Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 43

Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 43
ég geri úr því „málverk", því þaö virðist auðveldasta leiðin til að sýna þess konar tilfallandi samstæðu. Og ég skeyti lítt um að beita miklum tæknibrellum við þetta. Ég gef þeim sem vilja klappa fyrir handverkinu eins litla möguleika og hægt er, en ég „ ásaka mig fyrir að leika mér í alvöru- leysi með hugmyndir. Og í bókum með mörgum blað- síðum er að sjálfsögðu tækifæri til að sýna ekki bara eina mynd, heldur margar sem tengjast með því að hafa greinilega meira eða minna með hvor aðra að gera. Til að byrja með voru bækur mínar teiknaðar myndasögur, sem voru endurskapaðar í prentun- inni. í Berlín og áður í Dusseldorf fór ég að líta yfir öxl prentaranna og skilja hvað þeir voru að gera. Ég hafði þegar kynnst offsetvélinni '67 eða ’68, og á áttunda áratugnum varð hún mér enn mikilvægari. Nú á ég sjálfur offsetvél og vinur minn í Amsterdam á tvær aðrar, sem eru mjög stórar og ég hef aðgang að. Að fást við bóka- gerð hefur þróast út í það að nota ** offsetvélina eins og, segjum, málari notar pensil. Við erum ekki lengur að gera eftirmyndir, myndunum sem við gerum er ekki ætlað að líta út eins og fyrirmyndirnar, heldur er prentaða myndin orðin einstök. Við notum ekki lengur Ijósmyndatæknileg millistig. Heimur atvinnumennskunnar hefur raunverulega rænt offsetgreininni og sett sér sínar eigin fagurfræðilegu reglur. Það er meiri gljái á Bensinum sem er á pappírnum, en skín af honum úti á vegunum. Fyrir mér er það mikill léttir að sjá, að með sama tækjakosti og þessum reglum er við- haldið, er hægt að vinna andstætt, L snúa reglunum við. Það er hægt að komast að fleiri niðurstöðum sem verða til léttis, til dæmis að það er hægt að hrella velmeinandi, sósíal- demókratíska bókaverði með því að prenta upplag bókar þar sem ekkert eintak er samskonar. Möguleikarnir með offsetvélinni eru í raun mjög opnir og sveigjanlegir. Offsetvélin er næstum algerlega í ■* höndum atvinnumanna, sem allir keppast við þá list að gera sem ná- kvæmasta eftirmynd vegna þess að líklegast halda þeir að það séu kröfur viðskiptavinanna. En í höndum lista- manna býður offsetvélin uppá að vera rannsökuð sem skapandi tæki. - Orðaleikir? - Ég get sagt með vissu að leikur að orðum hefur greinilega hlutverki að gegna. Sem Þjóðverji í Hollandi og á íslandi, frekar en í Þýskalandi, hendir það mig oft að skilja ekki eitthvað, eða þá að ég held að ég hafi skilið, en geri það ekki. Eins og öll orð framkalla mynd í huganum, gera mis- skilin orð það líka. Þau vekja mynd sem kannski er sérkennileg. Til dæmis þegar þú skilur ekki orðið „misunderstanding" gæti það fyrsta sem þér dytti í hug verið ung, falleg kona, sem héti „Understanding", „Miss Understanding“. Á þennan hátt má þróa sjónrænt ímyndunarafl sem byggt er á orðum. Sjónræn ímyndun sem orð eru kveikjan að er oft á tíðum grunnurinn að myndgerð minni. Ég held að þetta hafi komið því óorði á mig að vera léttvægur, gera verk sem á vissan hátt eru ómerkileg og í besta eða versta falli aðeins brandaragerð. En mér finnst þetta í raun ekki svo fyndið. Fyrir mér er þetta tilraun til að rannsaka mismun- andi leiðir þess að eitthvað mis- heppnast, að eitthvað virkar ekki eins og það ætti að gera. Það er þessi þáttur lífsins sem mér finnst lang áhugaverðastur. Viðhorf mitt til notkunar lita og pensla, er sterklega undir áhrifum frá því sem ég sé gerast í listinni í kringum mig. Þegar það hefur verið hátíska á síðast liðnum tíu árum að mála, hafa þá ekki nógu margir séð um það verk, svo það var í raun ekki nauðsynlegt að ég legði þeirri grein lið? Uppgangur málverksins gaf mér aðeins tíma til að reyna aðrar leiðir. Það er ekki til neins ef allir toga í sama spottann. Eins og ég sagði áður fannst mér ég ekki vera hæfileikaríkur á neinn sérstakan hátt. Ég er ekki hæfileika- ríkur teiknari, ég er ekki augljóslega leikinn málari. En það hefur alltaf haldið mér uppteknum að bjóða þessum athöfnum byrginn, aðeins vegna þess að vangeta er eitthvað til að vinna úr, öfugt við fánýtan rembing færninnar. Samt get ég miklu meira þegar ég teikna, en þegar ég mála. Mér finnst málverk vera frumstæðasta listformið, maður makar einhverri litaðri drullu. Fyrir mér felst í teikningu það að skipu- leggja flöt til hlítar, koma fyrir styrkri samofinni heild. (Mikill hluti málverka í dag finnst mér frekar vera ákveðin gerð teikninga, mín málverk eru þar meðtalin). Fyrir mér eru bækur prent- aðar af listamönnum þróaðasta leiðin til að framkalla myndir í huganum: Tími, rými og hreyfing eru tengd saman í heildarmynd margfaldra flata og auka þannig fjölbreytnina. Og sem áhorfandi að verkum ann- arra, finnst mér það mikilsvert hve mikið af innihaldinu kemst til skila. - Mig langar að spyrja þig um inni- hald verka þinna? - Mér er erfitt eða ómögulegt að svara þessari spurningu. Það er undir öðrum komið hvað þeirfinna í verkum mínum. En það er líklegast ekki alltaf rétt að innihald listaverka verði for- vitnilegra eftir því sem vínið sem veitt er á opnuninni er meira og í hærri gæðaflokki. Ég er líka í vafa um að verk mín hafi mikið með tísku að gera, létt skraf eða ef út í það er farið: stór orð. Varðandi mínar myndir þá vil ég að fólk lesi þær. Sumir lesendur eru það langt komnir að þeir geta líka lesið það sem mér láðist að bæta inní þær. Samt hlýtur það að vera lesand- ans að túlka það sem hann les. Eggert Pétursson tók saman 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.