Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 6

Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 6
Dub. Upptökustjórarnir hafa teklð tæknina í sína þjónustu. Hér situr Lee Perry, öðru nalni King Scratch, við hljóðblöndunarborðið. var upptökustjórinn ekki aðeins hlutlaus tækni- maður, heldur virkur í sköpun tónlistarinnar og lagði sitt að mörkum til aö auka á fjölbreitnina. Sköpun hans gekk stundum það langt aó endanleg útkoma varð afar ólík því sem upphaflega hafði verið leikið inn á segulbandið. Þessi umbreiting varö smám saman að sérstakri grein innan Reggae tónlistarinnar, nefnd Dub. Upphafsmaður Dub var maður sem nefndi sig King Tuppy. Hann vann viö að blanda tónlist tekna upp á tveim rásum, söngnum á annarri og hljóð- færaleiknum á hinni. Hann lækkaöi niður í söngn- um til að heira undirleikinn betur, þegar hann hækkaði sönginn á níjan leik mindaðist sérkenni- legt soghljóð. Þetta líktist ekki neinu sem hann hafði heirt áður. Eftir nokkrar tilraunir færöi hann útkomuna ifir á plötu og lét spila á næsta diskóteki. Tiltækið gerði mikla lukku og eftir þetta voru upp- tökustjórarnir iðnir við að gera tilraunir af þessu tagi. Nú er svo komið að plötur eru oft gefnar út þannig að á a-hliðinni er lag hljómsveitarinnar, en á b-hliðinni er Dub útgáfan. Höfundarrétturinn hefur aldrei verið mikils met- inn í tónlistarlífi Jamaica. í fátækrahverfunum til- heirir tónlistin öllum og er misnotuð eða notuð eins og hverjum og einum hentar. Af þessu leiðir að listamennirnir, hvort sem þeireru hljóðfæraleikarar eða plötusnúðar sjá minnst af þeim peningum sem fæst firir vinnu þeirra. Peningarnir lenda í höndum allskonar milliliða, ekki síst tekjurnar af plötusölu erlendis. Rastafarian-hreifingin Reggae tónlistin verður ekki skilin nema með hliðsjón af trúarbrögðum eijarskeggja. Rasta- farianisminn er fremur ní hreifing en á sér að baki langa sögu. Árió 1665 varö Jamaica bresk nílenda. Eins og í öörum breskum nílendum var herraþjóðin hvít, en vinnuaflið svartir þrælar fluttir frá Afríku. Frumbiggjum eijarinnar hafði verið útrímt af eftir- komendum Kólumbusar. Mikiö var um uppreisnir meðal þrælanna og vegna þess hve landið var há- lent og ógreiófært tókst mörgum þeirra að flíja til fjalla. Settu fjallabúarnir á stofn eigin samfélög, en áttu þó í stöðugum átökum við landeigendur og hafði þeim nánast verið útrímt þegar þrælahaldið leið undir lok. Þrælahaldararnir lögöu mikla áherslu á að kristna þrælana og beittu trúarbrögöunum til aó undiroka þá, en fljótlega snerust vopnin í höndum þeirra. Kristnin blandaðist þeim trúarhugmindum sem svertingjarnir fluttu með sér frá Afríku. Þótt ifirstéttin berðist gegn ,,villutrúnni“ og „galdra- kukli“ þræla sinna, gátu hin níju trúarbrögð þróast óhindrað í fjallaþorpunum. Þrælarnir túlkuðu spá- sagnir biblíunnar á níjan hátt. Margir spámannanna fengu á sig ímynd frelsara sem áttu að leisa þrælana undan ánauðinni. Trúarathafnirnar voru bísna ó- líkar sunnudagsmessum dómkirkjunnar. Þær voru mjög í anda afrískra helgisiða. Ganja, þ. e. marí- júana var einnig ómissandi hjálpartæki. Þessi trú- 4 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.