Teningur - 01.06.1989, Side 58

Teningur - 01.06.1989, Side 58
AÐ SKAPA LITI OG HRYN I TONUM SAMTAL VIÐ ÁSKEL MÁSSON j 1 Ég átti heima á Rauöalæk um þessar mundir. Dag nokkurn um veturinn var meö ólíkindum kalt, frostharka og vindgustur. Ég átti aö mæta í kennslu- stund síödegis og æföi mig því á klarínettið af kappi fram á seinustu stundu. Tók þá strætó niður í Hljóm- skála og var dauðhræddur um aö hljóðfærið spryngi á leiðinni vegna frostsins. Þaö sást ekki hræöa á stjái. Þegar niður í Hljómskála kom tók ekki betra viö - þar var engan að finna. Trjánum var kalt. Mér var kalt. Ég hékk nötrandi við luktar dyrnar um stund, þó ekki jafn lengi og maðurinn hjá Kafka. Ákvað að því búnu að selja klarínettið. Held ég hafi aldrei orðið jafn reiður á ævinni. Þetta var svo mikið virðingarleysi. Ég var tíu ára. Skömmu seinna byrjaði ég svo að fikta við ásláttarhljóðfæri, blaða í nótum og kynna mér vinnuaðferðir tónskálda. Mig langaði að vita hvaða lögmál lægju að baki þessari undar- legu skrift. Kannski það sé því Páli Pampichler að kenna hver ég varð. Þeim dyraverði. 2 Svo var það Tónlistarskólinn. Sá kafli er stuttur. Ég sætti mig ekki við kennsluaðferðirnar og gekk út, kom mér heim. Þarna voru hafðar fyrir manni reglur eins og þær væru algild lögmál. Við fengum hins vegar ekki að vita AF HVERJU? Ég hafði áður kynnt mér eftir föngum tónlist gömlu meistaranna og vissi að þeir þver- brutu þessar reglur þegar þeim þókn- aðist. Svo ég gekk út, kom mér heim. Það var náttúrlega minn barnaskapur að skilja ekki að maður lærir reglur til að geta brotið þær. En kannski mér hafi bara legið á. Um þetta leyti var mér orðið Ijóst að músíkin yrði mitt hlutskipti. Það var engin spurning. Ég lagðist því í sjálfsnám, fór yfir fingra- skóla fyrir orgel, lá yfir nótum og byrj- aði að semja verk. Áður hafði ég reyndar fengist við að skrifa laglínur- þrettán eða fjórtán ára. Næstu árin voru viðburðarík. Það er eins og allt hafi gerst í einni svipan og margt af því betur gleymt en geymt. Ég spilaði með popphljómsveitinni Náttúru í hálft ár, sótti tíma í Myndlist- arskólanum og stofnaði ásamt öðrum Combó Þórðar Hall sem varð lands- fræg af litlum efnum, flutti til Hafnar í blindni og spilaði jass í Montmartre með hljómsveitinni Kodans Bölge, lifði lífinu og fékk mig fullsaddan. Þegar heim kom eftir nokkra mánuði vissi ég ekki mitt rjúkandi ráð. Mig langaði til að gera eitthvað í músík en vissi ekki hvað. Fann fyrir einhverju afli hið innra en kunni ekki að virkja það. Ekki þá. 3 Klarínettið er mitt fyrsta hljóðfæri. Ég byrjaði að læra á það sjö eða átta ára gamall í Barnamúsíkskólanum þar sem ég fékk leiðsögn í rúmt ár hjá Gunnari Egilssyni. Við vorum þrír strákar hjá honum. Kennsla Gunnars er mér ógleymanleg vegna þeirrar virðingar sem hann bar fyrir sínu hljóðfæri og tónlist yfirleitt. Hann var að fást við eitthvað sem var ekkert venjulegt, eitthvað sem var stórkost- legt og af guðlegum toga. Þessi til- finning situr enn í mér enda hef ég samið allmikið af klarínettutónlist. Fyrir allmörgum árum skrifaði ég til dæmis klarínettukonsert fyrir Einar Jóhannesson sem frumfluttur var í Reykjavík 1981 en hefur farið víða og verið leikinn á hljómplötu og geisla- disk. Á næstunni mun Einar flytja hann á írlandi. Þessi konsert er lag- rænn og hrynmikill, byggður upp á elegískum línum og þremur kadens- J um. Að hluta til er hann unninn upp úr mínu fyrsta hljómsveitarverki sem kallaðist HUGHRIF og var eitt sinn leikið í Bergen. Klarínettið er heillandi hljóðfæri. Það er lipurt, hefur vítt tónsvið og býður upp á mikla mögu- leika. Það er nánast hægt að spila allt á það. Annars hef ég skrifað konserta fyrir ýmis hljóðfæri - víólu, litla trommu, marimbu, píanó og básúnu. Öll hafa þessi hljóðfæri sína einstæðu möguleika. 4 Ég tók að skrifa tónlist í alvöru skömmu eftir heimkomuna frá Höfn. j Ætli það hafi ekki verið 1970. Mitt fyrsta verk, „opus 1" var SILJA, samið fyrir þrjá slagverksleikara. Mér hafði fundist mjög erfitt að skrifa fyrir áslátt- arhljóðfæri en var svo heppinn að komast yfir nótur að verkinu ZYCLUS eftir Carl-Heinz Stockhausen. Þar sá ég skemmtilega lausn: grafíska nótna- skrift. Ég hugsaði mér SILJU sem fæð- ingu. Verkið er einfalt að formi og hefst * á látlausum klið - flytjendur ganga inn 56

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.