Teningur - 01.06.1989, Qupperneq 30

Teningur - 01.06.1989, Qupperneq 30
ÞORIR KR. ÞORÐARSON GLETTNI SEM GRÍMA RAUNVERULEIKANS i Jónasarbók Gamla testamentisins er frásögn meö glettnisfullum brag, en að baki kankvísrar frásagnargleðinnar býr djúp alvara. Frásögnin er borin uppi af andstæðum, annars vegar grátbroslegum raunum Jónasar sem heldur sig fast við reglur og lögmál, en hins vegar miskunn Guðs, sem tekur mannlegum breyskleika með nokkurri kímni og lýtur ekki mann- legum lögmálum. Höfundurinn beitir ýmsum brögðum til að sýna viðbrögð Jónasar og til að sýna þverstæðu frelsisins og miskunnarinnar. í fyrri hluta bókarinnar eru áberandi and- stæðurnar milli niðurstigningar og upp- stigningar, þess að sökkva niður í örvilnan, og hins að stíga upp til trúar og vonar. í síðari hluta bókarinnar eru meginandstæðurnar annars vegar milli litríks konungsins í Niníve, sem er sýndur í trúðslegu Ijósi, og einstreng- ingslegs spámannsins sem boðar eld og brennistein, og hins vegar Guðs aö gantast við löghyggjumanninn Jónas til þess að koma miskunnsemi í hjarta hans. Markmið Jónasarbókar- innar er að sýna fram á þverstæðu miskunnseminnar. Það gerir höfund- urinn hins vegar ekki með því að setja fram kennisetningar, heldur með því að segja sögu. FLÓTTI JÓNASAR Sagan hefst á viðburði sem er sama eðlis og þegar spámenn Guðs fengu kall um að gegna þjónustu: Orð Drottins kom til Jónasar, sonar Amittaj: „Leggðu af stað og farðu til Níníve, hinnar miklu borgar! Prédik- aðu gegn henni, því að illska hennar hefur stigið upp til mín!“ Jónas leggur að sönnu af stað, eins og honum var boðið, en í þveröfuga átt. í stað þess að halda, eins og Guð hafði boðið honum, íaustur, til Níníve við ána Tígrís í Mesopótamíu, heldur hann /' vestur, niður að Miðjarðarhaf- inu, til borgarinnar Jaffa. Þar kaupir hann sér far alla leið til Spánar (Tarsis). Jónas er á flótta. Skipið leggur af stað, en ekki höfðu þeir lengi siglt er fárviðri skellur á. Særokið rýkur um reiða skipsins og himinháar öldur hafa skipið að leiksoppi og hóta að færa það í kaf. Á dekkinu er allt á tjá og tundri er skipverjar berjast við ofviðrið og kasta öllu lauslegu fyrir borð og einnig farmi skipsins í þeirri von að það sykki ekki sökum ofhleðslu. þeir reka upp skelfingaróp og hrópa hver á sinn guð. En hvar er Jónas? Skipstjórinn leitar hans um allt og finnur loksins. Þar liggur Jónas neðst niðri í lestum skipsins steinsofandi! Þessi sýn er næsta spaugileg. En hún vekur líka óhug. Jónas er í djúpum svefni, nærri því eins og vank- aður. Flótti hans er með einhverjum hætti í andstöðu við hið rétta eðli hlut- anna, brot á rökum lífs hans. Skip- stjórinn reynir að vekja hann: „Hvað gengur að þér? Þú sefur! Rístu upp og ákallaðu guð þinn! Ef til vill hugsar hann náöarsamlega til okkar svo að við förumst ekki!“ Athyglisvert er að skipstjórinn ávarpar Jónas hinu sama orði, „Rís upp,“ {qúm) og Drottinn ávarpaði Jónas með í upphafi sögunnar: „Leggðu af stað" (qúm). Það er eins og kall Guðs til ábyrgðar, sem Jónas var á flótta undan, sé endurtekið fyrir munn hins „heiðna" skipstjóra. Þetta kall um að standa á fætur, rísa upp og takast á við lífið hefur sína andstæðu í lífi Jónasar, sem sífellt fer niður. Hann fer ofan (yarad) til Jaffa, hann fer niður (yarad) í skipið (fer um borð), og í skipinu, þegar allt er á tjá og tundri uppi á dekki í vitlausu veðri. ^ fer hann niður (yarad) í neðsta rúm í skipinu og sofnar þar í uppgjöf sinni. Nú fer að renna upp Ijós fyrir skip- verjunum. Það hlaut að vera til skýr- ing á þessu skyndilega óveðri sem brast á eins og þruma úr heiðskíru lofti og ógnaði lífi þeirra og ætlaði að færa skipið í kaf. Og þeir kunnu örugga aðferð til þess að komast að því hvað ylli ógæfunni og hvernig komast mætti úr lífsháskanum. Þeir kasta hlutum og teningarnir sýna að farþeginn furðulegi á sök á þessu! Og nú hefst yfirheyrsla yfir Jónasi: „Segðu okkur: í hvaða erinda- gerðum ertu? Hvaðan kemur þú? Frá J hvaða landi ertu? Af hvaða þjóð?“ Hann svaraði: „Ég er Hebrei, og ég trúi á Drottin, guð himinsins, sem skapað hefur sjó og land.“ Þá urðu skipverjarnir skelfingu lostnir og sögðu við hann: „Hvað hefur þú gert! “ Nú lýkst það upp fyrir þeim sem Jónasi var hulið, að enginn getur umflúið Guð né sjálfan sig né örlög » sín. Það eru kannski kynni þeirra af 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.