Teningur - 01.06.1989, Page 27

Teningur - 01.06.1989, Page 27
JORGE LUIS BORGES SAUTJÁN HÆKUR 1 Kvöldið og fjöllin hafa sagt eitthvað við mig. Nú er það mér týnt. 2 Nóttin hin mikla er ekki orðin annað en ilmurinn einn. 3 Er eða ekki draumurinn sem úr hug mér hvarf fyrir dögun? 4 Strengirnir þegja. í tónlistinni leyndist þetta sem ég finn. 11 Þetta er höndin sem strauk mjúkt einhvern tíma hár á höfði þér. 12 Undir þakinu er spegilmyndin aðeins mynd af tunglinu. 13 Undir tunglinu þar lengist svartur skugginn einsamall er hann 14 Er það heimsveldi Ijósið sem er að slokkna eða maurildi? 5 Nú gleðst ég ekki við möndlutré í garði. Minningu þína. 6 Óljóst og sífellt auðnu minni hafa fylgt bækur, lyklar, tákn. 7 Allt frá þeim degi ekki hef ég taflið snert. Óhreyfðir skákmenn. 8 Á sandauðninni rósfingruð morgungyðjan. Einhver veit af því. 9 Iðjulaust sverðið um orusturnar dreymir. Mig dreymir annað. 10 Maðurinn dauður. Skeggið veit ekki af því. Neglurnar vaxa. 15 Nýtt tungl er kviknað. Hún horfir einnig á það úr öðrum dyrum. 16 Fuglskvak í fjarska. Ekki veit næturgalinn að hann sorg sefar. 17 Ellihrum höndin er enn að skrifa kvæði handa gleymskunni. Sigrún A. Eiríksdóttir þýddi 25

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.