Svart á hvítu - 01.01.1979, Side 10

Svart á hvítu - 01.01.1979, Side 10
Guðbergur Bergsson Það nægir náttúrunni að vera nafnlaus Þeir breyta og umhverfa sem óánægju skapa. En ég umgengst hlutina eins og nýfæddir væru. Ég horfi á sólina, og hvaða máli skiptir það mig hvort hún er kölluð sól eða eitthvað annað? Mér er óþarfi að kalla sólina brúður blámans, auga hins víða tóms eða næturgoluna andvarp dauðra stjarna. Mín vegna mætti allt vera engu nafni gætt, því nöfn eru mannanna verk og náttúrunni óskyld. Með nafni einkennir maðurinn hlutinn og eignast hann. En allt er kærast sálinni ef það er nafnlaust, eins og hið nýfædda barn. Og barnið leikur sér bæði við hlutinn og heiminn og hlutir, heimur og börn eru eign alls mannkyns. Það nægir náttúrunni að vera ósnortin og nafnlaus. En í tvö ár þekkir þú hlutina aðeins af þeirra lögun og vió andlátió dragast þeir ásamt þér inn í gleymsku, inn í samheiti alls sem eitt sinn lifði. 8 SVART Á HVlTU

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.