Teningur - 01.06.1989, Qupperneq 62

Teningur - 01.06.1989, Qupperneq 62
hann þekkti tónlist mína. Samtalið æxlaðist síðan þannig að ég samþykkti að skrifa fyrir hann konsert þótt ég hefði enga persónulega reynslu af píanói. Næstu tíu mánuðina sökkti ég mér niður í píanótónlist, allt frá Bach til okkar tíma. Samdi að því búnu verkiö á sjö eða átta mánuðum 1985. Þessi konsert er í fjórum þáttum og tekur fjörutíu mínútur í flutningi. Allir eru þættirnir byggðir á einni lagrænni línu þótt þeir séu mjög ólíkir innbyrð- is. Woodward sá þá fyrir sér eins og íslenskt landslag. Mér bjó þó ekkert slíkt í hug. Fyrir mér var það ögrun að skrifa verk í stóru formi úr litlum efni- við. Ég hef og notað sömu aðferð seinna - samið margþátta verk úr ein- földu efni þar sem hver þáttur hefur sérstakan blæ. Andstæður leikast á og tengjast með ýmsu móti. Básúnukonsertinn var saminn fyrir Christian Lindberg, sem ereinn mesti básúnusnillingur á okkar dögum. í honum er beitt ýmsum tæknibrögðum sem mér býður í grun að hafi sjaldan verið notuð áður í básúnutónlist. Við Lindberg hittumst í Stokkhólmi og gerðum í sameiningu ákveðnar til- raunir með þol hljóðfærisins. Ég skrif- aöi til dæmis síbreytilegar ventiltrillur, ýmist eintóna, litlar tvíundir og stórar tvíundir, ventilhljóma og mjög langar bundnar hendingar. Einnig nota ég pedaltónsviðið sem væri það hluti af venjulegu tónsviði básúnunnar. Verkið sjálft er byggt upp á stórum kadensum þar sem mikið er lagt á einleikarann. Það er skipt í þrjá kafla en ekki eiginlega þætti. Fyrst er áhersla iögð á lagrænar línur, kontrapúnktíska vinnslu, síðan er einskonar sálmur með allt öðrum blæ og loks kemur rit- mískur kafli. Áður fyrr var mikið skrifað fyrir básúnu, á tímum Gabrí- elis og þeirra. Nú virðist það aftur vera að færast í vöxt enda er básúnan heillandi hljóðfæri. Það skiptir þó miklu máli hver á heldur. Lindberg er frægur fyrir fallegan tón. Það hefur verið sagt að hann sé eins og sörig- rödd með hornhljóm. 11 Ég hef starfað með mörgum hljóð- færaleikurum á seinustu árum. Af þeim er Woodward mér einna minn- istæðastur. Það var mikil reynsla að semja fyrir hann enda hafði hann frá- bæra hæfileika til að hugsa eins og tónskáld. Það kom mér sérstaklega á óvart. Einnig má nefna Roger Carls- son, slagverksleikara sem ég samdi fyrir einleiksverk á marimbu og són- ötu fyrir slagverk. Þau voru frumflutt í mars 1988. Carlsson „fraserar" á ein- staklega fallegan hátt auk þess sem hann er tæknilega snjall. Af íslenskum hljóðfæraleikurum má nefna Einar Jóhannesson, Hörð Áskelsson, Guðn- ýju Guðmundsdóttur og Unni Svein- bjarnardóttur. Mér virðist geta íslenskra hljóð- færaleikara hafa aukist frá því sem áður var. Hins vegar skara mjög fáir framúr. Hér eru haldnir alltof margir tónleikar. Það er eins og þröskuldur- inn hafi lækkað. íslenska tónlistar- menn virðist vanta metnað. Efnisval þeirra er oft óvandað. Sömu verkin eru leikin aftur og aftur auk þess sem fá íslensk verk eru tekin til flutnings. Það kemur einkum fram þegar íslend- ingar leika erlendis. Það er eins og þeir séu hræddir við íslenska tónlist. Kannski það sé minnimáttarkennd. Nú er mikið talað um grósku í íslensku tónlistarlífi. Sé fjöldi tónleika mælikvarði á grósku er hún augljós- lega fyrir hendi. Sé sköpunarkraftur hafður að viðmiði er hins vegar Ijóst að hljóðfæraleikarar okkar eiga langt í land. Það eru færri vondir tónleikar haldnir nú en áður. Hins vegar er eins og meðalmennskan sé útbreiddari en áður var. 12 Nú í vikunni verður frumflutt eftir mig nýtt verk sem nefnist SINDUR eða gneistaflug. Það er samið fyrir slag- verkshóp sem kallar sig Snertu. Þetta verk er í fjórum mjög ólíkum þáttum þar sem reynt er að sýna fram á fjöl- breytileika slagverksins. Þann víða heim hljóða og tóna sem það býr yfir. Mér varð m.a. hugsað til höggmyndar Einars Jónssonar sem ber sama nafn. Myndin sýnir járnsmið að móta mann- eskju. Það gneistar undan höggum hans og í neistafluginu birtast þekktar höggmyndir sem meistarinn hafði gert. Annars er lagrænt efni verksins byggt á talnaröðum úr svokölluðum töfrateningum. í tölum býr upphaf allra hluta, sagði Pýþagóras. Þær eru lyklar að leyndardómum alheimsins. Ekki veit ég hvað dró mig að slag- verkinu á sínum tíma. Ekki var það trommusóló popparans. Mig langaði af einhverjum ástæðum til að semja tónlist fyrir ásláttarhljóðfæri. Nota þau á annan hátt en gert hafði verið. í huga margra er einungis hægt að nota þessi hljóðfæri á ritmískan hátt. Ég vildi nota þau lagrænt. Slagverks- fjölskyldan er stærsta hljóðfærafjöl- skyldan. Enginn veit hvað hún telur mörg hljóðfæri en líklega skipta þau tugum þúsunda. Það segir sig því sjálft að möguleikarnir eru óteljandi. Þannig má nota „stærri" hljóðfærin eins og páku, marimbu, víbrafón og krómatískt stemmdar trommur á marg- víslegan hátt. Á marimbu er til dæmis hægt að leika með mjúkum sleglum og fá hæga líðandi hljóma líkt og með orgeli. Öll hafa þessi hljóðfæri svo frábæra ritmíska og litræna mögu- leika. Mig langaði til að hrífa þau úr sínu hefðbundna hlutverki. í þeim til- gangi hef ég m.a. samið einleiksverk og konsert fyrir litla trommu, verk sem nú eru kennd og leikin víða um heim. í þeim reyni ég að semja ritmíska lag- línu sem síðan er unnið úr líkt og í verkum með hefðbundna hljóðfæra- skipan. 13 Það er langt síðan mér varð Ijóst að engin hefð er fyrir notkun hand- tromma í þeirri tónlist sem hugur minn stóð til. Þetta hljóðfæri er og upprunnið í menningarsamfélögum sem við þekkjum aðeins af afspurn. Ég einsetti mér því að búa til nýtt hljóðfæri - nýjar handtrommur - sem miðað væri við evrópska tónhugsun. Þessu verki hratt ég í framkvæmd um 1980. Hafði þá lært tækniteiknun og starfað um hríð á arkitektastofu í bænum. Ég gerði teikningu að þessu hljóðfæri og hef síðan barist fyrir að það yrði smíðað og framleitt. Þeirri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.