Svart á hvítu - 01.01.1979, Side 5
Ferðadiskótek þeirra á Jamaica.
hana bæði hvað varðar form og innihald. Textarnir
fengu nítt inntak. í staö þess að fjalla eingöngu um
ástina og skemmtanir urðu félagsleg viðfangsefni
áleitnari, sú fátækt og misrétti sem flitjendur tón-
listarinnar þekktu mætavel. Dansinn varfrá upphafi
mikilsverður þáttur þessarar tilteknu tónlistarhefð-
ar og þróaðist hann og breittist samhliöa tónlist-
inni. Sumariö 1966 var eitthvert það heitasta á
Jamaica í manna minnum. Dansinn sem dansaöur
var við SKA var hraður og erfiður. Hitinn hafði í för
meö sér að þessi dans var ekki brúklegur, þess í
stað stóðu menn kirrir og hreifðu sig eftir tónlistinni
og til varð nír dans: Rock Steady! Nafn þetta færð-
ist yfir á tónlistina sjálfa og var notað um þær
breytingar sem á henni uróu á þessu tímabili.
Reggae
Með auknum vinsældum erlendis varó tónlistar-
flutningurinn að sérstakri atvinnugrein. Hljóðfæra-
notkunin varð fjölbreittari og áhrif rokksins á
Jamaica tónlistina fæddi af sér þann sérstæða takt
sem einkennir Reggae í dag. Textarnir einkenndust
æ meir af pólitískum og félagslegum viðfangsefn-
um, einkum og sér í lagi urðu hin afar sérstæöu
trúarbrögð fátæklinganna vinsælt irkisefni.
Reggae hefur frá upphafi veriö Stúdíó-tónlist.
Sound Systems var hinn upphaflegi miðill Reggae
og öfugt vió það sem tíðkast á vesturlöndum voru
tónleikar fátíðir. Til skamms tíma biggðist út-
breiðsla tónlistarinnar á vesturlöndum first og síö-
ast á hljómleikahaldi. Útgáfa tónlistar á plötum var
einkum hugsuð sem endurframleiösla hljómleik-
anna, af þeim sökum fór hún sjaldnast út firir þær
skorður sem flutningur á sviði óhjákvæmilega setur
tónlistinni. Flitjendur Reggae voru engum slíkum
böndum bundnir. Ekki skipti máli hvernig tónlistin
var tilkomin, þeir þurftu ekki að endurframleiða
hana. Það eitt skipti máli hver útkoman varð á
plötum og í hátölurum diskótekanna. Framleiðend-
urnir höfðu frjálst val hvaö ,,hljóðfæri“ snerti, enda
allt tiltækt notað. Einu takmörkin voru hugarflug
þeirra sem að útgáfunni stóöu. Allt var leifilegt,
bílvélar og fuglasöngur voru meðal þeirra taktgjafa
sem notaðir voru.
Sound Systems
Eitt af sérkennum tónlistarlífsins á Jamaica eru
ferðadiskótekin. Plötusnúðarnir þar eru af öðru
sauöahúsi en þeir sem viö könnumst við hérlendis
og stjórna tónlistinni á öldurhúsum borgar-
innar. Á Jamaica er verksvið þeirra ekki aðeins að
skipta um skífur, heldur hafa þeir einnig átt drjúgan
þátt í að skapa þá hefð sem þar er til orðin. Nokkrir
menn höfðu séö sér gróðavon í að kaupa bíla og
hljómflutningstæki og spila á götum úti. Þetta varö
vinsælt, fleiri bættust í hópinn og samkeppni jókst.
Vinsældir einstakra snúöa voru í réttu hlutfalli við
uppátæki þeirra. Á endanum fólst skemmtunin
engú síður í uppátækjunum en sjálfum tónlistar-
flutningnum.
DUB
Upptökustjórnandinn og plötusnúðurinn var oft
á tíðum einn og sami maöurinn. Af þessum sökum
SVART Á HVÍTU
3