Teningur - 01.06.1989, Page 35
dísi nema hvaö í þessu tilfelli er þaö
söngurinn sem heilla átti Evridísi upp
frá Hades sem heillar Orfeus sjálfan
svo að hann gleymir ástinni.
- Þetta er þá tragedía?
- Það veit ég ekki. Tragedía bygg-
ist ekki á efninu heldur tungumálinu.
Þaö hvort hlutir eru tragískir eöa kóm-
ískir ræöst ekki af því hvaö gerist eða
hvernig, heldur hvernig sagt er frá
því.
- Efnið í Sjang og Eng er líka
sannsögulegt, finnst þér betra að
hafa einhverja raunverulega atburði
aö styöjast viö?
- Nei, ekkert frekar. En ef einhverjar
heimildir hrífa mig þá fer ímyndunar-
aflið á fullt. Sagan af Sjang og Eng er
stórkostleg, ekki síst fyrir okkur
nútímafólk sem þurrkum aörar mann-
eskjur bara út úr lífi okkar ef þær eru
okkur ekki að skapi. Þeir sátu uppi
hvor með annan hvaö sem í skarst og
þaö er mjög spennandi viðfangsefni
að vinna úr því hvernig upplifun þaö
hafi verið, fyrir utan það að það ætti að
geta kennt okkur aðeins meiri þolin-
mæði og tillitssemi hvort við annað.
- Hvernig skilgreinirðu sjálfan þig
sem rithöfund?
- Ég skilgreini mig ekki neitt, ég
bara skrifa. Þegar ég er að skrifa lifi ég
alfarið í heimi ritsmíðarinnar, hún
verður allt mitt líf. Ég býst við að
íslendingar telji mig skyldan Laxness,
ég skrifa oftast um lítil samfélög sem
spegla allan heiminn og legg mikið
upp úr persónusköpun. Mér þykir
vænt um persónurnar og reyni að
upplifa hlutina eins og þær upplifa þá.
Þegar ég skrifaði smásagnasafnið
Sonur Prestsins, sem er sjálfsævi-
sögulegt, reyndi ég að upplifa atburð-
ina eins og ég upplifði þá þegar ég var
tíu ára. Ef til er einhver dauðasynd í
sagnagerð þá er það að skilja við
persónurnar hálfskapaðar. Ég hef þá
kenningu að til séu tvær gerðir rit-
höfunda, annars vegar þeir sem eru
uppteknir af tungumálinu og hins
vegar þeir sem eru uppteknir af við-
fangsefninu. Ég tilheyri seinni
hópnum. Ég reyni að vera algjörlega
opinn þegar ég skrifa og hlusta eftir
ómum óralangt neðan úr undirmeð-
vitundinni. Annað augað snýr alltaf
inn og ég held að þeir sem halda því
fram að bókmenntirnar séu í kreppu
séu höfundar sem þori aldrei inn í
sjálfa sig, þori ekki að viðurkenna
ósigra sína og lítilmótleika og hæðast
að sjálfum sér. Ég set mig ekki á
neinn stall, reyni að vera á sömu
nótum og lesandinn, lifi mig inn í
atburðina, hlæ og græt og tala við
sjálfan mig, finn til gleði og verð undr-
andi á því sem ég skrifa. Ég er alltaf
byrjaður á nýrri bók þegar ég sendi
aðra frá mér annars verður tómleikinn
alltof yfirþyrmandi. Listamaðurinn er
stöðugt að berjast við tómleikann og
fylla líf sitt af einhverjum fígúrum til
þess að þurfa ekki að horfast í augu
við hann.
- Minnkar tómleikakenndin við að
verða frægur?
- Nei, það breytir engu. Eini munur-
inn er sá að það er alltaf verið að biðja
mann að koma fram og taka þátt í hinu
og þessu, lesa upp, flytja fyrirlestra,
kenna og hver veit hvað og jaað stelur
tíma frá skriftunum og gerir mann
ergilegan. Það er fáránlegt óréttlæti
að meðan maður er ungur og
óþekktur þráir maður eftirtekt og
viðurkenningu en enginn virðir mann
viðlits. Svo þegar maður hefur skapað
eitthvað sem vekur athygli rjúka allir
upp til handa og fóta og vilja allt fyrir
mann gera. En þá hefur maður enga
þörf fyrir það lengur því maður veit að
maður er að gera eitthvað sem skiptir
máli. Ég hef áhuga á sköpuninni
sjálfri, ekki því hvort einhverjum
fræðingum finnst ég mikils virði eða
ekki.
- Tekurðu mark á gagnrýni?
- Ég hlæ nú yfirleitt þegar ég er að
lesa gagnrýni bókmenntafræðinga
um bækur mínar. Mér finnst þeir oft-
ast vera að eltast við hluti sem engu
máli skipta. Svo eru þeir farnir að taka
sjálfa sig svo hátíðlega, gott ef þeir
telja ekki skrif á gagnrýni listgrein útaf
fyrir sig. Abstraksjónir og hártoganir
höfða ekki til mín og ég skil ekki
helminginn af því sem þetta unga fólk
er að reyna að lesa inn í bókmenntirn-
ar. Viðurkenni vel að ég veit meira um
garðyrkju en heimspeki og hef ákveð-
ið fyrir löngu að láta unga fólkinu eftir
að reyna að botna í þessum nýju
frönsku heimspekingum sem eru svo
vinsælir þessa stundina. Jung er
meira við mitt hæfi, erkitýpurnar og
táknmál undirmeðvitundarinnar það
eru fræði sem ég skil.
- Þú ert Ijóðskáld, skáldsagnahöf-
undur og leikskáld, hvað af þessu
höfðar mest til þín?
- Ég dreg nú ekki skarpa línu milli
Ijóðs og prósa og blanda saman og
stekk á milli að vild. Ég er hættur að
skrifa Ijóð, þau voru mestan part
ávöxtur sterkra hughrifa og örvænt-
ingar á mínum yngri árum, gos í sál-
inni. Skáldsagnaritunin er mitt aðal-
starf og mér leið eins og amatör þegar
ég byrjaði að skrifa leikrit. Þar kom þó
Ijóðlistin til hjálpar, það er miklu líkara
að skrifa Ijóð og leikrit heldur en leikrit
og skáldsögu, Ijóðin eru oftast meira
drama en sögurnar. Ég hef líka skrifað
ferðabækur og þar getur maður bland-
að saman öllum þessum formum rit-
listarinnar. Ég get ekki sagt að eitt
form heilli mig meira en annað, þetta
eru allt greinar á sama meiði og inni-
haldið ræður mestu um það hvaða
form verður fyrir valinu hverju sinni.
- Bækur þínar Jólaóratorían og
Þjófurinn hafa báðar vakið mikla
athygli og hrifningu og nú ertu langt
kominn með nýja skáldsögu, er hún
meistarastykkið?
- Ég ætla nú að vona að meistara-
stykkið sé enn óskapað. Mig dreymir
um að enda ævina á „journal intime"
og gefa mig allan í það. Annars get ég
aldrei hugsað um nema þá bók sem
ég er að skrifa þá stundina, það fer öll
mín orka og hugsun í skriftirnar og
enginn tími til að velta því fyrir sér
hvort maður eigi seinna eftir að gera
betur. Mér finnst tíminn vera að renna
frá mér og alltof mrgt sem ég á eftir að
skrifa. Ég lifi í stöðugum ótta við að
glata sköpunarkraftinum og verð skelf-
ingu lostinn ef ég skrifa ekkert í einn
eða tvo daga. Að því leyti hef ég ekkert
breyst síðan ég var tólf ára og skrifaði í
dagbókina mína: „Ég held að ég sé
búinn að vera sem rithöfundur. Ég hef
ekkert skrifað í tvo daga.“
Viðtal: Friðrika Benónýs
33