Teningur - 01.06.1989, Qupperneq 32

Teningur - 01.06.1989, Qupperneq 32
á annan veg en ætlað var, Jónasi til mikillar gremju. Því viti menn! Fólkið snýr sér, boðar föstu til iðrunar synda og klæðist grófum kuflum úr striga eða grófri ull, hærusekkjum (he- breska orðið er samstofna ísl. orðinu sekkur) til að tákna iðrun og yfirbót. Og það á síðar eftir að koma fram að þetta uppátæki fólksins, að snúa sér, rústar fyrirætlanir Jónasar. Fregnin af viðbrögðum fólksins berst til kóngsins þar sem hann situr á hástól sínum. Og skyndilega verður þess háttar viðsnúningur sem í bók- menntum er ætíð merki um mestu snilld og heldur athygli lesandans vakandi: Kóngurinn af Níníve bregst svo við, að hann sviþtir af sér purpur- anum í einu svifkasti og sest í ösku líkt og Job til þess að tákna djúpa iðrun sína. Og hann sendir þegar í stað út kallara sem flytja lýðnum kon- unglega tilskipun að allir, menn og skepnur, skuli iðrast í sekk og ösku. Þegar hér er komið sögu liggur við að glensið fái yfirhöndina í frásög- unni. Tilskipunin býður að ekki skuli einungis allt fólkið fasta til iðrunar og yfirbótar heldur skuli naut og sauðir ífærð hærusekkjum og bolarnir og kusurnar hrópa í kór með mannfólk- inu um miskunn Guðs yfir hina vondu borg. Það er með ólíkindum að fjallað sé um hina alvarlegustu þætti trúarinnar á jafn gáskafullan hátt, því að í niður- lagi kaflans er talað um afturhvarf frá illri breytni og þá trú að iðrun og yfir- bót bægi frá óheill og afleiðingum syndar. Og eins og fólkið sneri sér, er einnig sagt að Guð hafi snúið sér, sama sögnin notuð. Þessi viðsnún- ingur gegnir tvennum tilgangi í sög- unni. Fyrst leiðir hann fram miskunn Guðs, sem sagt er frá að hafi misk- unnað sig yfir lýðinn, og síðan birtir hann andstæðuna miklu (sem er kannski kjarni Jónasarbókar) milli Guðs ástar og stirfni Jónasar. Þessir drættir myndarinnar eru dregnir af mikilli list. Kóngurinn af Níníve er bein andstæða Jónasar, og mynd hans er á hinn áhrifaríkasta hátt gerð kímileit og kankvís. Þessar tvær persónur, spámaðurinn Jónas í brennandi heift og kóngurinn af Ní- níve í pelli og purpura, leggja undir sig allt sviðið í kaflanum. Með því að iðrast í sekk og ösku fer konungurinn nákvæmlega eftir prédikun Jónasar, en samt sem áður ónýtur hann ráð hans og ómerkir boðskap hans. Þessi þverstæða er möndulásinn sem list sögunnar snýst um. Með þessu móti er gripið á frum- þætti í guðsvitund Biþlíunnar, að Guð er kærleikur. Flann birtist í umhverfi ærslafenginnar myndar af baulandi og jarmandi búpeningi í hærusekkjum með ösku á kollinumlSú kímileita lýs- ing lýkur einmitt upp fyrir okkur merk- ingu Jónasarbókarinnar, alvörunni sem birtist í þeirri glettni sem sprettur af gamanleiknum sem vex upp úr harmleik mannlegra örlaga. Harm- leikur Jónasar (í sálminum) þar sem hann situr á hafsbotni með þang um höfuðið í greipum dauðans breytist í gleðileik við sigur upprisunnar. JAKOBSGLÍMA GUÐS VIÐ JÓNAS Þar var komið sögunni, er við skildum við frásöguþráðinn, að Guð hafði misk- unnað sig yfir fólkið. En það féll Jón- asi ekki. Hann fór ekki leynt með and- stöðu sína við miskunn Guðs og býður honum upp í krappan dans. Svo segir frá viðbrögðum Jónasar við fyrirgefningu Guðs: Jónas fylltist (andstyggð og) hneykslun og honum brann reiðin, og sagði: „Ó, Drottinn! Var það ekki ein- mitt þetta sem ég sagði áður en ég fór að heiman! Það var vegna þessa sem ég í fyrstunni vildi flýja til Tarsis ... Því að ég vissi að þú ert líknsamur og miskunnsamur guð, þolinmóður og gæskuríkur og fyrirgefur hið illa. “ Hér býður Jónas sjálfu almættinu byrginn. Hann lýsir afdráttarlausri andstyggð sinni á þessari frumtján- ingu trúar Gamla testamentisins, svo að jafnvel jaðrar við guðlast og færist óhugnaður yfir frásögnina. Jónas er í ystu neyð staddur. Og hann veit það jafnvel og Joþ að enginn getur deilt við sjálfan Guð. Hann sér að lífi hans er lokið, því lífi sem hann hafði lifað í rökhyggjunni kaldri, sem byggirá lok- uðu kenningakerfi en er ekki opin fyrir miskunn þar sem ella væri dómur og þeirri ást sem gengur þvert á ætlanir manna. En hér, á þessum eina stað í allri bókinni, rís Jónas hátt. Hann tekur afleiðingum vantrúar sinnar sem hann hafði haldið vera trú: „Drottinn, taktu líf mitt, því ég vil heldur deyja en lifa!“ Hér er ekki háð (írónía), eins og margir ritskýrendur ætla, hér er birt harmræn mynd af neyð Jónasar. En jafnframt kemur höfundur í veg fyrir að örvænting grípi lesandann með því að leiða fram andstæðu örvilnunar, kímnina (eins og Mozart, sem var aldrei taumlaus í gleðinni né örvita í sorginni), en slík kímni er eigind þókarinnar og verkfæri höfundar til þess að láta gleðileikinn og harmleik- inn mætast í lokin og leiða fram von- ina. GUÐ GLETTIST VIÐ JÓNAS Er höfundur bókarinnar hefur látið lesendur skyggnast ofan í hyldýpi ystu myrkra mannlegrar neyðar, þar sem Jónas afneitar trúnni og óskar sér dauða, er frásögninni lyft í nýja tóntegund. - En gætum fyrst að bak- sviði næstu viðburða. Jónas er frávita eftir þessa orð- ræðu. Hann staulast út úr hinni miklu borg og skjögrar út á bersvæði. Brennheit sólarsvækjan gerir honum ómótt, og hann tínir saman sprek í ofurlítið hreysi. Þar býr hann um sig í forsælunni, hjarnar ofurlítið við og bíður þess nú (með svolítilli óþreyju) hvort muni nú ekki eftir allt saman rætast það sem hann sagði fyrir. Sem hann sat þarna í hrófatildri sínu leit Guð niður af himnum og (kannski með kímileitu brosi) lét hann undrahvnn vaxa á svipstundu sem skyggði rækilega á Jónas, svo nú sat hann í skuggasælum lundi. Léttist þá skap hans og hann varð hinn ánægð- asti með tilveruna. En eitthvað annað bjó undir en að koma Jónasi í gott skap, og sýnir það að kímni er einn af eiginleikum Al- mættisins. Varla hefur rísínusrunninn tekið sér stöðu á leiksviði frásögunnar en ný persóna birtist: Drottinn „út- 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.