Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 4

Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 4
Björn Jónasson Örn Jónsson Reggae Eftirfarandi grein er biggð á frásögn Sypheliu Morgenstierna sem tók sér ferð á hendur til heimalands Reggae tónlistarinnar. Syphelia starfar mikið fyrir ágætt norskt tímarit, Gateavisa, sem vonandi verður hægt að kinna nánar síðar. Reggae nítur stöðugt meiri hilli á vesturlöndum og hafa fjölmargar hljómsveitir tileinkað sér þetta tónlistar- form. í greininni verður gerð tilraun til að kinna tónlistina og þann bakgrunn sem hefur mótað hana. Tötralíðurinn á Jamaica Á eijunni Jamaica búa um tvær milljónir manna. í landinu ríkir mikil stéttaskipting og markast stétt- arstaða nokkurn veginn af kinþætti. Fámenn hvít ifirstétt, lítið eitt fjölmennari millistétt sem aöallega samanstendur af kinblendingum og Ijósari svert- ingjum og síðan snauður fjöldinn sem í ifirgnæf- andi meirihluta eru svertingjar. Það eru þeir síð- astnefndu sem skapað hafa Reggae tónlistina eða sá hluti þeirra sem biggir fátækrahverfin í höfuð- borg Jamaica, Kingston. í landinu ríkir mikil fátækt og hafa þrjár helstu útflutningsvörur landsins, bauxít, sikur og bananar stöðugt orðið verðminni á heimsmarkaðnum. Að nafninu til eru sósíal-demókratar við völd í landinu. En tveir stærstu flokkarnir, Jamaicas Labour Party og Peoples National Party eru báöir samdauna landlægri spillingu. Kosningaloforðin og einhverjir tilburöir til þjóðnítingar 1972 nægöu til að fjölþjóð- legu auöhringar, sem höfðu hagsmuna að gæta, kröföust þess aö málefnum landsins irði stjórnað af alþjóðagjaldeirissjóðnum. Undanfarin ár hefur verðbólgan verið gífurleg, en laun frist. Verölag er svipað og á norðurlöndum, en laun verkamanna aðeins um fimmtungur þess sem þar tíðkast. Átök í efnahagslífinu eru hörð en sá hópur sem þessi grein fjallar um hefur að mestu staðið firir utan þau. Stór hluti svertingjanna er at- vinnulaus og hefur enga von um vinnu. Sérstaklega er atvinnuleisi algengt í þéttbíliskjörnum og hefur þróast sérstæð menning í fátækrahverfunum. Stór hópur heldur sér markvisst utangarðs, afneitar bæöi gildum þess og verðmætum. Þaö var meðal þessara utangarðsmanna eöa tötralíðs sem Reggae tónlistin þróaðist. Upphaf Reggae í upphafi fimmta áratugsins var Rhythm & Blues (R&B) tónlistin vinsæl í Bandaríkjunum. R&B svip- aöi á margan hátt til tónlistarhefðar Jamaicabúa, sem var einskonar blanda af afrískum takti, trúar- legum dönsum, breskri þjóðlagatónlist og Calypso frá Trinidad. f fátækrahverfum Kingston var fátt um útvörp eöa plötuspilara. Ní starfsgrein varö til, svokallaóir farandplötusnúðar. Þeir innréttuðu bíla með hljómflutningstækjum og keirðu á staði þar sem von var á fólki. Ferðadiskótekin eöa „Sound Systems" eins og þeir sjálfir nefndu firirbærið, varð fljótlega vinsæl skemmtun í fátækrahverfunum. í Bandaríkjunum gekk R&B ifir eins og hver önnur tískubilgja, en sama var ekki upþ á teningnum á Jamaica, þar hélt hún vinsældum sínum og heima- menn þróuðu hana áfram. í firstu var um nokkuð nákvæma eftirlíkingu á R&B aö ræöa, en fljótlega tók tónlistin níja stefnu og blandaðist hefðinni heimafirir. Útkoman var nefnd SKA. SKA Einkenni SKA var sterkur taktur, kraftur og til- finning. Einhverjir lesendur muna ef til vill eftir lag- inu ,,My Boy Lollipoþ" meö söngkonunni Millie. Þaö lag er einmitt dæmigert fyrir þessa tónlistar- stefnu. Lagið varö vinsælt um allan heim og vakti áhuga fjármagnseigenda. Hér var eitthvað nítt á ferðinni. I kjölfarið filgdu nokkur lög sem einnig náðu vinsældum á alþjóöamarkaði. Nöfnum eins og Jimmy Cliff, Maytals og Wailers skaut upp á erlendum vinsældalistum. Rock St.eady Tónlistin þróaðist ört. Hún var snar þáttur í dag- legu lífi lágstéttanna og hafði þaö mótandi áhrif á 2 SVART Á HVlTU

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.