiganum kallaði Úlríka til
mín:
- Heyrðirðu í úlfinum? Úlfar eru
ekki lengur til á Englandi. Flýttu þér.
Þegar ég gekk upp á efri hæðina
tók ég eftir að veggfóðrið var í stíl
Williams Morris, djúprautt og mynstrið
fléttingar úr ávöxtum og fuglum.
Úlríka gekk inn á undan. Það var lágt
til lofts í dimmu þakherberginu.
Langþráð rekkjan tvöfaldaðist í
daufum speglinum og gljáandi
mahoníið minnti mig á spegil Ritning-
arinnar. Úrsúla hafði þegar afklætt sig.
Hún nefndi mig mínu rétta nafni, Javi-
er. Ég fann að hríðin þéttist. Nú voru
hvorki húsgögn né speglar. Ekki lá
sverð á milli okkar. Tíminn rann eins
og sandurinn. í myrkrinu flæddi alda-
gömul ástin og í fyrsta og hinsta sinn
eignaðist ég ímynd Úlríku.
El libro de arena, 1975.
Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi
GJAFIR
Ég get aðeins ort í ákveðnu hugar-
ástandi. Ef ég er ekki í þessu ástandi,
þá get ég ekki ort. Ljóðið kemur, það
er manni gefið. Það er ekki eins og ég
sé að vinna að einhverju, ég finn bara
að Ijóðiö hríslast um mig eins og
andblær. Ég er ekki að halda því fram,
að það gerist með þeim hætti, sem
Grikkir sögðu: fyrir guðlegan innblást-
ur; eða Ijóðið sé innblásið heilögum
anda. En það er skáldinu gefið án
þess það geri sér grein fyrir því, *
hvaðan gjöfin er. Ég yrki Ijóð í inn-
blæstri, þau koma fyrirvaralaust; ég er
á gangi og að tala við einhvern vin
eða ég er aleinn - þá finn ég allt í
einu, að eitthvað kemur yfir mig, ég
reyni að gera mér grein fyrir, hvað
það er - og þá stendur allt Ijóslifandi
fyrir mér og orðin koma í heimsókn
hvert af öðru. En ég er hlutlaus eins
og tæki, e.k. miðill. Mér finnst ég ekk-
ert aðhafast. Ljóðið „gerist" eins og
hver annar atburður. Ég held ég gæti
ekki setzt niður og framkallað Ijóð eða
frásögn. Þetta er mér bara gefið. Og
ég vona ég sé verðugur þessara
gjafa. Draumurinn verður að fá tæki- t
færi til að verða að veruleika í mér. En
svo er auðvitað allt komið undir kunn-
áttu og getu. Margir kunna að skrifa
óbundið mál og yrkja Ijóð lýtalaust, en
þeir eru ekki rithöfundar í raun og
veru, þeim áskotnast ekki þær gjafir,
sem ég nefndi.
Úr viðtaii við Matthías Johannessen
(M-samtöl II)
24